Morgunblaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
VEGNA umfjöll-
unar í fjölmiðlum um
sparnaðarleiðir í há-
skólastarfi og samein-
ingar háskólanna vill
stjórn og rektor
Listaháskólans gera
grein fyrir þeim
óformlegu viðræðum
sem skólinn hefur átt
við Háskólann á Bif-
röst og Háskólann í
Reykjavík um stofnun nýs háskóla.
Viðræðurnar hófust að frumkvæði
rektora Listaháskólans og Háskól-
ans í Reykjavík eftir heimsókn
þeirra í Aalto-háskólann í Helsinki
þar sem verið er að færa undir eina
stofnun háskólanám á fræðasviðum
hönnunar- og lista, verkfræði og
tæknigreina, og viðskiptagreina og
hagfræði. Rektor Háskólans á Bif-
röst tengdist síðan inn í viðræð-
urnar enda hefur verið sérstakur
áhugi hjá háskólunum þremur að
efla samvinnu sín á milli.
Viðræður rektora fengu aukinn
þunga þegar skýrslur sérfræðinga
menntamálaráðherra um aðgerðir í
háskóla- og vísindamálum voru
kynntar í lok maí sl. Í þeim
skýrslum er eindregið hvatt til auk-
ins samstarfs háskóla og bent á
ýmsa sparnaðar- og hagræðing-
arkosti. Þann 18. júní héldu þessir
þrír skólar sameiginlegan fund um
þau álitaefni sem stofnun nýs há-
skóla hlýtur að vera, s.s. hver væri
akademískur og rekstrarlegur
ávinningur af stofnun hans og
hvernig gæti nýsköpun, rann-
sóknum og tengslum við þjóðlíf og
atvinnulíf verið betur fyrir komið
en nú er. Umræðurnar voru mjög
upplýsandi og gagnlegar, og lýstu
fulltrúar hinna tveggja skólanna yf-
ir áhuga á að koma á formlegum
viðræðum um málefnið.
Rektor og stjórn Listaháskólans
fóru í kjölfar fundarins mjög ná-
kvæmlega yfir alla þætti viðræðn-
anna og varð nið-
urstaðan sú að skólinn
fagnaði umræðu um
nánara samstarf há-
skólanna þriggja, en
taldi hins vegar ekki
vera forsendur á þessu
stigi fyrir formlegum
viðræðum um samruna
eða stofnun nýs há-
skóla. Einnig var það
almennt mat stjórn-
arinnar að í ljósi
ríkjandi viðhorfa til
háskólamenntunar og
bágrar efnahagslegrar stöðu lands-
ins séu á því minni líkur en meiri að
af stofnun nýs háskóla á Íslandi
geti orðið á næstu árum. Afstaða
stjórnar Listaháskólans var kynnt í
ítarlegri ályktun sem send var
skömmu síðar stjórnendum hinna
háskólanna.
Í ályktun stjórnar kemur fram að
tvö verkefni eru brýnust fyrir
Listaháskólann í nánustu framtíð.
Annað er uppbygging meist-
aranáms og rannsókna og hitt er að
koma skólanum fyrir í sérhönnuðu
húsnæði á einum stað. Uppbygging
meistaranáms er að mati stjórn-
arinnar forsenda fyrir þróun rann-
sókna við skólann og samvinnu við
aðrar háskólastofnanir á jafningja-
grunni. Þá geti aldrei orðið um eðli-
lega samþættingu listgreina að
ræða fyrr en nemendur og starfs-
fólk fái starfað á einum stað.
Stjórnin lýsir því yfir að hún geti
ekki séð að þetta takist frekar með
því því að fella skólann undir stærri
heild en með því að reka hann
áfram í núverandi mynd. Þá er lýst
þeirri skoðun stjórnarinnar að
stofnun nýs og sameinaðs háskóla
krefjist verulega aukinna fjár-
framlaga og engar líkur séu á að
það fáist við núverandi aðstæður.
Þrátt fyrir þetta kemur skýrt
fram í ályktuninni að hugmyndin
um stofnun nýsköpunarháskóla at-
vinnulífsins sé mjög áhugaverð og
að skólinn sé tilbúinn að leggja
slíkri hugmynd lið með margþættri
samvinnu. Þá er minnt á að skólinn
hafi á undanförnum árum fengið
vaxandi hlutverk í menningarlífi
þjóðarinnar og þátttaka hans og
frumkvæði í ýmsum samfélagsverk-
efnum víða um land hafi skilað
miklum og áþreifanlegum árangri.
Stjórn skólans vonast til að á
grundvelli slíkra verkefna megi efla
samstarf háskólanna þriggja og um
leið kanna til hlítar með hvaða
hætti þeir geti enn betur tvinnað
saman starfsemi sína til eflingar
nýsköpunar og atvinnu í landinu.
Það er síðan tillaga stjórnar
Listaháskólans að skólarnir þrír
kanni grundvöll þess að setja upp
formlegan samstarfsvettvang í
þessu skyni.
Mikils aðhalds hefur ætíð verið
gætt í rekstri Listaháskólans og
hann hefur aldrei, þrátt fyrir öran
vöxt, farið fram úr fjárveitingum og
ekki stofnað til skulda vegna rekst-
urs. Ábyrgð og ráðdeild í rekstri,
faglegur metnaður og menning-
arleg þátttaka eru lykilatriði við
uppbyggingu skólans. Þá hefur það
styrkt mjög skólann að hann hefur
átt í öflugu samstarfi við stofnanir,
fyrirtæki og sveitarfélög vítt um
landið og samnýtt krafta og þekk-
ingu með öðrum háskólum. Listahá-
skólinn mun áfram leita allra tæki-
færa til hagkvæms reksturs, en þó
umfram allt hafa að leiðarljósi þarf-
ir listanna og nemendanna sem
þeirra leita.
Sameiningarviðræður háskól-
anna: Afstaða Listaháskólans
Eftir Hjálmar H.
Ragnarsson »Uppbygging meist-
aranáms er að mati
stjórnarinnar forsenda
fyrir þróun rannsókna
við skólann og samvinnu
við aðrar háskólastofn-
anir á jafningjagrunni.
Hjálmar H. Ragnarsson
Höfundur er rektor
Listaháskóla Íslands.
SPUNAMEIST-
ARAR og fjölmiðla-
þjálfarar okkar fyrr-
verandi
útrásarvíkinga, sem á
mjög skömmum tíma
hafa breyst í heima-
varnarlið sjónarspils
og blekkinga, eru ótrú-
lega uppteknir af því
þessa dagana að svara
pistlum mínum, sem
birtast á bls. 10 á sunnudögum í
Morgunblaðinu undir hausnum
Agnes segir, sem samkvæmt
orðanna hljóðan eru mínar persónu-
legu skoðanir á því umfjöllunarefni
sem ég vel að fjalla um hverju sinni.
Hvað skringilegast og um leið
skoplegast finnst mér vera sam-
ræmið í heilögum ramakveinum
þeirra.
Þannig skrifar lögmaður Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar, Einar Þór
Sverrisson, mér huggulega grein í
Morgunblaðinu í gær undir fyrir-
sögninni „Einfaldleikinn verður
Agnesi ofviða“, rétt eins og Bakka-
bræður nútímans, þeir Ágúst og
Lýður Guðmundssynir, gerðu fyrir
réttri viku, þar sem þeir voru að
svara sunnudagspistli mínum frá
því á sunnudeginum fyrir 10 dögum.
Það er bara eins og hinir föllnu
útrásarvíkingar og spunameistarar
þeirra hafi átt með sér fund í Öskju-
hlíðinni til þess að samræma hvern-
ig Agnes litla skuli nú tækluð!
Og hver er nú helsti boðskap-
urinn sem þeir vilja
flytja landsmönnum og
lesendum Morg-
unblaðsins í tilefni
minna vangaveltna?
Jú, vitanlega sá, að
hún Agnes hefur enga
ást á sannleikanum til
að bera. Hún er bara
ómálefnaleg og ósann-
gjörn í garð vamm-
lausra manna. Eða
eins og Einar Þór
orðar það svo snöf-
urmannlega: „Agnesi
er ekki annt um sannleikann í skrif-
um sínum. Það er miður, því sjaldan
hefur verið mikilvægara en nú um
stundir að blaðamenn rísi undir
þeirri grunnskyldu sinni að upplýsa
og fræða lesendur.“
Mikið get ég fundið til með ann-
ars ágætum manni, honum Einari
Þór, að vera orðinn slíkur api af
aurum, að hann láti Jón Ásgeir etja
sér á foraðið eins og hverju öðru
fífli og skjóta sig svo rækilega í
báða fætur, í hinni svonefndu máls-
vörn fyrir einkaþotu-Jón, lúxus-
snekkju-Jón, lúxus-toppíbúðar-
New-York-Jón, lúxus-Lundúna-
íbúðar-Jón, lúxus-Hótels-101-Jón,
lúxus-Reykjavíkur-villu-Jón og all-
an hinn lúxus-Jóninn, sem sagði
orðrétt í ótrúlega löngu og efnislitlu
viðtali við Viðskiptablaðið í síðustu
viku, þegar hann var spurður
hvernig hann væri sjálfur staddur
fjárhagslega: „Ég er ágætlega
staddur. Ég er auðvitað búinn að
tapa mjög miklu af mínum fjár-
munum en ég er ekki umvafinn per-
sónulegum ábyrgðum. Fólk þarf
ekki að hafa áhyggjur af mér.“
Þegar ég las þessi ummæli Jóns
Ásgeirs í Viðskiptablaðinu í síðustu
viku, varð mér á að hugsa: Helvítis
maðurinn er að sýna allir þjóðinni
fingurinn! Eru engin takmörk fyrir
ósvífni hans? En að vandlega athug-
uðu máli, hef ég endurskoðað þessi
fyrstu viðbrögð mín. Jón Ásgeir er
bara haldinn sama heilkenninu og
Bakkabræður og Bjarni Ármanns-
son, sem í hreint makalausu viðtali í
DV í síðustu viku lýsti því yfir að
það hefði verið óábyrg meðferð á
fjármunum af hans hálfu að greiða
upp 800 milljóna króna skuld sína
við Glitni. Þetta heilkenni heitir
veruleikafirring og jarðsambands-
leysi.
Þess vegna er það hálfaulalegt að
þurfa að standa í orðaskaki við
þessa menn, því það er nánast jafn-
vonlaust og að reyna að senda
flöskuskeyti með Appollo 25 til ann-
arra stjarnkerfa í fjarlægri framtíð,
í þeirri von að einhver vitsmunavera
í fjarlægu stjörnukerfi, muni ein-
hvern tíma geta ráðið í rúnirnar frá
henni gömlu góðu Jörð.
Fyrsti hluti greinar Einars Þórs í
gær er nokkuð nákvæm endursögn
á því sem ég skrifaði í sunnudags-
pistli mínum, nema Einar Þór kýs
að nefna aldrei á nafn félögin sem í
upphafi tóku við af Rauðsól ehf.,
þ.e. Ný sýn ehf. og nokkrum dögum
síðar, Sýn ehf. þegar þessi viðskipti
í þágu einfaldleikans voru tíunduð,
þar sem Jón Ásgeir seldi Jóni Ás-
geiri fjölmiðlahlutann út úr 365
miðlar, til þess eins að sameina
hann aftur 365 tíu mánuðum síðar,
þar sem að vísu höfðu gufað upp í
afskriftum um 5,5 milljarðar króna í
millitíðinni, við gjaldþrot Íslenskrar
afþreyingar. Sýndargjörningur?
En aftur að spuna launaða lög-
mannsins. Einar Þór segir orðrétt í
grein sinni í gær: „Agnes Braga-
dóttir ætti að þekkja vel til afskrifta
skulda fjölmiðlafyrirtækja. Á þessu
ári voru skuldir Árvakurs hf., út-
gáfufélags Morgunblaðsins, afskrif-
aðar um á fjórða milljarð króna og
eru þá ekki taldar með afskriftir
vegna lána á móti hlutabréfum í fé-
laginu, sem mun vera hærri upp-
hæð. Samtals eru þetta tæpir tíu
milljarðar, sem bankakerfi landsins
þarf að afskrifa vegna reksturs Ár-
vakurs hf. Ekki hefur Agnes sýnt
vandlætingu sína á þeim gern-
ingum! Verður fróðlegt að fylgjast
með fréttaskýringum hennar um
þetta málefni.“
Já, góðan daginn, Einar Þór og
Jón Ásgeir! Ef ég byggi yfir sams-
konar aðgangi að bankakerfi og af-
skriftum skulda úr Landsbanka og
Straumi og þið eruð að upplýsa um í
grein Einars Þórs þá þvældist það
nú ekki mikið fyrir mér að fjalla um
slíkan gjörning í pistli mínum. En
ég á greinilega ekki vini á bestu
stöðum, eins og þið tveir og verð því
bara að bíða eins og aðrir í þjóð-
félaginu eftir upplýsingum um
sannleiksgildi þessara staðhæfinga
ykkar.
En í þessu samhengi finnst mér
þó rétt að halda einum þýðingar-
miklum hlut til haga: Björgólfur
Guðmundsson og aðrir fyrrverandi
eigendur að Árvakri hf. voru neydd-
ir til þess að skrifa hlut sinn í Ár-
vakri hf. niður í 0 krónur, áður en
Glitnir og Íslandsbanki svo mikið
sem tóku í mál að halda bæri lífi í
mínum mjög svo fína vinnustað,
Morgunblaðinu. Þegar þeim gjörn-
ingi var lokið, sem mér dettur ekki í
hug að halda fram að hafi verið
átakalítill eða sársaukalaus, var
bankinn fyrst reiðubúinn til þess að
setja framtíð Árvakurs í það ferli
sem hann fór í: Opið útboð, þar sem
allt var upp á borðinu og hagstæð-
asta tilboði var tekið. Svo einfalt var
það. Hvers vegna þurfið þið 365-
Rauðsólar-Nýrrar sýnar-Sýnar-
menn aldrei að standa frammi fyrir
slíkum afarkostum? Er alltaf ein-
hver að passa upp á hag Jóns Ás-
geirs og co. í gamla Landsbanka,
Nýja Landsbanka, skilanefnd
Landsbanka? Ég bara spyr.
Er ég nokkuð að misskilja ein-
faldleikann, Einar Þór? Ert þú ekki
bara launaður flækjufótur laga-
króka og kima hins ranga mál-
staðar?
Lögmaðurinn er launaður flækjufótur
Eftir Agnesi
Bragadóttur »Er ég nokkuð að
misskilja einfaldleik-
ann, Einar Þór? Ert þú
ekki bara launaður
flækjufótur lagakróka
og kima hins ranga mál-
staðar?
Agnes Bragadóttir
Höfundur er blaðamaður.
Í MORGUN-
BLAÐINU hafa birst
þrjár greinar með
titlinum „Glámskyggn
heimildarýni Hæsta-
réttar“, sú seinasta þ.
4.7.2009. Í þessum
greinum sýni ég fram
á að Hæstarétt-
ardómur nr. 610/2007
er byggður á tveimur
falsrökum. Í greininni
4. júlí sl. kemur fram að rétturinn
notar villu í málsskjali frá 1847 í
stað þess að nota frumheimild sem
er málsskjal frá 1806. Rétturinn
kaus með öðrum orðum, að reisa
dóm sinn á skjali sem vitnar rangt
í frumheimild í stað þess að styðj-
ast við frumheimildina.
Í ljósi allra málavaxta ítreka ég
að ég tel að dómur réttarins sé af-
glöp.
Í lok greinarinnar skrifaði ég:
„Það er ekki að sjá að dómurum
réttarins sé umhugað um æru sína
og virðingu Hæstaréttar.“
Með tilvitnuðum orðum fór ég
offari og lýsi hér með yfir að ég
dreg þau til baka. Við manneskjur
gerum mistök og sýnilega eru
dómarar Hæstaréttar þar ekki
undanskildir. Mistök mín með til-
vitnuðum orðum voru að gefa í
skyn að afglöp Hæstaréttar gætu
verið sprottin af skeytingarleysi
dómara um æru og virðingu. Auk
þess voru þessi orð með engu móti
til þess fallin að sýna fram á mis-
tök réttarins.
Maðurinn er félagsvera og við
komum í þennan heim með sterkar
tilfinningar að láta ekki misbjóða
okkur; að vera samþykkt af hópn-
um. Þegar að sverfur kemur í ljós
að manninum er fátt dýrmætara
en mannorðið, jafnvel ekki lífið
sjálft. Af slíku eru sagnir frá
ómunatíð og nægir hér að vitna til
Íslendingasagna og
harakiri austur í Jap-
an. Í ljósi alls þessa er
hægt að fullyrða að
dómurum Hæstaréttar
er umhugað um æru
sína og virðingu
Hæstaréttar.
Við þurfum á því að
halda að dómstólar
landsins vinni af rétt-
sýni og hafi sannleik-
ann að leiðarljósi. Til
að svo megi vera þarf
ekki einasta hæfileikafólk heldur
einnig gott starfsumhverfi. Dómar
í Hæstarétti eru yfir 600 á ári
þannig að lauslega reiknað þarf
rétturinn að úrskurða þrjú mál á
hverjum starfsdegi. Er vinnuálag
hæstaréttardómara of mikið?
Vantar heimildir og fjárveitingar
til að Hæstiréttur geti sótt sér-
fræðiráðgjöf t.d. í sagnfræði og
fjármálum?
Ég bið hæstaréttardómarana
Árna Kolbeinsson, Garðar Gísla-
son, Gunnlaug Claessen, Ingi-
björgu Benediktsdóttir og Markús
Sigurbjörnsson afsökunar á tilvitn-
uðum orðum í grein minni frá 4.
júlí sl. Ég árétta jafnframt að ég
stend að öðru leyti við hvert orð í
greinunum þremur.
Virðing Hæstarétt-
ar og glámskyggn
heimildarýni
Eftir Tómas
Ísleifsson
Tómas Ísleifsson
»Ég bið hæstarétt-
ardómarana Árna
Kolbeinsson, Garðar
Gíslason, Gunnlaug Cla-
essen, Ingibjörgu Bene-
diktsdóttir og Markús
Sigurbjörnsson afsök-
unar á tilvitnuðum orð-
um í grein frá 4. júlí sl.
Höfundur er líffræðingur.