Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.09.2009, Qupperneq 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 ✝ Hróðný Ein-arsdóttir fæddist á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í Dalasýslu 12.5. 1908. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 6.9. sl. Foreldrar: Einar Þorkelsson bóndi á Hróðnýjarstöðum, f. 20.4. 1858, d. 7.2. 1958, og kona hans Ingiríður H. Hansdóttir, f. 20.2. 1864, d. 18.12. 1938. Einar og Ingiríður bjuggu allan sinn búskap á Hróðnýj- arstöðum, í meira en hálfa öld. Börn þeirra voru: Salóme María, f. 3.6. 1888, d. 19.9. 1977. Þorkell, f. 22.12 .1889, d. 14.11. 1974. Sigríður, f. 25.5. 1892, d. 18.5. 1982. Sigurhans Vignir, f. 12.5. 1894, d. 16.7. 1975. Herdís, f. 11.3. 1897, d. 2.8. 1965. Guðrún Sol- veig, f. 7.1. 1899, d. 27.3. 1995. Krist- ján, f. 25.2. 1901, d. 1.2. 1973. Helgi, f. 25.7. 1905, d. 28.9. 1995. Hróðný giftist 24.6. 1930 Jóhann- esi skáldi úr Kötlum, f. 4.11. 1899, d. 27.4. 1972. Foreldrar hans voru Jón- as Jóhannesson bóndi, f. 29.9. 1866, d. 1.8. 1954, og kona hans Halldóra Guðbrandsdóttir, f. 29.9. 1859, d. 23.1. 1945. Hróðný og Jóhannes eign- uðust þrjú börn. I) Svanur, f. 23.9. 1929, kvæntur Ragnheiði Ragnarsdóttur, f. 1.1. 1933. Börn: 1) Einar, f. 1.7. 1958. Maki I. Sigríður Sigurðardóttir, f. mundur, f. 24.9. 1999, b) Sigtryggur, f. 9.2. 2007, c) Eysteinn, f. 8.1. 2009. 2) Bryndís, f. 24.9. 1975. Maki Stefán Einar Stefánsson, f. 14.8. 1975. Sonur þeirra Bragi, f. 6.4. 2005. Maki II Jó- hannes Jóhannsson, f. 16.1. 1949. Hróðný ólst upp á Hróðnýjar- stöðum við alhliða sveitastörf, Heim- ilið var rómað fyrir listhneigð, svo sem söng, orgel- og harmonikkuleik og fallegt handbragð: listmálun, skrautritun og ljósmyndun. Hróðný fór í Kvennaskólann á Blönduósi einn vetur. Eftir að þau Hróðný og Jó- hannes giftust hófu þau búskap á Sámsstöðum í Laxárdal, en fluttust til Reykjavíkur 1932 þar sem Jó- hannes hóf kennslustörf og starfaði síðan sem rithöfundur og skáld. Árið 1940 fluttu þau til Hveragerðis þar sem þau bjuggu í nær tuttugu ár. Þau reistu sér hús í Skáldagötunni og voru þar frumbyggjar í götunni sem nú heitir Frumskógar. Árið 1946 fóru þau til Svíþjóðar og voru þar í eitt ár og ferðuðust þá um Norð- urlöndin. Þegar þau komu frá Sví- þjóð fluttu þau aftur til Hveragerðis og komu sér upp húsi í Bröttuhlíð of- ar í þorpinu. Þar bjuggu þau til 1959 að þau fluttust til Reykjavíkur. Vorið 1955 urðu þau fyrstu skálaverðir Ferðafélags Íslands í Þórsmörk og voru þar á hverju sumri til 1962. Eft- ir lát Jóhannesar bjó Hróðný í Reykjavík og síðustu árin dvaldist hún á hjúkrunarheimilum, fyrst í Foldabæ og síðar í Skógarbæ. Útför Hróðnýjar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 16. september, og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar 18.12. 1961. Skildu. Börn: a) Sigurður Ágúst, f. 3.4. 1981, sambýlis- kona Bergdís Björk Sig- urjónsdóttir, f. 21.6. 1984. b) Ragnheiður, f. 16.4. 1986, sambýlis- maður Darri Krist- mundsson, f. 17.8. 1987. c) Svanhildur, f. 30.4. 2000. Maki II. Sigrún Lilja Einarsdóttir, f. 9.4. 1974. Þeirra barn d) Ein- ar Björgvin, f. 9.2. 2007. Hennar barn e) Þorgerð- ur Sól, f. 5.12. 1999. 2) Máni Ragnar f. 20.6. 1961. Sonur: Daði, f. 1.8. 1992, móðir Jónína Marteinsdóttir, f. 11.4. 1974. 3) Páll, f. 9.12 .1964. Dætur: a) Lea Rut, f. 17.6. 1995, móðir Ása Arnaldsdóttir, f. 7.9. 1972, og b) Silja Snædal, f. 13.12. 1998, móðir Drífa Snædal, f. 5.6. 1973. II) Inga Dóra, f. 27.9. 1940, gift Jóni Hafsteini Egg- ertssyni, f. 15.9. 1937. Börn: 1) Egg- ert Elfar, f. 21.3. 1960. Maki Sólveig Sigurþórsdóttir, f. 13.4. 1960. Börn: a) Jón Þór, f. 12.12. 1985, b) Sindri Snær, f. 31.5. 1994, c) Fannar Freyr, f. 26.5. 1998. 2) Jóhanna Lind, f. 11.7. 1967. Maki Þórhallur Sverrisson, f. 13.5. 1964. Sonur: Ingi Þór, f. 8.3. 1998. III) Þóra, f. 25.5. 1948. Maki I Sig- tryggur Sigtryggsson, f. 14.2. 1950. Börn: 1) Jóhannes Bjarni, f. 15.1. 1973. Maki Bryndís Guðmundsdóttir, f. 31.7. 1974. Synir þeirra: a) Guð- Gamla hvíthærða konan með fallega brosið faðmar mig og segir: „Vertu sæl elskan mín og þakka þér fyrir allt.“ Núorðið kveðjumst við alltaf eins og það gæti verið í síðasta sinn. Nú höfum við kvaðst í síðasta sinn og hugurinn reikar meira en hálfa öld aftur í tímann. Það var á sólbjörtum júlídegi árið 1956 að við sáumst fyrst. Ég var þá nýtrúlofuð syni hennar og við heim- sóttum þau hjónin í Þórsmörkina, þar sem þau dvöldu ásamt Þóru dótt- ur sinni og voru skálaverðir Ferða- félags Íslands í Langadal. Við dvöldum hjá þeim í tvær vikur og það voru sannkallaðir dýrðardag- ar í þessari perlu íslenskrar náttúru. Við tjölduðum en sváfum í skálanum þegar rigndi og borðuðum hjá þeim hjónunum. Samtímis okkur dvaldi þarna glaðsinna hópur náttúruunn- enda og Jóhannes fór með okkur í gönguferðir vítt og breitt um Mörk- ina á hverjum degi. Við nutum þess í ríkum mæli að hlýða á frásagnir hans. Hann jós úr sínum viskubrunni af örlæti og unun var að hlýða á hversu frábært vald hann hafði á íslenskri tungu, enda leitun á jafnoka hans á því sviði. Hróðný var oft með í þessum göngu- ferðum en stundum var hún bundin við störfin í skálanum. Mér er ekki kunnugt um hvernig henni leist á mig í byrjun, hún hafði engin orð um það, en með árunum myndaðist innilegt kærleikssam- band á milli okkar. Þess vegna líður mér núna frekar eins og ég hafi misst móður en tengdamóður. Elsku Hróðný mín. Þú hefur feng- ið kærkomna hvíld. Friður sé með þér og þökk fyrir alla elskuna þína. Ragnheiður Ragnarsdóttir. Elsku amma. Nú hefurðu fengið hvíldina eftir langan tíma með skrítinn og erfiðan sjúkdóm sem Alzheimer er. Sjúkdóm sem rænir þig persónuleikanum smátt og smátt og það hefur verið erfitt á að horfa fyrir börnin þín og aðstandendur. Þú hélst þó þínum skemmtilega húmor ansi lengi og stóðst fast á þínu oft á tíðum. Minnist ég þá sögunnar þegar þú varst komin á sambýlið Foldabæ og vildir sjá um eldhúsið þar eins og þín var von og vísa. Alltaf að passa að all- ir fengju nóg að borða. En þar var fyrir „húsmóðir“ sem ráðin var til að sjá um eldhúsið. Hún vildi benda þér á að á hverju heimili væri aðeins pláss fyrir eina húsmóður og það væri hún í þessu tilfelli. En þú varst nú ekki alveg tilbúin að samþykkja það og dóst ekki ráðalaus. Þú fórst inn í herbergið þitt og náðir í síma- skrána, flettir upp á nafninu þínu og bentir konunni á hvað þar stóð. „Hróðny Einarsdóttir húsmóðir.“ Þarna stóð það svart á hvítu og eng- inn þurfti því að efast um hver væri húsmóðir þar á bæ. Það eru margar góðar minningar sem ég á um þig frá því að ég var lítil. Þegar ég fékk að gista hjá þér á Kleppsveginum og þú leyfðir mér að færa öll húsgögnin til og frá þannig að ég gat hlaupið hringinn í stofunni á stólum og borðum sem átti að vera land og gólfið allt um kring var svo sjórinn sem ekki mátti detta ofan í. Það voru líka ófáar tízkusýningarnar sem ég hélt fyrir þig, mömmu og Þóru frænku, eftir að hafa fengið að gramsa eins og ég vildi í fataherberg- inu þínu. Það varst líka þú sem kenndir mér að spila rommý og marí- as, svo ég tali nú ekki um alla kaplana. Þú hafðir alltaf mjög gaman af að leggja kapal og ef ég lærði einhvern nýjan lá mikið á að koma í heimsókn til þín til að kenna þér hann. Nú, mörgum árum eftir að þú flutt- ir er það ósjálfrátt að ég kíki enn upp í gluggann þinn á Kleppsveginum og á svalirnar þínar á Leirubakkanum. Þær voru alltaf þær langfallegustu í blokkinni á meðan þú bjóst þar. Full- ar af fallegum blómum í alls kyns fal- legum litum. Þar leið þér vel. Ég trúi því að nú hafir þú loksins hitt hann afa Jóhannes eftir langa bið. Takk fyrir allt, elsku amma. Þín Jóhanna Lind. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru frá Kleppsveginum. Fisklykt frá bræðsluturni. Valstómatsósa og pyls- ur. Hlaup upp og niður stiga. Hun- angstertur fyrir dekurdrenginn hennar. Takmarkalaus hlýja. Síðan komu mörg góð ár á Leirubakka 14. Svalirnar þaktar blómum. Um hríð bjó hún hjá okkur mömmu og systur minni á meðan hún beið eftir því að komast í þjónustuíbúð. Ég var þá grænmetisæta en hún laumaðist til að sjóða saltkjöt í potti. Í lokin var hún orðin ellimóð enda ævin orðin löng. Hugur hennar leitaði þá oft til æsku í Dölum og horfins tíma, stríðsára og auðvitað Jóhann- esar afa sem hún missti fyrir 37 árum. Hún var bjargið hans. Umhyggja fyr- ir öðrum, kímni og sterkur persónu- leiki einkenndi ömmu. Fjölskyldu og vinum er hún ógleymanleg. Jóhannes Bjarni Sigtryggsson. Elsku langamma. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Hinsta kveðja. Langömmustrákarnir Ingi Þór, Jón Þór, Sindri Snær og Fannar Freyr. Elsku Hróðný. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Sólveig Sigurþórsdóttir. Á árunum 1884 til 1938 bjuggu á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal hjónin Einar Þorkelsson og Ingiríður Hans- dóttir. Þeim varð níu barna auðið, sem upp komust, og er frá þessu fólki mikill ættbogi sem nú er dreifður víða um land. Á Hróðnýjarstöðum var mikið menningarheimili, þar sem kveðskapur og tónlist voru í hávegum höfð, og áttu systkinin öll eftir að setja svip á umhverfi sitt með hæfi- leikum og handbragði sem tekin voru í arf frá heimahögum. Í dag kveðjum við yngsta barn þeirra Hróðnýjarstaðahjóna, Hróð- nýju Einarsdóttur. Hún fæddist 1908 og var því á 102. aldursári, þegar hún lést. Þar með eru öll systkinin níu horfin af sjónarsviðinu. Flest þeirra náðu háum aldri, en ekkert þeirra átti þó jafnmörg ár að baki og Hróðný, þegar lagt var út á móðuna miklu. Eins og stundum gerist í sveitinni var mannsefni Hróðnýjar ekki langt undan. Frammi í heiðinni, þar sem heitir í Ljárskógaseli, var ungur kennari og upprennandi skáld, Jó- hannes Jónasson, sem síðar varð landsfrægt þjóðskáld undir skálda- heitinu Jóhannes úr Kötlum. Það varð hlutverk Hróðnýjar að vera lífs- förunautur skáldsins og það fór ekki fram hjá okkur, sem til þekktum, að hún lagði sig mjög fram um að skapa honum þau skilyrði að hann gæti sinnt list sinni. Það var og ljóst að Jó- hannes unni konu sinni hugástum og mat að verðleikum allt það sem hún var honum. Hróðný var glæsileg kona og fríð sýnum og hélt sér vel fram á háan aldur. Hún var gædd léttri lund og þeirri meðfæddu glaðværð sem er ættarfylgja Hróðnýjarstaðafólks. Á kveðjustund minnumst við Inga heimsókna til Hveragerðis, þar sem þá bjuggu skáld og listamenn í öðru hverju húsi, og ekki gleymum við heldur árunum þegar Hróðný og Jó- hannes voru nágrannar okkar í Laugarnesinu í Reykjavík. Inga minnist sérstaklega þeirra sterku tengsla sem voru á milli Guðrúnar móður hennar og Hróðnýjar, en þær voru systur. Þessi tengsl voru rækt með margvíslegum hætti, meðal ann- ars með tíðum fjölskylduheimsókn- um sem gegndu sérstöku hlutverki á tímum frumstæðrar fjarskiptatækni. Við kveðjum Hróðnýju með kvöld- mynd úr sveitinni hennar sem dregin er upp í kvæði Jóhannesar, Álftirnar kvaka: Kyrr eru kvöldin, – kviðið er þá fáu. Sofa í hreiðrum svanabörnin smáu. Víðbláminn skyggir vötnin djúpu og bláu. Nú er ævidagur okkar góðu frænku að kveldi kominn og við þökk- um henni að leiðarlokum margar ljúf- ar samverustundir. Í nafni barna og tengdabarna Guðrúnar Einarsdóttur og Árna J. Árnasonar sendum við börnum Hróðnýjar og Jóhannesar og fjölskyldum þeirra dýpstu samúðar- kveðjur. Inga Árnadóttir, Sigurður Markússon. Hróðný Einarsdóttir                                       ✝ Ólafur Jóhann-esson fæddist í Arnardal, N-Ís. 31. mars 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 5. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Guð- mundsson, vitavörður, Ísafirði, Norður- Ísafjarðarsýslu og Sigrún Agata Guð- mundsdóttir, sauma- kona, Hafnarhólmi, Steingrímsfirði. Ólaf- ur var yngstur í röð tíu systkina, tví- buri við hann lést í fæðingu. Systkini hans eru Guðmundur Líndal, látinn, Sigmundur, látinn, Sigríður Stein- unn, látin, Guðbjörg, býr í Reykja- vík, Guðmunda látin, Sigrún Jó- hanna, látin, Ólafía, býr á Akureyri og Magnús, látinn. Ólafur giftist 31. ágúst 1957 Evu Pálmadóttur frá Hafn- arfirði, f. 1.9. 1929. Foreldrar Evu voru Jón Pálmi Jónsson og Þórlína Sveinbjörns- dóttir. Þau eignuðust eina dóttur og þrjá syni. Þau eru 1) Þórlína Jóna f. 22.10. 1954. Eiginmaður er Vil- hjálmur Eyjólfsson f. 27.12. 1954. Þau eru búsett í Njarðvík. Þeirra börn eru: 1.a. Eyjólfur Kristinn, eig- inkona Þórdís Elín Kristinsdóttir, búsett í Danmörku. Eyjólfur á Unu Dís. Móðir er Kristín Elfa Björns- dóttir. Með Þórdísi á hann börnin Vilhjálm Kristin, Regínu Kristu, Gabríelu Rósu og Daníelu Björgu. 1.b. Vilhjálmur Þór, maki Halldóra Jóhannsdóttir. Þau eru búsett í Njarðvík. Með Steinunni Ágústs- dóttur á hann Evu Lín, með Hall- dóru á hann Alexöndru Björgu. Börn Halldóru eru Íris Lea Þor- steinsdóttir og Halldóra Birta Magn- úsdóttir. 2) Jóhannes, f. 7.6. 1957. Eiginkona hans er Rósa Björk Guð- mundsdóttir, f. 12.11.1958. Búsett í Njarðvík. Þeirra börn eru: 2.a. Ólaf- ur, maki Guðrún Sigríður Knúts- dóttir. Búsett í Hafnarfirði. Þeirra barn er Bjarki Þór. 2.b. Þóra, maki Þorgeir Karl Gunnarsson, búsett í Njarðvík. Þeirra barn er Gunnar Karl. 2.c. Eva Rún. 3) Pálmi, f. 8.10. 1961, maki Jóhanna Malena Karls- dóttir, f. 10.7. 1960. Búsett í Kefla- vík. Barn hennar er Helga Arnbjörg Pálsdóttir. 4) Ólafur, f. 27.9. 1964. Maki var Þórný Jóhannsdóttir. Hennar sonur, alinn upp af Ólafi, er Jón Bergmann Heimisson. Seinni kona Ólafs var Ásta Bjarney Há- mundardóttir. Þau slitu samvistum. Þeirra sonur er Atli Jón. Ólafur ólst upp í Súðavík en flutti seinna til Ísafjarðar. Hann lauk fiski- mannaprófi frá Sjómannaskólanum í Rvík 1952 og sveinsprófi í múriðn frá Iðnskólanum í Keflavík 1969. Hann stundaði sjó- og landvinnu víða um land fyrir iðnnám, en múr- verk í Keflavík eftir það, var formaður Múrarafélags Suð- urnesja í fjölda ára ásamt því að vera varaformaður Múrarasam- bands Íslands í mörg ár. Ólafur og Eva bjuggu lengst af á Greniteig 10 í Keflavík. Útför Ólafs Jóhannessonar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, miðvikudaginn 16. sept. kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Ólafur Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.