Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009
FJÖLMIÐLAFÓLK frá frönsku sjónvarpsstöðinni
France24 er nú statt hér á landi við gerð fréttaþáttar um
Ísland, umsóknaraðildina að Evrópusambandinu og
bankahrunið sem sýna á í Frakklandi ári eftir hrun. Rætt
er við fólk í atvinnulífinu, stjórnmálamenn m.a. utanrík-
isráðherra, og fjölmiðlafólk. Þrátt fyrir ítarlegar tilraunir
hefur þáttastjórnendum hins vegar ekki tekist að ná tali af
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.
„Ég lagði fram viðtalsbeiðni fyrir nokkrum mánuðum,“
segir Caroline de Camaret, ritstjóri Evrópumála hjá
France24. Henni hafi síðar verið tjáð að Jóhanna yrði í fríi.
Er hún frétti fyrir tíu dögum síðan að Jóhanna myndi taka
á móti Olli Rehn, stækkunarstjóra ESB, endurnýjaði
Camaret viðtalsbeiðnina. „Við vonuðumst til að ná tali af
henni þar, en hún var ekki til í að tala við okkur, jafnvel
ekki að svara aðeins einni eða tveimur spurningum.“
Slæmt sé að ekki verði hægt að vitna beint í forsætisráð-
herra. „Jóhanna er vinsæl í Evrópu þar sem sú skoðun er
ráðandi að Ísland verði að ganga í ESB. Hún er sú sem
getur haft áhrif á aðildarumsókn Íslands og þess vegna
verður hún að ræða meira við erlenda fjölmiðla,“ segir
Camaret. Segir hún, að erlendum fjölmiðlum gangi illa að
ná í forsætisráðherrann, hún hafi heyrt að einhverjir
þeirra hafi sýnt samkynhneigð forsætisráðherra e.t.v.
meiri athygi en hún kæri sig um. Svo sé þó ekki um
France24. „Við höfum engan áhuga á því. Athygli okkar
beinist öll að ESB-umsókninni.“ annaei@mbl.is
„Verður að ræða meira
við erlenda fjölmiðla“
Forsætisráðherra neitar
France24 um viðtal
Stúdentar
taka hækk-
un fagnandi
„OKKUR líst
ágætlega á þetta
og það er fagn-
aðarefni að komið
skuli vera til móts
við stúdenta,“
segir Ingólfur
Birgir Sig-
urgeirsson,
fulltrúi Stúd-
entaráðs í stjórn
LÍN, um 20%
hækkun grunn-
framfærslu lán-
þega LÍN. „Við teljum að þetta sé
fyrsta skrefið til að jafna atvinnu-
leysisbætur og námslán. Tekju-
skerðingin er hins vegar orðin mjög
mikil og við höfum talsverðar
áhyggjur af því en við getum kallað
þetta stöðugleikasáttmála á milli
námsmanna og ríkis, hún er bara
tímabundin,“ segir Ingólfur.
„Í heildina séð er þetta mjög
gott,“ segir Hjördís Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra námsmanna erlendis
(SÍNE), sem einnig á sæti í stjórn
LÍN. Hún hafi þó viljað sjá meiri
samvinnu. „Þetta var svolítið ein-
hliða ákvörðun hjá stjórnvöldum og
við hefðum viljað hafa meiri sam-
vinnu eins og venja er með úthlut-
unarreglurnar á vorin,“ segir Hjör-
dís. jmv@mbl.is
Nám Framfærsla
LÍN mun hækka.
Tekjuskerðing orðin
mikil en mun lækka
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÞETTA er fyrsti liðurinn í að sam-
tvinna menntakerfið og félagslega
kerfið og ég held að það sé nauðsyn-
leg hugsun í því ástandi sem við lif-
um í núna,“ segir Katrín Jak-
obsdóttir menntamálaráðherra.
Gert er ráð fyrir að grunn-
framfærsla Lánasjóðs íslenskra
námsmanna hækki eða standi í stað
hjá miklum meirihluta námsmanna
eða allt að 80% með nýjum úrræðum
menntamála- og félagsmálaráðu-
neytis sem kynnt voru í gær.
Grunnframfærsla námslána
hækkar í 120.000 krónur á mánuði
sem er 20% hækkun. Tekjuskerð-
ingarhlutfall lánanna mun aukast úr
10% í 35% auk þess sem tekið verður
upp 750.000 króna frítekjumark, en
það verður fimmfalt fyrir þá sem
hefja nám og hafa verið á vinnu-
markaði.
Samkvæmt upplýsingum frá LÍN
er nú unnin undirbúningsvinna en í
næstu viku geta þeir námsmenn sem
þess óska afturkallað umsóknir sín-
ar og sent inn nýja samkvæmt
breyttum reglum. Hægt er að nálg-
ast nánari upplýsingar á vef LÍN.
Atvinnulausir sæki í nám
Breytingarnar eru liður í heild-
stæðri stefnumörkun beggja ráðu-
neyta sem er ætlað að hvetja at-
vinnulausa til að sækja sér menntun.
Atvinnuleysisskrá hefur nú verið
keyrð saman við nemendaskrár há-
skólanna og þannig á að draga úr því
að fólk stundi nám en sé jafnframt á
atvinnuleysisbótum. Talið er að
breytingarnar muni kosta um einn
milljarð króna í framkvæmd en
sparnaður í félagslega kerfinu auk
sparnaðar innan LÍN á að koma
fyllilega til móts við þann kostnað.
„Sparnaðurinn sem við sjáum er að
við reiknum með að ákveðinn fjöldi
þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá
leiti í nám. Þá verða sumarbætur af-
lagðar og svo hefur verið ákveðinn
kostnaður vegna þeirra óljósu
marka hvort fólk er í námi eða á bót-
um,“ segir Árni Páll Árnason, fé-
lagsmálaráðherra.
Framfærslan hækkar um 20%
Grunnframfærsla LÍN í 120.000 krónur á mánuði Tekjuskerðingarhlutfall úr 10% í 35%
Erfiðara að stunda nám á bótum Kostnaði m.a. mætt með sparnaði í félagslega kerfinu
Morgunblaðið/Kristinn
Fundað Ráðherrar kynntu skref sem ætlað er til að hvetja fólk til náms.
EINAR Karl Haraldsson, upplýs-
ingafulltrúi í forsætisráðuneyt-
inu, segir forsætisráðherra
reyna að halda sig til hlés og
sinna aðeins því nauðsynleg-
asta, eins og undirbúningi rík-
isstjórnarfunda og móttöku
skiptastjóra ESB. „Hún hefur
ekki gefið kost á viðtölum og
það gildir jafnt um franska sjón-
varpið sem annað.“
Reynir að halda sig til hlés
Jóhanna
Sigurðardóttir
Afraksturinn rennur til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs
Konur prjóna í Turninum
Baðstofudagur í Turninum á 19. hæð,
laugardaginn 12. september 2009
frá klukkan 15.00 til 17.00
Konur takið með það sem þið eru með á prjónunum
Einnig býðst að taka þátt í hópverkefni þar sem hver og ein prjónar
húfu eftir einfaldri uppskrift úr margvíslegum garnafgöngum, borðum
eða glimmergarni. Takið með ykkur prjóna nr. 5½ -6 og þá garn-
afganga sem þið eigið til.
Leiðbeinandi: Sólveig Sigurvinsdóttir handavinnukennari
Þetta er ókeypis og allar konur velkomnar meðan húsrúm leyfir
Freyja, kvenfélag í Kópavogi
Nánari upplýsingar gefur Una María Óskarsdóttir formaður.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu hefur handtekið hátt í tug
manna síðustu tvo daga í aðgerð
sem beinst hefur að þjófaflokki, sem
hefur verið stórtækur undanfarna
mánuði. Alls hafa hátt í 20 menn, allt
Pólverjar, verið handteknir í þess-
um aðgerðum. Þýfi, sem metið er á
milljónir króna, hefur fundist við
húsleitir.
Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lög-
reglustjóra höfuðborgarsvæðisins,
er rannsókn málsins í fullum gangi.
Stefán segir að lögreglan hafi verið
að elta þessa menn undanfarna daga
og kortlagt starfsemi þeirra. Nú sé
verið að reyna að hafa uppi á öllum
þeim sem tengjast þessum þjófa-
flokki og kunna að vera í landinu
ennþá.
Að sögn Stefáns verður krafist
gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum,
sem handteknir hafa verið allra síð-
ustu daga. Nokkrir landar þeirra,
sem áður hafa verið handteknir,
sitja í gæsluvarðhaldi. Stefán segir
að kraftur verði lagður í rannsókn-
ina og að henni lokinni verði vænt-
anlega gefin út ákæra. Ef þeir hljóti
dóma verði gerð krafa um að mönn-
unum verði vísað úr landi þegar þeir
hafi lokið afplánun. Fram hafi komið
við rannsókn málsins að þessir menn
hafi komið til landsins beinlínis til að
stunda afbrot. Því séu skýrar for-
sendur fyrir brottvísun. sisi@mbl.is
Þjófaflokkur afhjúpaður
Komu til landsins
gagngert til þess
að fremja afbrot
Morgunblaðið/Júlíus
Handtaka Einn hinna grunuðu afbrotamanna leiddur út úr húsi í austurborginni síðdegis í gær.