Morgunblaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.09.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is NEFND, sem er bresku ríkisstjórninni til ráð- gjafar um aðgerðir til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda, hefur lagt til að lagðir verði nýir skattar á flugfarmiða til að koma í veg fyrir aukið farþegaflug, að sögn breska dagblaðsins The Times. Nefndin leggur til að skattarnir verði tiltölulega lágir í fyrstu en hækki smám saman og verði að lokum nógu háir til að þeir fæli fólk frá flugferð- um. Markmiðið er að farþegaflugið verði ekki meira en það var árið 2005. Þróunarlöndum hjálpað Gert er ráð fyrir því að skattarnir nemi tugum milljarða punda og féð verði notað til að bæta þró- unarlöndum skaðann sem þau verða fyrir vegna loftslagsbreytinga í heiminum. Markmiðið er með- al annars að hjálpa þróunarlöndum að byggja upp flóðavarnir vegna hækkandi sjávarborðs. Ráðgjafarnefndin var stofnuð samkvæmt lögum sem sett voru á síðasta ári um ráðstafanir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Nefndin hefur mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar í umhverf- ismálum. Breska stjórnin hafði áður samþykkt tillögu nefndarinnar um að Bretar skuldbyndu sig til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 80% fyr- ir árið 2050. Nefndin vill nú að flugfélög verði neydd til að leggja sitt af mörkum til að Bretar geti náð þessu markmiði. Vill skatta til að fæla fólk frá flugi Í HNOTSKURN » Nefndin segir að verðiekki dregið úr losun gróð- urhúsalofttegunda vegna flug- ferða geti koltvísýringslosun flugvéla orðið um fimmtungur af heildarlosuninni í heiminum fyrir árið 2050. » Verði tillagan samþykkt erlíklegt að hætt verði við að fjölga flugbrautum Heathrow.  Bresk nefnd leggur til auknar álögur til að koma í veg fyrir aukið farþegaflug  Nota á skattféð til að bæta þróunarlöndum skaðann vegna loftlagsbreytinga BRESKUR hermaður féll þegar blaðamaðurinn Stephen Farrell var frelsaður úr haldi mannræningja í Afganistan í gær. Innlendur túlkur Farrells lét einnig lífið í átökunum og þrír aðrir afganskir borgarar. Reiði er meðal almennings í landinu vegna mannfalls í röðum óbreytta borgara í átökunum við talíbana og ekki bætir þessi aðgerð úr skák, að sögn breska blaðsins Guardian. „Hvers vegna skipulögðu þeir ekki aðgerðina betur?“ spurði Barry Salamm, ættingi túlksins sem hét Mohammad Sultan Munadi. Salamm gaf í skyn að líf Afgana væri talið skipta minna máli en líf útlendinga. Amin Mudaqiq, yfirmaður út- varpsstöðvarinnar Radio Azadi í Ka- búl, sagði að svo gæti farið að afg- anskir fréttamenn efndu til mótmæla vegna afdrifa túlksins. „Þeir sem stóðu að björguninni virð- ast hafa verið hirðulausir,“ sagði hann í viðtali við Financial Times. Unnu að frétt um árás á olíubíla Farrell er reyndur blaðamaður og hefur áður verið rænt, það gerðist í Írak. Hann var í Afganistan á vegum bandaríska blaðsins The New York Times er honum var rænt ásamt Munadi á laugardag. Þeir voru þá í Kunduz í norður- hluta landsins að vinna að frétt um loftárás NATO á olíubíla sem talíb- anar höfðu náð á sitt vald. Allt að 90 manns féllu, þ. á m. óbreyttir borg- arar. „Við vorum öll í herbergi, síðan tóku talíbanarnir á rás. Þetta var greinilega árás,“ sagði Farrell í símaviðtali. „Við héldum að þeir myndu drepa okkur. Við veltum því fyrir okkur hvort við ættum að fara út.“ Þeir hefðu afráðið að gera það, Munadi hefði hrópað: „Blaðamenn, blaðamenn“ en verið skotinn. Farrell sagðist ekki vita hver hefði skotið Munadi; hann hefði heyrt í bæði Afgönum og Bretum í kúlnahríðinni. kjon@mbl.is Blaða- maður frelsaður Reuters Hryggð Ættingjar stumra yfir líki afganska túlksins Munadis í gær. Afganskur túlkur og Breti féllu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.