Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 12.11.1935, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 12.11.1935, Blaðsíða 4
4- VÖKUNÓTT. Lífið gekk sinn vans gsng á Ingólfs- firði, Þar sem síldin er sölnuð. En í sum- ar var síldin stór upp a sig og lét varla sjá sig á Þessum slóðum. Lxfið var Því tilbreytingarlxtið. Það gekk vart á öðru en svefni, spilamennsku og danzi. pað var eitt kvöld í óákveðnu veðri, að ég sat á rúmi mínu á "Helgafelli", en Það var eitt af kvennaherbergjunum í brakk- anum. En Þannig stóð á mér Þama innán um kvenÞjóðina, að ég hafði orðið fárveikur og var álitið bezt að láta mig ekki drep- ast í "Svinastíunni", en Það hétmxnfyr- verandi vistarvera, svo að ég var fluttur upp é "Helgafell". Sem sagt, ég sat Þama á rúminu. Ég var kominn á fætur fyrir tveim dögum, en vildi ekki flytja frá kvenfólkinu, og Það vildi ekki sleppa mér. Stelpumar voru að búa sig undir ball, Því Þama var alltaf ball, Það var "lífselexír" Þeirra. Ég sat hugsandi og starði annaðhvort upp í loftið, á gólfið, á naglana á veggn- um eða á stelpurnar a undirkjólumam. Ég var að hugsa um allt tilgangsleysið og alla vitfirringuna. Plestar stelpumar voru nú famar á ballið. Klukkan var að verða ll,Þ«;ger; bryggj’iformaðurinn kom til mín og bað mig um að vaka um nóttina, Því að nokkur skip voru inni, tveir eða Þrír íslenzkir mótorbátar og finnske síldarskip- ið Kalatittö. Ég átti að byrja vaktina kl. 11, og bjó ég mig Þegar í Þykkan frakka og fleira slíkt. Ég gekk nú niður á plan. Harmonikumusikin hljómaði á móti mér. Stjömumar blikuðu 'í skýjaglompunum, svalur vindur blés af hafinu, planið var vafið einhverjum æfintýraljóma,tunnur og aftur tunnur, kassar og salt og nóg af skít, Og Þama var fyrsta vökunótt lífs míns að byrja. Mannskapiorinn danzaði eins og hann væri í ákvæðisvinnu í gamla rauða skúmrm. Þar voru líka tunnur. Það voru allsstaðar tunnur. Tunnubotnar voru Þar einnig í hundraðatali. Ég Þrammaði fram og aftur um planið, Það var kominn hrollur í mig. Mér fannst eins og klukkan stæði. Nú var ballið búið. Pörin komu út. Sum fóru út í skipin, önnur upp í hlíðar eða eitthvað út í til- gangsleysið. Brátt hljóðnaði allt. Tunnu- hlaðinn, brakkinn, rauöi skúrinn, bryggjum- ar, hlíðin, sjórinn og himininn, Þetta var allt komið á einhverja ringulreið í höfði mxnu. Það var fyllirí um borð í Kalatittö. Ég rýndi út í myrkur næturinnar, enginn var að stela tunnu, Þama var eitt par í faðmlögum. Tveir hrafnar sátu uppi á tunnu- hlaðanum. Þeir voru víst líka í einhverskonar faðmlögum óg krunkuðu ámátlega. Uppi í hlíð- inni kvað við hár jarmur. Ljósin frá skipmvim kösfcuðu löngum og afkáralegixn skuggum um allt planið. Mér myndi hafa leiðzt, ef ekki hefðu komið til mín um kl. 3 tvær stelpur, sem vöktu með mér ^Það,sem eftir var næfcur. Loks tók að birte af degi. Skuggamir fölnuðu. Síðustu ballgestimir voru nú að hafa sig í bælið. Við gengum upp í brakka. Ég fór inn í "Svínastíxina". Þar voru allir sofandi í kassa- fjalarúmunum. Heilt fjall af stígvélum og vinnufötum lá Þar á gólfinu og á Því var sentimeters Þykkt lag af skítj hann var líka upp um óheflaða veggina og bitana í loftinu. Þetta var líkara hesthúsi en mænnabústað. Ég Þaut á dyr í hálfgerðum hryllingi, sæll yfir Því að mega sofa hjá kvenfólkinu á "Helgafelli", en kenndi í brjóst um félaga mína, sem Þurftu að sofa Þama. Vökunóttin var nú á enda og við flýttum okkxxr öll Þrjú í bælið. H. J. T A F L. Tafl hefir lengi verið talsvert iðkað hér i skóla, eins og líka maklegj er, Því fáar andleger íÞróttir munu vera eins skemmtilegar, fjölbreytilegar og drengilegar. Því niiður hefir Þó verið mjög dauft yfir tafl-a.ífi skólans tvö síðustu ár. Af Þvx leiðir að í ár eigum við færri góða taflmenn en áður, en Það er skólanum til mikillar skammar ef hann getur ekki jafnast á við aðra skóla hér á landi á Þessu sviði. En Þar sem góð taflmennska er svo að segja eingöngu undir æfingu komi, er samt mögulegt að ráða bót á Þessu, með Því að koma af stað taflæfingum hér x skólanum. Þær æfingar gætu Þó aldrei orðið nema lítill KLuti af Þeirri æfingu, sem menn yrðu að fá, en hana gætu Þeir fengið með Því að tefla sín a milli, eða helzt við einhverja taflmenn sér betri. Ef næg Þátttaka fæst, mætti efna til fjöl- teflis v:Lð úrvalstaflmenn, og tefla kappskák-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.