Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 12.11.1935, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 12.11.1935, Blaðsíða 11
-ii- T í M I N N. Ef við lítum til himi.ns eitthvert vetrarkvöldið og förum f?ð íhuga, hvar sá víði geimur taki encls, komumst við ekki að neinni niðurstöðu. Þó að einhver takmörk væru til, hlyti eitthvað að vera Þar fyrir utan. Við segjum Þvx að rúmiö sé endalaust. Þessu er líkt hattað með txmann. Sá tími, sem gengið hefir til Þess, að skapa og Þroska allan Þsnn aragrúa af stjörnum, sem við sjáum, og sem við vitum að eru til, eru að sínu leyti alveg eins óskiljanlegur og fjarlægðirnar í geimnum. Við getum hvorki hugsað okkur upphaf né endir á tím- anum og segjum að hann sé óendanlegur. Þessar hugmyndir um óendanlegt rúm og óend- anlegan tíma eru orðnar samgrónar skiln- ingi okkar. Sumir heimspekingar hafa Þó viljað halda Því fram, að tími og rúm væru í raun og veru alls ekki til. Mennirnir hefðu aðeins skapað sér Þessi hugtök sér til frægðarauka. I Því sambandi hafa Þeir bent á, að. í draumi er hvorki til rúm né tími. En hvernig er Því svo háttað með lífið, -Þetta líf, sem við vitum svo sáralítið um. Líf og tími hljóta alltaf að standa í nánu sambandi hvort við annað. Ef framÞróun lífs andans er óendanleg, Þá er fullkomnun hans ekki til. En sé Þróunarferli hans hins- vegar takmörk sett, eru Þau takmörk Þá ekki einskonar endir? Getum við hugsað okkur eilíft líf á efsta stigi fullkomnunar? Yrði sú eilífa kyrstæða ekki tilbreytingar- laus, Þegar til lengdar léti? Myndu menn ekki verða leiðir á henni um síðir? "All things that are, are with more spirit chased than enjoyed", segir Shapespeare, og er Það ekki fjarri sanni. Menn Þreytast aldrei á Því að keppa að marki fullkomnunarinnar. en ætli menn væru með öllu óÞreytandi á Þvx að lifa í Þeirri fullkcmnun til eilífðar? Því er vandsverað og Þó er varla hægt að kalla Það fullkomnun nema svo sé. Hér fer Því álíka og með rúmið og tímann. Skynsemin kemst í eintómar mótsagnir við sjálfa sig, og við látum okkur nægja að segja, að líf- ið sé óendanlegt. Þetta er nú allt gott og blessað, svo langt sem Það nær, En ef við eigum að gera okkur grein fyrir, hvað orðið "óendanlegui*1 Þýðir, Þá vandast nú málið. Hugtakið "óendan- legur" erfyrir utan mannlegan skilning. Það er, eins og svo margt annað, stuðningshækja vanÞekkingar. Menn búa til orð,- spaklégt orð - og halda svo að allt sé klappað og klárt. En ef betur er að gætt, kemur Það á daginn, að með Því hafa menn flúið hættuna, með Því að stinga höfðinu niður í sandinn, líkt og strútfuglinn. Þar sem nú hugtakið "tími", á Þessum grund- velli, er fyrir utan og ofan mannlegan skiln- ing, mun hollast að léta Það liggja á milli hluta, en víkja heldur nokkrum orðum að hinni líðandi stund. Tíminn líður. Á borðinu fyrir framan mig liggur úrið mitt. Eg horfi é Það um stund. Það tifar áfram jafnt og Þétt. Þótt ég hætti að starfa, heldur úrið áfram. Við hvem hring, sem stórivísirinn markar, styttist æfin xan einn klukkutíma. Klukkutímarnir verða að dög- um og dagarnir verða að árum. Og Þó að úrið kynni að stoppa, Þá heldur timinn afram fyr- ir Því. Hann fær enginn stöðvað. Það er að mestu leyti undir líðan manna komið, hvort Þeim finnst tíminn fljótur að líða eða ekki. Sumum finnst hamn líöa óð- fluga framhjá, en öðrum finnst hann kveijandi hægfara., Pátt er eins nauðsynlegt að læra og oð hagnýta sér tímann. Æfin er stutt, cg Það er einmitt Þess vegna, að tíminn er svo dýr- mætur. Glataðan auð má vinna sér inn aftur með iðjusemi. Glataðan fróðleik með námi. En tíminn, sem við glötum, hann er glataður. Glötuð stund kemur aldrei aftur. Ef við hins vegar ættum að dvelja hér um ótekmarkað- en tíma, færi fyrir txmanum. eins og vöru, sem of mikið er til af, hann félli i verði. Pátt er Það, sem tímans tönn vinnur ekki á. Tíminn hylur liðna .atburði í blæju gleymskunnar, til Þess að rýma fyrir hinum komancli. Txminn líður. Huginn.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.