Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Um nokkurtskeið hafakærur
Fjármálaeftirlitsins
á hendur sex blaða-
mönnum vegna
meints brots á
bankaleynd verið að velkjast um
í kerfinu. Í gær var þeim öllum
vísað frá. Forsendur frávísunar-
innar eru ólíkar, en niðurstaðan
endanleg.
Í hlut áttu Agnes Bragadóttir
og Þorbjörn Þórðarson, blaða-
menn á Morgunblaðinu, Krist-
inn Hrafnsson, sem var frétta-
maður Kompáss þegar kæran
kom fram, og Reynir Trausta-
son, ritstjóri DV, og Ingi F. Vil-
hjálmsson, blaðamaður á DV.
Athyglisverðast er að skoða
ástæðuna fyrir frávísun mála
Þorbjörns, Reynis og Inga. Þar
reyndi á 58. grein laga um fjár-
málafyrirtæki. Sú grein snýst
um þagnarskyldu og er svo-
hljóðandi: „Stjórnarmenn fjár-
málafyrirtækis, framkvæmda-
stjórar, endurskoðendur,
starfsmenn og hverjir þeir sem
taka að sér verk í þágu fyrirtæk-
isins eru bundnir þagnarskyldu
um allt það sem þeir fá vitneskju
um við framkvæmd starfa síns
og varðar viðskipta- eða einka-
málefni viðskiptamanna þess,
nema skylt sé að veita upplýs-
ingar samkvæmt lögum. Þagn-
arskyldan helst þótt látið sé af
starfi.
Sá sem veitir viðtöku upplýs-
ingum af því tagi sem um getur í
1. mgr. er bundinn þagn-
arskyldu með sama hætti og þar
greinir. Sá aðili sem veitir upp-
lýsingar skal áminna viðtakanda
um þagnarskyld-
una.“
Mat Björns L.
Bergssonar, setts
ríkissaksóknara,
var að svo væri
ekki. Ef leynd á
gögnum hefði verið rofin yrði
hún ekki endurvakin í höndum
annarra.
Þetta virðist vera nokkuð rök-
rétt niðurstaða, en nú vaknar sú
spurning hvort hún verði for-
dæmisgefandi. Hulda Árnadótt-
ir, lögmaður blaðamannanna
þriggja, kveðst í samtali í Morg-
unblaðinu í dag telja að túlkun
saksóknara hafi ákveðið for-
dæmisgildi. „Ég myndi ætla að
allir, sem eru að vinna með þessi
lög, bæði FME og handhafar
ákæruvaldsins, væru bundnir af
þessari túlkun ríkissaksóknara
á ákvæðinu af því hann er æðsti
handhafi ákæruvalds í landinu,“
segir hún.
Það er umhugsunarefni að
Fjármálaeftirlitið skuli hafa
ákveðið að kæra blaðamennina
sex, en það varð þó til að knýja
fram þá niðurstöðu, sem fékkst í
gær. Sérstaklega mikilvæg er
niðurstaða ríkissaksóknara í
málum Þorbjörns, Reynis og
Inga. Ekkert frelsi er þó án
ábyrgðar og áminning Huldu
um að blaðamenn verði eftir sem
áður að virða friðhelgi einkalífs-
ins og vega og meta hvort upp-
lýsingar, sem þeir fái í hendur,
eigi í raun erindi við almenning
er þörf. Frelsi fjölmiðla til að
fjalla um mikilvæg mál er
grundvallaratriði. Það er á
ábyrgð fjölmiðla að kunna að
fara með það frelsi.
Ef leynd hefur verið
rofin verður hún
ekki endurvakin í
höndum annarra}
Fjölmiðlar og
bankaleynd
Afleiðingarreykinga eru
einn helsti heil-
brigðisvandi Ís-
lendinga eins og
kemur fram í um-
fjöllun Ingibjargar
B. Sveinsdóttur blaðamanns í
Morgunblaðinu í gær og í dag.
Yfir 400 Íslendingar deyja ár-
lega um aldur fram vegna
reykinga. Á hverju ári greinast
130 manns með lungnakrabba
á Íslandi. Læknar í undirbún-
ingsnefnd Tóbaksvarnarþings
Læknafélags Íslands, sem
hefst á morgun, hafa reiknað
út að kostnaður samfélagsins
vegna reykingatengdra sjúk-
dóma sé 30 milljarðar á ári, en
tekjur ríkisins af sölu tóbaks
séu sjö milljarðar.
Mörgum kann að þykja
óhugnanlegt að setja mannslíf
á vogarskál peninganna, en
aðrir virðast vart skilja annað
tungumál.
Kristján G. Guðmundsson,
yfirlæknir Heilsugæslunnar í
Glæsibæ, er einn nefnd-
armanna. Hann
lýsir þeirri skoðun
að hér sé á ferð
faraldur og læknar
vilji láta taka tób-
ak úr almennri
sölu í þrepum
næstu tíu árin. Hann gerir sér
grein fyrir að ekki verði gripið
til róttækra aðgerða án sáttar í
samfélaginu, en átaks sé þörf.
Hann bendir á að vikulega
ánetjist 20 unglingar á Íslandi
tóbaki og að minnsta kosti
helmingur þeirra muni deyja
úr sjúkdómum, sem tengjast
reykingum.
Velta má fyrir sér hvernig
brugðist yrði við ef hugmyndin
um tóbaksneyslu væri nú fyrst
að koma til sögunnar og ein-
hverjum dytti í hug að fá leyfi
til framleiðslu og almennrar
sölu. Leyfi fyrir svo eitraðri
neysluvöru yrði aldrei veitt.
Þegar reykingar hófust höfðu
menn hins vegar ekki hug-
mynd um skaðsemi þeirra og
mörgum öldum síðar sýpur
mannkyn enn seyðið af því.
400 Íslendingar
deyja árlega um
aldur fram vegna
reykinga}
Skaðsemi reykinga
G
uðrún fallegust á EM,“ hefur verið
ein mest lesna fréttin á fréttavef
Morgunblaðsins undanfarna daga.
Bloggarar létu ekki sitt eftir liggja
og sumir fordæmdu kosninguna og
sögðu hana niðrandi fyrir frækna íþróttakonu.
Slík kosning væri „dæmigerð“ og til þess fallin
að varpa rýrð á íþróttaafrekin.
Aðrir bentu á að sömu sögu væri að segja úr
karlaboltanum og því væri ekki hægt að vera
með einhverja femínistavitleysu. Iðulega væri
kosinn fegursti knattspyrnumaðurinn í
tengslum við ýmis stórmót.
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hlaut yfir-
burðakosningu í finnska dagblaðinu Ilta Sano-
mat eftir Evrópukeppnina í knattspyrnu, kosn-
ingin var ekki á vegum mótshaldara. Á
heimasíðu blaðsins var hægt að merkja við myndir af henni
og sjö öðrum knattspyrnukonum og varð Guðrún hlutskörp-
ust.
Slíkar fegurðarkosningar eru ekki óalgengar í tengslum
við knattspyrnustórmót karla en einnig hefur borið á kosn-
ingum um flottustu hárgreiðsluna.
Breskir kvenaðdáendur kusu David Beckham kynþokka-
fyllsta knattspyrnumann heims í fyrra en þess má geta að
eiginkona hans, Victoria Beckham, hlaut þann eftirsókn-
arverða titil kynþokkafyllsta móðirin ekki alls fyrir löngu.
Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry varð annar kyn-
þokkafyllstur í heimi, sænski leikmaðurinn Freddie Ljung-
berg, sem er Calvin Klein-fyrirsæta rétt eins og David
Beckham, varð í þriðja sæti en hinn sykursæti
Cristiano Ronaldo hafnaði í fjórða sæti. Sitt sýn-
ist hverjum um slíkar fegurðarkosningar meðal
sveittra íþróttamanna og vilja margir halda
íþróttunum utan við slíkt. Fegurðarsamkeppnir
eigi lítið skylt við íþróttir. Öðrum þykir gaman
að virða fyrir sér stælta kroppa á íþrótta-
leikvöngum og ófáar konur hafa heyrst kveina
yfir stæltum lærvöðvum knattspyrnumanna.
Útlitið getur líka verið tekjulind eins og Dav-
id Beckham hefur nýtt sér öðrum betur. Nær-
buxnaauglýsingar, ilmvatnsauglýsingar og
gallabuxnaauglýsingar með fáklæddum íþrótta-
körlum í nautnalegum stellingum eru ekki óal-
geng sjón.
Málið er viðkvæmara þegar kemur að konum
enda fegurðarsamkeppnaferill kvenna lengri og
konur hafa löngum verið dæmdar eftir útlitinu einu saman.
Útlitið er gjarnan til umræðu nái konur árangri á einhverju
sviði. Hver kannast ekki við umræðu um óklæðilegan fatnað
þingkvenna eða fulldigur læri kaupsýslukvenna svo dæmi
séu tekin.
Saga kvenna í afreksíþróttum er nokkru styttri en karla,
konur eru líka síður teknar alvarlega sem íþróttamenn og
þurfa helst að skara fram úr til að eftir þeim sé tekið. Þetta
hefur sannast á íslenska kvennalandsliðinu sem ekki fékk
tilskilda athygli fyrr en það fór að skara fram úr. Það er því
kannski fagnaðarefni að fólk gagnrýni fegurðarkosningar
meðal íþróttakvenna, þær geta nefnilega ýmislegt merki-
legra en að vera sætar. jmv@mbl.is
Jóhanna M.
Vilhelmsdóttir
Pistill
Kynþokki og knattspyrna
Fjárfestingasjóður
efli markaðinn
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
Þ
að er ekki ofmælt að
segja íslenskan hluta-
bréfamarkað nánast
dauðan frá því sem áður
var þegar íslenska efna-
hagsbólan var í algleymingi um mitt
ár 2007. Flest félög sem skráð voru í
kauphöllinni hafa verið afskráð og
er nú svo komið að hlutabréfa-
viðskipti í kauphöllinni eru lítil sem
engin.
Markmiðið með Fjárfestingasjóði
Íslands, sem stjórnir lífeyrissjóð-
anna hafa nú til skoðunar að stofna,
er ekki síst að endurvekja íslenskan
hlutabréfamarkað. Sjóðurinn mun
hafa það að markmiði fyrst um sinn
að vera kjölfestufjárfestir í lífvæn-
legum fyrirtækjum. Er þá einkum
horft til fyrirtækja sem farið hafa
illa út úr kreppunni þótt grunn-
rekstur þeirra sé traustur. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er horft til þess að lífeyrissjóðir í
gegnum Fjárfestingasjóðinn verði
eigendur 35 til 55 prósenta hlutafjár
a.m.k. í þeim fyrirtækjum sem sjóð-
urinn mun verða stór hluthafi í.
Skynsamlegri „einkavæðing“
Ragnar Önundarson, formaður
stjórnar Lífeyrissjóðs verzl-
unarmanna, segir tækifærin fyrir
lífeyrissjóðina ekki síst felast í því
að fá aðkomu að fyrirtækjum með
góðan rekstur í upphafi endurreisn-
arinnar. „Það má líkja þessu við
einkavæðingu í raun. Þegar bank-
arnir voru einkavæddir þá fengu líf-
eyrissjóðirnir ekki aðkomu að því
nema í gegnum hlutabréfamark-
aðinn og þá með meiri tilkostnaði en
þeir sem í upphafi fengu að verða
kjölfestufjárfestar. Í þessu tilfelli,
þar sem fyrst og fremst verður um
að ræða fyrirtæki sem eru í höndum
kröfuhafa vegna skuldavanda, þá tel
ég skynsamlegra að lífeyrissjóðirnir
fái strax kjölfestustöðu í fyrirtækj-
unum og efli þau fljótt og hluta-
bréfamarkaðinn í leiðinni með því að
skrá þau á markaði.“
Skilvirkur markaður
Meðal þeirra fyrirtækja sem horft
er til eru þau sem skapa gjaldeyri og
þau sem spara gjaldeyri. Þá hefur
komið til umræðu sérstaklega, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
að lífeyrissjóðirnir verði eigendur að
tryggingarfélögum komi til þess að
eitthvert þeirra verði selt. Er þar
meðal annars horft til Sjóvár, sem
fyrirhugað er að selja síðar á þessu
ári eða því næsta. Auk þess hefur
nafn Icelandair borið á góma á
óformlegum fundum forsvarsmanna
lífeyrissjóðanna.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, segist hafa þá
trú að skilvirkur hlutabréfamark-
aður muni gegna lykilhlutverki við
endurreisn efnhagslífsins. „Við höf-
um alltaf gert ráð fyrir því að fyrsta
árið eftir hrun myndi fara í að end-
urvekja skuldabréfamarkað en 2010
yrði árið sem skipti sköpum fyrir
endurreisn hlutabréfamarkaðar.
Það eru mikil tækifæri fyrir hendi ef
rétt verður haldið á spilunum, sér-
staklega að því er varðar uppbygg-
ingu fyrirtækja sem eiga sér framtíð
eftir endurskipulagningu þeirra. Ég
er vongóður um framtíðina.“
Morgunbladid/Kristinn
Kauphöllin Byggingin sem hýsir Kauphöll Íslands er tignarleg. Ekki hefur
þó verið eins mikið líf í henni núna eins og oft áður.
Fjárfestingasjóður lífeyrissjóð-
anna getur gegnt lykilhlutverki
við að efla hlutabréfamarkaðinn.
Rætt hefur verið um að sjóðurinn
eigi 35 til 55 prósent í einstökum
fyrirtækjum.
VELTA á íslenskum hlutabréfa-
markaði náði hæstu hæðum á árinu
2007. Þá var veltan á hlutabréfa-
markaði 3.109 milljarðar, en árið
áður, sem þá var metár, var veltan
rúmlega 2.200 milljarðar króna.
Árið í fyrra einkenndist af mikilli
niðursveiflu sem endaði með hruni
bankanna þriggja í byrjun október.
Eftir það hefur veltan með hluta-
bréf nánast engin verið. Helst eru
það hlutabréf í Marel og Össuri sem
hafa gengið kaupum og sölum, en
þó í miklu minna mæli en árin á
undan. Það sem af er ári hefur velt-
an aðeins verið um 32 milljarðar
króna sem þýðir að markaðurinn
hefur fallið saman um ca. 97 pró-
sent frá því sem best var, miðað við
að þróunin verði svipuð út þetta ár
og hingað til.
Erlendis hefur uppsveifla verið á
flestum hlutabréfamörkuðum, eftir
mikla niðursveiflu í fyrra.
AF SEM
ÁÐUR VAR
››