Morgunblaðið - 10.09.2009, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009
STÆRSTA BÍÓOPNUN Í ÁR!
YFIR 47.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU!
20.000 MANNS
FRÁ FRUMSÝNINGU
Í REYKJAVÍK
SÝND MEÐÍSLENSKU TALI
EIN ALLRA BESTA DISNEY-
PIXAR MYND TIL ÞESSA
TVÆR ÓLÍKLEGAR HETJUR
MUNU FINNA TÝNDA VERÖLD,
EN STÆRSTA ÆVINTÝRIÐ
VERÐUR AÐ KOMAST AFTUR HEIM
STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI
SEM ENGIN FJÖLSKYLDA MÁ MISSA AF
GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI
“BESTA MYND ÁRSINS”
HHHH
„SKEMMTILEG, HJARTNÆM
OG DREPFYNDINN“
- T.V. KVIKMYNDIR.IS
HHHH
„HÉR ER ENN EITT
MEISTARAVERK FRÁ PIXAR,
SEM RYÐUR BRAUTINA
Í NÚTÍMA TEIKNIMYNDAGERÐ.“
- ROGER EBERT
100/100 – VARIETY
100/100 – THE HOLLYWOOD REPORTER
„EKKI F
YRIR
HÚMOR
SLAUSA
“
HHH
ÓTRÚLEGA VEL UNNIN
OG SKEMMTILEGUR
SVARTUR HÚMOR”
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHH
„...MARKAR NÝJA SLÓÐ
Í ÍSLENSKRI
KVIKMYNDAGERГ
ÓHT RÁS 2.
HHH
“ONE PERFORMANCE BLEW ALL
OF THE OTHERS OUT OF THE WATER
... HELGI BJÖRNSSON”
AO ICELAND REVIEW
Venjulegt verð – 1050 kr. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
/ ÁLFABAKKA
REYKJAVÍK WHALE WATCHING MASSACRE kl. 6 - 8 - 10 16 UP m. ensku tali kl. 8 L
REYKJAVÍK WHALE WATCHING MASSACRE kl. 8 - 10 LÚXUS VIP UP m. ensku tali kl. 5:50 LÚXUS VIP
INGLOURIOUS BASTERDS kl. 8 - 11 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:503D L
DRAG ME TO HELL kl. 8 - 10 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 L
PUBLIC ENEMIES kl. 10 16 THE PROPOSAL kl. 8 - 10:20 L
G-FORCE m. ísl. tali kl. 5:50 L HARRY POTTER 6 kl. 5 10
/ KRINGLUNNI
BEETHOVEN TÓNLEIKARÖÐ í kvöld kl. 6 í beinni útsendingu L DIGITAL
REYKJAVÍK WHALE WATCHING MASSACRE kl. 8:30 - 10:30 16
UP m. ensku tali kl. 83D - 10:103D L DIGITAL 3D
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:303D L DIGITAL 3D
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:30 L
PUBLIC ENEMIES kl. 10:10 16
THE PROPOSAL kl. 8 L
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„HLJÓMSVEITIN var stofnuð 1995 eða 1996,
en fyrir nákvæmlega tíu árum varð púsluspilið
tilbúið – við höfum verið í núverandi mynd í tíu
ár og erum að fagna því,“ segir Magni Ásgeirs-
son forsprakki hljómsveitarinnar Á móti sól sem
ætlar að fagna tíu ára afmæli sínu nú um
helgina. Það var nefnilega um miðjan sept-
ember árið 1999 sem Magni kom fram með
sveitinni í fyrsta skipti – á réttaballi í Hellubíói.
„Við ætlum að fagna þessu á okkar hátt. Við
höfum verið að grínast með að fara og skila mér
því það eru tíu ár síðan ég kom fljúgandi frá Eg-
ilsstöðum. Við erum nefnilega að fara að spila
þar á laugardaginn og ef ég stend mig ekki verð
ég bara skilinn eftir,“ segir Magni í léttum dúr,
en þeir félagar verða með ball í Valaskjálf á
laugardagskvöldið.
Annað kvöld, föstudagskvöld, verður Á móti
sól hins vegar á réttaballi í Árnesi í Gnúpverja-
hreppi, og mun það ball marka ákveðin tíma-
mót.
Löng meðganga
„Þetta verður síðasta ballið sem verður haldið
í þessu merka húsi, sem er eitt af þessum gömlu
og góðu sveitaballahúsum. Mér skilst að það
eigi að fara að nota það í eitthvað annað,“ út-
skýrir Magni og bætir því við að þá sé ekki allt
upp talið því sveitin leiki líka á skólaballi í Borg-
arholtsskóla í kvöld.
Aðspurður segir Magni að sér finnist þessi tíu
ár hafa liðið nokkuð hratt. „Mér finnst hins veg-
ar að það sé mjög langt síðan ég var með hár –
ég var frekar hárprúður á fyrstu myndunum
sem teknar voru af bandinu,“ segir söngvarinn
hárfagri og hlær. „En að öðru leyti finnst mér
þessi tími hafa liðið ansi hratt, ég veit ekki hvað
við erum búnir að spila oft en það hleypur
örugglega á hundruðum skipta.“
Það er annars að frétta af sveitinni að þeir fé-
lagar eru að leggja lokahönd á nýja plötu um
þessar mundir.
„Við klárum vonandi upptökur um helgina,
þetta er alveg að verða tilbúið. Platan á svo að
koma út í byrjun nóvember, en við höfum verið
að vinna að henni í þrjú ár. Við erum að vanda
okkur heilmikið,“ segir Magni, en um áttundu
plötu sveitarinnar verður að ræða.
„Þetta er fyrsta platan okkar með frumsömdu
efni frá árinu 2003 þannig að það var kominn
tími á það. Ég held að þetta sé bara besta plata í
heimi, enda erum við búnir að vera nógu lengi
að gera hana,“ segir Magni að lokum.
Afmæli Magni og félagar ætla að fagna árunum tíu með þremur böllum um helgina.
Voru með meira hár
Á móti sól fagnar tíu ára afmæli sínu um helgina Ný plata er væntanleg í
nóvember „Ég held að þetta sé bara besta plata í heimi,“ segir söngvarinn
Áfrumburði Naglar, I Pro-udly Present, er rennt ígegnum rokkklisjur afkrafti. Tónlistinni má
lýsa sem útvarpsvænu tilfinn-
ingarokki. Þeir takast á við hluti
eins og ástvina-
missi, klær fíkn-
arinnar, und-
ankomuleysi,
eftirsjá og, síð-
ast en ekki síst,
ástina. Hlutir
sem meginþorri manna upplifir á
ævi sinni og því er auðvelt að tengj-
ast hugðarefnum Naglar.
Hljómur plötunnar er fínn og
andinn í honum fellur vel að tónlist-
inni. Mikill metnaður hefur farið í
gerð plötunnar en mér þykir það
ekki skila sér. Hér er góð vísa of oft
kveðin. Þetta hefur verið gert áður
og þeir bæta litlu við.
Ein tilraun er gerð til að syngja á
íslensku í laginu „Lóan“, en til-
raunin er heldur hrapalleg. Enskan
fer þeim mun betur og hljómar
meira sannfærandi þótt meira megi
leggja í textagerðina. Það er vafa-
laust til stór hópur fólks sem nýtur
þess að hlusta á I Proudly Present,
en fyrir mér ristir hún grunnt
vegna einsleitni og skorts á frum-
leika.
Stundum þykir mér eins og plat-
an sé einnig unnin með áheyrenda-
hóp erlendis í huga og þá líkast til
bandarískan. Þegar ég skoðaði
myspace-ið þeirra sá ég að þar hafa
þeir lagt land undir fót. Stílbrögð
þeirra minna nefnilega um margt á
það sem gerist vestanhafs. Á hljóm-
disknum þykir mér vanta meiri
dirfsku og fleiri nýjar hugmyndir,
að frumleikanum ógleymdum.
Spurningin er hvort þeir geri þetta
á sínum forsendum eða annarra.
Litlu
bætt við
Geisladiskur
Nögl – I Proudly Present bmnnn
Nögl: Kristófer Eðvarðsson gítar og
söngur, Þorsteinn Ólafsson trommur
og ásláttur, Jóhann Fannar Einarsson
gítar, Örn Ingi Unnsteinsson bassi.
Tekið upp í Stúdíó Stöðinni og víðar.
Hljóðblandað af Þorvaldi Bjarna Þor-
valdssyni. Masterað af Þorvaldi Bjarna
Þorvaldssyni og Bjarna Braga. Upp-
tökustjórn var í höndum Sigurðar
Ingva Þorvaldssonar, Axels Ein-
arssonar og Naglar. Framleiðandi er
Nögl. Páll Ólafsson og Þorsteinn
Ólafsson hönnuðu umbúðir. Record
Records sáu um dreifingu.
ARNLJÓTUR
SIGURÐSSON
TÓNLIST
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
FIMMTUDAGSFORLEIKUR Hins
hússins hefst í sjöunda skipti næst-
komandi fimmtudag, 17. septem-
ber, þegar hljómsveitin Mikado og
gestir stíga á svið.
„Þetta verður með sama sniði nú
og undanfarin ár. Eins og venjulega
er ótrúlega mikil sókn í að taka þátt
og við erum búin að bóka út októ-
ber nú þegar,“ segir Þorvaldur H.
Gröndal hjá menningardeild Hins
hússins. „Síðustu tónleikarnir á
þessu ári verða 26. nóvember. Svo
verður aftur byrjað 7. janúar 2010
og haldið áfram fram í apríl.“
Fimmtudagsforleikur Hins húss-
ins er tónleikaröð sem er hugsuð
sem vettvangur fyrir ungt fólk á
aldrinum 16 til 25 ára til að koma
tónlist sinni á framfæri jafnframt
því að fá reynslu í því að sjá um tón-
leika.
Alltaf hægt að sækja um
„Hljómsveitir geta sótt um, ein
eða fleiri saman. Þeim er boðið að
vera með eitt til tvö gestabönd með
sér svo það eru allt upp undir þrjú
bönd, jafnvel fjögur, á einu kvöldi.
Umsóknarfrestur er alltaf í gangi
og er hægt að finna eyðublað á vef-
síðu okkar www.hitthusid.is,“ segir
Þorvaldur.
Spurður hvernig bönd sæki um í
ár segir hann það spanna allan skal-
ann. „Þetta endurspeglar bara flór-
una. Harðkjarnametal er mjög al-
gengt, raftónlist, dans og alls konar
rokk. Við sjáum þær sveiflur sem
eru í tónlistinni hverju sinni, það
hefur kannski verið minnst um
poppið hjá okkur í gegnum árin.
Margir þeirra sem koma fram hjá
okkur eru að taka sín fyrstu skref í
tónleikahaldi og halda síðan
kannski næst í Músíktilraunir.
Fimmtudagsforleikurinn hefur ver-
ið vettvangur fyrir margar hljóm-
sveitir sem eru enn að starfa í dag
og gera það gott,“ segir Þorvaldur
að lokum.
Minnst um poppið
Morgunblaðið/Þorkell
Hitt Húsið Harðkjarna metal er mjög algengt á fimmtudagstónleikunum.
Fimmtudagsforleikur Hins hússins
að hefjast Mest um harðkjarna-
hljómsveitir en fáar poppsveitir