Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 GUÐMUNDUR Hauksson, fyrrver- andi sparisjóðsstjóri SPRON, segir engan tengdan sér hafa átt viðskipti með stofnfjárbréf í júlí 2007 nema eiginkonu sína, Áslaugu Björgu Viggósdóttur. Í yfirlýsingu sem Guðmundur sendi frá sér í gær bendir hann á að þau hjón hafi aðeins selt 7% af sameig- inlegri eign sinni í SPRON um mitt ár 2007. „[E]nda höfðum við miklar væntingar um framtíð SPRON og héldum eftir 93% af stofnfjárbréfum okkar í sparisjóðnum. Við sáum hins vegar ekki fyrir þá miklu lækkun sem átti sér stað á verðbréfamörkuðum haustið 2007 og á árinu 2008, frekar en aðrir, hvað þá það efnahagshrun sem átti sér stað í október 2008,“ segir Guðmundur í yfirlýsingu sinni. Segist ekki hafa búið yfir upp- lýsingum sem haft gætu áhrif Bendir Guðmundur jafnframt á að hann hafi, á þeim tíma sem salan fór fram, ekki fremur en aðrir stjórnendur sparisjóðsins búið yfir óopinberum upplýsingum sem haft gætu áhrif á stofnfjárverð. Máli sínu til stuðnings vísar hann í bréf saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra frá því í júní 2008. Þar kemur fram að ekki verði séð að stjórnarmenn SPRON hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um verðmat félagsins og að innherja- reglur í lögum um verðbréfa- viðskipti eigi ekki við um viðskipti með stofnfjárbréf í SPRON á þess- um tíma. „Hvílir því ekki skylda til að upplýsa um viðskipti stjórn- armanna með stofnfjárhluti, hvorki þeim sem þau gera, né stjórn spari- sjóðsins,“ segir m.a. í bréfi saksókn- ara efnahagsbrota. Í bréfi sínu bendir Guðmundur einnig á að Fjármálaeftirlitið hafi ekki talið efni til þess að bregðast við ásökunum um meint brot stjórnar eða stjórn- enda vegna sölu á stofnfjárhlutum sumarið 2007. Yfirlýsingu hans má lesa í heild sinni á: www.mbl.is. Rannsaka fjársvikakæru Þess ber að geta að fyrrgreind niðurstaða saksóknara efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjóra var kærð til ríkissaksóknara, sem í upphafi árs 2009 fól efnahags- brotadeildinni að rannsaka hvort stjórnarmenn í SPRON hefðu gerst sekir um fjársvik þegar þeir seldu stofnfjárhluti í SPRON sumarið 2007. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota ríkislög- reglustjóra, það mál nú í rannsókn. Spurður hvenær búast megi við nið- urstöðu segir Helgi það sennilega ekki verða fyrr en næsta vetur sem megi m.a. skýra af manneklu og miklum fjölda mála. silja@mbl.is Segist ekki hafa verið innherji Guðmundur Hauksson Hraði, 2 Mb/sek*. Gagnamagn, 10 GB. Verð 4.190 kr. Það er800 7000 • siminn.is E N N E M M /S ÍA /N M 38 91 6 Leið 1: INTERNET SÍMANS Internet Símans er annað og meira en venjuleg nettenging Þú hefur möguleika á hraðari nettengingu, meira gagnamagni, öruggri gagnageymslu, Sjónvarpi Símans með fjölda sjónvarpsstöðva og vídeóleigu heima í stofu. Auk þess fylgir Netvarinn öllum áskriftarleiðum. Skráðu þig í eina af nýju leiðunum. * Hraði allt að 2 Mb/sek. Skíðaferðir Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Spennandi Skíðaferðir hjá Expressferðum Nýir áfangastaðir í Austurrríki Skoðaðu úrvalið, sjáðu verðið!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.