Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 39

Morgunblaðið - 10.09.2009, Side 39
Flautuleikarar Áshildur Haraldsdóttir og Ewa Murawska vinna vel saman. Morgunblaðið/Kristinn NÝLEGA kom út geisladiskur sem á má finna þverskurð af tónlist sem samin var fyrir flautu í Póllandi og á Íslandi á síðustu öld. Diskurinn nefnist Together In Music og er ávöxtur samstarfs Áshildar Har- aldsdóttur flautuleikara og pólska flautuleikarans Ewu Murawska. „Verkin á disknum eru öll samin á 20. öld en eiga fátt annað sameig- inlegt, þau eru svo ólík. Elsta verkið á disknum er eftir Szeligowski og á rætur í þessar löngu tónlistarhefð sem er í Póllandi. Það er líka mjög ólíkt íslensku verkunum sem eru að mörgu leyti nýstárlegri og frjáls- legri,“ segir Áshildur um verkin. Á disknum eru tónverk eftir Jónas Tómasson, Atla Heimi Sveinsson, Atla Ingólfsson, Þorkel Sigurbjörns- son, Paul Kletzki, Henryk Mikolaj Górecki, Tadeusz Szeligowski og Árna Björnsson en hann á elsta ís- lenska flautuverkið, „Fjögur íslensk þjóðlög“. Það var Ewa, sem er mikill Ís- landsvinur, sem fékk hugmyndina að disknum og hafði samband við Áshildi um samstarf. „Ég og Ewa erum orðnar miklar vinkonur. Í febrúar tek ég þátt í flautuhátíð í Póllandi. Þar leikum við Ewa inn á geisladisk með hljómsveit og öðrum flautuleikurum, m.a. Guð- rúnu Birgisdóttur. Ég er líka að að- stoða Ewu við að skrifa bók á ensku um sögu flautunnar á Íslandi, mest er þó frá tímanum eftir 1970.“ ingveldur@mbl.is 20. aldar flaututónlist Íslensk og pólsk tónverk fyrir flautu eiga fátt sameiginlegt Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 Þetta er annað sánd núna. Eins og 20. ald- ar útgáfur af Händel miðað við 19. aldar útgáfur ...40 » FINNSKA listakonan Elena Schuvaloff-Maijala sýnir nú málverk í Gerðarsafni. Hún er af rússneskum ættum og í bæklingi sem fylgir sýningunni af hálfu listakonunnar segir frá sérstökum bakgrunni hennar. Hér kemur fram saga afans sem átti súkkulaðiverksmiðjur í Pét- ursborg, fjölskyldunnar sem faldi skartgripi og gull í konfektmolum og kjólföldum þegar þau flúðu heima- slóðir sínar á tímum rússnesku byltingarinnar. Einnig silfursleginn heimur bernsk- unnar, en faðir listakonunnar var skartgripasali. Þessi sérstaki bakgrunnur er hluti af list Shcuvaloff- Maijala. Hann birt- ist í mynstri og myndum úr blaðsilfri og blaðgulli, flúruðu mynstri sem kallast á við myrkan og óræðan heim, byggðan upp í mörgum lita- lögum þar sem ýmist er bætt á eða skafið af. Stærsta verkið á sýning- unni er lýrískt landslagsverk, Noct- urne (2009). Hugtakið Nocturne hef- ur gjarnan verið notað af tónskáldum, frægar eru noktúrnur eftir Chopin. Málarar hafa einnig notað hugtakið, eins og noktúrnur eftir James Whistler eru dæmi um. Verk sem bera þetta heiti vísa til næturstunda, tunglsljóss og hug- hrifa nætur. Í næturmálverki Schuvaloff-Maijala birtist landslag norðursins í birkitrjám í forgrunni en síðan umbreytast strá við ár- bakka í eilítið villtan gróður sem kallar fram hugmyndir um innri átök. Það er tæpast hægt að segja að málverk Elenu Schuvaloff-Maijala séu einstök eða nýstárleg, til þess fetar listakonan of troðnar slóðir. Ætlunarverk hennar er fyrst og fremst að vinna með þekktar breyt- ur; landslag og birtubrigði á vand- lega afmörkuðum litaskala, samspil hins hlutbundna og óhlutbundna, andstæður sem birtast í skrautlegu mynstri á myrkum litaflötum eða í kyrrð morgunsins við vatnið annars vegar og í óreiðu gróðursins hins vegar. Landslag og umhverfi, litir, efni og efnismeðferð eru notuð til þess að endurspegla innra sálar- ástand líkt og tíðkaðist á tímum rómantíkurinnar á nítjándu öld. Forvitnilegt hefði verið að fá nán- ari upplýsingar um tilurð sýningar- innar af hálfu Listasafns Kópavogs, einnig hefði ekki sakað að snara texta í sýningarskrá yfir á íslensku. Fyrir dögun Gerðarsafn Dyr draumanna, málverk, Elana Schuvaloff-Maijala bbbnn Til 27. september. Opið alla daga nema mán. frá kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. RAGNA SIGURÐ- ARDÓTTIR MYNDLIST TRÍÓ rússneska harmonikusnillingsins Vadim Fyodorov held- ur tónleika á Kaffi Ró- senberg í kvöld og hefjast þeir kl. 21. Leikin verður tónlist af fyrstu plötu tríósins Papillions noirs sem þeir félagar gáfu út í sumar auk laga úr ýmsum áttum. Tríó Vadim Fyodorov er nefnt eftir stofn- anda hennar, rússneska harmonikkusnillingnum Vadim. Tríóið leikur franska músettu- og djass- tónlist. Auk Vadims skipa hljómsveitina Gunnar Hilmarsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Vadim fæddist í Pétursborg 1969, en hefur búið á Íslandi í nær áratug. Tónlist Vadim Fyodorov á Rósenberg Tríó Vadim Fyodorov BÓKAFORLAGIÐ Veröld hefur samið við stærsta forlag Rússlands, AST, um útgáfu á tveimur fyrstu glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur, Þriðja tákninu og Sér grefur gröf. Yrsa verður ekki í amalegum félagsskap því forlagið gefur m.a. út bækur Dan Brown, Stephen King, Stephanie Meyer, Chuck Palanick og John Grisham. Bækurnar tvær hafa komið út í fjölda landa og hlotið jákvæða gagnrýni. Yrsa er einn margra höf- unda sem þátt taka í Bókmenntahátíðinni í Reykjavík og les upp úr væntanlegri glæpasögu sinni í Iðnó annað kvöld kl. 20. Bókmenntir Hjá stærsta for- lagi Rússlands Yrsa Sigurðardóttir HLJÓMSVEITIN Melchior heldur tón- leika á Græna hatt- inum, Akureyri, í kvöld kl. 21. Sveitin gaf nýverið út plötu sem ber sama titil og sveitin. Melchior er skip- uð þeim Hilmari Oddssyni, Hróðmari I. Sigurbjörnssyni og Karli Roth, en þeir félagar syngja og leika á gítara og hljómborð. Gunnar Hrafnsson leikur á bassa og Steingrímur Guð- mundsson á trommur. Kristín Jóhannsdóttir syngur sem fyrr með hljómsveitinni. Melchior var stofnuð árið 1973. Tónleikar Melchior á Græna hattinum Hljómsveitin Melchior Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ALLAR persónurnar í leikritinu hafa þýðingu sem lykl- ar eða dyr, sem annaðhvort opnast eða lokast fyrir Fridu,“ sagði Brynhildur Guðjónsdóttir, höfundur leik- ritsins Frida … viva la vida, í samtali hér í blaðinu í sumar. Brynhildur leikur sjálf mexíkósku listakonuna Fridu Kahlo í verkinu, sem verður frumsýnt á morgun. Brynhildur bætti við að Frida notaði fólk til að koma sér áfram eða vinna sig úr vandamálum eða framhjá þeim. „Diego gegnir þýðingarmiklu hlutverki í þessu öllu sam- an því án hans er Frida ekki til. Þau eru yin og yang eig- inlega og þurfa hvort á öðru að halda sem andstæðir pól- ar.“ Diego Rivera var eiginmaður Fridu, 20 árum eldri og orðinn afar þekktur listamaður þegar þau kynntust. Hún lifði alla tíð í skugga frægðar hans og öðlaðist sjálf ekki heimsfrægð fyrr en eftir dauðann. Ólafur Darri Ólafsson leikur Diego Rivera. Hvernig skyldi honum hafa gengið að setja sig í spor þessa stór- brotna listamanns? „Það hefur gengið nokkuð vel en þetta hefur líka verið talsverð törn,“ segir hann. „Það kemur svo í ljós þegar við byrjum að sýna hvernig hefur tekist til. En það hefur verið forvitnilegt að skoða ævi þessa merka manns. Hann var mikill listamaður, merkiskarl.“ Ólafur Darri segir að leikritið sé aðallega um Fridu og síðan samskipti þeirra Diegos, hvaða áhrif hann hafði á hana. „Þetta ástarsamband var ansi sérstakt, oft erfitt, en ég held að þetta hafi verið stór, mikil og stormasöm ást. Frida var frekar ung þegar þau kynntust og sam- bandinu lauk ekki fyrr en hún dó. Það er óhætt að segja að hann hafi haft gríðarleg áhrif á hana og hennar líf.“ Er orðin stærri en lífið Frægðarsól Fridu Kahlo hefur risið hratt síðustu ára- tugi og málverk hennar seljast fyrir metfé. Ólafur Darri var í Mexíkó fyrir tveimur árum og þótti athyglisvert að sjá hvað Frida er mikil alþýðuhetja. „Alls staðar eru minjagripir með henni og myndir af henni. Maður sér varla myndir af Diego nema hún sé með. Vytautas Narbutas, sem hannar leikmyndina, sagði við mig að sér fyndist Diego Rivera töluvert merkilegri listamaður en hún. En saga Fridu, hvernig hún barðist við bæklun og aðra erfiðleika, er stórmerkileg. Hún er orðin stærri en lífið.“ Þegar Ólafur Darri er spurður að því hvort það hafi verið erfitt að leika á móti Brynhildi, því hún sé ekki bara aðalleikonan heldur líka höfundurinn, virðist hann undrandi. „Nei, alls ekki. Brynhildur er svo mikill fagmaður að höfundurinn tók aldrei yfir. Ég dáist í rauninni að því hvað Brynhildur er óhrædd við að það sé verið að setja á fjalirnar nýtt og spennandi íslenskt verk eftir hana.“ „Mikil og stormasöm ást“ Leikrit Brynhildar Guðjónsdóttur, Frida … viva la vida, verður frumsýnt á morgun Frida og Diego Brynhildur Guðjónsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson í hlutverkum sínum. LEIKRITIÐ Frida … viva la vida eftir Brynhildi Guðjónsdóttur verður frumsýnt í Þjóðleik- húsinu annað kvöld, 11. sept- ember. Verkið byggist á lífi mexíkósku myndlistarkon- unnar Fridu Kahlo (1907- 1954) sem er af mörgum talin ein forvitnilegasta listakona 20. aldar. Hún var gift Diego Rivera (1886-1957), einum þekktasta myndlistarmanni síns tíma, og var ást þeirra stormasöm á köflum. Brynhildur leikur Fridu en Ólafur Darri Ólafsson Diego. Atli Rafn Sigurðarson leik- stýrir verkinu. Stormasamt lífshlaup mexíkóskra myndlistarmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.