Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 20
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Þ
essi leið var notuð til
ferðalaga á milli
landshluta í þúsund
ár, frá upphafi Ís-
landsbyggðar og alveg
fram undir aldamótin 1900. Það
var einstök upplifun að fara í spor
alls þess fólks sem þarna hefur
farið um í gegnum árhundruðin,“
segir Vigfús Gíslason sem gerði
sér lítið fyrir í sumar og gekk
aleinn í átta daga svokallaðan
Miðveg sem er ævaforn þjóðleið.
Og gott betur, því hann gekk frá
Eyrarbakka austur í Skaftár-
tungu og fór norðan við Mýrdals-
jökul. „Elstu heimildir um þessa
leið eru í Njálu en til að tengja
þetta nær okkur í tíma, þá þurftu
Skaftfellingar allt fram undir
aldamótin 1900 að sækja aðföng í
verslun á Eyrarbakka og eins
riðu eða gengu menn mikið þessa
leið þegar þeir fóru í verið. Um
1890 verður Vík í Mýrdal versl-
unarstaður og þá þurfa menn
ekki lengur að fara suður eftir
vörum og einnig voru árnar brú-
aðar upp úr aldamótum. Af báð-
um þessum ástæðum þá hættir
fólk að fara Miðveg,“ segir Vigfús
sem er Skaftfellingur, fæddur og
uppalinn á bænum Flögu í Skaft-
ártungu en býr nú í Þorlákshöfn
og er framkvæmdastjóri Flugger
í Reykjavík. Hann á sumarhús í
Skaftártungu sem var endastöðin
í gönguferðinni hans í sumar.
Aðeins fær í sjö vikur á ári
„Þessi leið sem ég gekk er ein
af þremur leiðum sem farnar voru
hér áður fyrr úr Skaftafellssýslu
og suður til verslunarbæjanna.
Margir fóru syðstu leiðina með-
fram sjónum, eða strandleiðina, á
svipuðum slóðum og þjóðvegurinn
liggur í dag. Fjallabaksleið nyrðri
var líka mikið farin, um Eldgjá og
Landmannalaugar. Miðvegurinn
liggur á milli þessara tveggja
leiða en uppsveitarmenn fóru
meira yfir fjöllin, rétt eins og ég
gerði, vegna þess að það er
styttra heldur en að fara með
sjónum og eins losna menn þann-
ig við stóru jökulárnar og sand-
bleyturnar.“ Vegna snjóalaga og
kulda var Miðvegurinn aðeins fær
í um sjö vikur á ári, eða frá 20.
júlí fram í miðjan september.
„Þetta kemur til af því að þegar
menn ferðast á hestum, þá verður
að vera kominn hagi til að beita
þeim á leiðinni. Haglendi er því í
raun bensínstöðvar þess tíma,“
segir Vigfús sem kynnti sér hvar
þessar gömlu „bensínstöðvar“
voru og þar hafði hann næturgist-
ingu í tjaldi sínu. „Leiðin rekur
sig á milli þessara gömlu áning-
arstaða þar sem er skjól, hagi og
vatn. Sums staðar er þessi leið
vörðuð hrundum vörðum og víða
sjást greinilega eldgamlar grónar
slóðir. Það virkaði sterkt á mig
að feta mig áfram eftir þessum
gömlu menjum.“
Ullin á sumrin,
mjölið á haustin
Vigfús var með 20 kíló á bak-
inu allan tímann en gangan var
um 200 kílómetrar. Hann segist
ekki vita til þess að einhver ann-
ar en hann hafi gengið þessa leið
frá því hún var aflögð að mestu
fyrir um 140 árum. Hann gekk
að meðaltali um 30 kílómetra á
dag, sem hann segir slaga upp í
lestargang. „Fólk þurfti að fara
árlega í kaupstaðarferðir og þá
var algengast að farnar væru
svokallaðar lestarferðir, þar sem
fólk reið saman á hestum. Farið
var tvisvar á ári, annars vegar
með ullarlestina fyrripart sum-
ars, til að koma ullinni í verð
sem til féll í sumarrúningnum,
og svo hins vegar að hausti til að
ná í mjöl og aðrar vörur fyrir
veturinn.“
Hann segir leið þessa ekki erf-
iða yfirferðar en þó hafi hún
greinilega verið valin með tilliti
til áningarstaða og hvernig und-
irlagið hafi verið fyrir hesta.
„Fólk hefur ekkert verið að víla
fyrir sér að láta leiðina liggja
upp einstaka bratta brekku til að
stytta sér leið eða fá nokkra kíló-
metra af sléttlendi. Á Rangár-
vallaafrétti var gott dæmi um
þetta en brött brekka er upp úr
Lambadal þar sem farið er upp á
svokallaðar Dalöldur, en þegar
ég kom þar upp tók við langur
kafli af sléttlendi.“
Fjórir menn urðu úti
Vigfús segir ástæðu þess að
Miðvegsleiðin hafi lagst af fyrir
um 140 árum ekki aðeins vera
tilkomu verslunar í Vík og brúa
yfir árnar. „Árið 1868 lögðu fjór-
ir menn af stað í október úr
Skaftártungu og var ferðinni
heitið í ver á Reykjanesi. Sumir
þeirra voru reyndir menn, þeir
voru gangandi en með fjóra
hesta sem báru færur þeirra.
Þeir fengu fylgd áleiðis út yfir
Hólmsá en komu aldrei fram.
Mikið var leitað en þeir fundust
ekki. Ýmsar sögusagnir fóru á
kreik um að þeir hefðu verið
rændir og drepnir af úti-
legumönnum eða jafnvel gengið í
lið með þeim. Í framhaldi af
þessu kom tilskipun frá konungi
um að ferðir um Miðveg væru
bannaðar og lagðist sú ferðaleið
því að mestu af. Tíu árum eftir
að mennirnir hurfu, fundu Rang-
vellingar í smalamennsku beinin
af þeim á Mælifellssandi, norðan
Mýrdalsjökuls. Þeir lentu í
vondu veðri og hafa einfaldlega
orðið úti, enda voru mikil harð-
indi á þessu tímabili.“ Þess má
geta að fyrirliði mannanna sem
urðu úti var Þorlákur Jónsson í
Gröf en bróðir hans, Eiríkur í
Hlíð, var langalangafi Vigfúsar.
Ferjaður yfir Þjórsá
Vigfús lagðist í þónokkra
heimildavinnu fyrir ferðalagið og
segir að sögur og atburðir sem
fólk hafi sagt honum hafi lifnað
við á leið hans. „Ég tók hús á
mörgu því fólki sem bjó á þeim
jörðum sem ég þurfti að fara um
áður en ég lagði á öræfin. Allir
tóku mér einstaklega vel, voru
boðnir og búnir til að aðstoða
mig og sögðu mér margar sögur
sem tengdust þessari leið. Af
öðrum ólöstuðum var Guðsteinn
bóndi á Egilsstöðum í Vill-
ingaholtshreppi minn helsti
hvatningarmaður. Hann bauðst
líka til að ferja mig yfir Þjórsá
þegar ég fór um hans land á
göngu minni, sem hann og gerði
og það setti svip á ferðina. Þarna
er lögferja sem hafði svipað gildi
áður fyrr og Hvalfjarðargöngin
hafa fyrir okkur núna.“
Óð Markarfljót upp í klof
Ýmsar hindranir voru á leið-
inni, Vigfús þurfti að komast yfir
áveituskurði í Flóanum sem voru
illfærir og eins þurfti hann að
vaða nokkrar ár, Eystri-Rangá,
Markarfljótið og Hólsá. Markar-
fljótið var nokkuð djúpt, náði
honum upp í klof, en þá kom sér
vel að hann er vanur að vaða.
Hann segist hafa á göngu sinni
haft ýmislegt fram yfir ferða-
langa fyrri tíma. Hann var vissu-
lega ekki á neinum sauðskinns-
skóm og vel útbúinn að öllu leyti.
„Ég var líka algerlega óttalaus
gagnvart forynjum og varð ekki
var við nokkurn draug á öræf-
unum, en í Flóanum þar sem all-
ar keldurnar eru, hef ég heyrt að
Kampholtsmóri og aðrir draugar
eigi til að bregða fæti fyrir fólk
en ég varð ekki var við neitt
óhreint. En vissulega var ég með
ferðabæn með mér í bakpok-
anum, hún hefur gert sitt gagn,“
segir Vigfús og brosir.
Gott að ganga einsamall
Hann segist kunna því af-
skaplega vel að ganga einn um
óbyggðir. „Maður verður að fara
varlega, það er ekki heppilegt að
verða fyrir einhverjum skakka-
föllum þegar enginn er til að að-
stoða mann. En það er mikill
kostur að geta hagað sínum tíma
nákvæmlega eins og manni sýn-
ist og fara á sínum hraða. Dags-
formið er ekki alltaf það sama og
maður getur leyft sér að vera
latur eða taka einhverja út-
úrdúra. Ég var mjög heppinn
með veður, það var sól og blíða
allan tímann og því kaus ég að
taka það rólega á morgnana og
matast yfir miðjan daginn þegar
heitast var og ég lagði mig
gjarnan eftir aðalmáltíðina. Síð-
an gekk ég langt inn í kvöldið
þegar svalara var í veðri og oft
var ég kominn í náttstað um
klukkan tíu á kvöldin,“ segir Vig-
fús sem er mikill fjallamaður og
fer í nokkrar langar gönguferðir
á hverju sumri, ýmist einn eða
með öðru fólki. Í haust bíður
hans smalamennska í sveitum og
ekki laust við að hann hlakki til
að fara um landið.
Í fótspor forfeðranna
Enga drauga hitti hann
á leið sinni þegar hann
gekk einn síns liðs gamla
þjóðleið frá Eyrarbakka
austur að Flögu í Skaft-
ártungu. Aftur á móti
lifnuðu myndir liðins
tíma við þar sem hann
fór um fornar slóðir.
Ljósmynd/Vigfús Gíslason
Á sjötta degi Vigfús hvílist og lætur Hollending smella af sér mynd en hann
varð á vegi hans þar sem hann þveraði Laugaveginn neðan við Jökultungur.
Við Rauðöldu Ein af mörgum
hrundum vörðum sem varða leiðina.
Hafrafellið framundan.
Eyrarbakki (þar hófst ferðin)
Stokkseyri
Hólavöllur
(gamall áningarstaður)
Ásavegur í Flóa
Egilsstaðaferja á Þjórsá
Kálfholt
Rauðilækur
Hella á Rangárvöllum
Keldur á Rangárvöllum
Árbær (Eyðibýli)
Rauðnefsstaðir (Eyðibýli)
Lambadalur
Rangárvallaafrétti
Hungurfit
Faxi (fjall)
Launfit við Markarfljót
(gamall áningarstaður)
Grashagi
Þvergil norðan Höfða
og Hvanngils
Mælifellssandur
Hólmsá sunnan Svartafells
Tjaldgil í Ljótarstaðaheiði
Kelatungur vestan Ljótarstaða
Snæbýli í Skaftártungu
Hemrumörk
Flaga í Skaftártungu
Helstu áningar- og viðkomustaðir,
í þeirri röð sem að þeim var komið
Ljósmynd/Vigfús Gíslason
Ferjumaðurinn Guðsteinn bóndi á Egilstöðum ásamt hundum sínum
að gera bátinn Dal kláran til að ferja Vigfús yfir Þjórsá.