Norðurland - 27.09.1979, Page 4
iMORÐURLAIMD
NORÐLENSKT VIKUBLAÐ
Ritnefnd: Böövar Guömundsson, Erllngur Slguröarson,
Helgl Guömundsson, Sofffa Guömundsdóttlr, Tryggvl Jakobsson.
Ritstjóri: Jón Guöni Kristjánsson (ábm.).
Framkvæmdastjórl: Loftur H. Jónsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Elösvallagötu 18, simi 21875.
Póstfang: Box 492, 602 Akureyrl.
Offsetprentun: Prentsmlöja Björns Jónssonar.
Gefiö út af kjördæmisráöi Alþýðubandalagsins
í Norðurlandskjördæmi eystra.
Hvað
gerist?
Það liggur í loftinu að ekki sé þess langt að bíða að ný
rimma hefjist meðal stjórnarflokkanna um efnahagsmál.
Framsóknarmenn og kratar hafa undanfarnar vikur verið
að undirbúa tillögur sínar. Hugmyndasmiðir Alþýðu-
bandalagsins munu vera sestir á rökstóla.
Ólafslög hafa verið í gildi frá því í vor, lög sem áttu að
verða allra meina bót gegn verðbólgunni. Árangurinn
hefur enginn orðið. Þvert á móti standa landsmenn nú
frammi fyrir þeim vanda að verðbólgan hefur aldrei í
sögunni verið ágengari. Svo virðist sem úrræðin sem bent
er á gegn þessu viti firrta ástandi séu ekki til marks um
að nýjar og frumlega hugmyndir séu í fæðingunni.
Tveir stjórnarflokkanna, framsókn og kratar, hafa nú
sem fyrr hamrað á þeirri kenningu sinni að ekki verði
ráðist gegn verðbólgunni með neinum árangri nema með
því að rjúfa verðtryggingu launa og stórlækka með því
kaupmátt launatekna. Samkvæmt þessari kenningu eru
verkalaun í landinu óbærilega há. Verkafólk fær ósæmi-
lega mikið í sinn hlut. Umbun þess fyrir 50-60 tíma strit á
viku hverri er ein helst orsökin fyrir óðaverðbólgunni á
íslandi.
í samræmi við þessa skoðun mun síðan tillöguflutn -
ingur þessara tveggja flokka verða nú í haust. Eina ferð-
ina enn munu hefjast átök um Ieiðir út úr efnahagsöng-
þveitinu. Á þessari stundu skal engu um það spáð hvernig
þeim átökum lýkur en sé það rétt sem heyrst hefur að
hugmyndir Framsóknarflokksins byggist á því að
„frysta“ allar verðlagsbætur frá og með 1. desember n.k.
í að minnsta kosti hálft ár og kratar muni vera reiðubúnir
til að standa að slíkum ráðstöfunum, þá verður ekki ann-
að sagt en að útlitið sé heldur dapurlegt fyrir þeirri ríkis-
stjórn sem verkalýðshreyfingin hefur öðrum fremur kall -
að sína.
Þeim mönnum sem ráðið hafa ferðinni í efnahagsmál-
um undanfarna tvo áratugi eða svo, ævinlega með þau
slagorð á vör að berjast gegn verðbólgunni, hafa verið
ærið mislagðar hendur. Árum saman hafa þeir lagt á
ráðin og gera enn um þessar eða hinar aðgerðirnar og
Íárangurinn sjá allir. Sé þetta tímabil skoðað kemur í ljós
að ekki er hægt að staðfesta með rökum þá skoðun að
verðtrygging launa þýði sjálfkrafa bullandi verðbólgu.
Ekki verður heldur séð að lækkandi kaupmáttur launa
leysi vandann því að dæmin sýna að verðbólgan varð
aldrei meiri en á þeim tíma sem kaupmátturinn hrapaði
mest.
Samtökum Iaunafólks er ærinn vandi á höndum. Sitji
þau nú hjá þegar stjórnmálamennirnir koma með sínar
patent Iausnir á vandanum, þá eru miklar líkur fyrir því
að niðurstaða þeirra verði sú, að meirihluti alþingis verði
þeirrar skoðunar, að nú dugi ekkert nema stóraukin kjara-
skerðing og lagasetning þingsins verði í samræmi við það.
Það er því afar brýnt að verkalýðshreyfingin móti á
næstu vikum og mánuðum sínar eigin hugmyndir um efna-
hags- og launamálastefnu og geri úrslitatilraun til þess
að koma henni fram í samvinnu við ríkisstjórnina. Þær
hugmyndir mega ekki mótast af kaupgjaldsmálunum ein-
um heldur ná til miklu fieiri þátta, ekki síst félags- og
menningarmála auk nauðsynlegra aðgerða til þess að
bæta og tryggja stöðu launafólks í margvíslegum efnum.
Takist þetta ekki nú, eru ekki líkur á öðru tækifæri í bráð-
ina til umtalsverðra þjóðfélagsbreytinga, verkalýðsstétt-
inni í hag.
- hágé.
Ræða Hjörleifs Guttormsso:
Góðir fundarmenn.
Eg tel rétt að víkja hér að
nokkrum atriðum varðandi
stöðu iðnaðar hérlendis og
vinnu að stefnumörkun um iðn-
þróun svo og að einstökum
brýnum úrlausnarefnum vegna
iðnaðarmála, sem iðnaðarráðu-
ineytið og ríkisstjórnin hafa
fengist við á því rétta ári, sem
núverandi ríkisstjórn hefur ver-
ið við völd. Ég vænti þess að
örstutt ágrip um þessi efni af
minni hálfu verði til glöggvun-
ar varðandi umræðu um iðnað-
armál á þessum fundi. Nauð-
synlegt er að líta á sem flest í
samhengi, og á það ekki síst við
um iðnþróun sem lið í atvinnu-
uppbyggingu í landi okkar.
Iðnaður er af ýmsum ástæðum
margslungnari og vandasamari
en önnur atvinnustarfsemi í
landinu, eigi árangur að nást.
Þar reynir á samstarf margra,
stjórnvalda, rannsóknaraðila
og þjónustustofnana og þeirra
sem í iðnrekstrinum starfa, og
jafnframt reynir á sveigjanleika
til að mæta breyttum aðstæðum
og leita lags við stofnun nýrra
fyrirtækja.
Breytt valdahlut-
fall
Þau ár sem við nú lifum eru
tími örra og róttækra breyt-
inga og vaxandi erfiðleika á
mörgum sviðum í atvinnustarf-
semi iðnríkja á Vesturlöndum,
erfiðleika sem lýsa sér m.a. í
aukinni verðbólgu og hægari
hagvexti ásamt miklu atvinnu-
leysi í mörgum ríkjum. Ofan á
þessa erfiðleika hefur síðan bæst
orkukreppan með stórfelldri
hækkun olíuverðs og eftirspurn
umfram framboð á alþjóða-
markaði. Ein ástæðan fyrir þess-
um breytingum eru ný styrk-
leikahlutföll milli hinna gömlu
og grónu iðnríkja annars vegar
og þróunarlands þriðja heims-
ins hins vegar. Hin síðartöldu
reyna að slá skjaldborg um auð-
lindir sínar og hráefni og hefja
iðnvæðingu með ódýrara vinnu-
afl og ólíkan bakgrunn á mörg-
um fleiri sviðum í samanburði
við hin eldri iðnríki, sem áður
höfðu húsbóndavaldið óskorað.
Því er þetta rifjað upp hér, að
einnig við íslendingar förum
ekki varhluta af þessum breyt-
ingum og verðum að taka tillit
til þeirra í mótun atvinnustefnu
í landi okkar og þá ekki síst á
sviði iðnaðar ef vel á að fara. Við
erum vitni að stórfelldum erfið-
leikum heilla iðngreina í grann-
löndum okkar, svo sem á sviði
vefja- og fataiðnaðar og skó-
gerðar, og það gefur okkur vís-
bendingu um, hvað beri að var-
ast. Skipasmíðaiðnaður á einnig
víða í miklum erfiðleikum sem
útflutningsgrein vegna offram-
leiðslu og breyttra spmkeppnis-
aðstæðna.
Fyrir okkur íslendinga, sem
erum nánast byrjendur á sviði
útflutningsiðnaðar, er alveg sér-
stök ástæða til að fylgjast með
og glöggva sig á þessum alþjóð-
legu aðstæðum og hagnýta okk-
ur þá kosti, sem öðrum fremur
eru vænlegir í útflutningsiðnaði
og í samkeppni hér á innan-
landsmarkaði horft til lengri
tíma og þá um leið fyrirtæki sem
eru okkur viðráðanleg f]ár-
hagslega og af öðrum ástæðum.
Við þurfum þannig að sæta lagi
og nýta okkur það hagræði, sem
því getur á stundum fylgt að
koma seint til leiks.
Skapa þarf í
atvinnu í iðn
Iðnaður afskiptur
Stjórnvöld og almenningur í
landinu hafa til skamms tíma
engan veginn gefið iðnaðinum
sem atvinnuvegi þann gaum
sem verðugt væri og æskilegt
getur talist. Á það bæði við um
þjónustuiðnað og framleiðslu-
iðnað og þann skerf sem iðnað-
urinn getur lagt til þjóðarbús-
ins atvinnulega og í gjaldeyris-
öflun og gjaldeyrissparnaði með
beinum og óbeinum hætti.
Þannig hefur vantað samkvæma
og sæmilega heilsteypta iðnað-
arstefnu af hálfu hins opinbera
og fjárhagslegur stuðningur og
aðbúnaður að iðnrekstri hefur
verið allsendis ófullnægjandi
svo ekki sé meira sagt. Þetta á
við um framlög af opinberri
hálfu til þjónustustofnana iðn-
aðarins og til lánasjóða hans,
sem hafa farið hlufallslega
lækkandi undanfarin 5 ár og
iðnaðurinn þannig setið tilfinn-
anlega eftir í samkeppninni um
takmarkað fjármagn til atvinnu
vega og fjárfestingar. Þetta hef-
ur gerst á sama tíma og mikill og
vaxandi hluti af framleiðslu-
iðnaði okkar hefur þurft að
mæta harðnandi samkeppni
vegna minnkandi tollverndar í
samræmi við samningsbundin
ákvæði í fríverslunarsamning-
um sem við erum aðilar að innan
EFTA og gagnvart Efnahags-
bandalagi Evrópu. Sá ávinn-
ingur sem margir höfðu vænst af
tollfrjálsum aðgangi að þessum
mörk’uðum hefur þannig orðið
mun minni en skyldi, og aðstaða
samkeppnisiðnaðar á innan-
landsmarkaði reynst erfið í
mörgujn greinum. Jafnframt
hafa nýiðnaðarkostir ekki feng-
ið þá meðferð og athugun með
stuðningi af opinberri hálfu sem
4 - NORÐURLAND