Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 45

Morgunblaðið - 10.09.2009, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2009 FRÁSAM RAIMI LEIKSTJÓRA EVIL DEAD OG SPIDER MAN MYNDANNA SEM ER Í TOPPFORMI Í SINNI BESTU KVIKMYND TIL ÞESSA!GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI: ENTERTAINMENT WEEKLY - 100/100 LOS ANGELES TIMES- 100/100 WALL STREET JOURNAL - 100/100 WASHINGTON POST - 100/100 HHHH T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH S.V. - MBL HHHH - H.G.G, POPPLAND/RÁS 2 FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA HEIMURINN ÞARF STÆRRI HETJUR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÝND Í 3D Í REYKJAVÍK SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Í KVÖ LD K L. 18 .00 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI REYKJAVÍK WHALE WAT.. kl. 8 - 10 16 THE PROPOSAL kl. 8 Síðustu sýningar L DRAG ME TO HELL kl. 10 Síðustu sýningar 16 REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 8 - 10:10 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 8 L KARLAR SEM HATA KON... kl. 10:10 16 REYKJAVÍK WHALE WATCHING kl. 8 - 10 16 G.I. JOE kl. 8 12 CROSSING OVER kl. 10:20 16 SMÁRALIND NÝ SENDING AF DAISY BOLUM NÝJIR LITIR MUSSA 2.990 LOÐVESTI 5.490 KATRÍN Jakobsdóttir mennta- málaráðherra afhenti í gær Ólafi de Fleur Jóhannessyni kvikmynda- gerðarmanni viðurkenningu fyrir hönd Kvikmyndaverðlauna Norð- urlandaráðs, en kvikmynd Ólafs, The Amazing Truth About Queen Raquela, hefur verið tilnefnd til verðlaunanna fyrir Íslands hönd í ár. Í umsögn dómnefndar segir að myndin sé hrífandi og ögrandi kvikmynd sem segir sögu titilpers- ónunnar, stelpustráks frá Filipps- eyjum. Alls eru fimm kvikmyndir til- nefndar til verðlaunanna, ein frá hverri Norðurlandaþjóðanna, og eru sigurverðlaunin 350.000 dansk- ar krónur (um 8,5 milljónir ís- lenskra króna), sem skiptast á milli leikstjóra, handritshöfunda og framleiðenda. Hinar kvikmyndirnar sem eru tilnefndar eru Antichrist eftir danska leikstjórann Lars Von Trier, Sána eftir finnska leikstjór- ann A.J. Annilla, Norður eftir norska leikstjórann Rune Denstad Langlo og Ljósár eftir Svíann Mikael Kristersson. Allar myndirnar verða sýndar í Háskólabíói nú um helgina. Verð- launin verða svo veitt á þingi Norð- urlandaráðs í Helsinki í október. Morgunblaðið/Golli Hið magnaða ævintýri KARLATÍMARITIÐ GQ hélt sína árlegu veislu og verð- launaafhendingu á þriðjudagskvöldið í London. Ofurfyrirsætan Kate Moss olli þar uppnámi þegar hún öskraði blótsyrði til að trufla viðtal við vinkonu sína Lily Allen, sem hlaut viðurkenninguna Kona ársins, til að láta hana vita að hún væri að fara. Moss öskraði: „Hann er svo hel- víti ruddalegur, ég kem aldrei hingað aftur.“ Talið er að hún hafi móðgast vegna brandara sem írski leikarinn James Nesbitt sagði þeg- ar hann veitti verðlaun á samkom- unni. Í von um að róa vinkonu sína öskraði Allen á eftir henni: „Hann meinti þetta ekki svoleiðis, Kate.“ Fyrr um kvöldið þurfti Moss að hrista leikarann Mickey Rourke af sér en hann veitti henni óvenju- mikla athygli og angraði kærasta hennar, Jamie Hince. Annars var Rourke valinn karlmaður ársins af GQ. Aðrir verðlaunahafar voru; Guy Ritchie, valinn kvikmyndagerðar- maður ársins, Take That var valin hljómsveit ársins, Jenson Button íþróttamaður ársins, stjórnmála- maður ársins var George Osborne, hönnuður ársins Giles Deacon, leikari ársins Michael Sheen, sóló- listamaður ársins Dizzee Rascal, sjónvarpsmaður ársins Ross Kemp, grínisti ársins Michael McIntyre, flottasti maður ársins David Walliams og fyrir fram- úrskarandi afrek fékk Elvis Cos- tello verðlaun. Moss veldur uppnámi Kate MossLily Allen James Nesbitt HVER hefði trúað því fyrir einum 30 árum eða svo að bassaleikari Kiss, Gene Simmons, þessi með óeðlilega löngu tunguna, færi með hlutverk í jólamynd með Elliott Gould, Lindu Gray og Cybill Shep- herd? Sú er nú staðreyndin, 37 ár- um eftir að hin goðsagnakennda rokksveit Kiss var stofnuð. Simmons leikur sumsé í jóla- myndinni The Christmas Movie en hún segir af ungri konu á frama- braut sem finnur ólétt ástina í hjól- hýsahverfi. Betur er þeim sögu- þræði ekki lýst á kvikmynda- vefsíðunni IMDB. Simmons leikur föður þessarar ungu konu en með hlutverk hennar fer Olesya Rulin, 23 ára leikkona, rússnesk að upp- runa. Leikstjóri myndarinnar er Dan nokkur Gordon, handritshöfundur The Hurricane. Simmons hefur áð- ur leikið í kvikmyndum og sjón- varpsþáttum, m.a. raunveru- leikaþáttum um sjálfan sig, Gene Simmons: Family Jewels. Þeir fjalla einfaldlega um daglegt líf Sim- mons, mannsins sem segist hafa sængað hjá yfir þúsund konum. Gene Simmons í jólamynd Reuters Simmons Málaður að hætti Kiss.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.