Morgunblaðið - 10.09.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
ÞÝSKI fjárhundurinn Nökkvi hefur sinnt
skyldu sinni í Vökuportinu undanfarin þrjú ár.
Hann hefur rekið burt óboðna gesti og svo
rammt hefur kveðið að varðmennskunni að
þjófar forðuðust líka portið við hliðina. Nú hafa
hins vegar aðstæður breyst og mannleg augu
fylgjast með Vökuportinu allan sólarhringinn.
Nökkvi er því laus undan skyldustörfunum.
Ingvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Vöku, segir að ekki hafi neitt annað komið til
greina en finna Nökkva gott heimili og í því
skyni var sendur út fjölpóstur á póstlista Vöku.
Í póstinum segir m.a.: „Þekktasti schaefer-
hundur landsins, hann Nökkvi, sem gætt hefur
Vökuportsins undanfarin 3 ár, leitar nú að nýju
heimili. […] Nökkvi er hreinræktaður Schae-
fer og er frábær hundur, með eindæmum klár,
hlýðinn og góður. […] Þetta er samt stór 39 kg
hundur og því er ekki endilega best að hann sé
á heimili með ungum krökkum. Ef þú hefur
áhuga á að taka að þér kláran, lærdómsfúsan
Schaefer, sem væri frábær á hundasýningar,
skrifaðu mér stutt bréf og segðu frá þínum að-
stæðum og af hverju þú myndir vilja eignast
Nökkva. Ég er fullviss að um að hann venst
nýjum eiganda á örskotsstundu því smá leikur
fær hann til að dýrka fólk sem nennir að sýna
honum áhuga.“
Viðbrögðin létu ekki á sér standa og strax
fannst nýtt heimili fyrir Nökkva. „Ég er voða-
lega ánægður með að hann sé kominn á gott
heimili,“ segir Ingvar. „Þar fær hann ástúð og
umhyggju. Þessi hundur er svo ótrúlega góður
og klár og … bara frábær,“ bætir hann við,
skortir lýsingarorð en hnykkir svo á því að
Nökkvi hafi einfaldlega verið orðinn allt of
góður hundur til að vera varðhundur!
Þurfti enga þjálfun
Þegar Nökkvi var í upphafi fenginn til að
vakta portið var leitað ráða hjá þjálfurum lög-
regluhunda. Þar fengust þær upplýsingar að
ekki þyrfti að þjálfa Schaefer-hunda sér-
staklega í vaktstörf, varðeðlið væri innbyggt í
þá. Frá því að hann var eins árs stóð Nökkvi
því vaktina, en hann er orðinn fjögurra ára.
„Við vitum að menn voru að hoppa yfir girð-
inguna hjá okkur og hann hljóp á eftir þeim,
bæði heyrðum það frá sjónarvottum og svo
sáum við það líka í eftirlitsmyndavélum,“ segir
Ingvar. „Nökkvi hafði þess vegna gríðarleg
áhrif í portinu hjá okkur og ekki nóg með það,
heldur var líka mikill þjófnaður í portinu við
hliðina. Þeir þökkuðu mikið fyrir að fá Nökkva
því þjófnaður minnkaði hjá þeim líka,“ segir
Ingvar.
Ingvar segir alla starfsmennina hjá Vöku
hafa verið sorgmædda yfir því að hundurinn
hvarf frá störfum í fyrirtækinu. Sú sorg þarf
þó ekki að vera mikil því nýi eigandinn kveðst
ekki munu ekki láta hjá líða að heimsækja
fyrri starfsstöðvar með hundinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nökkvi og nýja fjölskyldan María Rós heldur utan um Nökkva og hinn agnarsmái Tristan er í fangi Rúnars Péturs, kærasta Maríu Rósar.
Nökkvi kominn á nýtt heimili
Hefur staðið vaktina í Vökuportinu í þrjú ár og fælt þjófa þaðan og úr nálægum portum Fékk inni
á heimili þar sem fyrir er smáhundur Samkomulagið gott þó að í upphafi hafi heyrst smávegis urr
Nökkvi fékk nýtt heimili hjá Maríu Rós Bald-
ursdóttur. María Rós lét ekki duga að svara
tölvupóstinum frá Vöku, heldur tók til ráða
sem dugðu. „Hún mætti bara hingað og vildi
ekki gefa þetta eftir. Mér leist mjög vel á
hana, hún er í húsi, með lokaðan garð og
annan hund,“ segir Ingvar.
María Rós segir það hafa komið sér á óvart
hversu blíður Nökkvi er. „Kærastinn minn
fékk póstinn frá Vöku og ég rauk bara út um
dyrnar, beint upp í Vöku,“ lýsir hún. „Ég hef
séð hann þar, en ég bjóst ekki við að hann
væri svona ljúfur, algjört lamb.“ Nökkvi verð-
ur þó ekki eini hundurinn á heimilinu því þar
er fyrir smáhundur af tegundinni chinese
crested, kínverskur faxhundur. „Samkomu-
lagið er mjög fínt, sá litli urraði svolítið á
Nökkva fyrst, en svo hætti hann því,“ segir
María Rós. Hún er ákveðin í því að Nökkvi
eigi framtíðarheimili hjá sér þó að vissulega
séu það viðbrigði að fá svo stóran hund inn á
heimilið. „Við höfum alltaf haldið bara á
þeim litla en Nökkvi nær upp á borðið án
þess að teygja sig,“ segir María Rós og hlær.
Nökkvi er schafer en ljúfur sem lamb
FELGURNAR
fokdýru, sem
stolið var undan
Nissan 350Z
sportbíl við
Smiðjuveg í
Kópavogi um
helgina, eru
komnar í leit-
irnar. Þjófarnir
sáust í örygg-
ismyndavél og
rataði lögreglan beint á viðkom-
andi, að sögn Ragnars Tryggvason-
ar, eiganda felgnanna, en hver
þeirra kostar 300 þúsund krónur
hjá umboðinu. Ein felgnanna var
skemmd, að sögn Ragnars. ingi-
bjorg@mbl.is
Felguþjófarnir sáust
í öryggismyndavél
Ragnar
Tryggvason
BROTIST var inn í gróðrarstöðina í
Laugarási í fyrrinótt nótt og þaðan
stolið 13 hitalömpum. Að sögn lög-
reglunnar á Selfossi var tilkynnt
um innbrotið í gærmorgun, og er
málið í rannsókn.
Þá segir lögreglan að 28 lömpum
hafi verið stolið úr gróðrarstöðinni
í Reykholti aðfararnótt þriðjudags-
ins. Ekki liggur fyrir hvort málin
tengjast.
Þjófnaður á hitalömpum hefur
ítrekað komið upp á síðustu mán-
uðum. Ástæðan er sú, að þeir hafa
verið mikið notaðir við ólöglega
ræktun á kannabisplöntum.
Hitalömpum stolið
úr gróðurhúsum