Morgunblaðið - 10.09.2009, Page 6

Morgunblaðið - 10.09.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÉG skil ekki hvernig þetta á að geta gengið eins og það er sett upp fyrir okkur, að þjónustan minnki ekki og gæði þjónustunnar rýrni ekki, það eru markmiðin en ég tel það bara úti- lokað,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Meðal sparnaðaraðgerða á Land- spítala er að endurnýja ekki tíma- bundnar ráðningar. Hópur nýútskrif- aðra hjúkrunarfræðinga sem og ungra lækna sem hófu störf í vor mun því brátt missa vinnuna. Verulegt áhyggjuefni „Svo óttast maður að þetta end- urtaki sig 2010 og nýútskrifaðir fái þá bara sumarafleysingar, því það verð- ur ekkert auðveldara ár. Þannig að þetta er okkur verulegt áhyggju- efni,“ segir Elsa. Auk nýráðinna hefur líka verið ákveðið að ekki verði ráðið í stöður þeirra sem fara í fæðingarorlof eða veikindaleyfi af LSH. Elsa bendir á að í hópi hjúkrunarfræðinga séu fyrst og fremst konur og mikil hreyf- ing sé jafnan á starfsliðinu. Hún ótt- ast því að hugsanlega muni fækka mjög ört í hópnum. Meira álag á færri starfsmenn Í ofanálag verður nú nokkrum legudeildum breytt í dagdeildir, sem þýðir að mati Elsu að sjúklingar verði „þyngri“, þ.e.a.s. krefjist meiri hjúkrunar, þann tíma sem þeir liggja inni. „Þegar þetta leggst saman er augljóst að álagið á þá sem eru að störfum eykst verulega.“ Fleiri leiti til annarra landa Elsa segir því ekki raunhæft að ætla að þjónusta við sjúklinga skerð- ist ekki neitt, þegar vinnuálag eykst svo mjög á starfsfólkið. „Ég tel það útilokað og ef það væri hægt þá værum við að segja að það hefði verið verulega ofmannað og reksturinn ekki nógu góður.“ Líklegt er að hjúkrunarfræðingar muni í auknum mæli leita til ná- grannalandanna eftir störfum og ungir læknar muni að sama skapi halda fyrr en áður út í sérnám. Þórey Þorgeirsdóttir, formaður Félags ungra lækna, segir dæmi um skammtímaráðningu ungra lækna, í sex mánuði í stað tveggja ára. Hugs- anlega sé í spilunum fækkun stöðu- gilda yngri lækna, sem sé varasamt. Vinnuálagið hættulega mikið „Nánast allir unglæknar hafa upp- lifað það að vinnuálagið sé of mikið á Landspítalanum þannig að það sé hættulegt sjúklingum,“ segir Þórey og bendir máli sínu til stuðnings á gríðarlega ógreidda yfirvinnu sem ungir læknar inna af hendi. „Þess vegna tel ég faglega óráðlegt að auka vinnuálagið meira, ég get ekki séð að það sé möguleiki á hag- ræðingu með því að fækka stöðugild- um án þess að mjög víða verði öryggi sjúklinga ógnað.“ Öryggi sjúklinga í hættu  Fjöldi hjúkrunarfræðinga og ungra lækna á Landspítala fær ekki störf að nýju þegar tímabundinni ráðningu lýkur  Vinnuálag hættulega mikið nú þegar Morgunblaðið/Ásdís Áhyggjufull Bæði læknar og hjúkrunarfræðingar telja nauðsynlegt að horf- ast í augu við það að þjónusta Landspítala verði síðri í kjölfar niðurskurðar. MENNTARÁÐ Reykjavíkur hélt fund sinn í Norðlingaskóla í gær. Hluti fundarins var í Björnslundi, útikennslustofu skól- ans. Að sögn Kjartans Magnússonar, formanns menntaráðs, voru samþykktar tvær tillögur á fundinum. Önnur um nýtt starfsleyfi fyrir grunnskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð og hin um lestrarátakið „Lesum enn meira“ sem ætlað er að efla lestrarskilning nemenda í grunnskólum Reykjavíkur. Leita á samstarfs við Félag eldri borgara um þátttöku í verkefninu. Kjartan sagði að það hefði verið óvenjulegt að halda hluta fundarins undir beru lofti í skógarrjóðri. Hann sagði mennta- ráð fara reglulega í skóla og halda fundi þar. Nemendur sýndu einnig hvernig útikennslustofan nýtist. gudni@mbl.is Menntaráð Reykjavíkur hélt fund sinn í Björnslundi, útikennslustofu Norðlingaskóla, í gær Morgunblaðið/Heiddi Ferskir vindar blésu um fundarmenn VERZLINGAR gátu gætt sér á ís í eftirmat í hádeg- ishléinu í skólanum í gær en þá stóð góðgerðaráð Verzlunarskóla Íslands fyrir íssölu í samvinnu við Ís- búð Vesturbæjar. Fór hún fram á marmaranum svo- kallaða og rann svalt góðgætið ljúflega niður kverkar fúsra viðskiptavina. Markmiðið með sölunni var að safna fé fyrir vatnsbrunni í Litla Verzló, barnaskóla í Úganda, sem ABC-barnahjálp byggði fyrir söfnunarfé frá skólanum. Að auki hyggst góðgerðaráðið styðja við bakið á Mæðrastyrksnefnd þegar líða fer að jólum. Að sögn Elínar Lovísu Elíasdóttur, sem situr í ráðinu, markaði íssalan í gær aðeins byrjunina á fjársöfnun vetrarins. Ef marka má biðraðirnar eftir ísnum má ætla að söfnunin hafi farið af stað með miklum sóma. Morgunblaðið/Ómar GÓMSÆTUR ÍS FYRIR GOTT MÁLEFNI Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is BÖRNIN í borginni virðast koma sæl og glöð undan sumri. Í öllu falli virð- ist skólahald fara vel af stað og ekk- ert bendir til annars en að líf nem- enda sé í eðlilegum skorðum, skv. upplýsingum sem viðbragðsteymið Börnin í borginni hefur aflað. Teymið var sett á laggirnar í kjöl- far bankahrunsins í fyrrahaust og er markmið þess að fylgjast með líðan barna og starfsfólks í skólum og frí- stundastarfi á vegum borgarinnar. „Við erum búin að halda okkar fyrsta fund á þessu hausti og t.a.m. kemur fram í samantekt frá fulltrúa skóla- stjóra að ekkert bendi til annars en að börnin séu í góðu lagi og hlutirnir séu með eðlilegum hætti,“ segir Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík og formaður teymisins. Hann segir tilkynningar til teym- isins ekkert fleiri en í fyrra þótt vissulega sé erfitt að mæla slíkt eftir aðeins tveggja vikna skólahald. „Kannski getur skýringin á aukning- unni í fyrra verið að við í kerfinu er- um meira á vaktinni núna en við höf- um verið áður og að það sé brugðist við hraðar og ákveðnar.“ Sem dæmi bendir hann á að í síðustu viku hafi velferðarráð Reykjavíkur samþykkt breytingar á reglum sem veiti 200 fjölskyldum með um 300 börn á fram- færi rétt til sérstakrar fjárhags- aðstoðar vegna skólagöngu barnanna. Ragnar segir því fyrstu meldingar jákvæðar. „Já, menn tala um að skólastarfið fari vel af stað og að börnin komi brosandi og sæl í skól- ann eftir yndislegt sumar.“ Börnin brosandi og sæl að hausti Skólinn fer vel af stað þrátt fyrir kreppu Góð byrjun Haustið fer vel af stað hjá krökkunum í grunnskólunum. ÖSSUR Skarp- héðinsson, utan- ríkisráðherra, segir ýmsa koma til greina í embætti for- manns sendi- nefndar Íslands í komandi samninga- viðræðum við Evrópusam- bandið. Hann segir hins vegar ekkert búið að ákveða um málið enn sem komið er. Aðspurður vísar hann því á bug að gengið verði frá því á næstu dögum að Gunnar Snorri Gunn- arsson, sendiherra í Kína og fyrr- verandi ráðuneytisstjóri í utanrík- isráðuneytinu, taki við for- mennskuhlutverkinu, eins og greint var frá á vef Pressunnar í gær samkvæmt öruggum heim- ildum innan stjórnkerfisins. „Eitt er víst, heimildir Pressunnar eru ekki frá skrifstofu utanríkis- ráðherra,“ segir Össur. Enn engin ákvörðun verið tekin Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.