Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 35

Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið – Bolir Bolir með ermum að olnboga. Litir: Lilla, svartir, bláir. Bolir með stuttum ermum. Litir: Lilla, turk- is, svartir, kremaðir. St. S – XXL. Sími 588 8050. Meyjarnar, Austurveri - sími 553 3305 Þessi góði í BC-skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950. Mjúkur og yndislegur í BCD- skálum á kr. 3.950, - buxur í stíl á kr. 1.950. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Dömur, mjúkir og þægilegir inniskór úr leðri og skinnfóðraðir Margar gerðir og litir. Stærðir 36 - 42 Verð frá: 7.950.- til 10.900. Misty skór, Laugavegi 178. Sími: 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Geymdu gullin þín í Gónhól Ferðabílar, hjólhýsi og fleira og fleira. Upplýsingar og skráning á gonholl.is og í síma 771 1936. Sumarhús Rotþrær-siturlagnir Heildarlausnir - réttar lausnir. Heildarfrágangur til sýnis á staðnum ásamt teikningum og leiðbeiningum. Borgarplast, www.borgarplast.is s. 561 2211 - Völuteigi 31 - Mosfellsbæ. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Ólafur Ragnar og fangavaktin, Eiður Smári, Tiger Woods, Räikkönen og allir hinir verða með okkur í vetur Já þú last rétt. Þú missir ekki af neinu í bústað hjá okkur. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur og hópa. Heitir pottar og grill - hvað annað? Minniborgir.is Spennandi gisting á góðum stað. Nudd Temple Massage Whole Body Healing Massage based on Tantric principles. For men, women and couples. Tel. 698 8301. www.tantra-temple.com Húsviðhald Hreinsa þakrennur Hreinsa þakrennur fyrir veturinn o.fl. Upplýsingar í síma 847 8704. Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Geymslur Ýmislegt Óska eftir Hefilbekkur Óska eftir notuðum hefilbekk. Sími 892 1449. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Föndurnámskeiðin eru að byrja - Mörkin 1 - s. 553-1800 Kortagerð - Lampa-, skerma- og kertaskreytingar - Skartgripagerð - Skrapp. Rússneskur spírall. Sjá www.fondurstofan.is Amma Lóló er farin frá okkur eftir erfið veikindi. Amma og afi bjuggu lengst af á Há- mundarstöðum og þangað vorum við barnabörnin ætíð velkomin. Á stund sem þessari leitar hugurinn til baka og minningarnar streyma fram. Ein situr mér ofarlega í minni en hún er af ömmu þar sem hún stendur í eldhús- inu á Hámundarstöðum og býður upp á „vatnamjólk“, sem hún hafði mikið dálæti á og taldi allra meina bót og ekki þótti verra ef kringla fylgdi með. Fyrir ungan dreng hafði umhverfi Hámundarstaða yfir sér ævin- týrablæ. Þar var hægt að laumast í jarðarberjareitinn hennar ömmu, tína rifsber, veiða nokkrar köngulær, sulla í læknum og allra best var að klifra í trjánum í garðinum. Ég man vel eftir að hafa farið í berjamó með ömmu inn í Seldal. Eitt- hvað var afraksturinn lítill og fékk ég góðlátlegar ábendingar um að berjaát og berjatínsla færu ekki saman. Þetta hef ég ætíð haft í huga og geymi átið þar til heim er komið. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég var að koma í heimsókn og afi var að vinna við innrömmun í kjall- aranum, að í stað þess að vera að hrópa niður á afa sem hafði takmark- aða heyrn, stappaði amma einfaldlega hressilega í gólfið þangað til hún fekk viðbrögð. Eftir að ég flutti suður urðu sam- verustundirnar vissulega færri en áð- ur, en ætíð var tekið vel á móti mér og minni fjölskyldu þegar við komum í heimsókn. Þegar ég sagði sonum mín- um frá því að að amma væri dáin var það fyrsta sem Arnar Már sagði, „en amma var svo góð við okkur, hún gaf okkur alltaf ís“. Við áttum góðar stundir með ömmu og afa um páskana og aftur nú í júlí þegar við komum austur í sum- arfrí. Amma var hress, sýndi okkur myndir og talaði um liðna tíma. Þetta eru mjög dýrmætar minningar sem munu lifa með okkur. Ólöf Ólafsdóttir ✝ Ólöf Ólafsdóttirfæddist á Siglu- firði 24. september 1925. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað laugardaginn 29. ágúst sl. Útför Ólafar var gerð í kyrrþey frá Norðfjarðarkirkju 5. september sl. Afi hefur staðið eins og klettur við hlið ömmu alla tíð og verið ómetanlegur stuðning- ur í hennar veikindum. Ég sendi afa, pabba og systkinum hans og ættingjum öllum mínar bestu samúðarkveðjur. Minningin um góða og hjartahlýja konu lif- ir í hugum okkar, elsku amma, takk fyrir allt. Þinn sonarsonur, Ásmundur. Þú ert ein fallegasta sál sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Af öllu því sem ég hef upplifað í lífi mínu þá stendur þú upp úr með góðmennsku þinni og ekkert annað er mikilvægara að taka sér til fyrirmyndar. Allar mínar minningar um þig eru svo yndislegar og ljóslifandi að lofa skal ég því, elsku amman mín, að allt til enda skal ég muna þær. Ég á eftir að sakna þín og erfitt er að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig aftur og aftur. Takk fyrir að vera amma mín. Ólafur Helgi Þorgrímsson. Elsku amma Lóló, Mig langar að minnast þín í örfáum orðum. Þú varst alltaf hjartahlý og góð. Gott var að ræða málin við þig. Mikið þótti Jóni Aroni mínum vænt um þig, hann átti það til að klappa þér og strjúka þegar við hittum þig. Það var best af öllu að fá ristabrauð og kakóið þitt á köldum degi, enda besta kakó sem til er. Ein minning er mér ofarlega í huga er við Steinunn frænka strukum af leikskólanum saman til þín, okkur langaði svo í kakóið þitt og risabrauð. Þrátt fyrir ungan aldur og prakkara- skap vorum við ekkert skammaðar heldur bara sagt að við mættum alltaf koma en ekki fara af leikskólanum án þess að hafa leyfi til. Síðasta ár reyndi mikið á þig, það var oft erfitt að horfa upp á þig þjást. En nú hefur þú fengið hvíld frá þján- ingum og veikindum. Elsku afi, þú hefur staðið eins og hetja við bakið á ömmu í veikindum hennar. Biðjum guð að gefa þér styrk að takast á við lífið án hennar. Elsku amma, takk fyrir allt Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. Fjóla Rún Jónsdóttir Mig langar að minnast ömmu í ör- fáum orðum. Lóló amma var hlý, góð og vildi öllum vel. Þegar ég hugsa til baka kemur efst í huga góða kakóið hennar. Á yngri árum gerðum við Helga Hafdís okkur ófáar ferðir til ömmu og afa einungis til að fá kakóið hennar ömmu ásamt öðru góðgæti. Seinustu ár hafa verið þér erfið en þú reyndir alltaf að bera þig vel og tókst vel á móti þeim sem til þín komu. Börnum mínum fannst alltaf gott að koma til ykkar langafa því þú pass- aðir alltaf upp á að eiga eitthvert góð- gæti til að stinga upp í litla munna. Þrátt fyrir mikil veikindi vildir þú allt- af vera vel til höfð, þú varst óttaleg pjattrófa og þannig munum við þig. Elsku afi, við biðjum góðan Guð að gæta þín og veita þér styrk. Þín Elva. Fyrir tæplega 36 árum fór ég í fyrsta skiptið fljúgandi austur á Nes- kaupstað, með kærustunni, Sólveigu, sem ég hafði með nokkurri lagni náð að fanga þá fyrr um sumarið. Að eigin áliti var þarna á ferð harðsnúinn 18 ára gamall töffari „úr bænum“ en með kvíðahnút í maganum yfir því að hitta tengdaforeldrana tilvonandi í fyrsta skiptið. Ólafur H. Jónsson tengdapabbi sem kom út á flugvöll til að ná í okkur og hitti þar með tengdasoninn í fyrsta skiptið, var ljúfur og rannsakandi, en ábyrgðarfullur á svipinn. Ekið frá flugvellinum og sem leið lá að Há- mundarstöðum þar sem Lóló, þessi myndalega og geislandi kona, stóð á tröppunum, skælbrosandi, faðmaði mig að sér og bauð mig innilega vel- kominn. Þetta er myndin sem birtist mér nú, þegar ég hugsa til hennar og ykkar hjónanna með þakklæti fyrir samveruna og öll þau góðu gildi sem þið laumuðuð svo fimlega og af ein- lægni inn í mína sál. Nú ert þú Lóló mín lögð af stað til heimahafnar en skildir eftir til afkom- enda þinna skærlogandi kyndil sem geislar af kærleika og yndisleik. Það sem nú bætir líðan okkar sem syrgj- um þig sárt eru þau forréttindi að eiga eingöngu um þig góðar minning- ar. Þorgrímur Ólafsson. Elsku Lóló og langamma, takk fyr- ir allt saman, núna ertu komin á betri stað þar sem þér líður miklu betur Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Hvíldu í friði. Óðinn Ólafsson, Kristjana Vala og Viktoría Sólveig.  Fleiri minningargreinar um Ólöfu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Eggert Snorri Símonsen ✝ Eggert SnorriSímonsen fædd- ist í Reykjavík 6. maí 1943. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans við Hringbraut 24. ágúst síðastlið- inn. Útför Eggerts var gerð frá Graf- arvogskirkju 2. september sl. Meira: mbl.is/minningar Konur langefstar hjá BR 25 pör mættu til leiks á fyrsta spilakvöldi vetrarins. Spilað var fyrra kvöld tveggja kvölda tvímennings þar sem besta samanlagða skor er sigurvegari. Staðan er þessi: Guðrún Jóhannesd. – Arng. Jónsd. 66,8% Símon Símonars. – Páll Valdimarss. 60,6% Sveinn R. Eiríkss. – Ómar Olgeirsson 59,5% Skúli Skúlason – Rúnar Einarss. 57,3% Guðjón Sigurjónss. – Ísak Ö. Sigurðss. 55,6% Næsta þriðjudag verður spilað seinna kvöldið. Keppnisstjóri er Vigfús Pálsson. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, 3. sept. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Ragnar Björnsson – Jón Lárusson 279 Sigurður Pálsson – Þröstur Sveinsson 261 Ólafur B. Theodórs – Höskuldur Jónss. 252 Árangur A-V Jórunn Kristinsd. – Ólöf Ólafsdóttir 275 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 252 Soffía Theodórsd. – Elín Guðmannsd. 243 Tvímenningskeppni 7. sept. Spil- að var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Rafn Kristjánsson – Guðbjörn Axelsson 246 Magnús Oddsson – Oliver Kristófersson 239 Siguróli Jóhannss. – Sigurður Jóhannss. 233 Árangur A-V Ægir Ferdinandss. – Þröstur Sveinss. 255 Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 251 Friðrik Hermannsson – Björn Árnason 234 Gullsmárinn Spilað var á 12 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 3. september. Úrslit í N/S Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 208 Ari Þórðarson – Páll Guðmundss. 204 Guðm. Magnúss. – Leifur Jóhanness. 181 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 180 A/V Elís Kristjánsson – Páll Ólason 218 Dóra Friðleifsd. – Heiður Gestsdóttir 211 Ragnhildur Gunnarsd. – Ásgr. Aðalstss. 197 Einar Elíasson – Magnús Thejll 178 Spilað er alla mánudaga og fimmtudaga og hefst spilamennska kl. 13. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Minningar á mbl.is Soffía Margrét Jónsdóttir ✝ Soffía MargrétJónsdóttir fædd- ist á Patreksfirði 16. október 1969. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 25. ágúst sl. Útför Soffíu Mar- grétar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 3. september sl. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.