Norðurland


Norðurland - 15.02.1979, Qupperneq 4

Norðurland - 15.02.1979, Qupperneq 4
Helgi Olafsson Skákþrautin Skákþraut síðasta þáttar var að sjálfsögðu ákaflega létt en lausn in er á þessa leið: 1. Hc8 Kxg3 2. Dc7 mát. - Og þá er það þraut vikunnar. Pal Benkö heitir snjall náungi sem hefur sérhæft sig í svoköll- uðum hjálparmátsdæmum. Hér kemur eitt af afkvæmum hans. Svartur á að hjálpa hvítum til að máta sig í 2 leikjum. Það er hvítur sem leikur fyrst. En ekki er öll sagan sögð. Aftur á svartur að láta máta sig í 2 leikjum og í þetta sinn leikur hann fyrst. Námskeið BSRB Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur mörg undanfarin ár staðið fyrir miklu fræðslustarfi, einkum í formi stuttra námskeiða. Á næstu vikum eru tvö slík nám- skeið fyrirhuguð hér í bæ. Hið fyrra er í framsögn, ræðumennsku og upplestri, undir leiðsögn Bald- vins Halldórssonar leikara. Hefst það í Barnaskóla Akureyrar n.k. föstudagskvöld 16. febrúar kl. 20. Kennt verður 3 tíma á kvöldi alls 4 kvöld. Þátttaka tilkynnist Erlingi Aðalsteinssyni, tæknifræðingi, for- manni Starfsmannafélags Akur- eyrar eða Guðmundi Gunnarssyni, starfsmanni á Skattstofu Norður- landsumdæmis eystra. Dagana 22.-24. mars verður námskeið um kjarasamninga og fé- lagsmál. Leiðbeinendur verða úr forystusveit BSRB í Reykjavík. Sömu menn og áður voru nefndir taka við þátttökutilkynningum, en auk þeirra Jóna Fjalldal, hjúkrun- arfræðingur, Agnar Árnason, raf- magnseftirlitsmaður og Hörður Ólafsson, skólastjóri Lundarskóla. Lárusarhús Svo sem alkunna er þá var ópnaður samkomusalur { Lárusarhúsi að Eiðsvalla- götu 18 á sl. vetri. Nú standa yfir viðgerðir og nýjar framkvæmdir á veg- um húsnefndarinnar. Ekki þarf að taka fram að sósíal- istar á Akureyri eru lítt búnir veraldlegum auði til slíkra framkvæmda. Þaðer því einlæg bón, að þeir sem geta séð af nokkrum aurum til framkvæmdanna rétti þá að Háraldi Bogasyni, sem sér um þau mál fyrir hönd hússins. Og ekki ætti að þurfa að þurfa að taka fram, að mikil og brýn nauðsyn er á, að menn til- kynni sig til sjálfboðaliðs- starfa. Verkefnin hrópa og kalla á fólk til ýmissa starfa. Hafið samband við Jón Hafstein í þessum til- gangi. Peningamálin rædd í bæjarstjórn væri ráð fyrir of miklum rekstr- arkostnaði á fjárhagsáætlun- inni. Þar mætti sneiða lítil- lega af og veita til þarfra verkefna, sem væru á biðlista. Nefndi hún nokkur slík dæmi: Atvinnumálanefndin væri tæp- ast starfshæf vegna fjárskorts. Þótt atvinnuþróun á Akur- eyri hefði verið sérstæð að því leyti að hún hefði verið hæg og jöfn á undanförnum árum, væri því miður ekki útlit fyrir að svo yrði áfram. Til dæmis hefðu yfír 100 manns misst atvinnuna fyrir varalaust í síðustu viku, - að mestum hluta konur. Þetta gengi nú hávaðalaust fyrir sig máske vegna þess, - en bæjar- félagið yrði að mæta slikum áföllum. (Nú kallaði Sigurður Óli Brynjólfsson inn i: „Var síldin líka kvenkyns?“) Þá sagði Soffía að afstaðan til einstakra málaflokka á fjár- hagsáætlun endurspeglaði oft lífsskoðanir þeirra sem um hana fjalla. Soffía rakti nú nokkuð hvernig hér hefði ríkt kyrrstaða í félagsmálum um árabil. Þegar svo loks var hafist handa varð kostnaður eðlilega mjög mikill. Þá sagði hún frá því, að allir flokkar hefðu verið sammála því að hraða uppbyggingu dag- vistarheimila. Væri þarft að bæjarfulltrúar fíettu upp í kosn- ingaloforðum sínum þar um. Þá kallar Þorvaldur Jónsson: „Hver vill það ekki?“ Soffía: „Ég er að tala fyrir mig, - aðrir bæjarfulltrúar geta talað fyrir sig hér á eftir ef þeir vilja. Síðan vænti ég þess að menn láti verkin tala“. Lýsti Soffía síðan skoðunum og breytingatillög- Framhald af forsíðu. um sósíalista i bæjarstjórninni og nefndi sérstaklega byggingu dagvistarheimilisins í Glerár- hverfi, þannig að hún yrði tilbúin til notkunar sumarið 1980, svo sem segir í samstarfs- yfirlýsingu meirihlutafíokk- anna. Yrði aukin fjárveiting fengin með fyrgreindum hætti af rekstrarfé á áætlun. Ingólfur Árnason talaði um köku, sem þyrfti að skipta. Sagðist hafa áhuga á öðrum málafíokkum en dagvistarmál- um. Nefndi ábyrgðaleysi full- trúa Alþýðubandalagsins í þessu sambandi. Þessu tali svaraði Helgi Guðmundsson og renndi fíeiri stoðum undir tillög ur sósíalista. Nefndi hann að aðeins þyrfti að taka 2.3% af rekstrarfé því, sem bæjarstjóri hefði sjálfur sagt ofreiknað í áætlun til að standa straum af þeim framkvæmdum sem Al- þýðubandalagið gerði tillögur um. Fór Helgi síðan nákvæmar í saumana á tillögunum og skaut liðlega á viðhorf þau er Ingólfur Árnason væri fulltrúi fyrir. Þessum langa og þreytandi fundi (einn bæjarfulltrúi var lagstur fram á borð) lauk svo með ræðu Sigurðar Sigurðs- sonar, sem sagði m.a. að mikið vantaði á nákvæmari sundur- liðun áætlunarinnar, nefndi gíf- urlegan kostnað við tannlækn- ingar (80 milj.) Þetta var fyrri umræða um íjárhagsáætlunina. Sú síðari fer fram innan þriggja vikna. NORÐURLAND mun greina frá ýmsum málafíokkum hennar síðar eftir því sem tilefni gefst til. Utivistardagurinn um. Frá þeim niður í Kjarna- skóg. Álíka létt ganga og ferð no. 2. 4. Gengið um Súlumýrar og upp á Súlur ef veður og fœri leyfir. Nokkru erfiðari ferð en hinar þrjár. Sagt verður til um helstu örnefni á Glerárdal. Lagt verður upp í ferðir 1, 2 og 3 frá Kjarnalandi kl. 13.30. í Súlnaferðina verður lagt kl. 10.30 frá afíeggjaranum upp í Fálkafell (á leiðinni upp að öskuhaugum). Allar ferðir eru ókeypis. Ferðirnar eru háðar breytingum vegna veðurs og færis. Ef færð leyfir, verður hægt að fara þær allar hvort heldur sem er á gönguskíðum eða án þeirra. Framhald af baksíðu. Garðræktin sér um að halda opnum skautasvellum í hverf- um bæjarins ef veður leyfir og íshockeyvöllur Skgutafélags Akureyrar við Höpfner verður opinn almenningi allan sunnu- daginn og leiðbeina skautafé- lagsmenn fólki á skautum ef þess er óskað. SKÍ-stjarnan verður til sölu fyrir þá sem taka þátt í trimm- deginum. í Kjarnaskógi verða troðnar göngubrautir eftir því sem að- stæður leyfa, þar verða veittar leiðbeiningar um meðferð gönguskíða og áburðar. Skátar verða með veitingasölu í Kjarna skógi. Tilboð óskast í hita- og loftræstitæki fyrir nýbyggingu Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð föstudaginn 16. marz 1979, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTQFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Orðsending frá Heilsuverndarstöð Ákureyrar vegna rauðu hunda faraldurs Konur eru hvattartil að leita til Mæðraeftirlitsins jafnskjótt og þær vita að þær eru þungaðar og fá mælt mótefni gegn rauðum hundum. Þær sem engin mótefni hafa þurfa síðan að láta mæla hjá sér mótefni vikulega fyrstu 3 mánuði meðgöngutímans. HEILSUVERNDARSTÖÐ AKUREYRAR. Vegna breytinga á vinnutíma verða Skrifstofur KEA Hafnarstræti 91, opnar sem hér segir: Afgreiðsla Fjármáladeildar kl. 9.00-15.30 Afgreiðsla Vátryggingadeildar K.E.A. kl. 8.00-16.00 Verksmiðjuafgreiðsla K.E.A. kl. 8.00-16.00 Þessar skrifstofur eru allar opnar í hádeginu. Símaskiptiborð K.E.A. -21400- er opið kl. 9.00-18.00 en Verksmiðjuafgreiðsla K.E.A. hefur beinan síma, númer 21403, milli kl. 8.00 og 9.00 f.h. Kaupfélag Eyfirðinga baðhandklæði lítið gölluð á ótrúlega hagstæðu verði. Verslunin er opin frá 9-18 alla virka daga og á föstudögum frá 9-19. Tryggvabraut 24 - Sími 21575. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Leiguíbúðir Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir lausar til um- sóknar leiguíbúðir af ýmsum stærðum. Er hér um að ræða nýjar og eldri íbúðir. Við úthlutun íbúða verður tillit tekið til mismunandi aðstæðna umsækjenda. Gamlar umsóknir óskast endurnýjaðar. Umsóknareyðublöðfástá skrifstofu Félagsmálastofn- unar Akureyrar. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir 1. mars nk. FÉLAGSMÁLASTOFNUN AKUREYRAR. 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.