Morgunblaðið - 10.09.2009, Page 31

Morgunblaðið - 10.09.2009, Page 31
Mosfellsdal. „Nei Nína, hvernig held- ur þú að ég geti það,“ svara ég „það er allt brjálað að gera hjá mér.“ – „Já ég veit, það,“ svarar Nína, „en okkur Torfa langar svo til að þú komir.“ Hvað það var sem ég hafði svo mikið að framkvæma, þennan sólríka sum- ardag, er ég löngu búin að gleyma. En ég mun aldrei gleyma þessari heimsókn. Þau hjónin komu á móti mér þar við túngarðinn, með þeirri hlýju og vinsemd sem ómögulegt er að útskýra með orðum. Móttökurnar voru næstum því hlýrri en sólin sem sendi geisla sína til okkar. Við Nína fórum í göngutúr, það var svo margt sem við þurftum að tala um. Við átt- um okkur vináttu og trúnað sem var svo dýrmætur. Þannig hafði það allt- af verið gegnum kynslóðirnar. Hún Brynhildur móðir Nínu var ein af fimm systrum mömmu minnar og lét sig alltaf miklu skipta hvernig okkur Páli bróður mínum leið, eftir að móðir okkar dó. Ég minnist þess að þegar kom að fermingu minni hafði ég miklar áhyggjur af því hvort pabba væri treystandi fyrir ferming- arundirbúningnum. Hvernig átti hann, einstæður faðirinn, að skilja að til að fermast í þá daga þurfti að kaupa ekki bara fermingarkjól held- ur líka eftirfermingarkjól og ferm- ingarkápu og … En hún Binna frænka vatt sér inn úr dyrunum á Laugavegi 2 og tók málið að sér. En dagurinn dýrlegi í Mosfells- sveitinni! Við frænkurnar hlæjandi og grátandi í ilmandi lynginu innan um alla fegurðina. Ég man að ég hugsaði hvað þessi yndislega frænka mín hafði þurft að mæta hrikalegum örlögum en hún átti sér líka þá djúpu einlægu trú sem gerði það að verkum að hún var á einhvern hátt alltaf í fanginu á Jesú. Og þar var hamingj- an hennar, börnin tvö og eiginmaður sem hún elskaði. Við vorum þreyttar og ánægðar þegar við komum aftur úr göngutúrnum. Torfi tók á móti okkur með ilmandi kaffi og var ekk- ert að spyrja okkur hvað hefði verið umræðuefnið þar úti á heiðinni. Hann vissi auðvitað að við höfðum verið á „trúnó“ og áttum þann fjár- sjóð sem frænkur einar eiga sem öðl- ast hafa dýrmæti vináttunnar. Guðrún Gerður Ásmundsdóttir. Þrjár litlar stelpur í rauðum jökk- um og rósóttum sumarkjólum fá bæj- arleyfi frá sumarbústaðnum við Sel- vatn til að fara í Tívolí í Reykjavík. Þvílíkt ævintýri. Þessi minning ásamt fjölmörgum öðrum kemur upp í hugann nú þegar ég kveð Nínu frænku mína. Grenimelur 5 var mitt annað heim- ili í æsku. Þar bjó Nína ásamt for- eldrum sínum og systkinum. Þar gerðust ævintýrin. Hugmyndasmið- urinn að leikjum okkar var Nína. Hún var ótrúlega kraftmikil og hug- myndarík strax sem barn. Það voru sett upp leikrit. Við vorum dansmeyj- ar og fegurðardrottningar svo eitt- hvað sé nefnt og á Selvatni lékum við okkur við ímynduð álfabörn. Það var og mikið bústand í holtinu fyrir ofan sumarbústaðinn. Á veturna voru það þrjúbíóin, skautaferðir, dúkkulísuleikir og svo mætti lengi telja. Fyrir mér voru og eru Palli, Nína og Sigrún eins og systkini mín. Brynhildi móðursystur minni og Gísla minnist ég með þakk- læti fyrir alla umhyggju og ástúð sem þau ætíð sýndu mömmu, mér og síð- ar fjölskyldu minni. Nína fór ung að læra á píanó. Þá eignuðust ekki aðeins foreldrarnir, heldur öll ættin, undrabarn. Nína sýndi ótrúlega færni á píanó strax sem barn. Aldrei kom stórfjölskyldan svo saman að Nína væri ekki beðin um að spila eitthvað fallegt á píanóið og fólkið hlustaði agndofa á þessa litlu stúlku leika svo listavel. Það lá því beinast við að píanóleikur og pí- anókennsla yrði ævistarf Nínu, sem hún sinnti á meðan heilsan leyfði. Sorgin hlífir engum er sagt og Nína fékk svo sannarlega að kynnast sorginni. Í alvarlegum veikindum Gísla Rúnars sonar hennar sem barns og síðan við fráfall hans, en hann var þá orðinn prófessor í kan- adískum háskóla, sýndi Nína hversu miklum styrk og þreki hún bjó yfir. Aldrei missti hún vonina og aldrei heyrðist æðruorð. Þegar Alzheimers- sjúkdómurinn fór að hefta færni Nínu í leik og starfi var hún spurð hvort ekki væri sárt að geta ekki lengur leikið á píanó. Hún svaraði því til að hún væri bara svo þakklát fyrir öll árin sem hún fékk að spila. Svona var Nína, æðrulaus á hverju sem gekk. Að lokum ætla ég í huganum að læðast inn í stofu á Grenimel 5 og hringa mig þar í sófanum eins og ég gerði oft sem unglingur og biðja Nínu að spila fyrir mig Vorþyt eftir Sind- ing. Hlusta á hana spila svo undurvel og horfa á hana glæsilega, teinrétta og stolta við píanóið. Þannig minnist ég Nínu. Vertu sæl Nína mín og hafðu þökk fyrir allt. Ég og fjölskylda mín sendum Torfa, Guðrúnu og systkinum Nínu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurlaug Straumland. Við Nína kynntumst í 11 ára bekk í Meló, þegar ég kom og mætti B- bekkjarliðinu í fyrsta sinn og þessi rauðhærða frjálslega á aftasta bekk kom að tala við mig. Hún bjó á Greni- mel, ég á Reynimel. Með okkur þró- aðist smám saman systrabandalag sem fann sér farveg í sameiginlegum áhugamálum, útivist, dýrum, Guði og varð órjúfanlegt upp frá því. Sama þótt leiðir skildi jafnvel um árabil, þá hélst alltaf þessi einlæga vinátta, sterk taug einhvers samhljóms og dýpri sýnar sem mér fannst við deila, en sem var um leið áreynslulaus og sjálfsögð. Nína var einstakt náttúrubarn og göngugarpur, næm á kyrrð, fegurð alls um kring og má segja að hún hafi verið eitt með náttúrunni. Hún var alltaf sú sem skildi mig best og um leið sú sem kallaði fram það besta, vakti góðu áformin, þegar hugir okkar sameinuðust í friðsöm- um anda. Það eru forréttindi að hafa átt slík- an vin. Tónlistin hreif Nínu snemma og var ég svo heppin að við deildum sama píanókennara, henni Hermínu, sem hafði Nínu í miklum metum. Ég var vön að flýta mér í Tónlistarskól- ann, til að geta hitt Nínu, sem átti tímann á undan mínum. Þá gat ég setið í innra holi Þrúðvangs við hurð- ina að spilaherberginu og notið þess að hlusta á Nínu. Sérstaklega man ég þegar hún æfði Vorþyt eftir Sinding, hvað ég dáðist að leikni hennar að láta fingurna líða yfir nótnaborðið og framkalla slíkt flóð tóna sem glitraði og sindraði eins og tærasti gosbrunn- ur í sólskini. Slík hetja var Nína í mínum augum, fagmaður, sem tók sjálfa sig og list sína alvarlega þótt ung væri. Ég var mjög stolt að eiga slíka vinkonu. Nína, sem var uppeldisfræðingur af Guðs náð, tók að sér um árabil að kenna börnum á píanó. Þessu kynnt- ist ég gegnum son minn sem enn spil- ar af ástríðu. Hún tók börn alvarlega og kom fram við þau af þeirri virð- ingu og næmleika sem einkenndi hana og óhagganlegri trúmennsku gagnvart því sem skipti hana mestu. Þessir eðlisþættir nýttust vel þeg- ar hún háði baráttu fyrir lífi ungs sonar síns, Gísla Rúnars, er hann lá rænulaus milli heims og helju dögum saman eftir fall í stiga. Hún sat yfir honum hvern dag og talaði við hann, las, sagði honum sögur og söng. Og hún bókstaflega kallaði hann til baka til lífsins. Þetta gerði Nína í beinni andstöðu við starfsfólk sjúkrahússins og ríkjandi skipan þess tíma sem tak- markaði mjög nærveru fjölskyldu. Þetta varð frægt mál, einkum fyrir það að hinn kunni barnalæknir Hall- dór Hansen bað hana að vitna um þetta einstæða framtak á lækna- þingi. Með Torfa sér við hlið skapaðist til viðbótar við tónlistina yndisleg vídd myndlistar og hönnunar, sem Nína naut til fulls. Torfi gat skapað Nínu möguleika til eðlilegs lífs og reisnar svo framarlega sem unnt var í erf- iðum veikindum hennar. Megi Drottinn vera með ykkur, Torfi minn og Guðrún Inga, Sigrún og þið öll. Þakka þér, Nína mín, trúfasti bandamaður. Erna María Ragnarsdóttir. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 ✝ Hildur Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 15.3. 1929. Hún lést 1.9. 2009. Foreldrar hennar voru Ásta Magn- úsdóttir og Bjarni Guðmundsson, hér- aðslæknir. Tvíburasystir Hild- ar er Sigríður Bjarnadóttir, maki Sveinn Þorvaldsson, látinn; Guðmundur Bjarnason læknir, maki Bergdís Krist- jánsdóttir; og Þóra Margrét Bjarnadóttir tannsmiður, maki Jón Sverrir Dagbjartsson. Hildur giftist 5.6. 1949 Sigurði Jónassyni deildarstjóra hjá Land- mælingum Íslands, f. 3.12. 1925, d. 6.4. 1986. Börn þeirra eru a) Svan- hildur Sigurðardóttir, f. 1949, maki Markús Ívar Magnússon. Þeirra börn eru: Hildur Ruth Markúsdóttir, f. 22.2. 1968. Guð- rún Eva Markúsdóttir, f. 13.5. 1981, maki Alexander Choudry, Sigurður Bjarni Markússon, f. 8.12. 1986 og Magnús Ívar Mark- ússon, f. 23.5. 1988. b) Bjarni Sig- urðsson, f. 1951, ókvæntur, látinn 2008. c) Jónas Sigurðsson, f. 1953, maki Elsa Nína Sigurðardóttir, þeirra börn eru: Svanur Þór Jón- asson, f. 1973, d. 1995, og Sunna María Jónasdóttir, f. 1980, maki Bjarki Örvar Auðbergsson, d) Ásta Sigurð- ardóttir, f. 1954, maki Gunnlaugur Jón Magnússon, þeirra börn eru tví- burarnir Jóna Krist- ín, f. 1972, maki Hörður Már Magn- ússon, Anna Kristín, f. 1972, maki Marinó Ólason, og Magnús, f. 1975. Barnabarnabörnin eru 8. Hildur ólst upp fyrstu árin á Brekku í Fljótsdal, síðan á Ólafs- firði, Flateyri og Patreksfirði, þar sem hún kynntist eiginmanni sín- um. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau á Patreksfirði, en lengst af bjuggu þau í Reykjavík. Síðustu tvö árin bjó Hildur á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ. Hildur starfaði alla tíð innan veggja heimilisins. Hildi var margt til lista lagt, hún stundaði hannyrðir, málaði og teiknaði og liggja eftir hana margar fallegar blýants- teikningar og málaðir postulíns- munir. Útför Hildar fer fram frá Selja- kirkju í dag, 10. september, og hefst athöfnin kl. 13.00. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur og ég vil trúa því að þú sért komin á betri stað, komin til afa, Bjarna, Svans og fleiri ástvina sem eru farnir frá okkur. Ég man eftir því frá því ég var lítil, að koma til Reykjavíkur var alltaf rosalega mikið ævintýri og hluti af því var að koma í heim- sókn til ömmu og afa. Svo þegar ég var nýflutt til Reykjavíkur, þá fannst mér alveg yndislegt að vera boðin í alvöru mat til ömmu öðru hverju. Ég á alltaf eftir að minnast þín með hlýju, þá sérstaklega þegar ég skoða alla fallegu hlutina sem þú skapaðir og gafst mér. Þú varst nefnilega mikill listamaður og það væri óskandi að maður hefði fengið brot af þeim hæfileikum. Elsku amma, síðustu árin voru þér ekki auðveld, það átti ekki vel við þig að geta ekki verið á ferðinni alltaf eins og þú varst vön. Guð blessi minningu þína. Þín Sunna María. Hildur Bjarnadóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN EYMUNDSSON rafvirkjameistari, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti mánudaginn 7. september. Hrafnhildur Bjarnadóttir, Ingólfur A. Guðjónsson, Susan M. Guðjónsson, Áslaug Sif Guðjónsdóttir, Karl F. Garðarsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, Jón Sævar Jónsson, Hörður Guðjónsson, María Johnson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA M. SIGURGÍSLADÓTTIR, Melteigi 8, Keflavík, lést á dvalarheimilinu Garðvangi þriðjudaginn 8. september. Stefanía Jónsdóttir, Pétur Sigurðsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Árni Þór Árnason, Jóhann Gunnar Jónsson, Ásta Elín Grétarsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR ODDSDÓTTUR, Ástúni 8, Kópavogi, fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 11. september kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjarta- vernd. Sólrún B. Kristinsdóttir, Hauður Kristinsdóttir, Magnús Alfonsson, Þóra Sjöfn Kristinsdóttir, Anna Margrét Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, SIGURÐUR ÞORVALDSSON bifvélavirki, Smáragrund, Skagafirði, varð bráðkvaddur sunnudaginn 6. september. Útför hans fer fram í kyrrþey. Sigurlína Eiríksdóttir, Þorvaldur Gísli Óskarsson, Eyrún Ósk Þorvaldsdóttir, Rúnar Páll Björnsson, Edda Björk Þorvaldsdóttir, Finnur Jón Nikulásson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, móðursystir, amma og langamma, KRISTVEIG BJÖRNSDÓTTIR, Safamýri 38, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugar- daginn 29. ágúst. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 11. september kl. 15.00. Björn Jóhannsson, Guðrún R. Daníelsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Baldvin M. Frederiksen, Sveinn Jóhannsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Þorvaldur Bragason, Gunnar Haraldsson, Ásthildur Guðjohnsen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.