Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009
Kópavogur Ármann Kr. Ólafsson
stýrði þúsundasta fundinum.
ÞÚSUNDASTI fundur í bæjar-
stjórn Kópavogs frá upphafi var
haldinn á þriðjudag síðastliðinn. Af
því tilefni ákvað bæjarstjórnin að
styrkja Mæðrastyrksnefnd Kópa-
vogs um 1.000.000 kr. Ennfremur
var opnað fyrir útsendingu á bæj-
arstjórnarfundum Kópavogs á net-
inu, en þeim verður framvegis
streymt jafnhliða útvarpsútsend-
ingum á FM-tíðni 98,3. Tengilinn er
að finna á heimasíðu Kópavogs-
bæjar, kopavogur.is.
Fundur 1.000 í bæj-
arstjórn Kópavogs
HIÐ árlega golfmót burtfluttra
Skagfirðinga, Skagfirðingamótið,
fór fram í miklu blíðskaparveðri
um síðustu helgi í Borgarnesi. Mót-
ið hefur verið haldið í meira en tíu
ár sunnan heiða, og fór fram annað
árið í röð í Borgarnesi.
Metþátttaka var að þessu sinni.
Yfir 80 kylfingar mættu til leiks,
þar af um 20 að norðan, og komust
færri að en vildu, slík er aðsóknin
orðin í mótið. Skal engan undra þar
sem verðlaun eru jafnan glæsileg,
hver einasti keppandi kemur heim
með verðlaun – bara mismikil eftir
því hve árangurinn hefur verið á
golfvellinum og heppnin í útdrætti
á skorkortum, þar sem mikil eft-
irvænting ríkir. Langbesta skor
dagsins, á 73 höggum, eða tveimur
höggum yfir pari vallarins, átti
Halldór Heiðar Halldórsson. Skag-
firðingamótið er punktakeppni og
aðalverðlaunin, farandbikar, fær sá
er flestum punktum nær. Það gerði
Arnar Snær Kárason með 41 punkt.
Með flesta punkta í kvennaflokki
var Sólrún Steindórsdóttir, eða 37.
Gefendur verðlauna voru yfir 30
talsins; frá einstaklingum til stór-
fyrirtækja. Stærstu styrktaraðilar
voru Flugfélag Íslands, Hótel Ham-
ar í Borgarnesi, Alcan í Straumsvík
og BM-Vallá í Borgarnesi.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Verðlaunahafar Yfir 80 kylfingar voru á Skagfirðingamótinu og verðlaun
voru veitt í tíu efstu sætum í karla- og kvennaflokki, auk fleiri verðlauna.
Færri komust að en vildu á Skagfirðinga-
móti burtfluttra kylfinga sunnan heiða
UMHVERFISVERÐLAUN Norð-
urlandaráðs, sem nema jafnvirði
350.000 danskra króna, verða nú
veitt í fimmtánda sinn. Verðlaunin
eru veitt norrænu fyrirtæki, sam-
tökum eða einstaklingi sem á ein-
hvern hátt hefur skapað gott for-
dæmi við að fá fólk til að stunda
útivist og bæta skilning á þýðingu
fyrir andlegt og líkamlegt atgervi.
Ákveðið hefur verið hverjir
keppa í annarri umferð. Níu af
þeim 63 tillögum sem sendar voru
inn halda áfram í annarri umferð.
Þrjár tillögur koma frá Svíþjóð,
tvær frá Finnlandi, ein frá Íslandi
og ein er tillagan er sameiginleg
frá öllum norrænum ríkjum. Frá Ís-
landi eru tilnefndar þær Ósk Vil-
hjálmsdóttir og Ásta Arnardóttir.
Dómnefnd náttúru- og umhverf-
isverðlaunanna ákveður hver fær
verðlaunin á fundi sem verður hald-
inn í Stokkhólmi hinn 7. október.
Verða þau svo afhent á Norður-
landaráðsþingi sem haldið verður í
Stokkhólmi í lok október.
Morgunblaðið/ÞÖK
Tilnefndar Ásta Arnardóttir og Ósk
Vilhjálmsdóttir eru tilnefndar.
Umhverfisverðlaun
Norðurlandaráðs
MJÖG vel lítur út með kornuppskeru
hjá bændum á Hornafirði og skiptir
nú hver sólardagur máli. Áætlað er
að framleiðsluaukning á korni í haust
verði 30-40%, en kornræktendum
(áætlaðir 12-15) hefur ekki fjölgað
frá í fyrra er Flatey á Mýrum bættist
í hópinn. Mest er kornrækt á Árbæ
og Flatey með 40-50 hektara á hvor-
um stað. Þetta kemur fram á frétta-
vefnum www.hornafjordur.is.
Einnig er útlit fyrir að heyfengur
bænda verði meiri en í meðalári enda hefur sumarið verið sólríkt og gott.
Framan af var rigning af mjög skornum skammti og dró það úr sprettu á
sanda-túnunum en síðan kom rigning í júlí í hæfilegu marki og tók gróð-
urinn þá allvel við sér.
40-50% aukning í kornuppskeru
Kornrækt Hefur heppnast vel víða
um land í sumar og haust.
ÍSLANDSDEILD Amnesty Int-
ernational hefur sent ráðamönnum
landsins bréf þar sem farið er fram
á það að Ísland undirriti valfrjálsa
bókun við alþjóðasamning um efna-
hagsleg, félagsleg og menningarleg
réttindi. Valfrjálsa bókunin mun
tryggja að einstaklingar sem halda
því fram að brotið hafi verið á þeim
geti lagt erindi fyrir sérstaka nefnd
Sameinuðu þjóðanna.
Ríkisstjórnin styðji
mannréttindi
STUTT
Það er800 7000 • siminn.is
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
38
91
7
INTERNET SÍMANS
Internet Símans er annað og meira en venjuleg nettenging
Leið 2:
Þú hefur möguleika á hraðari nettengingu, meira gagnamagni, öruggri gagnageymslu,
Sjónvarpi Símans með fjölda sjónvarpsstöðva og vídeóleigu heima í stofu. Auk þess
fylgir Netvarinn öllum áskriftarleiðum. Skráðu þig í eina af nýju leiðunum.
* Hraði allt að 8 Mb/sek.
Hraði,
8 Mb/sek*.
Gagnamagn,
60 GB.
Verð 5.990 kr.