Norðurland - 27.09.1979, Qupperneq 2
efnahagsmálum
dæmi af fyrirtækjum sem
greiddu hærri upphæðir i vexti
en laun á árinu.
Hvað snerti verslunina sagði
Stefán að augljóst væri að hún
hagnaðist á hávötunum þar er
auðvelt væri fyrir hana að
hrinda af sér vaxtakostnaði út í
verðlagið.
Stefán sagði að vafalaust
væru nú framundan átök um
stefnuna í efnahagsmálunum og
væri mjög brýnt að Alþýðu-
bandalagsmenn ynnu vel og
kæmu vel undirbúnir á flokks-
ráðsfundinn í haust. Það sem
hann taldi að flokkurinn yrði að
leggja höfuðáherslu á væri
eftirfarandi: Afnám raunvaxta-
stefnunnar, verðtryggður lífeyris
sjóður fyrir alla landsmenn, og
fæðingarorlof fyrir allar konur.
Þá taldi hann að taka bæri upp
verðstöðvun og bindingu gengis.
Um næstu áramót eru
samningar lausir og þá munu
kröfur miðast við að tryggja
sama kaupmátt og fékkst með
sólstöðusamningunum 1977.
Nokkrar umræður urðu að ræðu
Stefáns lokinni einkum eftir
ádrepu Einars Petersens á Kleif
um stöðuna í landbúnaðarmál-
unum. Taldi Einar að þau áföll
sem dunið hafa yfir bændur í
sumar og enginn endir sæist á
væri alvarlegra mál fyrir íslenskt
efnahagslíf og íslenskt þjóðlíf en
olíukreppan.
næði yrði ekki undir fimmtíu
milljarðar á þessu ári. Hundruð
launamanna í Reykjavík væru
þegar búnir að missa húsnæði
sitt ef bankarnir kæmu ekki í
veg fyrir það vegna veðanna.
Stefán benti einnig á að hávext-
irnir væru hrein hengingaról
fyrir útflutningsiðnaðinn og tók
Hörð átök framundan í
Nokkrir fundarmanna undir tölu Stefáns. - Ljósm. Loftur.
S.l. laugardag var haldinn í
Lárusarhúsi fundur í Alþýðu-
bandalagsfélagi Akureyrar. Þar
voru kjörnir fulltrúar á kom-
andi kjördæmisþing og flokks-
ráðsfund og Stefán Jónsson
alþingismaður ræddi ástand og
horfur í stjórnmálum.
Stefán hóf mál sitt með því að
rifja upp aðdraganda stjórnar-
myndunarviðræðnanna í fyrra
og fyrstu mánuði stjórnarinnar,
en hann taldi að fram að
setningu Olafslaganna í mars
s.l. hefði Alþýðubandalagið mót
andi áhrif á framgang mála en
síðan hefði sigið á ógæfuhlið
varðandi áhrif þess í ríkisstjórn-
inni. Hann taldi þó að rétt hefði
verið að sitja áfram í stjórninni
og vitnaði m.a. til þess að það
hafi verið eindreginn vilji verka-
lýðshreyfingarinnar og víða
hefðu þær raddir heyrst þegar
hugur manna var kannaður
fyrir setningu Olafslaga, að
Alþýðubandalagið yrði að seil-
ast mjög langt til samkomulags
ef það mætti verða til að treina
líf stjórnarinnar. Sagði Stefán
að ekki hefði verið hægt að
daufheyrast við þessum
röddum.
Nú á síðustu mánuðum sagði
Stefán að mjög hefði snúist á
verri veg og taldi til þess hefði
einkum borið tvennt: verð-
hækkanir á olíu sem hefðu
valdið miklum útgjaldaauka
fyrir þjóðarbúið. Hitt væri svo
ákvæði Ólafslaga um raunvaxta
stefnu auk þess sem binding
fjárfestinga og opinberra fjár-
veitinga væri Alþýðubandalags-
mönnum mikill þyrnir í augum.
Stefán ræddi síðan einkum
hvernig raunvaxtastefnan kæmi
við almennt launafólk og þann
iðnað sem framleiddi til útflutn-
ings annars vegar og verslunina
hins vegar. Á þessu ári sagði
Stefán að bankarnir tækju í
vexti af húsbyggjendum um 20
milljarða króna og þegar vaxta-
greiðslur af húsnæði fullgerðu
húsnæði kæmu inn í myndina
væri ljóst að vextirafíbúðarhús-
Af mannlífl og
Yfirvegaður og rór vangasvipur Jörundar holdanauts. Enga léttúð, segir hann,
þetta verður að nægja núna, kroppinn ef til vill síðar.
NORÐURLAND
óskar að ráða mann til að taka að sér aug-
Iýsingaöflun fyrir blaðið, gegn prósentum.
Upplýsingar á skrifstofu NORÐURLANDS,
Eiðsvallagötu 18, sími 21875.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Starfið framundan
Bæjarmálaráð
kom saman s.l. mánudagskvöld og verða fundir hálfs-
mánaðarlega í vetur.
Allt alþýðubandalagsfólk nýtur fullra réttinda á fund-
unum.
Áríðandi að allir sem sitja í nefndum fyrir Alþýðubanda--
lagið mæti.
Alþýðubandalagið á Akureyri.
dýra í Hrísey
í norðan garra í ágústlok. Gráarfjallshlíðarnarniðurundan þokunni tjákulda
hið efra, en vonandi fmnur Ýmir mótvægi við honum, - það er nægan hita í
ncðra.
Jarðborinn Ýmir, sem borar
fyrir heitu vatni í Hrísey, er nú
kominn niður fyrir 500 metr-
ana. Heitt vatn er ókomið en
hitamælingar sem gerðar voru í
holunni fyrir skömmu sýndu að
þar er til hiti yfir 70 gráður.
Þokkalegur heyfengur er
kominn í hlöðu handa holda-
nautum og mæðrum þeirra. Síð-
asta heyið varsettinn l.septem-
ber og síðan er óhætt að segja að
ekki hafi viðrað til heyskapar.
Viljum kaupa
svart/hvítt sjónvarpstæki, einnig borðstofu-
borð og stóla og e.t.v. fleiri húsgögn. Ef einhver
á veggskáp með hvítu harðplasti úr gömlu
eldhúsinnréttingunni sinni vildum við gjarnan
sjá hann líka.
Til sölu á sama stað gömul Rafha eldavél og
Suithun barnavagn.
Upplýsingar í síma 25520.
Hann er
upprisinn
Félagi Helgi Guðmunds-
son hefur að undanförnu
verið á sjúkrahúsi í Reykja-
vík þar sem hann var
skorinn upp við illskeyttri
bakveiki. Helgi er nú risinn
upp af sjúkrabeði sínu og
hefur þegar sest við ritvél-
ina í þágu NORÐUR-
LANDS eins og þetta blað
ber með sér. Einhver bið
mun verða á að Helgi komi
til starfa á ný en félagar
hans herna megin fjalla
senda honum kveðjur sínar
og óska honum skjóts og
góðs bata.
Esperanto
í sókn
Svo sem fram kom hér í
blaðinu fyrr á þessu ári, er
alþjóðamálið, Esperanto, í
talsverðri sókn víðast hvar í
heiminum, og sumstaðar
hefir það hlotið byr, sem
ekki finnst sambærilegt
dæmi um í sögu þess.
Til viðbótar við þær
fréttir, sem tíundaðar voru í
fyrsta maí blaðinu má hér
nefna öran framgang máls-
ins í Belgíu (einkum í
Flandern) síðastliðin tvö ár
samfara áhuga, sem fjöl-
miðlar þar í landi hafa sýnt
Esperantohreyfingunni í
heiminum og starfsemi
hennar.
Þá sýnir það verulega
stefnubreytingu Sovét-
stjórnarinnar í garð Esper-
antos, að fréttablöð á
ensku, sem þaðan er dreift
út um heiminn eru farin að
ræða um Esperanto og
Esperantohreyfinguna í
Sovétríkjunum, en yfirvöld
þar hafa í áratugi sem
minnst viljað stuðla að
framgangi alþjóðamálsins.
Það voru því ekki lítil
tíðindi, þegar „Moscow
News“ fyrr á þessu ári birti
fleiri síðna lesmál á Esper-
anto.
Frá félagi esperantista á
Akureyri, Norda Stelo.
2 - NORÐURLAND