Morgunblaðið - 12.10.2009, Side 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
BIKARMEISTARAR Stjörnunnar í
körfuknattleik karla komu nokkuð á
óvart í gær er þeir tryggðu sér nafn-
bótina meistarar meistaranna. Sigr-
uðu þeir Íslandsmeistara KR á
þeirra eigin heimavelli, DHL-
höllinni 89:80. Garðbæingar höfðu
frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik
en leikurinn var kaflaskiptari í þeim
síðari þegar liðin skiptust á að hafa
forystuna.
Stjarnan byrjaði mun betur og
hafði yfir 23:13 eftir 1. leikhluta og
48:41 í hálfleik. KR-ingar sneru tafl-
inu sér í hag í þriðja leikhluta og
náðu þriggja stiga forskoti fyrir síð-
asta leikhlutann. Garðbæingar unnu
hins vegar fjórða leikhlutann með
miklum mun, 28:16. Jovan Zdra-
vevski var stigahæstur með 33 stig
en hann tók jafnframt 8 fráköst og
gaf 5 stoðsendingar. Fannar Freyr
Helgason frá Ósi var með 22 stig og
tók 12 fráköst. Justin Shouse var
einnig drjúgur eins og svo oft áður.
Hann skilaði 15 stigum og gaf 13
stoðsendingar.
Brynjar Björnsson fór fyrir liði
KR-inga í stigaskorun og skoraði 29
stig þar af skoraði hann 27 í fyrstu
þremur leikhlutunum. Tommy John-
son einn hinna nýju leikmanna KR
var næststigahæstur með 13 stig og
tók 6 fráköst.
Bikurum fjölgar í Garðabæ
Morgunblaðið/Ómar
Góðir Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans úr Stjörnunni lögðu KR í Meistarakeppni KKÍ í gær.
Sævar Haralds-son hefur
skipt úr úrvals-
deildarliði Stjörn-
unnar í körfu-
knattleik í sitt
gamla félag
Hauka. Sævar
varð bikarmeistari
með Stjörnunni á
síðustu leiktíð en hann er leikstjórn-
andi og kemur til með að styrkja
Haukaliðið mikið í baráttunni í næst-
efstu deild.
Íslendingaliðið Rhein-Neckar Lö-wen sigraði Melsungen á útivelli,
26:28, í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik í fyrrakvöld. Ólafur Stef-
ánsson skoraði 5 mörk fyrir Rhein-
Neckar Löwen og þeir Snorri Steinn
Guðjónsson og Guðjón Valur Sig-
urðsson gerðu 2 mörk hvor.
Róbert Gunnarsson skoraði 4mörk fyrir Gummersbach sem
hafði betur á móti Balingen, 21:26.
Sverre Jakobsson og félagar hans íGrosswallstadt lögðu Dorma-
gen, 28:26, á heimavelli. Sverre náði
ekki að skora fyrir sína menn en Ein-
ar Hólmgeirsson lék ekki með liðinu
vegna meiðsla.
Kári KristjánKrist-
jánsson skoraði 4
mörk fyrir sviss-
neska liðið Ami-
citia Zürich þeg-
ar liðið tapaði
fyrir danska lið-
inu Kolding,
35:27, í riðla-
keppni Meistaradeildar Evrópu en
liðin áttust við í Danmörku.
Strákarnir hans Guðmundar Þórð-ar Guðmundssonar í danska
handboltaliðinu GOG fögnuðu sigri
gegn Ringsted, 32:24, í dönsku úr-
valsdeildinni í handknattleik. Ásgeir
Örn Hallgrímsson lék ekki með GOG
en landsliðsmaðurinn er frá keppni
vegna meiðsla.
TuS N-Lübbecke vann góðan sigurá Flensburg, 31:28, í þýsku 1.
deildinni í handknattleik. Þórir Ólafs-
son skoraði 5 mörk fyrir Lübbecke og
Heiðmar Felixson 4. Alexander Pet-
ersson náði ekki að skora fyrir Flens-
burg
Fimmfaldir heimsmeistarar Bras-ilíumanna biðu í gærkvöld lægri
hlut fyrir Bólivíumönnum, 2:1, í S-
Ameríkuriðli undankeppni HM í
knattspyrnu. Nilmar skoraði mark
Brassanna og minnkaði muninn 20
mínútum fyrir leikslok en þetta var
annar tapleikur Brasilíumanna í und-
ankeppninni.
Brasilíumenn hafa fyrir löngu síð-an tryggt sér sæti í lokakeppn-
inni sem haldin verður í Suður-Afríku
næsta sumar. Brasilía hefur 33 stig í
efsta sæti ásamt Paragvæ og Chile
hefur 30. Þessar þrjár þjóðir eru
öruggar í úrslit en Argentínumenn
sem hafa 25 stig og Úrúgvæar sem
hafa 24 stig berjast um fjórða sætið
en fjórar efstu þjóðirnar komast í úr-
slitakeppnina. Argentína og Úrúgvæ
mætast í lokaumferðinni í Montevi-
deo í Úrúgvæ á miðvikudaginn.
Norskir fjölmiðlar greindu frá þvíí gær að sænska knattspyrnu-
sambandið hefði áhuga á að fá Norð-
manninn Åge Hareide sem næsta
landsliðsþjálfara karlandsliðs Svía.
Lars Lagerbäck mun hætta sem
þjálfari sænska liðsins. Hareide er
þjálfari sænska liðsins Örgryte og
hann var áður þjálfari Noregs.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
BÆÐI lið tefla fram nýjum erlendum
leikmönnum sem urðu stigahæstir í
leiknum í gær. Jenny Pfeiffer Finora
gerði 15 stig fyrir KR en Heather
Ezell var með 24 fyrir Hauka. Hafn-
firðingar léku án tveggja lykilmanna,
þeirra Thelmu B. Fjalarsdóttur og
Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur,
sem skýrir að einhverju leyti þennan
mikla mun sem var á liðunum.
KR hefur byrjað leiktíðina með lát-
um en þær sigruðu einnig í Powe-
rade-bikarkeppninni á dögunum. Sig-
ur liðsins var mjög öruggur í gær en
KR hafði yfir í hálfleik 41:28. Jóhann-
es Árnason lét af störfum sem þjálf-
ari liðsins í vor og við starfi hans tók
Benedikt Guðmundsson, fráfarandi
þjálfari karlaliðs KR. Hann hreinsaði
nokkuð til í leikmannahópnum og
fékk landsliðsmiðherjann Signýju
Hermannsdóttur frá Val til liðsins.
Systurnar Guðrún og Sigrún
Ámundadætur reru hins vegar á önn-
ur mið. Signý og Hildur Sigurð-
ardóttir gerðu 11 stig hvor í gær.
Talsverðar breytingar urðu á
Haukaliðinu sem leikur nú undir
stjórn Hennings Henningssonar
landsliðsþjálfara en Yngvi Gunn-
laugsson þjálfaði liðið í fyrra. Krist-
rún Sigurjónsdóttir, Guðbjörg Sverr-
isdóttir og Slavica Dimovska gengu
til liðs við Hamar en Guðrún
Ámundadóttir, Ragnheiður Theo-
dórsdóttir og Heather Ezell eru
komnar í þeirra stað. Margrét Rósa
Hálfdánardóttir var næststigahæst
með 7 stig í tapinu í Frostaskjólinu í
gær.
Morgunblaðið/Ómar
Átök María Lind Sigurðardóttir Haukum og Heiðrún Kristmundsdóttir KR takast á af fullri hörku.
Benedikt byrjar með
látum í kvennaboltanum
Bikarmeistarar KR urðu í gær meist-
arar meistaranna í körfuknattleik
kvenna þegar þær unnu stórsigur á
Íslandsmeisturum Hauka 78:45 í
DHL-höllinni. Þessi lið háðu eft-
irminnilega fimm leikja rimmu um Ís-
landsmeistaratitilinn síðastliðið vor
en síðan þá hafa miklar breytingar
orðið á leikmannahópum liðanna.