Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 27
Umræðan 27BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 ÉG, EINS og allur almenningur í þessu landi er al- gjörlega gáttaður á forgangsröð og forystuleysi ríkis- stjórnarinnar. Þetta getur ekki gengið svona deg- inum lengur. Fólk- ið í landinu er sett á bið meðan pólitíkusar klúðra Ice- save og sinna verkefnum eins og ESB. Það eru mörg þúsund manns í alvar- legum vandræðum vegna erlendra lána sem venjulegt fólk tók, að ráðum bankanna. Mig langar til að nefna tvö dæmi sem ég þekki til. Fyrir tveimur árum keyptu hjón með tvö börn íbúð á 30 milljónir króna. Þau höfðu sparað í mörg ár svo þau áttu 12 milljónir fyrir útborgun. Þau fóru í bankann og var ráðlagt að taka erlent lán fyrir 18 milljónum, það reyndust alvarleg mis- tök. Íbúðin hefur lækkað í ca 25 millj- ónir og lánið er komið í yfir 40 millj- ónir. Sparnaður þeirra upp á 12 mill- jónir er horfinn og ef þau geta yfirleitt selt íbúðina standa þau uppi með 15- 17 milljóna skuld. Þau ætluðu til náms erlendis en það er allt í uppnámi. Annað dæmi, maður sem ég þekki til, rúmlega 70 ára og hættur að vinna, keypti íbúð fyrir ca 2½ ári á rúmlega 20 milljónir. Áhvílandi á íbúðinni voru tvö gömul húsnæðislán og lífeyrissjóðslán upp á ca 8,5-9 milljónir. Honum var ráðlagt að taka erlent lán (af bankan- um) upp á 9 milljónir og eiga svo áhyggjulaust ævikvöld. Hann þyrfti bara að borga ca 35-40 þúsund á mán- uði. Núna skuldar þessi sami maður 24 milljónir og það er útilokað að hann geti borgað af þessu láni. Stjórnvöld hefðu átt að sinna þessu fólki strax og þau tóku við stjórnar- taumnum, en nú horfir þetta fólk á eymdina. Það hefði átt að festa þessi lán, t.d. við einhverja fasta vísitölu. Mitt ráð til stjórnvalda er að taka lán hvers fyrir sig eins og það var í upphafi og bæta ofan á það 10-20% hækkun, eins og búast hefði mátt við í einhverjum sveiflum gengisins, það er eitthvað sem venjulegt fólk ræður kannski við, en það ræður enginn við 100% og þaðan af meira í hækkun. Fyrir mig, kæri forsætisráðherra, er þetta eins og að byrja á öfugum enda eða að koma aftan að fólki, þetta hefði átt að vera forgangsmál á undan ESB og Icesave. Mér sýnist ráðaleys- ið vera algert, það er eins og stjórn- völd átti sig ekki á því að þegar verið er að hrekja fólk úr íbúðum sínum þá þarf samt að afskrifa lánin, tapið kem- ur fram fyrr eða síðar, af hverju ekki að reyna að rétta fólki hjálparhönd strax, já eða fyrir 8 mánuðum. Ég er sannfærður um að minna tapast með því að færa lánin í rétt horf en að hrekja fólk úr íbúðum sínum. Mér sýnist ríkisstjórnin ekkert ætla að gera til þess að aðstoða fólkið í landinu og því ætti hún í raun að fara frá völdum, eða að hún endar verr en útrásarvíkingarnir. Kæra ríkisstjórn, öll ykkar orka hefur farið í ESB og Icesave. Þegar hamfarir verða, eldgos eða flóð, þá eiga ráðamenn ekki að vera á fundum vegna ESB og Icesave, vel á minnst, átti ekki umsóknin að ESB að leiðrétta eitthvað gengið? Það hefur aldrei verið lægra, þvílíkt bull og blað- ur. Nú er tími til að snúa sér að raun- verulegum vanda Íslendinga, og þó að fyrr hefði verið. HALLDÓR ÚLFARSSON, Frostafold 14, Reykjavík. Ótrúleg forgangsröð Frá Halldóri Úlfarssyni: Halldór Úlfarsson EFTIR að Ísland keyrði um koll fyrir tæpu ári síð- an hefur maður ítrekað orðið vitni að stöðuveitingum sem vekja upp spurningar um viðskiptasiðferði þeirra sem veita stöðurnar og þeirra sem þær þiggja. Á þetta jafnt við hjá fyrirtækjum, hvort heldur er þeim einkareknu eða „nýju“ opin- beru, skilanefndunum sem híma yfir hræjum gömlu bankanna eða í skóla- kerfinu. Það skiptir ekki máli hvort menn hafa réttarstöðu grunaðra eða hafa staðið sig illa í starfi, það virðist afar fyrirhafnarlítið að færa sig á milli stóla. Potturinn með grugginu er afar þröngur, því þegar vantar að- ila í tóma stóla þá virðast menn ekki sjá út fyrir barmana á pottinum, það er bara hrært í honum og dregnir upp aðilar úr grugginu og þeim út- hlutað nýjum sætum. Þeir eru því ómissandi. Á meðan potturinn er svona þröngur þá verður langt þar til við sjáum til botns. Stjórnvöld, atvinnurekendur og skólayfirvöld ættu því að hugleiða að fá sér stærri pott og skipta um vatn í honum án tafar. Gegnsæi í stöðuveit- ingum er lífsnauðsynlegt fyrir fram- tíð okkar allra aðila og þar með hins Nýja Íslands. LÁRA JÓHANNSDÓTTIR, höfundur er viðskiptafræðingur, MBA. Frá Láru Jóhannsdóttur Lára Jóhannsdóttir Nýja Ísland og gruggið í pottinum MEÐ sjónvarps- viðtali í Kastljósi sl. mánudag og með blaðaviðtölum bæði við þig og aðra ráðherra í ríkisstjórn Íslands, þar sem ráðherrar hafa lagt sig fram um að gagnrýna bæjaryf- irvöld í Reykjanesbæ, er sleginn nýr tónn í samskiptum ríkisvaldsins og sveitar- félags á Íslandi. Því miður sjáum við okkur ekki annað fært en að svara þeim fáheyrðu yfirlýsingum sem þar hafa komið fram á opinberum vett- vangi. Af viðræðum okkar við þingmenn sem stóðu að meirihluta iðn- aðarnefndar þegar lög nr. 58/2008 voru samþykkt er ljóst að þeir eru alls ekki sammála túlkun þinni á því að samningur Reykjanesbæjar við HS orku sé ekki í „anda laganna“ eins og þú hefur haldið fram. Þvert á móti telja þeir að samningurinn sé algerlega samkvæmt lögum og í anda þeirra eins og komið hefur fram í blaðagreinum, m.a. í Morg- unblaðinu 8. sept. sl. Lögmenn hafa jafnframt staðfest hið sama. Reykjanesbær beið eftir lagasetningu Alþingis Ítrekað skal að Reykjanesbær seldi ekki hlut sinn í Hitaveitu Suð- urnesja þegar önnur sveitarfélög gerðu það 2007, heldur var ákveðið að bíða eftir að lagasetning alþingis um breytingar á sviði orkulaga lægju fyrir. Þegar lögin höfðu verið sam- þykkt var hafinn undirbúningur að því að skipta fyrirtækinu upp í sér- leyfisfyrirtæki og samkeppnisfyr- irtæki í anda hinna nýju laga. HS orka var eigandi lands og auðlinda og engin lög kröfðu HS orku um að af- sala sér þessum auðlindum. Bæjaryf- irvöld í Reykjanesbæ höfðu hins veg- ar lýst yfir áhuga á að kaupa land og auðlindir HS orku, svo tryggja mætti að þær kæmust í opinbera eigu. Okk- ur bar þó engin skylda til þess. Ef Reykjanesbær hefði ekki gengið fram fyrir skjöldu og keypt landið hefði land og auðlind verið áfram í höndum HS orku og líklega verið svo um ókomna tíð. Þá hefði enginn verið að ræða um samning til 65 ára sam- kvæmt lögum, því ekki hefði verið um neinn samning að ræða. Ef HS orka yrði síðan í meirihlutaeigu út- lendinga væru eignir hennar, þ.á m. land og jarðauðlindir einnig í eigu sömu aðila. En svo varð ekki! Bæj- aryfirvöld í Reykjanesbæ sáu til þess. Milljarður lagður í að eignast auðlindina Í Kastljósþætti sl. mánudag gafstu í skyn að þú vildir ekki standa frammi fyrir kjósendum þínum með slíkan samning til 65 ára eins og Reykjanesbær hefði gert – eftir að hafa sjálf staðið í forsvari lagasetn- ingar nákvæmlega um það sama. Þetta er augljóslega flokkspólitísk árás sem við bjuggumst ekki við að kæmi frá iðnaðarráðherra sem hefur unnið með bæjaryfirvöldum að góð- um verkum eins og álveri í Helguvík. Þú telur hins vegar ástæðu til þess að ráðast á fulltrúa sveitarfélags sem lagt hefur rúman einn milljarð króna í að kaupa auðlind og land sem áður var í eigu einkafyrirtækis. Þú ræðst á þann sem kom henni þar með í op- inbera eigu, og gerði um hana nýt- ingarsamning við seljandann, til áframhaldandi notkunar í 65 ár, með framlengingarmöguleikum sem er nákvæmlega samkvæmt laganna hljóðan. Í sama Kastljósþætti varðir þú hins vegar sölu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á hlut sínum í HS orku til erlends fyrirtækis. Ef Reykjanes- bær hefði ekki verið búinn að kaupa land og auðlind af HS orku, hefði Samfylkingin í Hafnarfirði verið að selja útlendingum (Magma) auðlind- ir Íslands. það er fyrir tilstilli meiri- hluta sjálfstæðismanna í Reykja- nesbæ að svo varð ekki. Engin rök fyrir yfirlýsingum ráðherra Ráðherra til upplýsingar er rétt að benda á að afskriftatími virkjana Landsvirkjunar er 60 ár. Þetta kem- ur skýrt fram í ársreikningum Landsvirkjunar; 60 ár. Það er ógern- ingur að sjá hvernig land undir virkj- anir á að hafa styttri leigutíma en af- skriftatími virkjunarinnar sjálfrar er. Myndi einhver byggja sér heimili ef hann hefði ekki leigu- eða eign- arsamning um lóðina sem byggt er á nema til skamms tíma? Myndi ein- hver byggja virkjun fyrir tugi millj- arða ef hann hefði ekki leigusamning um landið undir henni? Eru einhver rök fyrir yfirlýsingu um „að leigutími eigi að vera styttri en 65 ár“ … þótt í lögunum segi 65 ár? Til hvers var verið að setja 65 ára reglu í lögin? Skyldu einhverjir ráðgjafar hafa bent á að það væri í samræmi við gildandi afskriftatíma allra virkjana ríkisins? Ef einhver meining er í þessu hjá ráðherra hlýtur hann að krefjast þess að afskriftatíma í bók- um Landsvirkjunar verði breytt, svo hann þurfi ekki að standa frammi fyrir kjósendum sínum með svo lang- an afskriftatíma! Um leið þarf líklega að breyta forsendum lánasamninga hjá Landsvirkjun. Ríkisstjórnin ræðst á Reykjanesbæ Því miður staðfestir þessi umræða aðeins að ríkisstjórnin hefur aðeins getað komið sér saman um eitt atriði varðandi sölu Orkuveitu Reykjavík- ur á hlut sínum í HS orku. Hún gat verið sammála um að ráðast á bæj- aryfirvöld í Reykjanesbæ sem er stærsta vígi meirihluta sjálfstæð- ismanna á landinu. Það er dapurt að verða vitni að því að ráðherra iðn- aðarmála, sem jafnan hefur fengið hrós fyrir verk sín hjá bæjaryf- irvöldum í Reykjanesbæ, taki slíkt hlutverk að sér. Nú sem fyrr er það ekki vilji okkar að standa í illdeildum. Ef það er vilji ráðherra að einhverjir þættir í frjáls- um og löglegum samningum milli Reykjanesbæjar og HS orku hf. verði endurskoðaðir er sjálfsagt að verða við því, svo lengi sem slík end- urskoðun leiðir ekki til verri stöðu eða verri samninga fyrir Reykja- nesbæ. Slík ályktun hefur þegar ver- ið samþykkt í bæjarstjórn Reykja- nesbæjar. Ráðherra hefði getað farið vin- samlegri leið til að koma þessum áhyggjum sínum á framfæri. Heim- sókn og kaffisopi á Ljósanótt hefði getað leyst málið í vinsemd. Eftir Árna Sigfússon og Böðvar Jónsson » Því miður sjáum við okkur ekki annað fært en að svara þeim fáheyrðu yfirlýsingum sem þar hafa komið fram á opinberum vettvangi. Böðvar Jónsson Árni er bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Böðvar er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Virðulegi iðnaðarráðherra Árni Sigfússon ER UPPLÝSINGALEKI EINHVERN TÍMA RÉTTLÆTANLEGUR? Hádegisfundur á vegum EÞIKOS – 1. september kl. 12:15-13:30 Thomas Devine, sérfræðingur við GAP-stofnunina í Washington (Government Accountability Project) NOTKUN SÖNNUNARGAGNA SEM AFLAÐ HEFUR VERIÐ MEÐ ÓLÖGMÆTUM HÆTTI Use of Contaminated Evidence in the Context of Constitutional Criminal Procedure Hádegisfundur – 11. september kl. 12:00-13:00 Dr. Boštjan Zupancic, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu ORKA ÚR IÐRUM JARÐAR! HVERJIR MEGA NÝTA HANA? Hádegisfundur á vegum Auðlindaréttarstofnunar – 15. september kl. 12:15-13:15 Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Kristín Haraldsdóttir, forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar og sérfræðingur við lagadeild HR, Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar HR og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri. Fundinum stýrir Þórður Bogason hrl. LÖGFRÆÐIN Á VÍSINDAVÖKU RANNÍS Stefnumót við vísindamenn – 25. september kl. 17:00-22:00 • Lögfræðiþjónusta Lögréttu kynnir starf sitt í Alþjóðahúsi • Kynning á rannsóknarverkefnum lagadeildar HR NATIONAL IDENTITY AND THE EU Hádegisfundur á vegum Evrópuréttarstofnunar – 14. október kl. 12:00 -13:30 Peter Chr. Dyrberg, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar og gestaprófessor við lagadeild HR. BERJUMST GEGN HEIMILISOFBELDI - AUSTURRÍSKA LEIÐIN Hádegisfundur – 27. október kl. 12:00-13:00 Atli Gíslason, hrl. og alþingismaður, Stefán Eíríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Fundarstjóri er Svala Ísfeld Ólafsdóttir, sérfræðingur við lagadeild HR. ER HÓPMÁLSÓKN TÍMABÆR Á ÍSLANDI? Hádegisfundur – 17. nóvember kl. 12:00 -13:30 Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda og aðjúnkt við lagadeild HR. LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK FRÆÐAFUNDIR HAUSTIÐ 2009 √

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.