Morgunblaðið - 10.09.2009, Page 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009
Á ÍSLANDI geisar
faraldur sem leggur
varlega áætlað yfir
300 Íslendinga í gröf-
ina árlega. Ég er ekki
að tala um svína-
flensu eða drepsótt af
völdum sýkla heldur
um faraldur tóbaks-
reykinga sem veldur
stórum hluta dauðs-
falla úr hjartasjúk-
dómum, lungnasjúkdómum og
krabbameinum árlega. Faraldur
þessi fer um samfélagið eins og fé-
lagslegt smit. Það smitast meira
en tvö ungmenni daglega og helm-
ingur þeirra mun deyja fyrir aldur
fram af völdum reykinganna. Hag-
fræðiútreikningar Læknafélags Ís-
lands benda til að kostnaður af
tóbaksnotkun hérlendis sé tæpir
30 milljarðar á ári. Það slagar upp
í rekstrarkostnað Landspítalans á
einu ári.
Læknafélag Íslands telur þetta
ástand óviðunandi og vill vekja
þjóðina til vitundar um þennan far-
aldur. Þess vegna boðar félagið til
Tóbaksvarnarþings föstudaginn 11.
september 2009 í tengslum við að-
alfund félagsins. Á
þinginu verða ræddar
leiðir til að draga enn
úr tóbaksnotkun og
helst að gera Ísland
tóbakslaust að mestu á
15 árum. Til fundarins
er boðið fulltrúum fjöl-
margra aðila úr þjóð-
félaginu sem geta lagt
baráttunni lið.
Verulegur árangur
hefur náðst á umliðn-
um áratugum í barátt-
unni við tóbaksnotkun.
Þannig hefur hlutfall reykinga-
manna meðal þjóðarinnar minnkað
úr 30% í tæplega 20% á síðustu ár-
um. Reykingabann á opinberum
stöðum sem sett var á Íslandi árið
2007 var síðasti landvinningurinn í
þessari baráttu.
Skaðsemi óbeinna reykinga kem-
ur sífellt betur í ljós. Kransæða-
þræðingum vegna bráðra krans-
æðasjúkdóma fækkaði um 21%
meðal karlmanna sem ekki reykja
eftir að reykingabann hérlendis tók
gildi fyrir tveimur árum. Þessi nið-
urstaða bendir til að skaðsemi tób-
aksreyks sé enn meiri en áður hef-
ur verið talið. Svipaðar niðurstöður
hafa komið fram í öðrum löndum
og auk þess hafa rannsóknir
Hjartaverndar bent til að reyk-
ingar hafi hingað til verið vanmet-
inn áhættuþáttur hjarta- og æða-
sjúkdóma.
Þorri landsmanna deyr úr reyk-
ingatengdum sjúkdómum. Yfir 90%
af lungnakrabbameinum og nær öll
tilvik lungnaþembu orsakast af
tóbaksreyk. Um 80% þeirra 2.000
einstaklinga sem fara í hjartaþræð-
ingu árlega hafa reykt. 75% sjúk-
linga sem liggja á lungnadeild
Landspítalans eru reykingamenn
eða fyrrverandi reykingamenn.
Tóbaksfíkn er stærsta og alvarleg-
asta heilsufarsvandamál Íslend-
inga.
Börnin okkar og unglingarnir
byrja því miður ennþá að reykja.
Þau ánetjast nikótínfíkninni og hún
mun fylgja þeim ævilangt og mun
draga allt að helming þeirra til
dauða. Þetta er hinn nakti sann-
leikur. Því er tímabært að ræða
hvort alfarið eigi að taka tóbak úr
sölu á almennum markaði í áföng-
um. Með því næst mikilvægasta
markmiðið til frambúðar, sem er
að takmarka aðgengi ungmenn-
anna okkar að þessu ávana- og
fíkniefni. Huga þarf að meðferð
reykingamanna og auka reykleys-
ismeðferð og þeir sem ekki geta
hætt fengju tóbak eða nikótínlyf
undir eftirliti heilbrigðisstarfs-
manna.
Mótrök eru auðvitað einhver.
Einhverjir munu missa spón úr
sínum aski, t.d. ríkissjóður. Smygl
á tóbaki gæti aukist. Menn geta
haft skoðanir á frelsi einstaklings-
ins til að eitra fyrir sér og öðrum.
Þó ber að líta til þess að tóbaks-
reykur er eitraður einnig fyrir þá
sem verða óbeint fyrir honum og
rétturinn til hreins lofts hlýtur að
vera enn ríkari en rétturinn til að
reykja. Ef geislavirkur úrgangur
væri staðsettur í Öskjuhlíðinni sem
ylli tugum dauðsfalla á ári yrði
unnið hratt að því að koma í veg
fyrir geislunina án tillits til slíkra
mótraka.
Aðaláherslan þarf að beinast að
því að fækka þeim sem ánetjast
nikótíninu, það er barátta upp á líf
og dauða. Hækka verður þann
þröskuld sem unglingur klífur yfir
til að byrja reykingar. Það er vís-
indalega sannað að áhrifamest er
að hækka verð, takmarka aðgengi
og fækka stöðum sem má reykja á.
Sennilega gætu reykingar meðal
þjóðarinnar á fáum árum minnkað
úr tæpum 20% sem er staðan í dag
í 5% með markvissum aðgerðum.
Fáar aðgerðir myndu spara meira
í heilbrigðiskerfinu til langs tíma
litið. Sá sparnaður veldur hvorki
óvinsælum aukaverkunum eins og
þjónustuskerðingu eða hækkun
sjúklingagjalda, heldur byggir á
bættu heilsufari þjóðarinnar. Þá
sparnaðarleið ættu heilbrigðisyf-
irvöld landsins að skoða sem fyrst.
Ef til vill ætti að stofna embætti
tóbaksvarnarlæknis sem hefði víð-
tækar valdheimildir til að bregðast
við þessum faraldri. Fyrirmyndin
yrði embætti sóttvarnarlæknis,
embætti sem hefur margsannað
ágæti sitt gegnum árin og bregst
ötullega við hættu á farsóttum enn
í dag. Einnig er hægt að draga
lærdóm af öðrum aðferðum sem
reyndust vel á síðustu öldum við
vá þess tíma sem voru smit-
sjúkdómarnir. Þarna er átt við
sjúkdóma eins og berkla, bólusótt
og sullaveiki sem var útrýmt með
samstilltu átaki þjóðarinnar.
Ísland gæti gengið á undan með
góðu fordæmi á heimsvísu í tób-
aksvarnarmálum. Til þess þurfum
við hvorki að vera sterkust í heimi,
fallegust né ríkust. Við þurfum
hins vegar að þora að vinna öt-
ullega, opinskátt, heiðarlega og af
festu. Slíkt forystuhlutverk í tób-
aksvarnarmálum gæti verið ein
leið til að bæta laskaða ímynd Ís-
lands á alþjóðavettvangi.
Eftir Þórarin
Guðnason » Á Íslandi geisar tób-
aksfaraldur sem
deyðir yfir 300 Íslend-
inga árlega. Daglega
ánetjast tveir unglingar
nikótíni, annar þeirra
mun deyja vegna þess.
Þórarinn Guðnason
Höfundur er hjartalæknir á Land-
spítala og varaformaður Læknafélags
Íslands.
Tóbaksfaraldurinn – Stærsti
og dýrasti heilbrigðisvandinn
HINN 7. mars sl.
skrifaði starfsbróðir
minn hér á Morgun-
blaðinu, Þorbjörn Þórð-
arson, frétt sem vakti
þjóðarathygli og það
með réttu, undir fyr-
irsögninni „Hundraða
milljarða lán til eig-
enda“. Hann var í frétt
sinni að vísa til stærstu
eigenda Kaupþings og
þar voru vitanlega stærstir hinir
sannleikselskandi og með öllu
vammlausu Bakkabræður, Ágúst og
Lýður Guðmundssynir, sem senda
mér tóninn í aðsendri grein hér í
Morgunblaðinu í gær, undir fyrir-
sögninni „Bíræfin blaðamennska“.
Í fréttinni frá því í mars í vetur
segir orðrétt: „Í lok júní 2008 voru
útistandandi lán Kaupþings til eig-
enda og tengdra aðila rúmlega 478
milljarðar króna, samkvæmt lána-
bók Kaupþings, en Morgunblaðið
hefur hluta hennar undir höndum.
Lánin voru ýmist veitt til eigend-
anna sjálfra, íslenskra fyrirtækja
þeirra eða eignarhaldsfélaga í Hol-
landi og á Tortola-eyju.“
Þar segir jafnframt: „Lánveit-
ingar til Ágústs og Lýðs í gegnum
Exista-samstæðuna nema 169,1
milljarði króna. Þar af er 108,4
milljarða lán til Exista hf. og 30,8
milljarða lán til eignarhaldsfélags
þeirra bræðra, Bakkabraedur
Holding BV. Exista var stærsti
hluthafi Kaupþings þegar bankinn
féll.“
Hinn 11. mars, fjórum dögum eft-
ir að frétt Þorbjörns birtist, gat að
líta svargrein eftir Bakkabræðurna
vammlausu í Morgunblaðinu sem
hófst svo: „Á laugardaginn birti
Morgunblaðið frétt um tölur sem
blaðinu hafði borist frá ótil-
greindum aðilum úr trúnaðargögn-
um frá Kaupþingi banka. Við lestur
þessarar fréttar er ekki við öðru að
búast en fólk fyllist tortryggni og
gremju, enda þeirri mynd brugðið
upp að eigendur Kaupþings hafi
mergsogið fé út úr bankanum.“
Vei! Ó, vei! Hverjum gæti nokk-
urn tíma dottið í hug að Ágúst og
Lýður Guðmundsynir og aðrir eig-
endur Kaupþings hafi mergsogið fé
út úr bankanum?!!!
Tilefni skrifa hinna vammlausu,
mér liggur við að
segja heilögu Bakka-
bræðra, mér til heið-
urs hér í Morgun-
blaðinu í gær, var
pistill sem ég skrif-
aði í sunnudagsblað
Morgunblaðsins síð-
asta sunnudag undir
fyrirsögninni „Bí-
ræfnir Bakkabræð-
ur“. Mér þóttu þetta
nú heldur saklaus
skrif, svona aðallega
árétting á ýmsu því
sem gerst hefur hjá Bakkabræðr-
um nútímans, ótrúlegt jarð-
sambandsleysi þeirra í garð þess
umhverfis sem við nú lifum í (þeir
búa greinilega í öðru og verndaðra
umhverfi kaupmáttar breska
pundsins í Bretlandi).
Hvað fór fyrir brjóstið á
bræðrunum í því sem ég skrifaði?
Jú, að ég skyldi halda því fram að
með bíræfni, óskammfeilni og
gegndarlausri græðgi hafi þeir
reynt að koma undan eignum sem
þeir ekki eiga og reynt að ná yf-
irráðum í félögum án þess að borga
það sem þeim bar að borga.
Þessar staðhæfingar kunnu
bræðurnir vammlausu ekki að meta
og alls ekki staðhæfingu í þá veru
að þeir hafi með lögleysu greitt tvo
aura, segi og skrifa TVO AURA,
fyrir hvern hlut við 50 milljarða
króna hlutafjáraukinginu í Exista,
til þess að ná yfirgnæfandi meiri-
hluta í Exista, þegar þeir ákváðu að
slíkur gjörningur þjónaði þeirra
hagsmunum.
Lítum aðeins nánar á það: Fyrir-
tækjaskrá úrskurðaði hinn 30. júní
sl., eins og ég tilgreindi í pistli mín-
um á sunnudag, að þar hefði verið
um ólöglegan gjörning að ræða. Og
hvers vegna var það? Jú, það var
vegna þess að bræðrunum bar að
bjóða eina krónu í hvern hlut, ekki
tvo aura. Halló! Eitthvert jarð-
samband? „Back to Earth“!
En hvers vegna skyldu hinir sak-
lausu og vammlausu hafa ákveðið
að verðmæti hvers hlutar í 50 millj-
arða króna hlutafjáraukningu í Ex-
ista ætti aðeins að vera upp á tvo
auma aura?
Jú, höfuðskýringin á þessari
ákvörðun hinna vammlausu er
vitanlega ein af erfðasyndunum sjö:
græðgi var það heillin!
Ef þeir hefðu ákveðið í upphafi
að leggja til við hluthafafund í Ex-
ista að færa hlutafé félagsins niður
í einn milljarð króna, áður en farið
var í hlutafjáraukninguna, hefði
það haft í för með sér að hlutur
hinna hluthafanna í Exista hefði
ekki rýrnað að sama skapi og bræð-
urnir því ekki náð næstum 90% hlut
í Exista fyrir eins milljarðs króna
hlutafjáraukningu í stað þeirra 50
sem þeir hefðu átt að reiða fram.
Vissulega er það rétt sem stend-
ur í grein þeirra Bakkabræðra frá í
gær, að hlutur þeirra bræðra í Ex-
ista er skráður 52% vegna úrskurð-
ar Fyrirtækjaskrár um ólögmæti
hlutafjáraukningarinnar, en söm er
gjörðin. Vonandi geta Bakkabræð-
ur verið mér sammála um það, að í
desember í fyrra ætluðu þeir að
sölsa undir sig 90% í félaginu, með
því að greiða aðeins tvo aura fyrir
hvern hlut, þegar þeim bar að
greiða að lágmarki eina krónu fyrir
hvern hlut.
Bakkabræður minnast ekki einu
orði á aðra gagnrýni mína í grein
sinni, eins og kröfu þeirra um evru-
uppgjör við Kaupþing sem miðist
við gengi Seðlabanka Evrópu.
„Aðhald fjölmiðla og varðstaða
þeirra um málefnalega umræðu
hefur væntanlega aldrei verið
mikilvægari í íslensku samfélagi en
einmitt um þessar mundir,“ segja
Bakkabræður undir lok greinar
sinnar. Undir þessi orð þeirra tek
ég heils hugar, en hlýt um leið að
vekja athygli á því, að í hvert ein-
asta skipti sem fjölmiðlar svo mikið
sem ýja að því að hjá þeim, eins og
svo mörgum öðrum útrásarvíking-
um, sé að öllum líkindum óhreint
mjöl í pokahorninu, þá ætla þeir að
hrökkva af hjörunum af vandlæt-
ingu og reiði og fá fjölmiðlaþjálfara
sinn til þess að skrifa einhvern
óhróður í þeirra nafni um viðkom-
andi.
Er það kannski svo með Bakka-
bræður, að það megi skoða og hafa
skoðun á öllum nema þeim?
Hinir vammlausu Bakkabræður
Eftir Agnesi
Bragadóttur »Er það kannski svo
með Bakkabræður,
að það megi skoða og
hafa skoðun á öllum
nema þeim?
Agnes Bragadóttir
Höfundur er blaðamaður.
NÚ ER eðlilega kall-
að eftir lausnum vegna
skuldsettra heimila.
Margir virðast telja að
með einföldu penna-
striki sé hægt að af-
skrifa skuldir án þess að
þær lendi á öðrum. Það
væri auðvitað óskandi
að svo væri en peningar
vaxa hvorki á trjám né
hverfa skuldir eins og
hendi sé veifað. Ótti
fólks þessa dagana snýst mjög um
orð eins og eignir og öryggi. Á Ís-
landi hefur löngum verið sett sama-
semmerki á milli eigin fasteignar og
öryggis en er það raunverulega svo?
Hve öruggir hafa fasteignaeigendur
á Íslandi í raun verið í því vaxta- og
verðbólguumhverfi sem þeim hefur
verið boðið upp á svo ekki sé talað
um blessað gengið? Er kannski óör-
yggi fólks einmitt fólgið í því að það
veit ekki hver eignastaðan er né
hverjar afborganir verða um næstu
mánaðamót? Hvað þá eftir hálft ár?
Er lausnin flöt skuldaniðurfelling
sem hjálpar sumum, öðrum ekki en
steypir þjóðinni allri í enn dýpra
skuldafen með tilheyrandi skatta-
hækkunum og niðurskurði á op-
inberri þjónustu? Ég held ekki.
Lán og skuld
Óttinn og reiðin eru þær tilfinn-
ingar sem oft leiða til andlegra og
líkamlegra kvilla. Ef fólk er ótta-
slegið er það slegið út af laginu. Með
því að lágmarka óvissu er óttanum
bægt frá. Hvað eigum við þegar upp
er staðið? Eigum við annað fólk?
Eigum við í alvöru hús og bíla eða
höfum við afnot af slíkum hlutum á
tímabilum lífsins rétt eins og við
höfum fólk að láni í lífinu? Blessað
barnalán var einhvern tíma talað
um. Lán hefur jákvæða merkingu í
íslensku máli en skuld ekki. Kannski
er það svo að við eigum aðeins orðs-
tír okkar þegar öllu er á botninn
hvolft og eignarréttur á steinsteypu
og álvagni á fjórum hjólum hefur
ekkert með öryggi okkar að gera í
sjálfu sér.
Það er hrópað á að vísitölum sé
snúið við til þess tíma þegar veislan
stóð sem hæst. Nú hefur komið í ljós
að engin innistæða var fyrir eyðslu
þjóðarinnar á síðustu árum heldur
var hún tekin að láni í
útlöndum. Hvernig í
ósköpunum ættum við
að geta snúið til baka
til einhvers ástands
sem aldrei var til
nema í formi hillinga,
sjálfsblekkinga og
skýjaborga? Annars
staðar á Norðurlönd-
unum býr meirihluti
fólks í leiguhúsnæði,
öfugt við Ísland.
Flestir borga fasta
leigu, geta gert áætl-
anir fram í tímann sem standast og
njóta lagalegrar verndar þannig að
réttindi og skyldur eru skýrar. Al-
gengt er að fólk búi áratugum saman
í sömu leiguíbúð og uni hag sínum
vel.
Lán verði leiga
Nú þurfum við að hugsa málin upp
á nýtt. Stór hópur fólks hefur ekki
efni á því lengur að vera skráður eig-
andi að íbúðum sínum. Þetta er sárt
en horfumst í augu við veruleikann.
Gengi íslensku krónunnar mun ekki
styrkjast að neinu marki á næstu
misserum. Sennilega mun það veikj-
ast enn. Afborganir lána munu ekki
lækka og því þarf að tryggja fólki
með nýjum hætti öruggt húsnæði á
viðráðanlegum leigukjörum og bjóða
upp á nokkra mismunandi valkosti í
þeim efnum. Í þessu sambandi þurfa
sveitarfélög og lífeyrissjóðir að taka
höndum saman við fleiri aðila og
lánastofnanir þurfa að breyta lánum
í sanngjarna leigusamninga. Það
sama mætti hugsa sér varðandi bíla-
lánin. Með þessum hætti á enginn að
þurfa að missa heimili sitt en fólk
getur aftur um frjálst höfuð strokið,
notið viðunandi lífsgæða og óttalaust
gert áætlanir um framtíðina.
Að eiga eða leigja?
Eftir Sigurstein
Róbert Másson
»Hvernig í ósköp-
unum ættum við
að geta snúið til baka
til einhvers ástands
sem aldrei var til
nema í formi hillinga,
sjálfsblekkinga
og skýjaborga?
Sigursteinn Róbert
Másson
Höfundur er formaður Geðhjálpar.