Morgunblaðið - 10.09.2009, Page 29

Morgunblaðið - 10.09.2009, Page 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 ✝ Kristinn GesturFinnbogason, fæddist í Moshlíð í V-Barðastrandar- sýslu 13.6. 1917. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 30.8. sl. Foreldrar Kristins voru Finnbogi Ebene- sersson, bóndi og kennari í Moshlíð, f. 28.5. 1881 í Hvammi, d. 10.6. 1931, og Mar- grét Ingibjörg Gests- dóttir, húsfreyja í Moshlíð, f. 15.12. 1893, d. 22.6. 1979. Systur Kristins voru Þórunn Elínborg Finn- bogadóttir, ljósmóðir, f. 4.10. 1919, d. 29.11. 1990, og Sigríður Kristín Finnbogadóttir, f. 25.9. 1929, d. 19.3. 1987. Uppeldissystir Kristins var Valgerður Guðmundsdóttir, f. 14.8. 1914, d. 25.3. 1996. Kristinn kvæntist hinn 19.9. 1950 Hallfríði Ásmundsdóttur, f. 4.4. 1923 á Kverná við Grundarfjörð. Friðrik Heiðar Ásmundsson tölv- unarfræðingur, f. 19.1. 1980. Eig- inkona hans er Hildur Helga Sæv- arsdóttir, sérkennslustjóri, f. 2.5. 1979. Dóttir þeirra er Eva Katrín Friðriksdóttir, f. 6.2. 2007. 2) Loft- ur Ásmundsson háskólanemi, f. 17.8. 1984. Eiginkona hans er Bergdís Heiða Eiríksdóttir, leik- skólakennari, f. 21.10. 1984. Kristinn bjó með móður sinni og systrunum þremum í Moshlíð til 1937 en þá flutti hann með móður sinni og Sigríði systur sinni til Svefneyja á Breiðafirði. Kristinn var vinnumaður á Látrum 1940 en árið 1941 flutti hann suður til Reykjavíkur og stundaði þar ýmis störf. Kristinn starfaði í lögregl- unni frá 1944 og allt þar til hann lét af störfum vegna aldurs hinn 1.1. 1985. Hann var skipaður flokksstjóri 1.1. 1969 og lögreglu- varðstjóri 19.11. 1976. Kristinn var einn af stofnendum Pöntunarfélags lögreglumanna og var virkur í Byggingasamvinnufélagi lögreglu- manna sem byggði m.a. húsin Flókagötu 64 og Háaleitisbraut 151-155. Kristinn verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag, 10. sept- ember, og hefst athöfnin klukkan 15. Foreldrar hennar voru Ásmundur Jó- hannsson, bóndi á Kverná, f. 27.9. 1884, d. 7.10. 1968, og Steinunn Guðbjörg Þorsteinsdóttir, f. 11.1. 1888, d. 15.11. 1964. Synir Kristins og Hallfríðar eru: a) Finnbogi Grétar Kristinsson, renni- smíðameistari, f. 5.1. 1951, eiginkona hans var Vilborg Ósk Ár- sælsdóttir, hárgreiðslumeistari, f. 18.9. 1954, d. 29.4. 2008. Sonur þeirra er Kristinn Finnbogason, tónlistarmaður, f. 19.7. 1976, sam- býliskona Þ. Snædís Kjart- ansdóttir, f. 18.12. 1982, margmiðl- unarfræðingur, b) Ásmundur Kristinsson, húsasmíðameistari, f. 13.10. 1956. Eiginkona hans erS- vava Loftsdóttir, viðskiptafræð- ingur, f. 2.2. 1957. Synir þeirra: 1) Nú er elsku eiginmaður minn til 59 ára farinn á vit feðranna. Við áttum gott líf saman. Hann hugsaði alltaf vel um fjölskylduna, strákana okkar, tengdadætur, barnabörn og barnabarn. Hann var bráðmyndar- legur og framkoman glæsileg. Nú að leiðarlokum vil ég þakka elskulegum eiginmanni fyrir allar okkar stundir og mun ég aldrei gleyma honum. Ég hlakka til þess dags þegar við sameinumst á ný og ég hvíli í faðmi hans. Megi allir englar fylgjast með þér, elsku eiginmaður minn. Hvíl í friði. Hallfríður Ásmundsdóttir. Oft er stutt á milli gleði og sorg- ar. Ég var staddur á fjallstoppi á Suður-Grænlandi í lygnu og björtu haustveðri. Einn með sjálfum mér að njóta stórkostlegs útsýnis yfir hluta Suður-Grænlands, með sínum löngu fjörðum fullum af stórum ís- björgum, skriðjöklum, ísirúnum fjöllum og sjálfum Grænlandsjökli, þegar síminn hringdi. „Ási minn, pabbi þinn er dáinn“. Viðbrögðin voru blendin. Fréttin átti ekki að koma á óvart en ég var samt svo óviðbúinn þegar á reyndi. Þarna á einum fallegasta stað á jarðar- kringlunni rifjuðust upp minning- arbrot um okkur pabba. Pabbi missti föður sinn aðeins 13 ára. Setti það mikla byrði á herðar svo ungs drengs og mótaði lífsgildi hans. Hélt hann heimili ásamt móð- ur sinni og systrum. Föðurmiss- irinn var honum mikið áfall. Sjáv- arfang var hans lífsviðurværi ásamt öðrum veiðiskap. Skólaganga hans takmarkaðist vegna þessa en hann var víðlesinn og fræðimaður mikill sem fjölskyldan naut góðs af. Þó hann hafi ekki ferðast mikið um landið vissi hann ætíð manna best nöfn á öllum fjöllum, fjörðum, ám og vötnum. Pabbi vann myrkranna á milli og því voru samverustundir okkar of fáar í æsku. Hann var ekki maður tilfinninga en þegar barnabörnin fæddust sá maður aðra og mýkri sýn. Hann fylgdist vel með þeim allt til síðasta dags. Eftir að pabbi fór á eftirlaun eignuðumst við sam- eiginlegt áhugamál, stangveiðar. Við fórum í fjölmargar veiðiferðir saman og hafði hann það árlega verk að yfirfara veiðitöskuna mína. Hann bætti við heimagerðum flug- um, spúnar voru pússaðir og veiði- hjól smurð. Hann var nýtinn sem kom sér illa í einni veiðiferðinni þegar ég þurfti að skipta um girni. Ég var búinn að rífa girnið af veiði- hjólinu og varð ekki kátur þegar eintómir bútar voru á spólunni í ný- yfirfarna veiðikassanum. Ferðir okkar í Veiðivötn eru núna sem dýrgripir í huga mér. Í vötnunum á hálendinu naut pabbi sín. Í einni ferðinni var hann ekki búinn að jafna sig eftir heilablóðfall og átti erfitt um gang. Við vorum að veiða við Ónýtavatn svokallaða letingjaveiði og hann fjarri stöng- inni þegar einn stór tók og stöngin losnaði og var á leið út í vatn en hann var snöggur til og fór í hend- ingskasti á eftir stönginni en við veiðifélagarnir vorum þrumulostnir yfir aðförunum og gátum okkur hvergi hreyft af hlátri en stönginni náði hann og fiskinum landaði hann. Það var ávallt gaman að hafa hann með og sögur kunni hann margar. Eftir að pabbi komst á eftirlaun fékk hann mikinn áhuga á flugu- hnýtingum. Nutum við bræðurnir góðs af því ásamt fleirum. Pabbi var sérstaklega montinn af að hafa hnýtt Monica Lewinsky-fluguna sem ég fékk minn fyrsta flugulax á og varð hann verðlaunalax í Elliða- ánum árið 1999. Þú laukst jarðvist þinni auðmjúk- ur og óhræddur við dauðann. Miss- ir fjölskyldunnar er mikill en mömmu þó allra mestur. Við getum yljað okkur við góðar minningar um þig og flugurnar sem þú hnýttir eiga vafalaust eftir að afla vel. Hvíl í friði, faðir sæll. Ásmundur Kristinsson. Það var 10. febrúar 1973 að ég sá Kidda fyrst, að ég held. Þá um kvöldið höfðum við Ragga, núver- andi eiginkona mín, trúlofað okkur og tengdó ákvað að bjóða Kidda og Fríðu heim á Rauðalækinn, úr því að fjölskyldurnar voru að sameinast en Kiddi og Jón tengdafaðir minn höfðu verið vinir og vaktfélagar frá því að þeir hófu störf í lögreglunni árið 1944 en Jón dó árið 1971. Sig- ríður, systir Kidda, hafði aftur á móti fætt mig í þennan heim en ég ólst ekki upp hjá henni. Það var skrýtið að hitta Kidda, ég var búinn að heyra af honum en hafði aldrei hitt hann. Þegar hann tók í höndina á mér fann ég að ég var að taka í höndina á traustum manni, hann grandskoðaði mig og fór síðan að spyrja mig um hvað ég ætlaði mér að gera í lífinu, spurði mig síðan um eitt og annað, þá vissi ég að hann hafði fylgst með mér í gegnum lífið. Það var ánægjuleg til- finning. Það var gaman að heimsækja Kidda og Fríðu á Háaleitisbrautina, skemmtilegar sögur voru sagðar. Þegar ég fór að hafa áhuga á ætt- fræði var Kiddi hafsjór af fróðleik, hann gat þulið hver var hvers og sagði sögur þvers og kruss af fólki og atburðum. Þegar ég byrjaði í lögreglunni ár- ið 1987 hófst nýr kafli í samskiptum okkar, þá gátum við farið að ræða um starfið, hann fór að segja mér sögur frá því að hann hóf störf í lögreglunni, hvernig lífið var þá og hvernig starfið hafði breyst. Ég gat alltaf leitað til hans, með spurn- ingar eða eftir aðstoð, það stóð aldrei á svari eða leiðbeiningum. Það var gaman að ræða um pól- tík við hann, hann hafði mjög ákveðnar skoðanir og fylgdist mjög vel með. Eftir að hann fór á Hrafnistu komum við hjónin oft til hans og Fríðu eftir að hún kom einnig þang- að. Það var mjög gaman að hlusta á Kidda, hann var stálminnugur og gat þulið upp ljóð og vísur, sögur og atburði, mundi dagsetningar og ártöl og kunni mikið af sögum af ýmsum mönnum. Oft spurði ég hann hvort hann hefði ekki skrifað eitthvað niður en hann vildi ekki viðurkenna það. Ég vil þakka Kidda þau ár, sem ég fékk að þekkja hann, þá hlýju sem hann sýndi mér og minni fjöl- skyldu og ég veit að hann mun halda áfram að segja sögur, á þeim stað sem hann er kominn á núna. Ég votta Fríðu og fjölskyldunni allri mína samúð. Megi guð vera með ykkur. Lárus Kjartansson. Ég man vel eftir fyrstu kynnum mínum af Kristni Finnbogasyni. Það var árið 1976. Hann var þá sjö árum eldri en ég er nú. Hann sat í stólnum sínum og rannsakaði mig með arnaraugum frá toppi til táar. Ég fann strax hversu sterka og góða nærveru hann hafði. Kristinn var mjög hávaxinn og samsvaraði sér vel. Hann var þar að auki nautsterkur. Hann var ekki móðgunargjarn en átti það til að móðga hörundsárt fólk sem ekki þoldi að heyra óþægilegan sannleik- ann. Hann var ekki allra en þeir sem náðu taktinum dáðu hann. Kristinn var hraustur framan af en á seinni æviárum sínum fékk hann tvisvar heilablóðfall og einu sinni blóðtappa. Aldrei þáði hann endurhæfingu heldur útbjó heima- gerð lóð til að ná upp styrk og lærði ljóð utan að til að endurheimta minnið. Þetta gerði hann allt í stólnum góða á Háaleitisbraut. Fyrir áföllin var hann með minni fíls en eftir sína eigin endurhæfingu var hann með minni greinds manns. Strax í æsku dreymdi Kristin um að verða læknir en sá draumur hvarf út í buskann við fráfall föður hans. Þrettán ára gamall var hann orðinn fyrirvinna heimilisins. Þó svo Kristinn hafi ekki orðið læknir var hann eins og alfræðiorðabók læknisfræðinnar og taldi sig þar með enga þörf hafa fyrir læknis- þjónustu. Þegar mér blöskraði heilsufarið á honum dró ég hann nauðugan viljugan á bráðavaktina. Þar biðum við klukkutímum saman og hann tuðaði um hvort ég hefði ekkert þarfara við tímann að gera. Loksins þegar læknirinn kom þá sjúkdómsgreindi Kristinn sig sjálf- ur. Við hlógum svo eftir á að undr- unarsvip þeirra sem héldu að hann væri bara gamall hrumur kall. Þjóðmál og pólitík var sameig- inlegt áhugamál okkar. Frjáls- hyggja hugnaðist honum ekki og hann var alveg með það á hreinu hverjir færu niður í uppgjörinu stóra. Fyrir ári var Kristinn svo hepp- inn að komast á Hrafnistu í Reykjavík. Skrokkurinn var að gefa sig en ekki hugurinn. Fríða, lífs- förunautur og eiginkona, flutti svo á sama gang og hann á Þorláks- messu. Það var yndislegt að fylgj- ast með þeim og sjá hvað þeim var annt hvoru um annað. Daginn fyrir andlátið kíkti ég til þeirra og voru þau bæði í essinu sínu. Kristinn fylgdi mér til dyra og leit vel út. Daginn eftir hvíldi hann sig eftir hádegismatinn eins og vanalega en bað starfsfólk um að ná í Fríðu. Hann fann á sér hvert stefndi því hann kvaddi eiginkonu sína og þakkaði starfsmönnum á vakt fyrir aðhlynninguna. Yfirvegaður fram í andlátið. Hvíl í friði elsku Kristinn. Þín tengdadóttir, Svava Loftsdóttir. Elsku Kristinn minn. Það er með þakklæti í huga sem ég kveð þig. Ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér og fyrir þann dýrmæta tíma sem við áttum saman síðustu árin. Mér þótti svo gaman að koma í heim- sókn til ykkar Fríðu, bæði á Háa- leitisbrautina og síðasta árið á Hrafnistu. Þú tókst alltaf vel á móti okkur Lofti með skemmtilegum sögum, bröndurum eða athuga- semdum um lífið og tilveruna, eins og þegar við gerðum grín að elda- mennsku minni eða stjórnmálunum. Og það var þessi glaðleiki sem mér fannst einkenna persónuleika þinn alveg fram á síðustu stundu. Glað- leiki sem fékk mig til að brosa. Glaðleiki sem ég mun minnast og þakka fyrir. Guð blessi minningu þína. Bergdís Heiða Eiríksdóttir. Elsku afi minn. Síðast þegar ég sá þig varstu svo hress og skemmtilegur. Þegar ég kvaddi þig við útidyrahurðina grun- aði mig ekki að það yrði í síðasta skipti. Næsta dag var mér sagt að þú hefðir fallið frá og þá rifjuðust upp minningar mínar um þig. Mætti þar nefna dagana þegar ég var ungur og kom reglulega í heim- sókn til þín og ömmu á Háaleit- isbrautina. Oftast nær fékk ég tvö spæld egg og skál af kornflögum með mjólk þar sem ekki var hugsað mikið um að spara sykurinn mér til mikillar gleði. Það voru engin tak- mörk fyrir því hversu vel var hugs- að um mig. Þú bjóst yfir frábærum karakter sem hafði upplifað svo margt merkilegt sem mér þótti mjög gam- an að heyra um. Það var hægt að ræða við þig um allt og var gaman að heyra skoðanir þínar á hinum ýmsu málefnum og þann húmor sem þú hafðir fyrir skoðunum þín- um. Mér þótti ætíð ánægjulegt að kíkja í heimsókn til þín og ömmu og fór ég glaður frá ykkur því það var svo sannarlega hægt að hlæja og brosa með ykkur. Þú varst ynd- islegur maður sem hefur haft áhrif og mótað líf mitt til hins betra í gegnum tíðina. Við ræddum um að þú myndir kenna mér að búa til plokkfisk en það varð víst ekkert af því. Það verður því að bíða betri tíma sem ég vona að renni upp einn daginn. Ég kem alltaf til með að sakna þín. Ég kveð þig því í hinsta sinn afi minn en er þér svo þakklátur fyrir allar þær minningar sem ég bý yfir eftir þig. Þitt barnabarn og vinur, Loftur Ásmundsson. Mánudaginn 31. ágúst fékk ég þær fréttir að móðurbróðir minn Kristinn Finnbogason væri látinn. Mig langar til að rifja upp nokkr- ar minningar um hann. Það rifjuðust upp svo mörg atvik frá bernsku minni og liðnum ára- tugum, sem ég naut þeirrar gæfu að vera honum samferða. Kristinn var máttarstólpinn í okkar fjölskyldu, maður sem alltaf var treyst á og alltaf hægt að leita til, æðrulaus og ráðagóður. Ég man fyrst eftir Kristni þegar ég kom fyrst suður til Reykjavíkur með ömmu minni, Margréti móður Kristins, en hjá henni ólumst við bræður upp, ég og Guðjón, vestur í Flatey. Ég mun þá hafa verið um þriggja ára aldur og svo skrítið sem það er þá man ég lítið eftir öðru úr þessari ferð suður en Kristni, lík- legast er ástæðan sú að hann sat lengi með mig og var að kenna mér að teikna báta, súðbyrta Breiða- fjarðarbáta. Alla tíð frá þessum tíma var hann frændinn fyrir sunnan sem mikil virðing var borin fyrir. Ég gleymi seint spenningnum vestur í Flatey fyrir jólin þegar við fengum sent alls kyns nýmeti og niðursoðna ávexti úr borginni frá Kristni frænda. Það var alltaf gott að koma á Flókagötuna til Fríðu og Kristins. Þar gistum við ætíð er við komum suður, eins vorum við bræður, ég og Guðjón, þar um tíma, og á ég margar góðar minningar frá þeim tímum. Eftir að við fluttum suður áttum við alltaf mjög sterkan bakhjarl þar sem Kristinn var og hjálpaði hann okkur bræðrum vegna veikinda móður okkar, vil ég sérstaklega þakka honum fyrir alla þá hjálp, sem var mikil. Ég gleymi seint fermingardegi okkar bræðra, míns og Guðjóns, en það sáu þau hjón um, og héldu fyrir okkur góða og eftirminnilega ferm- ingarveislu á Háaleitisbrautinni. Í gegnum árin hef ég oft komið á Háaleitisbrautina til þeirra hjóna Kristins og Fríðu. Kristinn sagði mér margar sögur frá uppvaxtarár- um sínum og systra sinna í Moshlíð. Á mínum yngri árum leitaði ég oft ráða hjá Kristni um ýmis mál, en seinni árin ræddum við oft um póli- tík og málefni líðandi stundar, stundum var slegið á létta strengi en hjá Kristni var alvaran ætíð skammt undan. Hann var víðlesinn maður og hafsjór af fróðleik, það var oft þannig að eftir spjall við Kristin hafði maður aðra sýn á mál- um líðandi stundar. Ég ætla að ljúka þessum fáu orð- um mínum með frásögn af broti úr draumi sem mig dreymdi í sumar, en þá dreymdi mig móður hans, Margréti. Hún var að fara með ljóð fyrir mig og man ég endinn á því, sem er svona: „Og verður hjá Kristni um eilífð að lokinni ferð sinni hér.“ Ægir Franzson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (IS) Elsku Kiddi, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér. Takk fyrir faðmlag þitt. Elsku Fríða og fjölskyldan öll, innileg samúð. Guð og englarnir veri með ykkur öllum. Ragnhildur Jónsdóttir. Kristinn Gestur Finnbogason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.