Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 10.09.2009, Qupperneq 42
Vestur í Selárdal í Arnarfirðibjó Samúel Jónsson íBrautarholti sem hann nefndi svo. Hann var listhneigður og málaði myndir í frístundum. Þeg- ar kirkjan í Selárdal varð 100 ára málaði hann altaristöflu og færði kirkjunni. Sóknarnefndin neitaði þó að taka við gjöfinni, var sæl með gömlu altaristöfluna og vildi ekki skipta.    Samúel lét ekki deigan síga,steypti upp eigin kirkju og bar efniviðinn, sand og möl, á bakinu úr fjörunni þar fyrir neðan. Það er þó ekki eina stórvirkið sem eftir hann liggur, því hann gerði ýmsar styttur og steypti einnig upp eftirmynd af frægum gosbrunni sem hann hafði rekist á í bók um suðurlönd.    Heimildir eru um það að Samúelhafi verið að dytta að verkum sínum fram yfir áttrætt, en hann lést 5. janúar 1969, þá 85 ára að aldri. Eftir það var lítið hirt um listaverkin í Selárdal, þau stóðu óvarin fyrir veðri og vindum og fóru svo illa að um síðustu aldamót sáu menn að ef ekkert yrði að gert yrði um seinan að bjarga verkunum.    Félag um endurreisn listasafnsSamúels Jónssonar í Selárdal var svo stofnað í apríl 1998 og hefur beitt sér fyrir viðgerðum á verk- unum og húsakosti. Mikilvægur þáttur í því starfi er að hingað til lands hafa komið sjálfboðaliðar á hverju ári víða að úr heiminum og unnið við endurgerðina undir stjórn þýska myndhöggvarans Gerhards König. Verkin hafa líka flest gengið í endurnýjun lífdaganna, viðgerð og lagfærð og máluð í upprunalegum litum.    Þeir listamenn sem kallaðir hafaverið bernskir eiga það sam- eiginlegt að alla jafna átta menn sig ekki á list þeirra fyrr en löngu eftir fráfall þeirra. Svo var því farið með Samúel að menn kunnu helst að meta list hans löngu eftir að hann lést og þegar þeir voru nánast búnir að glata henni. Sumpart er það vegna þess að umræða um það sem gjarnan er kallað æðri menning markast mjög af akademísku við- horfi þar sem menn eru oft ekki taldir listamenn nema þeir hafi bréf upp á það. Verk þeirra eru því oft í litlum metum í nánasta umhverfi; víst kemur fólk langt að til að skoða þau, en sveitungum finnst kannski ekki svo mikið til þeirra koma.    Liður í ferðamennsku síðustu áraer að gefnir eru út kynningar- bæklingar þar sem hvert hérað eða landshluti kynnir það sem þar er helst er að sjá eða upplifa. Vestfirð- ingar láta ekki sitt eftir liggja þar og þannig hefur Markaðsstofa Vest- fjarða gefið út ýmislegt, þar á meðal handhægan bækling sem heitir Vestfirðir – ævintýrahandbók fjöl- skyldunnar. Í þeim bæklingi segja menn frá náttúrvætti og listasöfn- um, þar á meðal listasafni Samúels Jónssonar í Selárdal. Þær vanga- veltur sem birtast í þessum pistli eru einmitt sprottnar af heimsókn í Sel- árdalinn í sumar, eða réttara sagt af þeirri mynd sem skreytir umfjöllun um Samúel og listaverk hans í ofan- greindum bæklingi og sést hér til hliðar. Hvað finnst þér, ágæti les- andi? Birtist hér afstaða Markaðs- stofu Vestfjarða til listaverka Sam- úels og vinnu sjálfboðaliðanna útlensku? arnim@mbl.is Samúel og sveitungar hans »Umræða um æðrimenningu markast af akademísku viðhorfi þar sem menn eru oft ekki taldir listamenn nema þeir hafi bréf upp á það Markaðsskrifstofa Vestfjarða Endurreisn Ferðalangur kynnir sér listaverk Samúels Jónssonar í Selárdal. Árni Matthíasson AF LISTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 SÝNDUR Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI ALLIR ÞEIR SEM FRAMVÍSA LEIKHÚSMIÐA FRÁ HELLISBÚANUM FÁ 25% AFSLÁTT Á BÍÓMYNDINA: theuglytruth FRUMSÝND 18. SEPTEMBER HHH “Með öllum líkindum frumlegasta ástarsaga sem hefur komið út síðustu misseri.” T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára Magnað og blóðugt framhald af Halloween sem Rob Zombie færði okkur fyrir tveimur árum. Hinn stórhættulegi og snargeðveiki raðmorðingi Michael Myers heldur áfram að myrða fólk á hrottalegan hátt! Bráðskemmtileg heimildarmynd um mestu goðsögn tískuheimsins, Önnu Wintour, fyrirmynd persónu Meryl Streep í myndinni The Devil Wears Prada. HHH „Ótrúlega skemmtileg!“ - S.V., MBL Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBOGANU M 750kr. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓÍSÝND Í SMÁRABÍÓI Inglorious Basterds kl. 6 - 9 B.i.16 ára The Taking of Pelham 123 kl. 6 (Síðasta sýning) B.i.16 ára Time Travelers Wife kl. 8 B.i.12 ára The Goods kl. 10 B.i.14 ára September issue kl. 6 - 8 LEYFÐ Stelpurnar okkar kl. 10 LEYFÐ Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i.16 á. Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 á. Time Travelers w... kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 á. G.I. Joe kl. 5:40 - 8 - 10:20 750 kr B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 750 kr. B.i.16 ára The Goods, live hard... kl. 5:50 - 8 - 10:10 750 kr B.i.14 ára Taking of Pelham kl. 5:30 - 8 - 10:30 750 kr. B.i.16 ára FRÉTTIR um söguþráð næstu Sex and the City-myndar eru þegar byrj- aðar að leka um netið. Þeir sem ekkert vilja um hann vita eru hér með varaðir við. Í myndinni, sem er í tökum um þessar mundir, mun Charlotte York Goldenblatt, sem Kristin Davis leikur, fara frá Harry manni sínum þegar hún telur hann standa í framhjáhaldi. Hún er svo sannfærð um að hann haldi framhjá að hún flytur út úr íbúð þeirra í Manhattan með dæturnar Lily og Rose. Svo kemur í ljós að Charlotte hefur rangt fyrir sér og Harry er ekki að laumast til annarra kvenna heldur er hann í laumi að hitta verktaka sem er að byggja drauma- heimilið fyrir Charlotte án vitundar hennar. Í myndinni flytja Carrie Bradshaw og Big líka inn til Charlotte og Harry tímabundið eftir að hafa tapað miklum peningum í efnahagslægðinni. Big, leikinn af Chris Noth sem fyrr, ferðast til Mið-Austurlanda til að reyna að efla tekjur þeirra. Miranda Hobbs, sem Cynthia Nixon leikur, hættir að starfa sem lögfræðingur og opnar veitinga- stað með eiginmanni sínum, Steve. Því er líka haldið fram að í mynd- inni muni samkynhneigður vinur Car- rie, Stanford Blatch, giftast samkyn- hneigðum vini Charlotte, Anthony Marentino, en í sjónvarpsþáttunum voru þeir svarnir óvinir. Söngkonan Liza Minnelli syngur í brúðkaups- veislu þeirra. Von er á því að Sex and the City-kvikmyndin verði frumsýnd í maí á næsta ári. Beðmál Sarah Jessica Parker og Cynthia Nixon við tökur á dögunum. Blaðrað um Beðmálin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.