Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009
Eftir Líneyju Sigurðardóttur
Þórshöfn | Það er seigla í íslenska sauðfénu
enda hefur það þurft að laga sig að misjafnri
veðráttu í gegnum tíðina.
Lambhrúturinn Brimir er gott dæmi um það
en hann fannst við Brimnes á Langanesi í lok
júlí síðastliðins illa á sig kominn. Hann er þrí-
lembingur sem hafði misst af móður sinni, lík-
lega snemma sumars, og var lítið annað en
skinn og bein.
Guðrún Þorleifsdóttir tók þennan litla gimb-
il upp á sína arma og með góðri umönnun og
pelagjöfum er hann orðinn hinn sprækasti.
Hann dvelur nú í hesthúsahverfinu á Þórshöfn
í góðu yfirlæti og þykir sopinn góður þegar
mæðginin Guðrún og Jón Fannar koma með
mjólkurpelann hans.
Áfram við hesthúsin
Hesthúsahverfið er rétt við tjaldstæðið á
Þórshöfn og gimbillinn hefur vakið athygli
gesta þar í sumar en hann kemur gjarnan að
hliðinu við veginn þegar hann sér til manna-
ferða og heldur að þá sé von á pelanum. Litlar
Reykjavíkurdömur á tjaldsvæðinu fengu að
gefa honum pelann og sögðust alveg geta haft
hann hjá sér í fjölbýlishúsinu sínu í Reykjavík
en Brimir kaus víst heimahagana frekar.
Hann fær að vera þar í vetur og á því fram-
undan lengri lífdaga en flest önnur lömb, enda
orðinn mjög hændur að eigendum sínum.
Litli gimbill, lambið mitt
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Umhyggja Guðrún Þorleifsdóttir og sonurinn Jón Fannar gefa Brimi mjólk á pela.
Menntamála-
ráðherra hefur
skipað vinnuhóp
sem á að gera til-
lögur að því er
varðar fornleifa-
rannsóknir á al-
þingisreitnum og
um varðveislu á
þeim fornleifum sem þegar hafa
fundist. Í hópnum eru Kristín H.
Sigurðardóttir, Guðný Gerður
Gunnarsdóttir, Hjörleifur Stef-
ánsson, Karl M. Kristjánsson, Mar-
grét Hallgrímsdóttir, Óskar Valdi-
marsson, Ragnheiður H.
Þórarinsdóttir og Sigurður Ein-
arsson.
Vinnuhópur skip-
aður um alþingisreit
NÝ könnun Capacent Gallup fyrir
Sveitarfélagið Skagafjörð leiðir
m.a. í ljós að níu af hverjum tíu
Skagfirðingum eru ánægðir með að
búa á svæðinu. Hefur ánægjan al-
mennt aukist frá síðustu könnun
fyrir fjórum árum. Nærri 80% eru
ánægð með lífsgæði í sveitarfé-
laginu og þjónustu sem það veitir,
einkum fyrir barnafólk. Óánægja
er þó með suma þætti, m.a. umferð-
aröryggi við skólana, vöru- og
verslanaúrval og upplýsingagjöf
um ákvarðanir sveitarfélagsins. Þá
er nokkur óánægja með ástand
Sundlaugar Sauðárkróks.
Almenn ánægja
meðal Skagfirðinga
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ánægja Gott að búa í Skagafirði.
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef-
ur samþykkt að halda óbreyttu
hlutfalli á niðurgreiðslu bæjarins á
skólamáltíðum fyrir grunn-
skólanema, þ.e. 55% niðurgreiðsla
til þeirra nemenda sem eru í mat-
aráskrift og 45% niðurgreiðsla til
þeirra nemenda sem eru með
klippikort. Þrátt fyrir verðlags-
hækkun á hverri skólamáltíð er
Reykjanesbær með lægsta verð á
skólamáltíðum ef borin eru saman
tíu stærstu sveitarfélögin, segir í
tilkynningu. Verð á máltíð í mat-
aráskrift verður því 215 krónur og
verð á máltíð með klippikorti verð-
ur 350 krónur.
Ódýr skólamáltíð
í Reykjanesbæ
ÞAU leiðu mistök urðu í Morg-
unblaðinu hinn 9. september að eft-
irfarandi lokaorð greinar um skýrslu
vistheimilisnefndar vantaði:
„Nefndin telur sömu tillögur til
stjórnvalda gilda fyrir þessar stofn-
anir og Breiðavíkurheimilið. Þ.e. til-
lögu um hugsanlegar skaðabóta-
greiðslur, geðheilbrigðisþjónustu og
eftirlit á sviði barnaverndarmála.
LEIÐRÉTT
Lokaorð féllu niður