Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 21

Morgunblaðið - 16.09.2009, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Rauða spjaldið Fjöldi fólks mótmælti þegar borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti sölu á hlut OR í HS orku. Heiddi ÁGÆTI seðla- bankastjóri, Már Guð- mundsson. Efni þessarar stuttu greinar er að hvetja þig einlæglega til að hlusta á raddir vinnuveitenda og launþega þegar þeir fara fram á lága vexti. Ég hygg að við höf- um lært svipuð fræði hér í gamla daga, en svo tókumst við á við ólíka hluti; ég varð starfsmaður útflutningsfyrirtækja um áratugaskeið en þú varðst banka- og fjármálasérfræðingur með mikið og gott orðspor bæði inn- an lands og utan. Ég er einn af þeim sem vænti mik- ils af þér sem seðlabankastjóra þar sem fyrstu ummæli þín benda til þess að þú sjáir ástandið hérna með þeim gests augum sem stundum er gott að sjá með þegar heimamenn eru hættir að sjá skóginn fyrir trján- um. Ég er enn að vona að þú sjáir skóginn. Við, sem höfum staðið í atvinnurekstri um áratugaskeið, vit- um að hlutafé og lánsfé er sá orkugjafi sem þarf til stofn- unar, uppbyggingar og reksturs fyr- irtækja. Atvinnulífið verður að fá fjármagn svo það vaxi og dafni, fyrirtækin ráði fólk í vinnu, það fólk fái greidd laun og af þeim launum sínum geti það greitt af lánum sínum, borgi skattana og svo má áfram telja. Forsvarsmenn vinnumarkaðarins hafa margsinnis kallað eftir lágum vöxtum, strax til að bjarga því sem bjargað verður af atvinnulífi lands- manna sem rær lífróður þessar vik- urnar. Það verður að hlusta á þá og aðhafast strax. Staðreyndin er sú að vextirnir á Íslandi eru allt of háir fyrir atvinnu- lífið eins og sakir standa. Ég end- urtek, allt of háir. Þú segir í ágætu viðtali við Morgunblaðið nýlega að engir yrðu kátari en þið í Seðlabank- anum ef unnt yrði að halda þeim markmiðum sem ykkur eru sett, um verðbólgu, slaka í kerfinu og gengi, með lægri vöxtum. Það efa ég ekki að þú segir af heilum hug. Sé hins vegar staðan sú að við verðum að bíða eftir að þessum markmiðum verði mætt, áður en hægt er að lækka vexti, þá verður róðurinn enn þyngri fyrir okkur öll en ella þyrfti að vera. Sem dæmi get ég nefnt að á meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði og herða á eftirlit með þeim, þá verður gengismarkmiðið frekar marklítið. Það er mjög alvarlegt útlit nú á haustmánuðum fyrir fyrirtækin í landinu og þar með launafólk og ekki síst fyrir tekjuþurfi ríkissjóð. Atvinnuleysi er óþolandi þjóð- arböl. Til að draga úr atvinnuleysi þarf ný störf og að verja núverandi atvinnu og til að skapa störf þarf fyr- irtæki í heilbrigðum rekstri. Til þess að stofna eða reka fyrirtæki þarf hlutafé og lánsfé. En hver er staðan? Hlutafé fæst ekki þar sem þeir sem eiga peninga fá svo háa vexti á bankabókum (plús verðtryggingu) að þeim dettur ekki í hug að leggja fé í áhætturekstur. Lánsfé er fyrirtækjunum heldur ekki tiltækt þar sem bankarnir virð- ast ekki mega veita lán nema það sé áhættulaust. Sjálfskuldarábyrgða er krafist í allt of miklum mæli og lánsfé er hvort sem er ekki fýsilegur kostur, á meðan vextirnir eru eins háir og raun ber vitni. Bankarnir eru samt fullir af pen- ingum; peningum sem þurfa að kom- ast í vinnu. Af ofangreindu er ljóst að við er- um í alvarlegri sjálfheldu. Ágæti seðlabankastjóri, Már Guð- mundsson. Við Íslendingar verðum nú að treysta á þig í þessu efni. Við verðum að mega treysta því að þú og peningastefnunefndin hjálpi þjóðinni af stað inn í veturinn með því að sýna þann kjark og stór- hug að finna leið til að lækka vexti verulega án tafar. Það mun strax leiða til aukinnar bjartsýni landsmanna, virka sem vítamínsprauta á atvinnulífið, fjölga störfum á skömmum tíma, fækka til muna þeim fjölskyldum sem annars munu missa heimili sín og síðast en ekki síst auka tekjur ríkisins og stuðla að áframhaldandi velferð. En þið verðið ekki einir í þessum slag. Samtök launþega og vinnuveit- enda munu styðja ykkur heils hugar sé tekið mið af áskorunum þeirra á undanförnum mánuðum. Þeir hafa reynsluna og eru með fingurinn á púlsinum. Þeir vita hvar skórinn kreppir. Ég veit að fjölmargir lands- menn eru tilbúnir að bregða við skjótt og hrinda í framkvæmd ýms- um verkefnum sem fjölga munu störfum og létta þér og öðrum starfsmönnum ríkiskerfisins róð- urinn. Atvinnulífið þarf skilning. Áfram, Már. Með góðri kveðju. Eftir Friðrik Pálsson » Við Íslendingar verðum nú að treysta á þig í þessu efni. Friðrik Pálsson Höfundur er hótelhaldari. Atvinnulífið þarf skilning, þjóðarinnar vegna FORSÆTISRÁÐHERRAR eiga aldrei frí. Samt er það svo að í flestum öðrum löndum en á Íslandi er við- urkennt að þeir eigi rétt á að taka sér frí, a.m.k. einhvern hluta af venjuleg- um sumarleyfistíma. Það eru hins vegar engir venjulegir tímar á Íslandi og ráð- herrar jafnt sem þing- menn hafa verið í nánast stöðugri vinnulotu síðan í október á sl. ári. Um núverandi forsætisráð- herra, Jóhönnu Sigurð- ardóttur, gildir þetta reyndar um undanfarin rúm tvö ár. Það mætti því teljast eðlilegt að skilningur væri á því að forsætisráðherra væri utan Stjórnarráðsins nokkra dagparta í sept- ember til þess að safna kröftum fyrir þingbyrj- un 1. október og vet- urinn sem allir vita að verður annasamur og erfiður. Því er ekki að heilsa eins og við sjáum í fjölmiðlum þessa dag- ana. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra hefur undanfarna 7 mánuði leitt ríkisstjórnarsamstarf tveggja ríkisstjórna Samfylkingar og Vinstri grænna á einhverjum erfiðustu og kröfuhörðustu tímum sem íslensk ríkisstjórn hefur nokkurn tíma starf- að á. Afköst og árangur ríkisstjórn- arinnar þennan tíma er án nokkurs vafa meiri en nokkurrar annarrar ríkisstjórnar í lýðveldissögunni. Verkin hafa verið látin tala frá fyrsta degi. Á sama tíma ríkir einhugur og samstaða í Samfylkingunni og er flokkurinn óumdeild kjölfesta ís- lenskra stjórnmála eftir glæsilegan kosningasigur flokksins undir forystu Jóhönnu. Hver forsætisráðherra hefur sitt eigið verklag eins og dæmin sanna. Jóhanna Sigurðardóttir hefur gengið lengra í valddreifingu og samráði inn- an sinnar ríkisstjórnar en flestir for- verar hennar. Sú staðreynd ætti enda að blasa við að tími forsætisráðherra er afar dýrmætur og verkefnum hans þarf því að forgangsraða. Forsætis- ráðherra svarar fyrir störf rík- isstjórnarinnar í heild. Í því felst að sjá til þess að þau verk sem stjórnin setur sér og henni eru falin af Alþingi nái fram að ganga. Ráðherrar stjórn- arinnar fylgja eftir sínum sérsviðum og svara fyrir þau á opinberum vett- vangi. Gagnrýnt er að forsætisráð- herra sé ekki nægilega á tali við full- trúa erlenda fjölmiðla. Það er að sönnu ekki efst í forgangsröð ráð- herrans en þar með er ekki sagt að erlent fjölmiðlafólk sé vanrækt af rík- isstjórninni. Þeir erlendu blaðamenn sem Morgunblaðið hefur til að mynda leitt fram á síðum sín- um hafa fengið og tek- ið viðtöl við ráðherra í ríkisstjórninni og ekki annað vitað en að þeir hafi fengið umbeðin svör svikalaust. Aðgengi að ráða- mönnum á Íslandi er almennt heldur gott miðað við það sem annars staðar þekkist. Þegar litið er til baka verður ekki komist hjá því að álykta að núver- andi forsætisráðherra gefi forverum sínum í embætti ekkert eftir þegar kemur að sýni- leika og virkum sam- skiptum við fjölmiðla. Af þessu tilefni er rétt að undirstrika að forsætisráðherra hef- ur undantekningalítið haldið 1-2 fundi með íslenskum blaða- mönnum í hverri viku undanfarna sjö mánuði. Á sama tíma hefur forsætis- ráðherra haldið fjóra fjölmenna blað- mannafundi með erlendum fjöl- miðlum auk ýmissa annarra samskipta við erlenda fjölmiðla. Undanfarinn hálfan mánuð hefur ekkert frést af formönnum Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Á meðan er endurtekið kvartað yfir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sé ekki nógu sýnileg þótt haldnir hafi verið tveir blaðamanna- fundir eftir ríkisstjórnarfundi í sl. viku. Stef af þessu tagi, þegar menn þykjast ekki sjá það sem gert er, eru kunnugleg úr pólitískri umræðu og þurfa því ekki að koma á óvart. Fólk getur velt því fyrir sér hvaða tilgangi það þjónar að hamra sífellt á því að forsætisráðherra sinni ekki verkum sínum. Þrjátíu ára ferill í stjórnmálum hefur sýnt að Jóhanna Sigurðardóttir vinnur sleitulaust í þágu almennings í landinu þótt það sé ekki alltaf í kast- ljósi fjölmiðla. Hún kann að stíga fram á réttum tíma með sinn boð- skap. Þann tíma velur hún sjálf en hvorki fjölmiðlar né andstæðingar í stjórnmálum. Forsætisráðherra og fjölmiðlar Eftir Hrannar Björn Arnarsson Hrannar B. Arnarsson» ...að Jóhanna Sigurðar- dóttir vinnur sleitulaust í þágu almenn- ings... Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.