Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 5
-5- stafa af Þvl að einstaklingar hennar "fari sérstaklega illa Tneð sig"„ Á stól, sem stóð hér um bil á miðju gólfi, sat húsbóndinn. Stellingin var líkust Því, sem hann svæfi: Hendurnar heng.u máttvana niður með hliðunum, og höfuðið hafði hnig- ið niður á bringu. Hann starði fram fyrir sig með sljóu augnaráði, sem lýsti deyfð og tilfinningaleysi. Hann var líka alveig hættur að finna til. Eiginlega gerði hann sér ekki ljósa grein fyrir hvað var að gerast í kringum honn. Þarna upp í rúminu lá yngsta barnið hans og grét. Að ungbörn gráti er ekkert óvenjulegt - en Þetta barn - sífelldur grótur - sór og nístandi. Það var aðeins eitt ráð til að láta Það hætta - ráð, sem hann hafði ekki efni a að framkvsana - að gefa Því mat Þessi sári grátur haf^i áður verið honum óÞolandi, Sjálfsásökimin fyrir að hafa kom- ið Þessu barni inn í heiminn,til Þess að gráta og svelta hafði ætlað að gera út af við hann. En nú var Þetta liðið hjá - hann fann ekki lengur til. Þessi dynjandi hjartsl'tt- ur og Þetta ógnar fax'g, sem fyllti allt brjóstholið, vor horfið - í Þess stað var kominn Þessi ískaldi sljóleiki - hann var hættur að vera Þátttakandi - honn var bara áhorfancli, sem stóð á sama um úrslitin. Stundarkorn skaut mynd konu hans upp í hug- anum: I meðallagi há, horuð, með Þunglyndis- leg blá augu, sem horfðu óttoslegin á ailt og alla - eilífur niðurbældur hósti - gul- leitur hörundslitur - ískaldar hendur, sem voru harðar og upphlejrptar. Hún var líka með "eitthvað fyrir brjóst- inu". Einu sinni snemma morguns hafði hún farið á fætur,til bess að Þvo Þvott. Hún Þurfti nefnilega að vera búin að Því, Þegar aðrir kæmu til vinnu sinnar, Þvx hún stund- aði saltfisksÞvott, og Þegar maðurinn er at- vinnulaus, Þá má heimilið ekkert vanta, til Þess að geta hvorki lifað né dáið. Þegar hún vor að hengja Þvottinn út, sló að henni, og í staðinn fyrir að fara upp í rúm, fó sér heitt romm-doddy, og hafa Það rólegt - Þáífór hún illa með sig - Það er að segja hún fór að Þvo upp saltfisk, en sumt fólk kann nú heldur aldrei að hegða sér-. í dag gat honn hugsað tun Þetta. allt soman ón Þess að finna til nokkurra óteeginda. Og Þó var ástandið olveg jafnvont og áður. Hann var atvinnulous - einn af Þeim, sem góðir borgarar segja að nenni ekki að vinna eða Þa að Þeir eigi bara að éta steinbít. Konan hons vann -"fór illa með sig" á hverjum degi - til hvers? Þou gátu hvort sem var ekki lifeð á ÞvíJ Drengxxrinn út við gluggann var að lesa kverið - hann áttiað fara til prestsins kl. 6. Honum gekk illa að læra í hávaðonum, en hann reyndi eins og hann gat. "Forsjón guðs er Það, að honn heldur öllu Því við, sem hann hefir skapað, ber föðurlega umhyggju ffTrir mönnum og skepnum og stjórnar með vísdómi og gæzku öllu, sem við ber í heiminum. " Hann las upphátt, og foðir hans heyrði hvert orð í gegnum barnsgrátinn og áflogin á gólfinu. "Hið mótdræga, sem guð lætur oss að höndum bera, sendir hann oss einnig af vísdóm dómi og gæzku, til Þess að efla vora sönnu velferð. Þess vegna ber oss að taka Þvi með undirgefni og Þolinmæði og aldrei mögla né örvílnast. "Eg trúi að guð hafi skapað mig og allar skepnur, hafi gefið mér líkamo og sál, augu og eyru og alla limi, skynseni og öll skiln- ingarvit og haldi Því enn við, auk Þess klæði, skæði, mat og drykk, hús og heimili. Konu og börn, akur og fénað og öll gæði; sjái mér ríkulega og daglega fyrir öllum Þörfum og fræðslu Þessa líkomo og lífs. Við Þennan lestur, sem var ákaflega hár og skýr - var eins og svolítið líf færðist í húsbóndann, og hann fór aftur að finna til Þessa Þunga seiðings í brjóstholinu. Honn reyndi að berjast á móti honum - hann vildi beinlínis falla aftur í Þetta Þján- ingalausa leiðsluástond, sem verkaði svo hvílsndx á hinar yfirspenntu taugar hans. En Það tókst ekki - Því meir sem hann einbeitti huganum að Þessu takmarki - Því meir fjarlægðist hann Það. Svo guð fæddi hann og heimili hans - já exnmitt Það. Og litla barnið Þama í rúminu? Var Þessi pottormur í raun og veru ósvífinn? Þarna la hann og lcveinaði og kvartaði - nú hann var heldur ekki farinn að læra kverið. Drengurinn Þarna út við gluggann - elzta barnið hans - var einmitt að læra tim Það , að hann ætti að haldo sér saman í kristi- legri Þolimreeði Þótt eitthvað mótdrægt kæmi fyrir hann, svo sem tsering, hungur, klæðleysi og annað Þess háttar, sem drottinn algóður sendir hjörð sinni venjulega til Þess að reyna hana - eftir Því sem prestur- inn segir. Vitanlega áttu menn að halda sér saman.' Það vantaði nú bara að maður færi að ónáða friðsama borgara með kvörtunum sínum - hvað Þá heldur kröfum. Þeir höfðu svo sem nóg

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.