Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 26
Markaðsátak í ferðaþjónustu
haustið 2009
Ferðamálastofa í samstarfi við iðnaðarráðuneytið, Útflutningsráð og Reykjavíkurborg,
auglýsir eftir tillögum frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum að samstarfsverkefnum til
markaðssetningar Íslands á tímabilinu október til desember 2009. Um er að ræða verk-
efni sem dreifast á meginmarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu í Bretlandi, á meginlandi
Evrópu, í N-Ameríku og á Norðurlöndum. Heildarráðstöfunarfé/-framlag til samstarfs-
verkefnanna er 50 milljónir króna sem komið getur til útgreiðslu í fyrsta lagi 1. nóvem-
ber 2009. Mótframlag umsóknaraðila skal vera að lágmarki tvöfalt hærra en framlag
Ferðamálastofu (2 kr. á móti einni). Með þessu móti er gert ráð fyrir að heildarframlag til
átaksins nemi að lágmarki 150 millj. kr.
Lágmarksframlag til eins verkefnis miðast við kr. 5.000.000,-
Hámarksframlag til eins verkefnis miðast við kr. 10.000.000,-
Eftirfarandi forsendur verða lagðar til grundvallar mati á verkefnum:
- Áhersla verði á fjölmenn svæði/borgir sem staðsettar eru innan tiltölulega stuttrar vegalengdar frá flugvöllum í Skandinavíu,
Bretlandi, meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum sem íslensk félög fljúga til og frá á tímabilinu október 2009 til mars 2010.
- Um sé að ræða markaðs- og söluverkefni, sem hvetji neytendur til Íslandsferðar í haust eða vetur.
- Megináhersla sé á að nota kynningu/auglýsingar á Internetinu og í dagblöðum.
- Markmið verkefnis skulu vera skýr, hnitmiðuð og vel skilgreind.
- Þeir markhópar sem verkefnið beinist að skulu skilgreindir með skýrum hætti.
- Fjárhagsáætlun sé skýr og uppsett í umsókn.
- Tímaáætlun skal tíunduð en gert er ráð fyrir að fjármunir nýtist í síðasta lagi til markaðssetningar í mars 2010.
- Lagt verði mat á það hverju verkefnið geti hugsanlega skilað, m.a. með tilliti til útbreiðslu þeirra miðla sem um ræðir
og markhópa sem verkefnið beinist að.
- Greint verði frá því með hvaða hætti árangur verði metinn að verkefni loknu og hvaða mælikvörðum verði beitt.
Kallað verður eftir slíku árangursmati.
- Um sé að ræða verkefni sem ekki hefur þegar verið gert ráð fyrir í markaðsáætlunum umsækjenda.
- Mótframlag umsækjanda í krónum talið
- Raunhæfi framkvæmdaáætlunar umsóknarinnar
- Annarra markaðsaðgerða sem eru í framkvæmd á sama tíma
Umsóknareyðublað
Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að sækja á vef Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is. Umsóknum
sé skilað á íslensku og til þeirra vandað. Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2009. Ekki verður tekið tillit til annarra gagna en
umsóknarinnar sjálfrar. Umsóknir verða metnar af úthlutunarnefnd á grundvelli ofangreindra atriða og er gert ráð fyrir að niðurstöður
liggi fyrir í síðasta lagi 10. október 2009. Ákvarðanir verða teknar á grundvelli ofangreindra forsendna og verður fyllsta jafnræðis
gætt við mat á tillögum. Framlag Ferðamálastofu getur aldrei numið hærra hlutfalli en 33% af heildarútgjöldum vegna verkefnis.
Ferðamálastofa hefur umsjón með verkefninu og samningagerð við samstarfsaðilana.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009
– meira fyrir áskrifendur
Heimili
og hönnun
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Í blaðinu verða kynntir geysimargir
möguleikar sem í boði eru fyrir þá
sem eru að huga að breytingum á
heimilum sínum.
Nánari upplýsingar veitir
Katrín Theódórsdóttir í síma 569-1105,
kata@mbl.is
Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00
mánudaginn 14. september.
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Heimili og Hönnun
föstudaginn 18. september 2009
Meðal efnis verður :
Ný og spennandi hönnun..
Innlit á falleg heimili.
Áberandi litir í haust og vetur.
Lýsing á heimilum.
Sniðugar lausnir á heimilum.
Upprennandi hönnuðir.
Stofan.
Eldhúsið.
Kósý hlutir fyrir haustið.
Þjófavarnir.
Ásamt mörgu öðru spennandi efni.
ENN og aftur
þurfa borgarbúar að
verja miðbæinn sinn
fyrir borgaryf-
irvöldum. Í þetta sinn
er slagurinn um Ing-
ólfstorg, en það er
svo sem aukaatriði,
því umgjörðin er
þekkt: Peningamönn-
um tekst að sannfæra
borgaryfirvöld um
mikilvægi þess að reisa enn eitt
háhýsið á kostnað upprunalegu
lágreistu húsanna sem standa þar
fyrir. Þau á að „færa“, minnka
skal Ingólfstorg, breyta því í við-
varandi skuggatorg og ýmislegt
annað misgáfulegt þarf að gerast
svo hótelið geti risið.
Á undanförnum árum og áratug-
um hefur svipaður slagur staðið
yfir um hús í Þingholtunum, á
Laugaveginum og Hverfisgötunni,
í gamla Skuggahverfinu, Túna-
hverfinu, um Bernhöftstorfuna og
Grjótaþorpið. Stundum hafa borg-
arbúar borið sigur úr býtum
(Bernhöftstorfan og
Grjótaþorpið), stund-
um ekki (gamla
Skuggahverfið, Túna-
hverfið, Laugaveg-
urinn og Hverfisgata).
Mér leikur aftur á
móti forvitni á að vita
hvers vegna slíkur
slagur þarf að eiga sér
stað. Er í alvöru eðli-
legt að borgarbúar
þurfi að verja og rök-
styðja með nokkurra
ára millibili að gömlu
húsin í miðbænum fái að vera á
sínum upprunalega stað, að þau
séu ekki rifin eða færð eða klófest
í ævarandi skugga vegna nýbygg-
inga sem peningamenn vilja reisa?
Fyrir hrunið mátti allt í borg-
inni. Húsafriðunarnefnd og
Borgarfulltrúi voru eins og læður í
fangi útrásarvíkinganna sem fóru
sínu fram og ollu ómetanlegum
skaða á gömlu húsum miðborg-
arinnar, sem hefðu sum hver átt
að vera ósnertanleg sökum aldurs.
Tæplega ár er liðið frá hruninu og
nú eru góðhjörtuðu peningamenn-
irnir aftur komnir á stjá – vilja
vafalaust „gera miðbæ Reykjavík-
ur fallegri, líflegri og samkeppn-
ishæfari við erlenda miðbæi“ eins
og stundum heyrist, líkt og hótelin
séu reist af mannúðarástæðum –
og það er víst hlutverk okkar
borgarbúa að taka hinn furðulega
slag við borgaryfirvöld um að
verja menningarverðmæti mið-
borgarinnar.
En áður en slagurinn hefst að
þessu sinni, er til of mikils mælst
af borgaryfirvöldum að þau finni
ögn uppbyggilegri leiðir til að
gæða miðbæinn lífi en með nið-
urrifi?
Eftir Óttar Martin
Norðfjörð
Óttar Martin Norðfjörð
»… er til of mikils
mælst af borgar-
yfirvöldum að þau
finni ögn uppbyggilegri
leiðir til að gæða
miðbæinn lífi en
með niðurrifi?
Höfundur er borgarbúi og
rithöfundur.
Slagurinn um miðbæinn