Norðurland


Norðurland - 18.03.1977, Blaðsíða 2

Norðurland - 18.03.1977, Blaðsíða 2
„Bænakvak bjórunnandans" Nýlega er lokið félagsmála- námskeiði á vegum Ung- mennafélagsins Reykhverf- ungs og Kvenfélags Reykja- hrepps í S-Þing., í félagsheim ili Reykjahrepps. Þátttakend- ur voru 14 talsins, kennslu- kvöld 7 og leiðbeinendur þeir Arnaldur Bjarnason, Fosshóli, og Gunnlaugur Ámason, kenn ari, Hafralækjarskóla. Stuðst var við námsefni frá félagsmálaskóla U.M.F.Í. Og fólst kennsla einkum í fundar stjórn, ræðumennsku og fé- lagsstörfum. Margt var sér til gamans gert t. d. voru þátt- takendur látnir flytja ræður með og á móti bjórfrumvarp- Alster sigraði 23 inu svonefnda, og urðu all- snarpar umræður um það og látum við hérmeð fylgja eina ræðuna sem nefnist „Bæna- kvak bjórunnandans". Flutt af Jóni Þór Buch, Einarsstöðum: „Ó, guð ég þakka þér fyrir að hafa sent oss, aumum vesa- lingum á hjara veraldar, ann- an eins kyndilbera og hr. Sól- nes, til að lýsa upp í myrkr- inu og glæða hjá okkur örlít- inn vonarneista um að nú sé aðeins að rofa til, senn líði að því, að hinn blessaði bjór megi væta varir okkar og renna ljúflega niður um kverkar okk ar, og lyfta sálum okkar, upp úr eymd hversdagsins svo að við getum sungið þér og Sól- nes, lof og prís um aldir alda. Veit þú oss þá náð að þing- menn vorir skilji og meti að verðleikum hinar gullnu veig- ar og samþykki, allir sem einn, tillögu okkar elskaða Sólness, um framleiðsu og sölu á sterku öli. Megi upp rísa hundruð bjór kráa í Reykjavík og minnsta kosti ein í hverju félagsheim- ili á landinu, til blessunar fyr- ir þjóð vora og þó alveg sér- staklega fyrir æskuna til þess að hún komist sem fyrst í snertingu við hin göfgandi áhrif hinna gullnu veiga.“ Síðasta kvöldið var haldin vel heppnuð kvöldvaka. Þátt- takendur voru mjög ánægðir með námskeið þetta, og töldu að það glæddi áhuga á félags- starfsemi, einnig hjálpaði það fólki, sem ætti t. d. í erfiðleik- um að tjá sig til þess að öðlast sjálfstraust. Vilja þeír hvetja önnur félagssamtök til að koma á slíkum námskeiðum fyrir félagsmeðlimi sína, þeim til ánægju og félagsþroska. Til páskanna PÁSIÍAEGG — glæsilegt úrval Páskahænur — 2 stærðir Saltstengur Saltar kringlur Saltkex Saltar hnetur Franskar kartöflur í dósum — margar gerðir Kartöfluflögur í pökkum — margar gerðir Carlsberg-bjór ESSO-nestin H-PANTOTEN töflur við hárlosi Melbrosia P.L.D. Nýtt hunang. — Var að koma! GIN-SENG vítaminin vinsælu Verslunin ESJA Norðurgötu 8, sími 2-26-76 Eiðsvallagötu 18, sími 2-39-18 Hrísey 17. mars. — Tékkneski stórmeistarinn Ladislav Alst- er, aðstoðarmaður Horts í ein víginu, tefldi fjöltefli í Hrísey um síðustu helgi og vann all- ar skákir á 23 borðum. Helm- ingur keppenda voru börn og unglingar. Auk fjölteflisins var erindi Alsters til Hríseyj- ar að heimsækja Kára Vals- son, sem einnig er frá Tékkó- slóvakíu. Næg vinna er hér um þess- ar mundir og landaði Snæfell- ið 90 tn. í dag. Veðrátta hef- ur verið góð og snjór er held- ur að minnka. Leikfélagið Krafla Leikfélag hríseyinga hefur nú verið formlega stofnað og nefnist „Krafla“, en einsog áð ur hefur verið sagt frá í Norð urlandi hafa æfingar staðið yfir hjá leikhópnum í vetur og er það „Orustan á Háloga- landi“ sem á að sýna. Frum- sýning er ákveðin 19, þ. m. í Sæborg. - Guðjón Akureyri nr. 4 Um síðustu helgi tefldu akur- eyringar síðustu tvær umferð- irnar í Deildakeppninni og fengu 6 vinninga gegn 2 á móti Keflavík, en 3% gegn 4V2 móti Kópavogi. Þótt Mjölnir og Taflfélag Reykjavíkur eigi enn eftir að tefla er ljóst, að Kópavogur verður í 3. sæti með 31 vinn- ing og Akureyri í 4. með 27 v. Hreyfill fellur niður í 2. deild og vestfirðingar tefla í 1. deild að ári. Plastleikföng BAMBOLA (dönsk) GALANITE (sænsk) PLASTO (finnsk) Allt gæðavara Leikfanga- markaðurinn Hafnarstræti 96, sími 11423 PISTILL VIKIJIMNAR: Eins og fljúgi flugvél yfir Sagt hefur það verið um mörlandann að kímnigáfa hans sé stundum í minna lagi. Álútir menn og hoknir í hnjá- um horfa með stillingu og festu á íslenska jörð næstum hvar í sveit sem komið er. Á sama tíma og útlendir ólu með sér trúðslistir og skrípishátt kváðu íslenskir endalaus- ar rímur eða lágu sér til skaða í siðlitlum og hundleiðinleg- um fornsögum. Stundum hafa þó risið meðal þessarar þjóðar nokkrfr spámenn og föðurlandsvinir sem hafa átt sér þá hugsjón að glæða hlátur í kverkum sinna frænda. Þungur hefur þeirra róður stundum verið og margur hefur kastað sér út af henni Löngubrú eftir að honum var orðið Ijóst að æviköllun hans hljómaði sem hjáróma óp í eyðimörkinni og einskis sigurs var að vænta. Það er athyglisvert og lærdómsríkt fyrir þá sem enn vænta sér nokkurrar gleði hér á landi og senn munu ganga til kosninga, að þessi spámannahópur fylgir næst- um óskiptur einum stjórnmálaflokki, flokki lýðræðis og lýðfrelsis, drenglyndis, siðgæðis og sannleika, Sjálfstæðis- flokknum. Allir landsmenn hafa til dæmis getað fylgst með drengi- Iegum tilraunum Matthíasar Johannesens til að glæða hlátur meðal þessarar voluðu þjóðar, og það ekki hvað síst vegna þess að Matthías hefur ekki verið að pukrast með kímni sína í Ijótum launkofum, — sér að vettvangi hefur hann valið blað allra landsmanna, Morgunblaðið. Hann hefur einnig ort nokkur bráðsmellin gamankvæði.. en vei yður þér lítilsigldir búrar og drussar, fæstum yðar stekk- ur bros við svo góða gamandikti. Það væri kannski helst þegar Matthías hefur gert létt grín að trúarlífi þjððar sinnar sem einhverjum hefur stokkið bros. Eins og fljúgi flugvél yfir fjallabrún með drunum þungum þannig veit ég, þjóð mín, Iifir þríeinn Guð í brjóstum ungum. Svo kvað Matthías og margt fleira, sumir brostu en flestir héldu áfram að starblína með stillingu og festu á íslenska jörð. En nú í seinni tíð hefur þó eins og bjarmað fyrir glæð- um á svartnættishimni alvöru og húmorleysis sem grúfir yfir íslendingum. Upp er risinn meðal lýðsins nýr spá- maður sem fer með trúðshátt af meiri list og vél en áður hefur vitnast meðal þessarar þjóðar. Eins og flestum meisturum þykir sæma, fór hann sér hægt í fyrstu. Dvaldist löng og fögur manndómsár við fábrotin störf norður á Akureyri, var útibússtjóri Lands- i bankans um háa tíð þar í sveit og reyndi að útbreiða i............................................... í kyrrþey kátínu og gleði meðal heimamanna. Mörg er hún ekkjan og margur er hann umkomuleysinginn sem hann gladdi, — eða reyndi að gleðja, — með Iéttum spaugsyrðum á borð við þau, þegar liann veitti þeim víxil- lán á sömu vaxtaskilyrðum og öðrum viðskiptavinum bankans, að þetta gerði hann nú bara fyrir þau vegna sérstakrar manngæsku. Stundum brostu ekkjurnar í gegnum tárin, — sjaldnast þó af því að þær væru með á nótunum í þessari sérstæðu gamankviðu útibústjórans. Stundum skemmti hann, eða reyndi að skemmta, — sömu aðilum með því að neita þeim um lán og segja um Ieið, að það væru því miður engir peningar til. Þegar ekkjurn- ar svo horfðu á framkvæmdamenn og flokksbræður úti- bússtjórans ganga í fjárhirslur peningastofnunarinnar þá gladdi það þær oft ekki hætishót, sumar urruðu af heift og húmorsleysi, svo algerlega er þessari voluðu þjóð fyrir- munaður hláturinn. Jesús Kristur lagði frá sér hamar og sög og yfirgaf smíðaverkstæði Jóseps til að frelsa heiminn. Eiríkur frá Brúnum yfirgaf konu og börn, jörð og heimahaga til að boða íslendingum ídýfuskírn og boðskap Brighams Young og mormónsbókar. Jón Sólnes hætti að kæta, — eða reyna að kæta, — félitla akureyringa og lagði útidyr lands- bankaútibúsins í hálfa gátt að baki sér. Hann hélt níðs- ókvíðinn á dýpri mið. Og síðan er eins og rofað hafi til. Hann hefur gert bæjarstjórn Akureyrar og alþingi íslendinga að vettvangi sínum, og það sem er undarlegast og ánægjulegast af öllu, með þó nokkrum árangri. Með spaugsyrði á vör hefur hann lagt íslensku þjóð- inni lið I þröngum stakki á erfiðum tímum. Mörgum mör- landanum varð dillað í sálarinnum sínum þegar fréttir bárust austan frá Japan af spaugsömum íslendingi í silki- slopp og ilskóm að bergja á sakíbikar í hópi skríkjandi geisha. Það fylgdi fréttum að hann væri þar að kaupa gufutúrbínur til að troða ofan í eldgíg. Og brosgretta sást á mörgu búrafésinu þegar gufutúrbínurnar römbuðu á barmi eldgígsins og postula gleðinnar varð að orði að senn yrði bæði birta og ylur í nágrenni þeirra. Við hin ólíkustu tækifæri hefur hann látið gamansamar athuga- semdir falla, skírt upp fræðigreinar í léttum tóni, kallað sálfræði til dæmis brjálfræði, — auðvitað til óendan- legrar ánægju fyrir þá sem eiga vangefin eða þroskaheft börn og hafa hingað til ekki tekið örlögum sínum með glaðværum hlátrasköllum. En úr tók þó steininn með öllu gamansemi hans þegar hann boðaði drykkfelldri þjóðinni áfengt öl svo hún mætti um aldurdaga njóta himinsælu áfengisvímunnar á götukrám og vertshúsum. Þá skellti hreinlega margur mörlandinn uppúr. Og þegar það svo vitnaðist að mikil tilfærsla varð í eignarhaldi á hlutabréfum gosdrykkja- verksmiðjunnar Sana hf. á Akureyri þá orgaði hreint og beint langvoluð þjóðin af hlátri. Síðan hefur hláturinn kraumað svo fyrir brjósti hennar að engu er saman að jafna nema helst því að flugvél fljúgi yfir fjallabrún með þungum drunum. — Böðvar Guðmundsson ..........■■■■■■■...”"■"■■■■....r....■■■■.............. 2 — NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.