Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 ✝ Erla Sveina Jór-munds fæddist í Reykjavík 19. des. 1924 og lést á Land- spítalanum 3. sept. 2009. Foreldrar henn- ar voru Una Guð- mundsdóttir frá Þver- læk í Holtahreppi, fædd 12. maí 1898, d. 17. mars 1989, og Hin- rik Jórmundur Sveinsson, f. 25. febr- úar 1897, d. 26. des- ember 1982. Hálf- systur Erlu eru Guðrún Hinriksdóttir, f. 19. sept- ember 1936, d. 25. nóvember 1983, og Margrét I. Hinriksdóttir, f. 3. janúar 1944. Erla ólst upp hjá móð- ur sinni og eiginmanni hennar, Þórði Þórðarsyni frá Þorgeirsfelli, f. 26. nóvember 1893, d. 24. sept- ember 1986, fyrst vestur á Snæfells- nesi en síðan í Reykjavík. Bræður hennar voru Þorgeir Snæfells Þórð- arson, f. 21. júlí 1934, d. 26. apríl 1935, og Óli Guðmundur Hreiðar Þórðarson arkitekt, f. 21. júní 1936, kvæntur Lovísu Christiansen. Hinn 19. desember 1947 giftist Erla Boga Jóhanni Bjarnasyni, f. 2. júlí 1919, fyrrverandi aðalvarðstjóra lögregl- unnar í Reykjavík. Hann er sonur Bjarna Jóhanns Boga- sonar og Þórunnar Jóhannesdóttur frá Neðri-Hóli í Stað- arsveit. Börn Erlu og Boga eru: Bjarni Jó- hann, f. 25.2. 1949, kvæntur Kolbrúnu Jó- hannsdóttur Snæfeld, þeirra börn eru Bogi Snær og Sóley. Guðný, f. 6.4. 1955, hennar börn eru Erla Björk og Einar Björn, og Þórður, f. 1.12. 1959, kvæntur Elínu Hildi Ástráðsdóttur, þeirra börn eru Þórður Daníel, Svandís Erna og Arnar Jóhann. Fyrir átti Elín Krist- in Elfar Haraldsson. Erla stundaði verslunar- og skrif- stofustörf áður en hún gifti sig en var heimavinnandi meðan börnin voru ung eins og venja var á þeim tíma. Þegar um hægðist fór hún svo út á vinnumarkaðinn og vann við ýmis verslunar- og skrifstofustörf, seinast hjá Hitaveitu Reykjavíkur, þar til hún hætti vegna aldurs. Erla starfaði árum saman með Odd- fellowreglunni. Útför Erlu Sveinu fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 10. sept- ember 2009, og hefst athöfnin kl. 13. Í dag kveðjum við hana Erlu tengdamóður mína. Ég kynntist Erlu og Boga, eig- inmanni hennar, fyrir 26 árum, þeg- ar ég og Þórður, yngsti sonur þeirra, fórum að vera saman. Þegar ég hugsa til baka til þess tíma sem ég hitti hana fyrst, þá ber hæst hvað mér fannst hún vera kraftmikil og virðuleg kona, síðar þegar ég kynntist henni betur komu fleiri eiginleikar í ljós. Duglegri manneskju hef ég varla kynnst um ævina, hún var alltaf að vinna að einhverju, aldrei féll henni verk úr hendi eins og fallegt heimili þeirra hjóna ber vott um. Árum saman áttu Erla og Bogi stóran og mikinn kartöflugarð, allir í fjölskyldunni tóku þátt í að rækta kartöflur. Dugnaður Erlu í garð- inum var svo mikill að eftir var tek- ið, hún var hreinlega eins og storm- sveipur, gekk í öll verk, hún taldi aldrei neitt eftir sér í því og engin verk voru henni ofviða. Ekki var hjálpsemin minni, hún var alltaf boðin og búin til þess að hjálpa til, ef eitthvað var að eða ef eitthvað stóð til. Af tengdamóður minni lærði ég margt, hún kenndi mér t.d. að taka slátur og alltaf var hún tilbúin að koma og hjálpa til við sláturgerð- ina. Erla var mikil fjölskyldumann- eskja, hún lifði fyrir manninn sinn, börnin og barnabörnin. Barnabörn- in voru henni mjög hugleikin, enda var hún dugleg að fá þau til sín og alltaf lærðu þau eitthvað nýtt í hvert skipti, því hún var alltaf að kenna þeim eitthvað nýtilegt. Alltaf fannst krökkunum gott að koma til ömmu og afa í Jökulgrunn og fá grjónagraut og rúgbrauðið sem amma bakaði. Nú á Bogi, tengdafaðir minn, um sárt að binda, því nú hefur hann misst lífsförunaut sinn. Ég bið góð- an Guð að veita honum styrk. Hvíl í friði, elsku Erla, þín tengdadóttir, Elín Ástráðsdóttir. Þær voru ekki öfundsverðar kon- urnar sem lentu í því á fyrri hluta tuttugustu aldar að standa uppi ein- ar með barn sem þær þurftu að ala önn fyrir. Þá var ekki þessi styrk- urinn og þessar bæturnar eins og í dag þykir sjálfsagt, þær þurftu bara að bjarga sér sjálfar. Í þessum sporum var Una, móðir Erlu, á þriðja tug aldarinnar. Hún greip því fegins hendi þegar bónda vestur í Staðarsveit vantaði ráðskonu og dreif sig vestur með litlu stúlkuna sína. Og hún var svo heppin að bóndinn var gull af manni, þau rugluðu saman reytum sínum og fluttu saman til Reykjavíkur, giftu sig og Erla fékk Þórð á Þorgeirs- felli fyrir stjúpföður. Heimili Þórðar og Unu var um langan aldur nokkurs konar félags- heimili fyrir Staðsveitunga. Þau voru ákaflega gestrisin og sveit- ungum þeirra þótti gott að koma við hjá þeim og jafnvel gista eins og þá var alvanalegt, ekki var algengt á þessum árum að fara á hótel til að leita sér húsaskjóls, enda gaman að hitta sveitunga sína þegar stoppað var í bænum. Einn af sveitungunum var Bogi Bjarnason frá Neðri-Hól sem var ungur og glæsilegur Staðsveitungur sem farinn var að leita sér vinnu í bænum. Hann var mikill vinur þeirra hjóna og smátt og smátt tók- ust ástir með unga fólkinu og þau ákváðu að ganga saman æviveginn. Og gangan var löng. Í dag er Erla hér kvödd af eiginmanni eftir sextíu og tveggja ára farsælt hjónaband. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og barnabörnin eru orðin átta. Ég kynntist þeim hjónum fyrst árið 1953 þegar ég og Páll Steinar, yngri bróðir Boga, vorum byrjuð að vera saman. Þau voru þá nýbúin að byggja sér íbúð við Eskihlíðina og koma sér þar vel fyrir. Heimili þeirra var glæsilegt enda þau hjón samhent með snyrtimennsku og myndarskap. Og þarna áttum við margar ánægjustundir með þeim hjónum gegnum árin. Alltaf var gott að leita til þeirra ef einhvers þurfti með. Erla var ákaflega myndarleg húsmóðir og lék allt í höndum henn- ar, auk þess sem hún stóð við hlið manns síns af glæsibrag en hann þurfti að sinna mörgu varðandi störf sín hjá lögreglunni. Þá var hún útivinnandi meðan hún hafði aldur til. Einnig starfaði hún með Odd- fellow-reglunni til margra ára. Margs er að minnast nú að ævi- lokum, afmæla, jólaboða, veiðiferða með tengdafólkinu og sólarlanda- ferðanna mörgu og ógleymanlegu. Þegar aldur færðist yfir þau seldu þau í Eskihlíðinni og keyptu sér lítið hús í Jökulgrunninu. Þar gerðu þau sér annað hreiður, nú í tengslum við Hrafnistu og þarna fór vel um þau. Enn var sami mynd- arbragurinn á öllu og nú gafst Erlu meiri tími til að sinna áhugamálum sínum. Liggja eftir hana mörg glæsileg handverk því hún var ákaf- lega listræn. Ég vil að lokum þakka Erlu sam- fylgdina fyrir hönd okkar fjölskyld- unnar. Ég votta Boga og fjölskyld- unni okkar hjartans samúð. Hafðu þökk fyrir góð kynni, Erla mín, og hittumst aftur á strönd eilífðarinn- ar. Gróa Ormsdóttir. Þegar við í fjölskyldunni hennar ömmu Þórunnar stöndum nú í þeim sporum að kveðja Erlu, sem hefur alltaf verið til staðar og við munum ekki lífið okkar öðruvísi en hún væri Erla hans Boga, er höggvið stórt skarð í okkar fjölskyldu. Þegar ég var lítil stelpa var ávallt mikill samgangur á milli bræðranna Boga og föður míns en Steinar, yngsti bróðirinn, var þá búsettur á Akranesi. Þar var líka okkar fasti punktur í tilverunni því þar hittist fjölskyldan við það að aðstoða ömmu Þórunni, móður þeirra, við að setja niður kartöflur og taka þær upp eða annast bústofninn sem þá var. Frá þessum tíma hefur Erla verið sú trausta kona sem ávallt var til taks og tók virkan þátt í öllu sem viðkom okkar fjölskyldu. Ræktun var eitt af því og áttu Bogi og Erla yndisreit við Úlfarsfellsrætur þar sem þau stunduðu mikla ræktun í áratugi sem hefur verið arfleifð þeirra frá mæðrum og síðan til barna þeirra. Þarna naut Erla sín við að gera ræktunartilraunir, m.a. að rækta mörg afbrigði af kartöflum og grænmeti auk trjáa. Þau áttu erfitt með að taka því þegar reit- urinn þeirra féll ekki lengur inn í borgarskipulagið. Ég minnist líka Erlu sem snill- ings í að sauma og get séð fyrir mér hvernig hún sneið föt á Bjarna, elsta soninn, og við urðum alveg undrandi hversu flottar flíkurnar urðu eða eins og út úr búð. Mat- argerð var eiginleiki sem hún átti ríkulega og eru örugglega ekki margir sem hafa tækifæri og getu til að elda fram á hinsta dag í lífi sínu. Erla og Bogi áttu frábær ár þeg- ar aldurinn fór að færast yfir og voru margar ferðir þá farnar á er- lenda grund sem þau nutu óspart. Þau hjónin studdu mjög vel við bak- ið á föður mínum þegar hann varð ekkjumaður með því að sækja hann í mat og heimsækja hann reglulega, fyrir það viljum við þakka af heilum hug. Sú vinátta sem hefur einkennt þeirra samband er gjöf sem þakka ber. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd fjölskyldu Sveinbjörns þakka sam- fylgdina og votta Boga og börnum þeirra innilega samúð við fráfall sterkrar og traustrar eiginkonu, móður og ömmu sem lifði svo sterkt fyrir fólkið sitt og þau fyrir hana. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir. Erla Sveina H. Jórmunds Það eru liðin yfir 20 ár frá því að ég hóf störf hjá Kaupfélagi Þingeyinga (KÞ) á Húsavík og samstarf okkar Hreiðars Karlssonar kaup- félagsstjóra hófst. Samstarf sem leiddi fljótt af sér góðan vinskap. Á þessum tíma stóð KÞ í harðri varn- arbaráttu, sem var nátengd varnar- baráttu landsbyggðarinnar. KÞ var umsvifamikið í sínu samfélagi, starf- aði með hagsmuni þess í huga og reyndi eftir því sem hægt var að sinna sinni samfélagslegu skyldu. Rekstrarumhverfi félagsins var hins vegar þannig að ekki var hjá því kom- ist að taka á rekstri þess og reyna að aðlaga hann því. Það varð að taka erf- iðar, sársaukafullar og umdeildar ákvarðanir í samfélagi þar sem ná- vígið var mikið. Ákvarðanir sem köll- uðu m.a. á uppsagnir náinna sam- starfsmanna til margra ára. Slíkar ákvarðanir eru þær erfiðustu sem stjórnendur þurfa að taka á hverjum tíma. Ég man aldrei eftir að Hreiðar hafi skipt skapi, hvorki undir þessum erfðu aðstæðum né öðrum, þrátt fyrir að hann hafi haft til þess ærnar ástæður á stundum. Öllu þessu mætti hann af æðruleysi, sem virtist honum í blóð borið. Hann átti það til að taka sér góðan tíma til að taka yfirvegaðar ákvarðanir, þar sem hann vildi virki- lega hafa þær réttar ef þess var nokk- ur kostur. Ég held að hann hafi ekki verið sammála því sjónarmiði sumra að betra væri að taka ranga ákvörðun en enga ákvörðun. Menn yrðu ein- faldlega að taka þann tíma sem þyrfti til að komast að þeirri niðurstöðu sem Hreiðar Karlsson ✝ Hreiðar Karlssonfæddist í Saltvík í Reykjahverfi 16. des- ember 1944. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 29. ágúst sl. Útför Hreið- ars var gerð frá Húsavíkurkirkju 5. september sl. skilaði árangri. Allt þetta varð mér mikill skóli og manni varð ljósara en áður að hóg- værð, hófsemi og til- litssemi, er eitthvað sem menn verða að hafa fyrir, samt með mismikilli fyrirhöfn og árangri. Eftir erfitt umhverfi og aðstæður, en ánægjuleg og gefandi fimm samstarfsár, liðu nokkur misseri þar til Hreiðar hætti einnig störfum hjá KÞ. Samhliða störfum sínum fyrir kjötframleiðendur hóf hann að þjónusta ýmsa aðila á sviði bókhalds, reikningsskila, uppgjörs og framtalsgerðar. Hófst þá nýr kafli í samstarfi okkar, sem staðið hefur síð- an. Hann hafði þekkinguna, ná- kvæmnina og samviskusemina, en ekki háður óþarfa smámunasemi. Við unnum að sameiginlegum verkefnum og hann sendi mér vísur af og til, sem léttu okkur Önnu lund og Anna hefur safnað í gegnum tíðina og er orðið efni í a.m.k. eina bók. Samskipti okkar fóru mikið fram í gegnum nútíma samskiptatækni, þ.e. síma, póst og netpóst, þannig að við gerðum allt of lítið af því að gera okk- ur far um að hittast, en samt alltaf ef tækifæri gafst. Því var það alltaf ákveðið áfall þegar maður sá Hreið- ar, því sjúkdómurinn fór augljóslega illa með hann. Eitthvað sem maður varð aldrei var við í okkar oft og tíð- um daglegu nútíma samskiptum. Í samtölum okkar kom aldrei fram að þetta þjakaði hann. Hann bar sig allt- af vel og var jákvæður. Einu skiptin sem hann varð að viðurkenna að eitt- hvað væri ekki alveg eins og það átti að vera, var þegar hann neyddist til að vera frá vinnu og verkum af heilsu- farsástæðum. Við Anna vottum Jónínu og fjöl- skyldu samúð og hluttekningu. Guð gæti sómamanns. Ragnar Jóhann Jónsson. Í dag kveð ég ynd- islega manneskju, hana Kristínu Önnu Baldvinsdóttur eða Önnu eins og hún var alltaf kölluð. Árið 1975 fór ég til Vestmannaeyja að vinna í fiski og ætlaði bara að vera í 2 mánuði. Það breyttist og árin urðu mörg sem ég bjó í Eyjum. Ég kynntist syni Önnu og Grétars, honum Val Smára eða Smára eins og hann var alltaf kallaður. Ég var því mikið inni á heimilinu hjá þeim Önnu og Grétari, þar sem alltaf var fullt hús af fólki og allir voru þar velkomnir. Mikið var um góðan mat hjá Önnu, brauðtertur, kleinur og annað góðgæti. Við Smári eignuðumst 2 börn, þau Aðalbjörn Þorgeir og Önnu Dóru. Krakkarnir vildu ólmir vera hjá þeim og alltaf voru þau Grétar og Anna tilbúin að passa þau. Margar góðar minningar eiga þau frá þeim tíma sem þau voru hjá þeim. Árið 1984 fórst Smári með Hellis- eynni VE og var það þungur baggi á þessa fjölskyldu, þar sem þau höfðu einnig misst son sinn, Steindór, sem tók út af togaranum Klakk VE 5 árum áður. Síðar kynntist ég núverandi eig- inmanni mínu, Örnólfi Lárussyni, sem hefur gengið börnunum mínum í föður stað. Við Örnólfur eigum 2 börn sam- an, Eddu Rós og Sævar Helga, það lýsir Grétari og Önnu vel hvað þau Kristín Anna Baldvinsdóttir ✝ Kristín AnnaBaldvinsdóttir fæddist á Týsgötu í Reykjavík 20. ágúst 1938. Hún lést 26. ágúst sl. Útför Kristínar Önnu var gerð frá Selfosskirkju 5. sept- ember sl. hafa tekið Örnólfi og börnum okkar vel. Það voru ekki ófáir jóladagar sem þau og strákarnir þeirra og Anna Lea komu til okkar. Yndis- legur tími. Mér eru minnisstæð öll ferðalögin sem við fórum í saman, þar var mikið sungið og alltaf var Anna kát og glöð. Ótrú- legt hvað hefur verið lagt á eina fjölskyldu því þau misstu 3 unga syni. Einnig misstu þau Svein Ragnarsson. Anna var mér sem tengdamóðir, móðir og vinur. Hún var amma barnanna minna og langamma dótt- ursonar míns, hans Örnólfs Smára. Ég mun sakna hennar sárt því hún var kona sem auðvelt var að elska. En með hlýhug í hjarta á ég yndislegar minningar um hana. Ég vil votta elsku Grétari, börnum, barnabörnum, barnabarnabörnum, tengdabörnum og öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Linda Sigurborg Aðalbjörnsdóttir. Elsku Anna. Ég er glöð að hafa fengið að kynnast þér. Minningarnar um þig geymi ég í hjarta mínu. Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma Sigurbjörg Sigurðardóttir (Sibba). ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, GUÐMUNDUR R. KARLSSON bifvélavirki, Dalbraut 16, andaðist á Landspítalanum mánudaginn 7. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. september kl. 11.00. Hjördís Þórðardóttir, Þórður Guðmundsson, Gerða Farestveit, Andrea Katrín Guðmundsdóttir, Rúnar Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.