Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 6
SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS. 1. des, 1918 varð ísland, sem kunniigt er, fullvalds ríki. Fann dag höldum við síðan hátíðlegan, Þá eigum við að sýna að við séum ávalt reiðubúin til Þess að verja Það sjálfstæði, sem við höfum fengið eftir langa og harða baráttu. Og nú á næstunni munum við geta sýnt vilja okkar og getu í Þessu efni. Það Þvðir ekki að fara í neinar felur með Það, að sjálfstæði Ís- lands er nú hætta búin. í hverju felst sú hætta? Hún felst fyrst og fremst í hinum gífurlegu ríkisskuldum við Bretland. Fyrir glapsýni íslenzkra stjómmálamanna hefir Þessu ríki verið gefin slík aðstaða, með Því að leita stöðugt til brezkra banka um lán, að yfir islandi vofir hernám, svo framarlega sem við stöndum elcki í skilum. Og Það er ekki hægt að standa í skilum, nema með Því að draga úr fjárveitingum til ýmsra almennra mála, svo sem heilbrigðis- mála, kennslumála og verklegra framkvamida, og einnig með Þvx að auka tolla og skatta, sem koma hart niður á hinum vinnandi stétt- um. Það er augljóst mál að alÞýðan mun ekki geta risið undir Þessum álögum. Það verður að taka peningana, Þar sem Þeir eru til, hjá auðmönnunum. Þeir hafa stolið peningunum frá alÞýðunni, Því að Það er verkalýðurinn, alÞýðan, sem hefir byggt Þetta land, sem á Þetta land og á Því all- an Þann auð, sem Það gefur af sér. Hinni fámennu auðmannaklíku er algjörlega ofaukic og við Þurfum að nota hið stolna fé hennar. Auðmannaklíkunni Þarf Því að hrinda frá völdum, verkalýðvirinn Þarf nú að taka völd- in í sínar hendur. Það er nauðsyn, sem ekki verður framhjá komizt. AlÞýðan í landinu verður aldrei frjáls og sjálfsta-ð meðan hún á við að búa kúgun burgeisanna. ísland er sjélfstætt að nafn- inu til, en fólkið er ekki sjálfstætt. Fólkið hefir leyfi til að láta böm sín menntast, Það hefir leyfi til að lifa eins og mönnum sæmir, en Það bara getur Það ekki. Það hefir ekki efni á að láta drauma sína um framtíðina rætast. Hinn efnalega grundvöll undir hið sanna frelsi fólksins vantar. Þennan grundvöll mun hið vinnandi fólk skapa með byltingunni og framkvæmd sosialismans, og Það mm Þannig tryggja Islandi hið sanna sjálfstæði út a við og inn é við. Önnur hætta, sem steðjar að sjálfstæði Is- lands er fasisminn, sem mun leiða Island und- ir erlenda áÞján við fyrsta gefið tækifæri. Það sjáum við bezt é afstöðu fasistanna til Þýzku samninganna, sem fela i sér óbærilegar svívirðingar fyrir Island. Við sjáum einnig afstöðu fasismans til sjálfstæðis smáÞjóðanna I hinu fyrirlitlega Abessíníustríði ítalska fasismans. Fasisminn Þýðir fyrir fólkið svift- ingu lýðiæðis og frelsis, kúgun og böl í ríkara nreli en nú. H. J. UISJÖITARMAMSK03KINGAIS7AR. Mér datt í hug, Þegar ég las Skólc'blaðið hvort ritnefndin hefði tekið Þa reglu upp að raða niður á siðuraar eftir efni, Því á sömu síðunni rakst ég á kvæði eftir A.L., sem heit- ir "1 trjágarði hressingarskálans og grein eftir Gunnar Stefánz, sem hann nefnir "Kosn- ing umsjónarmanns skólans". I Þessari grein virðist G.S. standa á blístri af einskonar vandlætingu yfir síðasta asnastriki nemenda, sem hann nefnir svo, en Það er að Sig. ólafsson var kosinn inspector scholae og Gylfi Gísla- son féll. Þessi grein er vægast sagt stórt asnastrik, hún er beinlínis hlf'igilega vitlaus og auk Þess mjög illgiraisleg. Hann ber nem- endum Það á brýn, að Þeir hafi ekki athugað, hvað Þeir voru að gera og að Þeir hafi látið pólitíska loddara og gönuhlaupsmenn spila með sig. Það er meirihluti nemenda, sem hann svívirðir svona og um leið Þeir, sem honum tókst ekki að ginna til fylgis við Gylfa. Er ekki eðlilegt að vesalings maðurinn sé Þeim reiður og reyni af vaniTBetti sínu að gera sem minnst úr Þeim? En manngreyið fór bara alveg skakkt að; í reiði sinni étti hann alveg að Þegja. Það er merkilegt en Þó afar eðlilegt að G. S. dettur ekki í hug að gera samanburð a mönnunum, hann telur til Þess alltof mikinn mun á Þeim. Eins ósvífinn og G. S. er, eftir Þessari grein hðns að dæma, mundi hann ekki hika við að gera samanburð, aöeins ef hann treysti sér til Þess, en Þar eð hann veit. að báðir eru nemendum kunnir, er Það eðlilegt að honum detti Það ekki í hug. Að gylfi sé duglegur og framkvæmdasamur dettur engum x hug að efa, en Það sem hér skiftir mestu máli, er hvort ekki sé annar duglegri og áhugasamari, og nú hafa kosningamar leitt í ljós að nem-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.