Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 33

Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 mundir voru götur borgarinnar og aðrir varhugaverðir staðir. Á Skag- anum voru betri aðstæður fyrir börn að leika sér: fjörurnar, Breiðin, höfn- in, Slippurinn og seinna leyndar- dómsfulla fjallið fyrir ofan byggðina. Á Akranesi voru örfáir bílar, flestir fóru gangandi eða á hjólum. Oft var farið niður á bryggju að dorga eða fylgjast með vinnu fiskimannanna og trillukallanna. Við fórum í könnunar- ferðir um fjörurnar sem iðuðu af margvíslegu lífi. Víða voru merkir sögustaðir. Stundum komum við hjá Láru frænku sem bjó í litlu húsi á Breiðinni. Hún hafði alltaf í handrað- anum fyrir okkur strákana Ingimar- skex. Bakkarnir fyrir neðan Akursbraut og Mánabraut voru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Þangað voru tröppur niður í fjöruna og gamlar varir. Þessi töfra- heimur hvarf undir uppfyllingar með tilkomu Sementsverksmiðjunnar og stækkun hafnarinnar. Einu sinni hafði innrásarpramma verið rennt upp í fjöruna og varð strax vettvang- ur vaskra stráka. Bygging Sements- verksmiðjunnar, strompsins háa, turnanna stóru og og bryggjunnar var í augum okkar mestu fram- kvæmdir Íslandssögunnar. Við fórum inn að Langasandi og komum við í ævintýraveröld skeljasandsins. Þeg- ar unglingsárin runnu upp urðu stundirnar stopulli. Hugur okkar snerist meir að menntun og störfum, áhugamálin voru einnig ólík. Vináttan var ætíð mikil og traust. Við hittumst af og til, hringdum okkur saman, kannski allt of sjaldan síðari árin. Robbi greindist með alvarlegan sjúkdóm fyrir nokkrum árum, svo- nefnt mergfrumuæxli sem skerti starfsgetu hans mikið enda lækning torveld. Robbi bar sig þrátt fyrir allt vel eins og hann var vanur en reyndi að berjast eftir því sem kraftar og vilji gaf. Fyrir nokkru fékk hann að- svif og var fluttur helsjúkur á sjúkra- hús en komst aldrei til meðvitundar. Hann dó í byrjun september, á 58. aldursári. Guðmundur Róbert var tæplega meðalmaður á hæð. Hann var ætíð mjög hæglátur og var ekki fyrir að trana sér fram fyrir aðra. Hann var einstaklega hjálpsamur og áreiðan- legur, þótti verklaginn og góður starfsmaður enda mjög samvisku- samur í smáu sem stóru. Þórnýju, sambýliskonu Robba, ættingjum öllum og vinum eru sendar innilegustu samúðarkveðjur. Við eigum góða minningu um eft- irminnilegan samferðamann. Guðjón Jensson, Mosfellsbæ. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. (Vald. Briem.) Og nú er komið að því að við kveðj- um Guðmund R. Ingólfsson, sem lést langt um aldur fram. Hann varð að lúta í lægra haldi eftir stutta en hetju- lega baráttu fyrir þeim vágesti er margan fellir, krabbameini. Ég kynntist Guðmundi fyrir nokkrum árum gegnum samband hans og Þórnýjar mágkonu minnar. Ég fann fljótt að þar fór góður dreng- ur, hlýr, nærgætinn og traustur. Ég man hve ég gladdist fyrir hennar hönd að hafa kynnst slíkum manni, og skynjaði hve nánir vinir og félagar þau voru. Kannski má segja að þau hafi bætt hvort annað upp í bestu meiningu þess orðalags. Þau voru ekki einungis ástvinir, heldur miklu meira. Því miður fengu þau ekki að njóta samvistanna nema tæpan áratug –„hinn slyngi sláttumaður“ greip í taumana. Missir hennar er mikill, því ég hygg að Guðmundur hafi verið henn- ar traustasti vinur fyrr og síðar, og hún annaðist hann af fádæma þreki frá því að hann greindist þar til yfir lauk. Guðmundur var Skagamaður í húð og hár, þar ólst hann upp og þar voru hans rætur, fjölskylda, vinnufélagar og vinir. Foreldrar og systkini sem nú horfa á eftir kærum syni og bróður. Fátt er sárara en að missa barn sitt, þótt fullorðið sé, því flest gerum við ráð fyrir að fara á undan börnum okk- ar, að það sé hinn eðlilegi gangur lífs- ins. Ég og börn mín vottum þeim, svo og systkinum Guðmundar og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Og ekki síður Þórnýju, sem nú stendur á krossgötum í lífinu, og ekki í fyrsta sinn, þótt með ólíkum hætti sé. Að lokum þakka ég fyrir að hafa kynnst jafn sanngóðum manni og Guðmundi, þótt ég hefði vissulega kosið að tími gæfist til meiri kynna. Eftir stendur minning um mætan mann, mann sem gaf þeim er kynnt- ust honum svo ótrúlega mikið með nærveru sinni einni saman. Guð blessi minningu hans. Stefanía Þorgrímsdóttir. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávalt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Elsku Robbi frændi, nú er komin kveðjustund. Stund sem kom allt of fljótt. Manni verður orðafátt á svona stundu. Margs að minnast og margar góðar minningar sem leita upp í huga minn, minningar sem ég mun eiga um þig um ókomna framtíð. Guð geymi þig, elsku Robbi, ég veit að amma Guðrún tekur vel á móti þér. Ég bið góðan Guð að styrkja Þór- nýju, Erlu, Daða, Sigrúnu, Kristján, Eygló, Finnboga, Aðalheiði og aðra aðstandendur á erfiðum tímum. Miss- ir ykkar er mikill. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku frændi. Petrún Berglind Sveinsdóttir og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ásta systir. Hann Kári bróðir er dáinn. – Þeg- ar Ásta sagði þetta var sem tíminn stöðvaðist. Þetta var eitthvað sem passaði ekki, gat ekki átt sér stað. Þessi kröftugi, jákvæði og glaði drengur, farinn. Kári og Ásta ólust upp saman með móður sinni sem lést árið 1994 aðeins 57 ára að aldri og nú er Kári farinn aðeins 51 árs. Ég sá hann fyrst árið 2006 þegar hann kom í heimsókn til okkar Ástu á Grett- isgötuna. Ég fann strax að þarna kom góður drengur sem tók mér vel. Kári vann hjá SAS í Noregi og átti kost á að koma oft í heimsókn eða „skjótast í kaffi til Ástu systur“ eins og hann var vanur að segja sínum samstarfsmönnum. Við sátum oft frameftir nóttu og spjölluðum saman og hafði hann frá mörgu að segja. Hann naut þess að ferðast og hafði gaman af að segja frá. Hann ferðaðist mikið og mundi ná- kvæmlega hvaða dag var lagt af stað og hvaða dag var komið heim og með hvaða flugfélagi var flogið. Á sama tíma var ég að „grufla“ í ártölunum. Í janúar 2007 bauð Kári okkur Ástu að koma með til Kína í 10 daga ferð. Sú ferð er mér ógleymanleg fyrir margra hluta sakir. Hann var vel kunnugur í Kína og kynnti okkur fyrir framandi menningu og áhuga- verðum stöðum. Í vor buðu hann og Aroon okkur með til Taílands en þar áttu þau fallegt hús. Þá skynjuðum við að hjartað starfaði ekki vel. Hann gerði lítið úr veikindum sínum og líð- an. Kári kom síðast til okkar í júlí og þá gerðum við plön um að fara aftur til Taílands að rúmu ári liðnu. Skoða nýja staði og eiga gott frí saman. Þau systkinin voru í góðu sambandi, hringdu oft og sendu kort þegar þau voru að ferðast. Síðasta kortið frá Kára kom þremur dögum eftir andlát hans. Það er mér mikilsvert að hafa kynnst Kára og ég þakka fyrir þann tíma sem við fengum. Fjölskyldu hans og vinum vil ég senda samúðar- kveðju. Árni Ingi Garðarsson. Elsku Kári frændi, ég vona að þú sért á góðum stað og að þér líði vel þar sem þú ert. Ég mun sakna þín að eilífu og minnast þín á hverjum degi. Þú lýstir allt upp með jákvæðni og lífsgleði og gerðir það ómögulegt fyr- ir nokkurn mann að vera í vondu skapi í návist þinni. Góðu stundirnar með þér eru ótelj- andi. P.s. Ég skal sjá um að gefa kis- unum tívolíferðir héðan í frá. Elín Bríta. Elsku besti Kári frændi, það er svo erfitt að trúa því að þú sért fallinn frá. Þín verður sárt saknað af öllum þeim sem þekktu þig. Ég man eftir þér frá því að ég var lítil og bjó í Svíþjóð. Þú fórst með mig í fótbolta, kenndir mér spilið „21“ og þér fannst fyndið þegar ég fór að dansa við Spice Girls sem voru vin- sælar á þeim tíma. Þú gaukaðir að mér fróðleiksmola um að Mel B væri gift Íslendingi sem mér fannst mjög merkilegt. Upptökuvélin var alltaf með í ferðatöskunni og þú notaðir hana mikið í heimsóknum hjá okkur. Ég mun alltaf hafa gaman af mynd- böndunum sem þú gerðir í den. Einu sinni spiluðum við Yatzi og þá tók ég sérstaklega eftir því hversu fag- mannlega þú tilkynntir meðspilurum þínum hvað þú ætlaðir að gera í næsta kasti: „Ég satsa á Yatzi!“ Undantekningalaust var talað langt fram á nótt þegar þú varst í heim- sókn og var notalegt að sofna við hlátrasköllin úr stofunni. Óborgan- legur var einnig nautnasvipurinn sem skein af andliti þínu þegar þú fékkst hjá okkur hina langþráðu tvennu Malt og Prins, sem bara var hægt að fá á Íslandi. Á síðustu æviárum Kára var nán- ast daglegt brauð að finna póstkort frá honum í póstkassanum. Ef hann var ekki staddur í Asíu, þá var hann í Ástralíu, Ameríku eða Evrópu. Ég dáist að honum fyrir að hafa nýtt tækifærin sem gáfust honum í lífinu. Skoplegt dæmi um það var þegar hann var staddur í Taílandi og fór út í bakarí til að kaupa brauð. Kári kom hins vegar ekki bara heim með brauðið heldur einnig með samning upp á íbúð sem hafði boðist honum óvænt og hann ákveðið að skella sér á. Kári var hetja sem þrátt fyrir erf- iðar aðstæður tókst með stakri prýði að ala upp tvö falleg, greind, sjálf- stæð, dugleg og hugrökk börn, Krist- in Helene og Kjetil Andreas. Ekki er hægt að lýsa með orðum þeirri sorg sem Aroon, unnusta Kára, Kristin og Kjetil hafa gengið í gegnum eftir frá- fall hans. Ég bið Guð að vaka yfir þeim á þessum erfiðu tímum. Þau hafa öll sýnt styrk og samstöðu þótt á móti hafi blásið. Ég mun ávallt geyma minninguna um Kára á hlýjum stað í hjarta mínu og reyna að njóta lífsins eins og hann gerði. Birta Marlen Lamm. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, tengdasonar, afa og bróður, JÓNASAR TEITSSONAR, Hesthömrum 14, Reykjavík. Inga Marta Jónasdóttir, Jónas Ingi Jónasson, Áslaug Torfadóttir, Kristín Jónasdóttir, Magnús Hjálmarsson, Birgitta Jónasdóttir, Ásbjörg Halldórsdóttir, Teitur Jónasson, Kristín Ingvarsdóttir, barnabörn og systkini. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU ÓLAFSDÓTTUR, Skólastíg 11, Bolungarvík. Guðmundur Rósmundsson, Jónína Guðmundsdóttir, Hörður Guðmundsson, Benedikt Guðmundsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Páll Guðmundsson, Valdís Hrólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁSGERÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR, áður til heimilis að Selási 12, Egilsstöðum. Jónína Sigrún Einarsdóttir, Guðmundur Agnarsson, Margrét Einarsdóttir, Jón Kristjánsson, Einar Óli Rúnarsson, Helga Jónsdóttir, Ása Heiður Rúnarsdóttir, Birgir Breiðdal, Arna Rún Rúnarsdóttir, Nicholas Crowley, Viðar Jónsson, Védís Birgisdóttir, Ásgerður Edda Langworth, Kent Langworth, Einar Kristján Jónsson, Áslaug Björnsdóttir og langömmubörnin. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FRIÐRIKA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR, Dalbæ, Dalvík, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 1. september, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 11. september kl. 13.30. Anna Jóna Friberg, Elsa Björg Friðjónsdóttir, Bjarni Oddsson, Sveinbjörn Friðjónsson, Sigrún Árnadóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐFINNA ÞÓRARINSDÓTTIR, Gulla, Steinagerði 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 15. september kl. 13.00. Edda Alexandersdóttir, Örn H. Jacobsen, Rúna Alexandersdóttir, Þorvaldur Ingvarsson, Alexander Þorvaldsson, Halldóra Anna Þorvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.