Morgunblaðið - 21.09.2009, Page 7
Íþróttir 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009
BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur
úr GKG, náði sér ekki almennilega á strik síð-
ustu tvo hringina á Opna austurríska mótinu í
golfi sem lauk í gær. Hann lék þriðja hringinn
á 73 höggum, eða tveimur höggum yfir pari
Fontana-vallarins, og í gær lék hann á 74
höggum, þremur yfir pari. Hann lauk því leik á
mótinu á tveimur höggum yfir pari og skilaði
það honum í 62.-63. sæti, en 130 kylfingar hófu
leik í mótinu á fimmtudaginn var. Birgir Leifur
fær sem nemur 470.000 íslenskum krónum fyr-
ir árangurinn í mótinu.
Birgir Leifur átti frábæran hring á föstu-
daginn er hann lék völlinn á fimm höggum
undir pari, en hann náði ekki að fylgja því
nægilega vel eftir síðustu
tvo dagana.
Á laugardaginn fékk
hann þrjá skolla og þrjá
fugla á fyrri níu holunum og
var því á pari á þeim, byrj-
aði síðan á fugli en fékk þrjá
skolla það sem eftir var.
Í gær fékk hann þrjá
skolla á fyrri níu holunum
en var á pari síðari níu, tveir
fuglar og tveir skollar. Þeg-
ar hann lék annan hringinn á fimm undir pútt-
aði hann mjög vel, en púttin duttu ekki síðustu
tvo dagana. skuli@mbl.is
Birgir Leifur aftarlega á merinni
Birgir Leifur
Hafþórsson
HEIÐAR Helguson skoraði tvö mörk fyrir Wat-
ford er liðið gerði 3:3 jafntefli við Leicester í
ensku 1. deildinni og Gylfi Þór Sigurðsson skor-
aði annað marka Reading sem tapaði 2:3 á úti-
velli fyrir Peterborough.
Gylfi og félagar í Reading komust í 2:0 í fyrri
hálfleik og gerði Gylfi fyrra markið. Brotið var
á honum nokkru utan teigs og hann tók spyrn-
una sjálfur og sendi boltann neðst í vinstra
markhornið. Snoturt mark hjá honum. En þetta
dugði ekki því heimamenn skoruðu í þrígang,
sigurmarkið rétt fyrir leikslok. „Við áttum að fá
þrjú stig úr þessum leik, en hann sýnir bara
óheppni okkar það sem af er vetri. Vonandi
vakna menn nú til lífsins,“ sagði Brendan Rod-
gers, stjóri Reading.
Watford lenti 2:0 undir á
heimavelli á móti Leicester
en minnkaði muninn
snemma í síðari hálfleik og
Heiðar jafnaði metin með
skallamarki og kom síðan
liðinu yfir með því að skora
af stuttu færi á 77. mínútu
og var síðan tekinn af velli
þremur mínútum síðar. „Ég
hefði þegið þetta stig í hálfleik en í lokin voru
það vonbrigði að fá á sig jöfnunarmarkið í lok-
in,“ sagði Malky Mackay, stjóri Watford, eftir
leikinn. skuli@mbl.is
Heiðar með tvö og Gylfi eitt
Heiðar
Helguson
Eftir Sindra Sverrisson
sindris@mbl.is
ÞAÐ er ekki algengt að tæplega 36
ára gamall leikmaður spili sem
tengiliður hjá einu besta liði heims
og gegni þar svo gríðarlega mikil-
vægu hlutverki sem Giggs gerir hjá
United. Aldurinn virðist hins vegar
ekki gera honum frekara mein en
úrvals rauðvíni og sú ákvörðun hans
að hætta að spila með velska lands-
liðinu í júní 2007 virðist hafa blásið
nýju lífi í frábæran feril kappans en
hann var valinn besti leikmaður síð-
ustu leiktíðar af leikmönnum ensku
úrvalsdeildarinnar og hefur farið
vel af stað á þessari leiktíð.
Ryan Giggs hóf feril sinn með
United 17 ára gamall í mars 1991
en hans fyrsti leikur í byrjunarliði
var einmitt gegn Manchester City
skömmu síðar og þar skoraði Giggs
eina markið í 1:0-sigri. Það var í
raun kaldhæðnislegt í ljósi þess að
Giggs var í unglingaakademíu City
og allt útlit því fyrir að hann yrði
leikmaður liðsins í framtíðinni áður
en Sir Alex Ferguson gekk til fund-
ar við hann á 14 ára afmælisdegi
Wales-verjans.
Giggs var gallharður stuðnings-
maður United og því þurfti ekki
langan tíma til að sannfæra hann en
sennilega er þessi fundur sá mikil-
vægasti sem Ferguson hefur átt, og
hefur hann þó átt þá nokkuð marga.
Giggs, sem er eini leikmaðurinn sem
skorað hefur á hverri einustu leiktíð
í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, hef-
ur nefnilega átt stærstan þátt leik-
manna í ótrúlegri sigurgöngu Unit-
ed frá árinu 1991 þar sem liðið hefur
ellefu sinnum orðið Englandsmeist-
ari, fjórum sinnum bikarmeistari og
tvisvar sinnum Evrópumeistari.
Hann gaf sínu gamla félagi engin
grið í slagnum um Manchester-borg
í gær í mögnuðum knattspyrnuleik.
Þar lagði hann upp þrjú af fjórum
mörkum með sínum baneitraða
vinstri fæti, það síðasta eftir að hafa
leikið rúmar 95 mínútur svo ljóst má
vera að ellikerling hefur ekki náð
sterkum tökum á honum. Þá sendi
hann boltann á varamanninn Mich-
ael Owen sem skoraði laglega en áð-
ur hafði Darren Fletcher gert tvö
mörk og Wayne Rooney eitt en hann
hefur nú gert sex mörk í sex leikjum
á leiktíðinni. City jafnaði metin þrí-
vegis, þar af Craig Bellamy tvisvar
og Gareth Barry einu sinni, en tvö
þessara marka skrifast nær alfarið á
reikning þeirra Bens Fosters mark-
varðar United og Rios Ferdinands
sem gerðu sig seka um slæm mis-
tök.
Sir Alex Ferguson fagnaði ákaft í
leikslok á meðan fyrrverandi læri-
sveinn hans, Mark Hughes, kvartaði
sáran yfir því hve miklum tíma var
bætt við leikinn og hafði nokkuð til
síns máls. Ferguson kaus frekar að
einblína á hve skemmtilegur leik-
urinn hefði verið.
„Mistökin sem gerð voru urðu til
þess að þetta var líklega besti ná-
grannaslagur liðanna frá upphafi.
Við hefðum getað niðurlægt þá með
6:0-sigri ef við hefðum varist al-
mennilega en í staðinn varð þetta
frábær skemmtun. Hvort viltu frek-
ar; besta grannaslag allra tíma eða
vinna 6:0?“ sagði Skotinn sem virtist
frekar kjósa hið fyrrnefnda.
Eins og úrvals rauðvín
Ryan Giggs lagði upp þrjú mörk gegn „uppeldisfélagi“ sínu Fundaði fjórtán
ára með Ferguson United vann 4:3-sigur í mögnuðum nágrannaslag
Í HNOTSKURN
»Manchester United vann4:3-sigur á Manchester
City eftir að hafa komist fjór-
um sinnum yfir í leiknum.
»Ryan Giggs lagði upp þrjúmörk í leiknum en hann
var á sínum tíma í ung-
lingaakademíu City.
»Sigurmarkið skoraði Mich-ael Owen í uppbótartíma.
Ryan Giggs sýndi enn og aftur og
sannaði hve magnaður leikmaður
hann er þegar Manchester United
lagði granna sína í Manchester City í
gær, 4:3, í hreint út sagt ótrúlegum
fótboltaleik. Giggs lagði upp þrjú af
mörkunum en það síðasta skoraði
varamaðurinn Michael Owen þegar
rúmlega fimm mínútur voru komnar
fram yfir venjulegan leiktíma,
skömmu eftir að Craig Bellamy hafði
jafnað metin fyrir þá bláklæddu sem
voru hundsvekktir með fyrsta tap sitt
á leiktíðinni.
Reuters
Eldist vel Ryan Giggs verður betri með árunum og í gær átti hann flottan leik í Manchestarslagnum.
Bjarni Þór Viðarsson, leikmaðurmeð Roeselare í Belgíu, fékk að
líta rauða spjaldið í leik liðsins við
Mechelen í belgísku 1. deildinni á
laugardaginn. Bjarni Þór, sem lék
annan leik sinn með liðinu, fékk sitt
annað gula spjald á 77. mínútu leiks-
ins og því varð hann að víkja af velli.
Roeselare er í neðsta sæti deild-
arinnar með tvö stig eftir sex leiki.
Theódór ElmarBjarnason
lagði upp annað
mark sænska liðs-
ins IFK Gauta-
borg er liðið lagði
Hammarby 2:0 í
sænsku úrvals-
deildinni í gær.
Hann lagði upp
fyrra markið fyrir Tobias Hysén,
sem einnig skoraði síðara mark liðs-
ins. Elmar lék á miðjunni allan leik-
inn og þeir Hjálmar Jónsson og
Ragnar Sigurðsson stóðu vaktina í
hjarta varnar Gautaborgar, sem fór í
efsta sæti sænsku deildarinnar.
Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrrihálfleikinn þegar Mónakó vann
sinn fyrsta sigur á útivelli á leiktíð-
inni í frönsku deildinni. Mónakó lagði
Nice 3:1 og átti Eiður Smári þátt í
öðru marki Mónakó.
Rafael Bení-tez, knatt-
spyrnustjóri Liv-
erpool, var
ánægður með að
fara með öll þrjú
stigin frá Upton
Park þar sem
Liverpool lagði
West Ham 3:2. Fernando Torres
skoraði fyrsta og síðasta mark Liver-
pool og var stjórinn sérlega ánægður
með frammistöðu hans. „Ef hann
heldur áfram að spila svona þá getur
hann orðið einn sá besti, en það eru
margir mjög góðir leikmenn í deild-
inni þannig að það er erfitt að nefna
aðeins einn sem þann besta,“ sagði
Benítez.
Alessandro Diamanti skoraðimark fyrir West Ham úr víta-
spyrnu og virtist renna til um leið og
hann spyrnti knettinum. „Maður var
hálfhræddur við þetta víti. Mér sýnd-
ist hann renna um leið og hann
spyrnti en hann segir mér að hann
hafi ætlað að gera þetta svona,“ sagði
Gianfranco Zola, stjóri West Ham,
um vítaspyrnuna.
Belgíski mið-vörðurinn í
liði Arsenal,
Thomas Vermae-
len, hefur farið
mikinn í síðustu
leikjum liðsins. Á
laugardaginn
skoraði hann tvö
mörk þegar Arsenal vann slakt lið
Wigan 4:0 í leik þar sem heimamenn
réðu gjörsamlega gangi mála og
hefðu getað unnið mun stærra.
Fólk sport@mbl.is
„ÞAÐ áttu allir leikmenn mínir fínan leik í dag.
Síðari hálfleikurinn var fremur þægilegur fyrir
okkur,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri
Chelsea, eftir að lið hans hafði lagt Tottenham,
3:0. Chelsea er eina liðið sem hefur ekki tapað
stigi í deildinni til þessa og er með fullt hús. En
sigurinn gæti hafa tekið sinn toll því Didier
Drogba var borinn af leikvelli meiddur.
„Við vonum auðvitað að þetta sé ekki alvarlegt.
En við höfum áður leikið án Drogba, við gerðum
það á móti Porto og við erum með marga fína
menn sem geta leikið hans stöðu,“ sagði Ítalinn og
nefndi Nicolas Anelka, Salomon Kalou, Daniel
Sturridge og Fabio Borini, sem hann hrósaði sér-
staklega, en Borini er 18 ára
ítalskur strákur. „Hann er
ungur og það er mikilvægt að
leyfa honum aðeins að prófa
þetta,“ sagði Ancelotti, en
Chelsea vann þarna sinn ellefta
leik í röð, sem er félagsmet.
Tottenham vildi fá víta-
spyrnu í leiknum en Ancelotti
vildi ekki ræða það. „Ég veit
ekki hvort Tottenham hefði átt
að fá víti. Ég er ekki dómari og
ég vil ekki ræða störf dómara, ég vil miklu frekar
ræða um leikinn,“ sagði Ítalinn.
Hann fylgdist með leik Manchesterliðanna fyrr
um daginn og var hrifinn. „Það var frábær leikur,
alveg ótrúlegur, en ég hef bara áhuga á að
Chelsea spili vel og vinni,“ sagði stjórinn.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gæti átt í
vandræðum á næstunni með miðverði því Sebas-
tien Bassong og Ledley King meiddust báðir í
leiknum og þeir Michael Dawson og Jonathan
Woodgate eru báðir á sjúkralista. „Nú hef ég eng-
an miðvörð lengur,“ sagði stjórinn um vandamál
næstu vikna.
Þetta var annað tap Tottenham í röð en liðið
byrjaði á því að sigra í fyrstu fjórum leikjum sín-
um í deildinni. skuli@mbl.is
Chelsea enn með fullt hús stiga
Var miklu sterkara liðið þegar það mætti Tottenham í uppgjöri Lundúnaliðanna
Carlo
Ancelotti