Morgunblaðið - 16.09.2009, Síða 40
Reuters
Ken Loach Hinn virti leikstjóri á
kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor.
BRESKI kvikmyndagerðarmað-
urinn Ken Loach mun hljóta heið-
ursverðlaun á Evrópsku kvik-
myndaverðlaununum, EFA, þann
12. desember nk.
Loach hóf feril sinn í bresku sjón-
varpi og hefur hlotið mörg verð-
laun fyrir kvikmyndir sínar. Hann
hlaut fyrst athygli fyrir kvikmynd-
irnar Kes árið 1970 og Family Life
ári síðar. Af öðrum merkum kvik-
myndum hans má nefna Riff-Raff
sem hlaut verðlaun sem besta evr-
ópska kvikmyndin árið 1991 og
Land and Freedom sem hlaut sömu
verðlaun fjórum árum síðar.
Þá hlaut Sweet Sixteen gagnrýn-
endaverðlaun EFA árið 2002 og
gullpálmann hlaut hann í Cannes
árið 2006 fyrir The Wind That Sha-
kes the Barley.
EFA heiðrar Loach
fyrir ævistarfið
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009
FRÁSAM RAIMI
LEIKSTJÓRA EVIL DEAD OG SPIDER MAN
GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI:
ENTERTAINMENT WEEKLY - 100/100
LOS ANGELES TIMES - 100/100
WALL STREET JOURNAL - 100/100
WASHINGTON POST - 100/100
FILM THREAT - 100/100SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA
FRÁBÆR SK
EMMTUN – F
RÁBÆRTÓN
LIST
“ÓVÆNTASTI SMELLUR ÁRSINS”– J.F ABC
HHH
- EMPIRE
HHH
- ROGER EBERT
2 VIKUR Á TOPPNUM
Í BANDARÍKJUNUM!
ÓTRÚLEG UPPLIFUN Í 3D
SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
HHHH
– IN TOUCH
HHH
„HITTIR Í MARK.“
-S.V. MBL
/ ÁLFABAKKA
BANDSLAM kl. 5:45 - 8 - 10:20 L UP m. ensku tali kl. 8 - 10:20 L
REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 6 - 8 - 10:10 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:503D DIGITAL 3D L
REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 8 - 10:10 LÚXUS VIP UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 L
THE PROPOSAL kl. 8 - 10:20 L HARRY POTTER kl. 5 10
THE PROPOSAL kl. 5:50 LÚXUS VIP DRAG ME TO HELL kl. 8 - 10:10 16
/ KRINGLUNNI
FINAL DESTINATION4 kl. 8:103D - 10:103D 16 DIGITAL 3D
BANDSLAM kl. 5:40 - 8 L DIGITAL 3D
REYKJAVÍK WHALE.. kl. 8:10 - 10:10 16
UP m. ensku tali kl. 10:203D L DIGITAL 3D
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 63D L DIGITAL 3D
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 6 L
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
HALLUR Ingólfsson er ekki við
eina fjölina felldur í tónlist. Þó að
flestir þekki hann kannski sem me-
talgaur hefur hann fengist við ótal
gerðir tónlistar, allt frá hörðu
dimmu rokki í ballettmúsík og fram-
sækna leikhústónlist. Hann er og
enn að koma á óvart eins og heyra
má á plötunni Disaster Songs sem
hann gaf út á dögunum, en á henni
er að finna trega- og mæðusöngva.
Fyrstu tónleikar til að kynna
plötuna nýju voru í afmæli Halls
fyrir stuttu, en í kvöld og annað
kvöld gefst almenningi svo kostur á
að sjá sveitina á sviði, því þá hitar
Disaster Songs upp fyrir Lights on
the Higway; á Rósenberg í kvöld en
í Græna hattinum á Akureyri á
morgun.
Disaster Songs á sér nokkurn að-
draganda, að því Hallur segir, en
lögin á skífuna urðu til á tiltölulega
skömmum tíma fyrir þremur árum.
„Lögin urðu flest til á einum mán-
uði, runnu upp úr mér,“ segir Hall-
ur og virkar enn hálfhissa á því
hvernig allt átti sér stað, enda eru
þau nokkuð frábrugðin því sem
hann hefur áður gert. Upptökur
fóru síðan fram í heimahljóðveri
hans næstu tvö ár, en platan var
hljóðblönduð í sumar.
Depurð og tregi
Lög, textar og útsetningar eru
Halls, en Halldóra Malín Péturs-
dóttir syngur með honum á plöt-
unni. Hallur segir reyndar að upp-
haflega hafi hann hugsað sér eitt lag
fyrir hana, en síðan ætlað að kalla á
aðra söngvara, en þegar hún hafði
sungið lagið fannst honum gráupp-
lagt að fá hana til að syngja með sér
alla plötuna.
Lögin á Disaster Songs fjalla um
depurð, trega og tilgangsleysi, eins
og heiti skífunnar kannski ber með
sér, enda segir Hallur, sem er þó
skapléttur og glaðvær að eðlisfari,
að það sé nú svo að þó hamingjan sé
góð þá sé alltaf meira gaman að
velta fyrir sér sorginni. Halldóra
tekur undir það að það sé gaman að
syngja sorgleg lög; „það var enginn
vandi að komast inn í lögin og æð-
islegt að syngja þau á tónleikum“.
Hallur tekur í sama streng og segir
að þótt hann sé berskjaldaðri á tón-
leikum með Disaster Songs en til að
mynda með rokksveitinni XIII þá sé
það mjög gefandi og skemmtilegt.
„Það má segja að þegar svo lág-
stemmd músík sé flutt þá fái öll mis-
tök að blómstra,“ segir hann og
skellir uppúr, „en það er enginn
vandi að flytja þessa músík þegar
maður gerir það af heilum hug, þeg-
ar maður er að syngja lög um eitt-
hvað sem skiptir máli.“
Krefjandi leikhúsvinna
Eins og getið er hitar Disaster
Songs upp fyrir Lights on the
Higway á Rósenberg í kvöld og í
Græna hattinum á Akureyri á
morgun. Frekara tónleikahald er
fyrirhugað næstu vikur og þó að
krefjandi leikhúsvinna sé fram-
undan hjá Halli upp úr miðjum
október, hyggjast þau Halldóra
Malín halda áfram að kynna skífuna
áfram. Hallur leikur á gítar og
syngur í sveitinni og Halldóra Malín
syngur, en auk þeirra eru í sveitinni
Axel Árnason slagverksleikari, Haf-
þór Karlsson kontrabassaleikari og
Ása Dýradóttir sem leikur á Wurlit-
zer rafpíanó.
Tregi og mæða
Hallur Ingólfsson kemur enn á óvart
Morgunblaðið/Heiddi
Hallur og Halldóra Öll mistök fá að blómstra á plötunni Disaster Songs.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ÞEIR sem átt hafa leið um Kringl-
una í vikunni hafa sjálfagt furðað
sig á fangaklefa sem búið er að
koma fyrir á miðjum gangvegi
neðri hæðar. Klefinn er á vegum
Stöðvar 2, hluti af markaðsherferð
stöðvarinnar á Fangavaktinni,
framhaldi þáttaraðanna Nætur- og
Dagvaktin. Klefinn er hluti úr
sviðsmynd þáttanna og verður
blásið til keppni dagana 23.-25.
september sem felst í því að leyfa
fólki að „sitja inni“ í þrjá daga.
Fólk fær þó að fara á salernið og
fá sér að borða, en taki þetta of
langan tíma hlýtur viðkomandi
refsistig. Þá mega þeir sem sitja
inni hafa lítil samskipti við
Kringlugesti og ekkert þiggja af
þeim, hvorki járnsagir né annað.
Tíu manns munu sitja inni.
„Við viljum með þessu vekja enn
meiri athygli á þessum sjónvarps-
þætti,“ segir Pétur Pétursson,
framkvæmdastjóri sölusviðs 365
miðla ehf.
Hátt í 700
manns hafa
skráð sig til
þátttöku og enn
hægt að skrá sig
á visir.is. Valið
verður úr hópi
umsækjenda. Til
mikils er að
vinna, að sögn
Péturs, því sigurvegarinn fær ut-
anlandsferð fyrir tvo með Iceland
Express, árs áskrift að Stöð 2,
sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni,
gjafakort frá Kringlunni og far-
síma frá Vodafone.
Saklaus leikur
Er þetta ekkert á mörkunum
siðferðislega?
„Við trúum því að langflestir
telji svo ekki vera enda um sak-
lausan leik að ræða, þótt fangavist
í eðli sínu sé grafalvarlegt mál.
Það verður enginn læstur inni í
eiginlegri merkingu orðanna.
Menn eru frjálsir ferða sinna þeg-
ar þeir vilja gefast upp. Þetta
snýst um úthald og viljastyrk –
annað ekki. Það má bæta því við
að þátttakendur þurfa að und-
irgangast læknisskoðun,“ segir
Pétur. Með því vilji menn ganga
úr skugga um að þátttakendur þoli
álagið.
Óttist þið ekki að þetta fari úr
böndum, að gestir fari að pína
fangana með einum eða öðrum
hætti t.d?
„Þarna verða „fangaverðir“ sem
halda uppi reglu og aga og standa
vörð um „fanga“ sem og Kringlu-
gesti,“ svarar Pétur.
Sýningar á Fangavaktinni hefj-
ast 27. september.
„Snýst um úthald
og viljastyrk“
Tíu manns verður stungið í fangelsi í
Kringlunni í þrjá daga í lok mánaðar
Morgunblaðið/Heiddi
Fangelsi Ungur maður virðir fyrir sér klefann í Kringlunni.
Pétur Pétursson