Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 23

Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Sérlega björt, opin og afar rúmgóð 137,6 fm íbúð á 1. hæð í lyftuhúsi auk stæðis í bílakjall- ara. Íbúðin er mjög vel skipulögð og með miklu og björtu stofurými. Innan íbúðar eru tvö svefnherbergi. Gestabaðherbergi við hlið minna svefnherbergis. Hjónaherberginu fylgir sér baðherbergi með sturtuklefa og baðkari, flíslagt í hólf og gólf. Inn af baðherbergi er þvottahús með glugga. Hjónaherberginu fylgir einnig fataherbergi með opnum fataskápum. Tveir inngang- ar, annar úr sameiginlegum stigagangi, og sérinngangur úr lyftu sem gengur m.a. niður í bílakjallara og geymslur. Hol, eldhús, stofa og borðstofa er í stóru alrými. Úr borðstofu er gengið út á suðurverönd. Á öllum gólfum nema baðherbergjum er eikarparket. Íbúðinni fylgir sérgeymsla í kjallara. Þetta er sérstaklega falleg og björt íbúð á eftirsóttum stað. Íbúðin getur verið laus strax. Ásett verð 49,5 millj. ekkert áhv. Íbúðir í húsinu eru byggðar sem lúxusíbúðir og er sérstaða þeirra hversu ríkulega búnar þær eru og mikið lagt upp úr þægindum. Þær eru sérstaklega miðaðar við þarfir fólks sem komið er yfir miðjan aldur. Íbúðina sýnir Hákon eftir nánara samkomulagi í síma 898-9396 BORGARTÚN 30-A Hákon Svavarsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali Kirkjubraut 5, 300 Akranesi, Sími 570-4824, fax 570-4820, gsm 898-9396, www.valfell.is RAFBÍLAVÆÐING bílaflotans er framtíð- arsýn sem er ekki fjarri lagi ef stjórn- málamenn bera gæfu til að halda rétt á spöð- unum. Til þess að af því geti orðið þurfa ákveðnir hlutir að koma til og þá ekki einungis niðurfelling á vörugjöldum rafbíla. Grunnurinn í bílvæðingu meðal al- mennings er í kennslunni sjálfri og því þarf að breyta lögum og reglugerðum í þá veru að nóg sé að taka próf á sjálfskiptan bíl. Það er nefnilega þannig að allir rafbíl- ar eru með búnað sem virkar í grunninn eins og sjálfskipting, þ.e. Drive, Park og Neutral. Í kennsl- unni fer fram ákveðin við- horfamótun og til þess að hún skili sér hratt og vel út til almennings er hvergi betra að byrja en á byrj- uninni, nemandanum sjálfum. Unga fólkið er móttækilegra fyrir nýjungum og myndi ekki aðeins læra það að keyra bíl í umferð heldur líka hvernig maður notar og umgengst tækniundrið sem raf- bíllinn er. Rafbíllinn er nefnilega ekki lengur þunglamalegur kassa- bíll eins og áður, heldur er hann nýtískulegur bíll, oftar en ekki hlaðinn nýjasta tæknibúnaði og lithium-rafhlöðurnar gera það að verkum að hann er mun léttari, langdrægari og kraftmeiri en fyrr. Eflaust eru einhverjir sem halda því fram að kennsla á bein- skiptan bíl sé nauðsynleg hér- lendis en ef við skoðum aðeins samsetningu bílaflotans kemur í ljós að mikill meirihluti hans er sjálfskiptur. Meðan enn eru til beinskiptir bílar í einhverju magni má hugsa sér að sett sé 4-5 tíma skylda á beinskiptan bíl í nám- skrá, en ekki yrði lengur nauðsyn- legt að taka próf á beinskiptan bíl til að fá réttindi á hann eins og nú er. Þeir sem taka prófið á sjálf- skiptan bíl í dag öðlast að- eins réttindi á bíl með sjálfskiptingu. Krakkar sem eru að taka skelli- nöðrupróf taka það í flestum tilvikum á vesp- ur sem eru ekki með gírkassa og láta það duga, ekki er ólíklegt að það sama yrði uppi á teningnum þegar kæmi að bílnum. Fyrir ökukenn- arann er margt sem mælir með því að kenna á rafbíl. Ökukennsla fer að mestu leyti fram innan ákveðins svæðis og því auðvelt fyrir öku- kennara að nota rafbíla við kennslu. Tölvuspilakynslóðin ætti líka auðvelt með að læra á stjórn- tæki bílsins og þeim tíma sem fer í kennslu á tengipunkti í bein- skiptum bíl er satt best að segja betur varið í annað. Til þess að breyta bílaflotanum úr bílum sem brenna eldsneyti í rafbíla þarf að verða hugarfarsbreyting og ef þú lest þetta og ert sammála því sem hér er skrifað er auðvelt að lofa sjálfum sér að gera eitthvað í hlutunum. Ég fyrir mitt leyti er búinn að lofa sjálfum mér því að vera kominn með rafmagnsbíl fyr- ir árið 2012 og hjálpa þannig til við að vernda umhverfið um leið og ég styð við íslenska efnahags- kerfið með því að minnka innflutn- ing á orku. Best af öllu yrði þá að sá bíll yrði kennslubíll. Rafbílavæðum kennslubílana Eftir Njál Gunnlaugsson » Grunnurinn í bílvæð- ingu er í kennslunni sjálfri og því þarf að breyta lögum og reglu- gerðum í þá veru að nóg sé að taka próf á sjálf- skiptan bíl. Njáll Gunnlaugsson Höfundur er ökukennari. ÁSTÆÐAN þess að ég skrifa þessa grein er að víða hefur verið vitnað í mig í tengslum við möguleg umhverf- isáhrif sem útiræktun erfðabreytts byggs gæti haft á Íslandi. Fyrir fjórum árum tók ég þátt í pallborðs- umræðu um erfða- breyttar plöntur og í framhaldi af því birtist yfirlýsing um að ég staðfesti að bygg gæti kyn- blandast við melgresi, sem er mjög algeng landgræðslujurt og vex víða á melum og söndum landsins. Leyfið mér fyrst að útskýra hvaða fyrirbæri við erum að tala um. Gena- flæði í þessu samhengi er kallað á ensku introgression eða introgres- sive hybridization og frá upphafi hefur það verið skilgreint sem nátt- úruleg erfðabreyting vegna kyn- blöndunar á milli plöntutegunda 1). Það er tvær plöntutegundir víxlast, tegundablendingur myndast og blendingurinn bakvíxlast við aðra eða báðar foreldrategundirnar og þar af leiðandi flyst erfðaefni á milli tegundanna. Dæmi um þetta er genaflæði á milli birkis og fjalldrapa á Íslandi 2). Til þess að slíkt gena- flæði geti átt sér stað, þ.e. frá byggi til melgresis, þarf bygg að geta víxl- ast (frjóvgast) við melgresi og blend- ingurinn að vera nægilega frjór. Bygg sem ræktað er víða á Íslandi tilheyrir tegundinni Hordeum vulg- are, en hún er meðal mest ræktaðra korntegunda í evrópskum landbún- aði. Æxlun þessarar byggtegundar hefur ekki verið mikið rannsökuð en sérfræðingar telja hana vera einkum sjálfsfjóvgunartegund 3), þ.e. fræ (korn) myndast eftir fróvgun á milli frjókjarna (karlkyns) og eggfrumu (kvenkyns) innan blómsins. Blóm- skipan byggplöntunnar er þannig að blómagnir eru meira og minna lok- aðar, fræflar sem eru smáir þrosk- ast í blómi og eru til staðar þegar frævan er tilbúin og móttækileg. Talið er að náttúruleg víxlfrjóvgun í byggi sé breytileg eftir yrkjum og að hún sé að með- altali innan við 0,2%, þegar náttúruleg víxl- fjóvgun er algengari hjá öðrum kornteg- undum sem hafa sömu blómskipun, t.d. 3-4% í hveiti 4). Víxlfjóvgun er oftast metin með því að tilgreina tíðni fræ- myndunar í skipulögð- um útitilraunum. En hér erum við að tala um frjóvgun innan tegundar, þ.e. bygg víxlast við bygg. Það er einmitt þetta atriði sem þarf að vera alveg á hreinu þegar hugað er að ræktun erfðabreytts byggs utandyra. Meta verður víxlfjóvgun á milli erfða- breytts byggs og byggyrkja sem eru í ræktun víða í landinu. Hins vegar mun frjóvgun á milli byggs og melgresis ekki ganga upp auðveldlega í náttúrunni, vegna þess að umræddar tegundir hafa mis- munandi litnun (e. ploidy level). Bygg er tvílitna tegund með 14 litn- inga, en íslenska melgresið (Leymus arenarius) er áttlitna tegund með 56 litninga í erfðamengi. Stærsta hindrunin er sú að fræhvíta sem verður næring fyrir kímplöntuna myndast ekki þótt blendingskím (fóstur) myndist. Frjóvgun blóm- plantna er tvöföld. Í tilraunastofum geta vísindamenn bjargað blend- ingskímum með vefjarækt- unartækni, eins og við höfum gert við víxlanir á milli hveitis og mel- gresis 5). En í náttúrunni hefur blendingskím grasategunda mjög litla möguleika á að lifa af án fræ- hvítunnar. Ef það lifir af í nátt- úrunni, er alveg öruggt að blend- ingsplanta byggs og melgresis verði ófrjó, vegna mislitnunar þeirra sem veldur því að kynfrumuskipting verður gölluð. Því á genaflæði á milli byggs og melgresis ekki að geta gerst. Líffræðileg kerfi eru þó aldrei ein- föld. Kynfrumuskipting blendings- plantna er ekki endilega algölluð. Talið er að myndun lífvænlegra kyn- fruma hjá tegundablendingum blómplantna sé að meðaltali 0,5% 6), en um er að ræða myndun óskiptra kynfruma (e. unreduced gametes). Dæmi eru til um frjósemi teg- undablendinga sem myndast hafa með víxlunum á milli byggs og ann- arra korntegunda 7-8). Þótt sjaldgæft sé, er það nákvæmlega þetta fræ sem miðlar genaflæði á milli foreldra tegundanna, af því að slíkt fræ er að öllum líkindum myndað í bakvíxlun. Það er ekki hægt að svara líf- fræðilegum spurningum einfaldlega með jái eða neii, en ég vonast eftir að hafa lagt hér fram fræðilegar upp- lýsingar og skýringar sem almenn- ingur þarf á að halda til að geta met- ið sjálfur fyrirhugaða útiræktun erfðabreytts byggs á Íslandi. 1) Anderson E (1949) Introgres- sive hybridization. Chapman & Hall, London. 2) Thórsson ÆTh et al. (2007) Ann- als of Botany 99: 1183-1193. 3) von Bothmer et al. (1995) Hor- deum, 2nd edition. IPGRI, Rome. 4) Strayer D (2002) Identity – Pre- served Systems. CRC Press, USA. 5) Anamthawat-Jónsson K et al. (1997) Euphytica 93: 293-300. 6) Leitch AR & Leitch IJ (2008) Science 320: 481-483. 7) Pershina LA et al. (2005) Russi- an Journal of Genetics 41: 635- 641. 8) Pickering R & Johnston PA (2005) Cytogenetics & Genome Research 109: 344-349. Genaflæði frá byggi til mel- gresis í íslenskri náttúru? Eftir Kesara Anamthawat- Jónsson » Til þess að genaflæði frá byggi til mel- gresis geti átt sér stað þarf bygg að geta víxl- ast við melgresi og blendingurinn að vera nægilega frjór. Kesara Anamthawat- Jónsson Höfundur er prófessor í plöntu- erfðafræði við Háskóla Íslands. FRAMKOMA ráð- andi afla í þjóðfélaginu með skerðingu á fjár- hagsafkomu þeirra þegna þjóðfélagsins sem orðnir eru 67 ára er neyðaröskur stjórn- enda sem ekki ráða við það verkefni sem þeir hafa tekið að sér. Neyðaróp stjórn- endanna þýðir að þess er krafist að ómagar þjóðfélagsins, þ.e. þeir sem orðnir eru 67 ára og eldri og eru hætt- ir að skila eyðslufé í stjórnarhítina, eigi að sjá sóma sinn í því að yfirgefa þessa vesælu jarðvist og koma sér með hraði sex fet undir yfirborð jarð- ar. Með því móti aukist eyðslufé stjórn- enda landsins um marga tugi milljarða og þeir (stjórnendurnir) geti látið drauminn rætast um að verða eitthvað númer innan erlendra samfélaga. Þessir vesælu stjórnendur landsins voru sumir hverjir hugsanlega frumur í líkömum foreldra sinna þegar sjálf- stæðisbaráttan stóð sem hæst í kring- um 1944. Þessar frumuómyndir vinna nú hörðum höndum að því að eyði- leggja líf komandi kynslóða með því að koma þjóðinni í ánauð erlendra auð- hringa, jarla og annarra erlendra valdsmanna. Þetta gera þessar frum- ur í þeirri von að þeim hlotnist einhver upphefð eða nafnbót sem viðgengst í erlendum samfélögum. Hvort titill sá, sem Gissuri nokkrum sem hlaut jarlstitil við það að koma Íslandi und- ir Noregskonung á árinu 1262, að því talið er, mun nægja þessum titlasjúku einstaklingum sem harð- ast ganga fram í barátt- unni um afnám sjálf- stæðis landsins er óljóst. Framtíðin verður að skera úr um það hvort sjálfstæði þjóðarinnar verður selt fyrir nokkrar evrur eða hvort þjóðinni auðnast að hindra það sem þessir evruaðilar hafa boðað með sinni land- ráðakenningu. Fjárskortur í eyðsluhít stjórn- arráðsins hefur undanfarna tvo ára- tugi bitnað á þeim sem lögðu mest til þess velferðarþjóðfélags sem stefnt var að í íslensku samfélagi. Þetta fólk byggði upp það velferðarþjóðfélag sem var að verða til á Íslandi. Fólkið sem bar þungann af uppbyggingu landsins frá örbirgð til bjargálna en þjóðin var orðin bjargálna á seinni hluta tuttugustu aldar. Þegar niðurrifsöflin hófu starfsemi sína í von um að ná persónulegri upp- hefð erlendis var ekki verið að hugsa um þá sem unnu Íslandi. Samið var við erlend öfl en samningurinn svo illa unninn af þeim sem voru í for- ystusveit niðurrifsaflanna að þeir vöknuðu upp við vondan draum, mörgum árum seinna, þegar í ljós kom að svo alvarlegir gallar voru á samningnum að nokkrir fégráðugir framapotarar gátu á nokkrum árum komið þjóðinni í fjárhagsfjötra eftir að þeir höfðu hirt eða sólundað þeim sparnaði er landsmenn höfðu nurlað saman á umliðnum áratugum. Hinir fégráðugu framapotarar ásamt stjórnarliðinu verða ekki gerð- ir ábyrgir fyrir skaðanum af hvarfi sparifjárins því þeir eru stikkfrí eins og ómálga börn í leik með sér eldri leikfélögum. Hinn almenni skatt- borgari á Íslandi verður um ókomin ár að greiða fyrir óráðsíuna og græðgi þessara aðila. Þess ber að gæta sérstaklega að lög á Íslandi hafa aldrei þann tilgang að koma lög- um yfir auðvaldið í landinu því við- urlagaákvæði skortir. Viðurlaga- ákvæði íslenskra laga ná aðeins yfir þá sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Það eru viðurlagaákvæði við því að skemma eigur auðmanna með því að sletta málningu á eigur þeirra en engin viðurlög við því að láta sparifé landsmanna hverfa. Kröfum stjórnvalda um að þeir sem eru taldir ómagar á þjóðfélaginu láti sig hverfa og hætti að vera baggi á vegferð framapotaranna verður að svara. Þessari árás stjórnenda valda- græðginnar verður ekki hrundið nema tekið verði á móti valdagræðg- inni af fullri hörku. Neyðarkall úr stjórnarráðuneytinu Eftir Kristján Guðmundsson » Að mati stjórnenda eru of margir ómag- ar í íslensku samfélagi og því þarf að skera nið- ur greiðslur til þeirra. Kristján Guðmundsson Höfundur er fv. skipstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.