Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 1
FINNUR Sveinbjörnsson, banka-
stjóri Nýja Kaupþings, segir það
verkefni lögfræðinga að greiða úr
réttarstöðu bankans, ef sölu Baugs
Group á Högum til félagsins 1998
ehf., sumarið 2008, verður rift.
Þrotabú Baugs Group gerir kröfu
um riftun. 1998 ehf. er í eigu Gaums.
Lögfræðingum, sem rætt hefur
verið við, ber ekki saman um hvaða
áhrif möguleg riftun hafi á rétt-
arstöðu Nýja Kaupþings, sem á
fyrsta veðrétt í hlut 1998 ehf. í Hög-
um. Gamla Kaupþing veitti 30 millj-
arða króna lán fyrir kaupunum.
Lánsféð fór aftur til Kaupþings
Annars vegar er það sjónarmið að
veðrétturinn haldi sér óháð riftun.
Fari svo að Hagar endi aftur undir
hatti Baugs, þá fylgi veðréttur Nýja
Kaupþings með óhaggaður.
Hins vegar er það sjónarmið að
umrædd sala var gerð að kröfu
helstu kröfuhafa Baugs, þar á meðal
Kaupþings, og Baugur ráðstafaði
söluandvirðinu til að greiða skuldir
við bankann. Þar af leiðandi geti
önnur staða komið upp.
Skiptastjórar rifta | 14
Réttaróvissa
um veð Nýja
Kaupþings
M I Ð V I K U D A G U R 1 6. S E P T E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
251. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«MEISTARADEILDIN HAFIN
RONALDO FÓR Á
KOSTUM Í ZÜRICH
«PATRICK SWAYZE LÁTINN
Sjarmatröll og
kyntákn fallið frá
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
MIKILL áhugi er nú á orkufyrirtæk-
inu Þeistareykjum ehf. Samkvæmt
traustum upplýsingum hafa fulltrúar
kínverskra stjórnvalda lýst í erindi til
stjórnar fyrirtækisins áhuga á mögu-
legum kaupum á 32% hlut í Þeista-
reykjum ehf. Talið er fullvíst að erind-
ið sé lagt fram fyrir hönd fyrir-
tækisins Chinalco, stærsta álfram-
leiðanda Kína. Hafa þeir óskað eftir
frekari upplýsingum og fékkst stað-
fest í kínverska sendiráðinu í gær að
kínversk sendinefnd hefði boðað
komu sína til Húsavíkur um eða upp
úr næstu helgi vegna málsins.
Fleiri sýna mögulegri orkuvinnslu
á Þeistareykjum áhuga. Fram hefur
komið að bæði Alcoa Fjarðaál og HS
orka hafi haft til skoðunar möguleg
kaup á hlutum í Þeistareykjum.
Lífeyrissjóðir taki þátt?
Viljayfirlýsing Alcoa, ríkisstjórnar-
innar og Norðurþings rennur út 1.
október. Mikil óvissa er um framhald-
ið en Alcoa leitar enn leiða til að nýta
jarðvarmaorkuna á Þeistareykjum.
Þá hefur skv. heimildum Morgun-
blaðsins verið rætt við forsvarsmenn
lífeyrissjóða um mögulega þátttöku
þeirra í fjármögnun virkjunarkosta á
Þeistareykjasvæðinu. Það mál er þó
enn á byrjunarreit en lífeyrissjóðirnir
ætla að skoða verkefnið.
Sveitarstjórn Norðurþings sam-
þykkti í gær formlega að endurnýja
viljayfirlýsinguna gagnvart Alcoa
með átta atkvæðum gegn einu.
Norðurorka, Landsvirkjun og
Orkuveita Húsavíkur (OH) eiga um
32% hlut hver í Þeistareykjum en
Norðurorka hefur lýst vilja sínum til
að selja hlut sinn. Skv. heimildum hef-
ur OH fullan hug á að nýta forkaups-
rétt sinn.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar
sögðu í gær samstöðu um að fyrsti
kostur við orkuframkvæmdir væri
bygging Búðarhálsvirkjunar. En
einnig væri litið til Þeistareykja og
Bjarnarflags. „Ég tel mjög mikilvægt
að koma af stað framkvæmdum á
borð við Búðarhálsvirkjun og að við
getum komið málum þannig fyrir að
menn geti líka haldið áfram fyrir
norðan,“ segir Katrín Júlíusdóttir
iðnaðarráðherra.
Reyna að leysa | 4
Stærsti álframleiðandi
Kína spáir í Þeistareyki
» Ríkisstjórnin reynir að ná saman um orkumálin
» Ráðherrar mynda vinnuhóp um næstu skref
» Búðarhálsvirkjun og Þeistareykir efst á blaði
TVEIR starfsmenn Siglingastofn-
unar unnu í gær að viðhaldi á vit-
anum á Stóradrangi, Þrídranga-
vita, skammt frá Eyjum. Það vildi
þeim til happs að Landhelgisgæslan
var á leið í flug og fengu þeir að
fljóta með. Mennirnir voru látnir
síga niður, skildir eftir og sóttir að
nýju eftir tvær klukkustundir.
VIÐHALD Á ÞRÍDRANGAVITA
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HVÍTVÍN í
kössum er sá
vöruflokkur sem
tekið hefur
stærsta stökkið í
sölu í vínbúð-
unum á milli ára.
Magnaukningin
nemur rúmlega
47 þúsund lítrum á milli ára eða
26,9%. Sala áfengis fyrstu 8 mánuði
þessa árs jókst um 0,3% í magni frá
sama tímabil í fyrra. Á sama tíma
voru tekjur ÁTVR af sölu áfengis
2,5 milljörðum meiri en í fyrra. »8
Hvítvín í kössum hástökkv-
ari ársins í vínbúðunum
BORGARSTJÓRN staðfesti á
miklu hitafundi í gær samning
Orkuveitunnar um sölu á rúmlega
31% hlut í HS orku til Magma
Energy Corporation. Tillaga borg-
arfulltrúa Vinstri grænna um að
fresta afgreiðslunni, þar til nefnd
um erlenda fjárfestingu hefur lokið
við að skoða málið var felld.
Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra vildi í samtali við Morgun-
blaðið ekki leggja mat á það hvort
heppilegra hefði verið að nefndin
fjallaði um málið á undan eða eftir
afgreiðslu borgarstjórnar. „En
þessi nefnd er þarna auðvitað til að
fjalla um álitamál varðandi lögmæti
erlendra fjárfestinga. Og það verð-
ur þá væntanlega næsta skref í mál-
inu.“
Áætlað er að nefndin fundi í
næstu viku. »6
Sala OR á hlut í HS orku
samþykkt í borgarstjórn
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„SJÚKLINGUM er refsað fyrir að
reyna að bjarga sér sjálfir eða nýta
sér aðstoð ættingja í stað úrræða
sem kerfið býð-
ur upp á,“ segir
Hjördís Guð-
mundsdóttir.
Móðir henn-
ar greindist
með alzheimer
fyrir um tveim-
ur árum. María
Th. Jónsdóttir,
formaður Fé-
lags áhugafólks
og aðstandenda alzheimerssjúklinga
og annarra skyldra sjúkdóma, segir
að samdrátturinn í heilbrigðiskerfinu
mæði mest á fólki með heilabilun sem
geti ekki bjargað sér. Ekki sé hægt
að ætlast til þess að aðstandendur
taki að sér umönnunina og allra síst
aldraður maki. Það sé ljótt að ætlast
til þess að aldraður einstaklingur
annist sjúkling með heilabilun.
Hjördís segir að vistunarmats-
kerfið virðist ekki gera ráð fyrir fólki
sem glími við alzheimer og gangi því
ekki upp. Ekki gangi að meta alz-
heimerssjúklinga á sama hátt og
aldraða.
Þegar sótt var um vistunarmat
fyrir móður Hjördísar vegna dvalar á
sambýli ráku börnin sig víða á fyr-
irstöður í kerfinu. „Við fengum neit-
un þar sem hún hafði ekki nýtt öll úr-
ræði sem eru í boði á höfuðborgar-
svæðinu,“ segir Hjördís, en móðir
hennar hafði til dæmis ekki nýtt sér
aðstoð við það að fara í bað.
Vistunarmatið ekki | 12
Sjálfsbjarg-
arviðleitni
kemur sjúk-
lingum í koll
Samdráttur mæðir
mest á heilabiluðum
Aldraðir Sömu úrræði
henta ekki öllum.