Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 18

Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 FLÖK vöruflutningabíla sem skyndileg flóð í kjölfar geysimikillar úrkomu í Istanbúl sviptu um koll. Minnst 31 hefur látið lífið, mörg hús eru enn umflotin og allt að tveggja metra djúpur vatnsflaumur rennur nú eftir þjóðvegum á svæðinu. Sjö konur drukknuðu þegar flaumurinn hreif með sér smárútu þeirra. Reuters MANNSKÆÐ FLÓÐ Í TYRKLANDI ÁKÖF umræða fer nú fram í Banda- ríkjunum um hættuna sem það veld- ur þegar ökumaður sinnir ýmsu öðru en akstrinum, talar t.d. í farsíma eða sendir smáskeyti (sms) undir stýri. Talsmenn aukins öryggis vestra segja að svo geti farið að málið verði leyst innan fjölskyldunnar, segir í grein í blaðinu The New York Times. Bent er á að fólk hafi almennt farið að nota öryggisbelti vestra vegna þess að aðstandendur bílstjóra höfðu áhyggjur af öryggi þeirra. Ekki hafi dugað að setja lög, margir ökumenn hafi hunsað þau. Nú séu þessir „sjálf- skipuðu verðir“, stundum í aftursæt- inu, farnir að verða órólegir og and- mæla því að ökumaður með mörg járn í eldinum noti tímann við akstur til að senda smáskeyti til við- skiptavina og annarra. kjon@mbl.is Hafi hug- ann við aksturinn Hættulegt að senda smáskeyti undir stýri Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama flutti mikilvægustu ræðu sína frá því að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta þegar hann ávarpaði sameinað þing landsins í nótt til að reyna að snúa vörn í sókn í deilunni um loforð hans um að koma á umbótum á heilbrigðiskerfinu. Ræðan er talin geta ráðið úrslitum um hvort Obama takist að knýja fram sjúkratryggingar fyr- ir alla Bandaríkjamenn eins og hann hafði lofað. Bíði hann ósigur í málinu næstu vikurnar gæti það staðið honum fyrir þrifum það sem eftir er kjör- tímabilsins og orðið til þess að hann gæti ekki komið á raunverulegum breytingum í öðrum mál- um. Forsetinn hefur lýst umbótum á heilbrigðis- kerfinu sem forgangsmáli sínu í innanríkismálum í ár. Fréttaskýrendur segja að Obama hafi tekið mikla áhættu með því að leggja svo mikla áherslu á þetta mál en hann hafi orðið að flytja ræðuna á þinginu til að snúa vörn í sókn. Núna væri að duga eða drepast. Obama hefur átt undir högg að sækja í sumar og vinsældir hans hafa minnkað hraðar en nokk- urs annars nýkjörins Bandaríkjaforseta, ef marka má nýlega skoðanakönnun. Hún bendir til þess að forsetinn njóti stuðnings um 50-51% landsmanna en allt að 68% sögðust styðja hann í byrjun kjör- tímabilsins. Fylgistapið er einkum rakið til erfiðra vanda- mála sem komið hafa upp, m.a. efnahagskrepp- unnar og aukins atvinnuleysis. Loforð hans um umbætur á heilbrigðiskerfinu hefur einnig sætt vaxandi andstöðu meðal almennings, sem hefur m.a. áhyggjur af því að breytingarnar verði of dýr- ar. Í ræðunni beindi Obama því orðum sínum að þjóðinni allri til að reyna að sannfæra hana um að breytingarnar þjónuðu hagsmunum hennar. Úrslitastund fyrir Obama  Forsetinn ávarpaði Bandaríkjaþing til að snúa vörn í sókn í deilunni um sjúkratryggingar  Mikilvægasta ræða hans í forsetaembættinu til þessa » Talinn hafa tekið mikla áhættu með ræðunni » Nú var að duga eða drepast eftir mikið fylgistap DR NEIL Stanley, sem stýrir svefn- rannsóknastofnun í Surrey í Bret- landi, segir að hjón ættu ekki að sofa að jafnaði í sama rúmi vilji þau tryggja sér góðan nætursvefn. Hrotur, byltur og annað ónæði valda miklum truflunum sem koma niður á svefninum. „Við vitum öll hvernig það er að kela svolítið og segja síðan: „Núna ætla ég að fara sofa,“ og færa sig síðan yfir í hinn hluta rúmsins. Af hverju ekki að fara alveg úr rúm- inu?“ segir Stanley. Lélegur svefn geti tengst þung- lyndi, hjartasjúkdómum, slagi og lungnakvillum, segir hann en einn- ig slysum í umferð og á vinnustað. Loks geti niðurstaðan af svefn- leysinu orðið skilnaður. Um 8% miðaldra hjóna í Bretlandi sofa hvort í sínu rúmi, segir í frétt BBC. kjon@mbl.is Hjón sem sofa hvort í sínu rúmi njóta betri svefns HENRYK Bro- der, þekktur blaðamaður og rithöfundur í Þýskalandi, hót- ar nú að kæra danska ríkið í kjölfar þess að hann varð fyrir árás í fríríkinu Kristjaníu, að sögn Jyllandsposten. Broder bendir á að í túr- istabæklingum sé Kristjaníu lýst sem athyglisverðum stað. Hann fór þangað með vini sínum og tók myndir. Nokkur vöðvabúnt stöðv- uðu hann þá og heimtuðu að hann afhenti vélina. Er hann neitaði var hann laminn niður og vélin eyði- lögð. Broder segist hafa séð skilti þar sem varað var við myndatökum en ekki tekið mark á þeim enda hann ekki staddur á einkalóð. Eftir árás- ina hafi hann talað við lögregluna en fengið það svar að hún færi að öllu jöfnu ekki inn í fríríkið. kjon@mbl.is Þorir lögreglan ekki inn í Kristjaníu? Henryk Broder SUÐUR-Kóreumaður hrópar slagorð gegn Kim Jong-il, leiðtoga N-Kóreu. Um liðna helgi opnuðu N-Kóreumenn óvænt flóðgátt í Imjin-fljóti sem rennur skammt frá Seoul og fórust í kjölfarið sex manns. Reuters SLAGORÐ GEGN KIM Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞINGKOSNINGAR verða í Þýska- landi 27. september, óvissan er mikil og sveiflur hafa verið á fylgi helstu flokka í skoðanakönnunum. Í könnun Forsa fyrir tímaritið Stern, sem birtist í gær, jók Vinstriflokk- urinn mjög fylgi sitt og var með 14%. Ein ástæðan er að sögn Financial Times talin vera andstaða flokksins við þátttöku Þjóðverja í hernaðinum gegn talíbönum í Afganistan. Hinir stóru flokkarnir styðja hana allir og kom það skýrt fram í þingumræðum á þriðjudag. Þátttakan er hins veg- ar óvinsæl meðal kjósenda og verð- ur fróðlegt að sjá hvort aðrir flokk- ar reynast staðfastir ef Vinstriflokkurinn heldur áfram að bæta stöðu sína fyrir kosningarnar. Fleira veldur því að menn setja nú spurningamerki við þátttöku Þjóð- verja í aðgerðunum. Yfirmaður þýsks herliðs í Kunduz bað fyrir skömmu um loftárás á tankbíl sem talíbanar höfðu rænt. Um 90 manns féllu, sennilega var stór hluti þeirra óbreyttir borgarar. Bandaríski hershöfðinginn Stanl- ey McChrystal, yfirmaður allra er- lendra herja í Afganistan, gagnrýndi síðar þýska liðið fyrir að vera lengi að komast á staðinn eftir árásina. Einnig hefur verið gefið í skyn í bandarískum blöðum að þýski yf- irmaðurinn hafi ef til vill brotið regl- ur McChrystals um að ekki ætti að biðja um loftárás NATO-véla nema aflað hefði verið fyrst upplýsinga um aðstæður frá minnst tveim aðilum. Angela Merkel kanslari hefur harmað mannfallið. En Þjóðverjar hafa sætt gagnrýni annarra NATO- ríkja fyrir að vilja ekki stofna eigin hermönnum í hættu á mestu átaka- svæðunum. „Sjálfur Bin Laden hefði ekki getað skipulagt betur árás á einingu NATO,“ sagði blaðið Frank- furter Allgemeine Zeitung. „Von- brigði Bandaríkjamanna vegna áfalla í Afganistan geta verið skilj- anleg en jafnvel þótt aðstæður væru mun hættuminni væri afskaplega heimskulegt að setja í gapastokkinn, því að það hefur McChrystal gert, bandamann sem menn vilja fá til að taka meiri þátt í bardögum.“ Þjóðverjar deila um hernað gegn talíbönum Gagnrýni Bandaríkjamanna á þýska herliðið fordæmd Deilur um þátttökuna í hern- aðinum í Afganistan setja mark sitt á kosningabaráttuna í Þýska- landi. Vinstriflokkurinn, sem vill kalla þýsku hermennina heim, eykur nú fylgi sitt. Stanley McChrystal Angela Merkel Óttast menn klofning í NATO? Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri bandalagsins, hefur látið í ljós áhyggjur af aukinni andstöðu við hernaðinn í skoð- anakönnunum. Hvað vill hann gera í málinu? Hann segir að sýna verði fram á að aðgerðirnar beri árangur. Afg- anar verði að taka í auknum mæli við stjórn eigin mála. S&S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.