Norðurland - 09.01.1980, Blaðsíða 2
Við bjóðum efni í botn- og flottroll úr snúnu og fléttuðu garni, poka-
mottur, benslagarn, fiskilínur, blýkaðla og alla aðra kaðla.
HAMPIÐJAN HF
Stakkholti 4, Reykjavík, sími 28100
Björgvin Jónsson, Hrísey
Frá
Judo-
ráði
Nú nýverið barst Judoráði Ak-
ureyrar (JRA) tilkynning þess
efnis að Þorsteinn Hjaltason
hefði verið valinn í landslið
íslands í Judo, en hann er
íslandsm'eistari sveina í Judo
(15-17 ára) og núverandi hand-
hafi tæniverðlauna JSÍ.
Það er von JRA að vel verði
stutt við bakið á Þorsteini fjár-
hagslega, af framsýnum aðilum
hér í bæ en bæði er að æfingar
landsliðsins fara fram í Reykja-
vík og einnig má gera ráð fyrir
að landsliðshópurinn haldi utan
einhverntíma á næstunni. -
Kostnaður verður því ærinn en
hann verður á einhvern hátt að
kljúfa, svo Þorsteini verði unnt
að halda sínu sæti í Judo-
landsliði fslands en hann er sá
fyrsti héðan úr bæ, sem valinn
er í það og vonandi ekki sá
síðasti.
F.h. JRA
J. H.
hann var hress og gat sinnt
áhugamálum sínum. Að vera
hress var honum lagið, hann bar
ekki heilsuleysi sitt á torg, og
hefði hann verið spurður ráða í
tíma hefði svarið örugglega orð-
ið: „Enga grátgrein aðmérlátn-
um.
Þó að æskudraumar Olla hafi
orðið að víkja átti hann mörg
áhugamál að vinna að. Þess
nutu Hríseyingar, því að meðal
áhugamála hans voru málefni
og velferð sveitarfélagsins, enda
framámaður þess um árabil.
Eitt af síðustu verkefnunum
sem hann vann að á þeim vett-
vangi var undirbúningur að
smíði nýju Hríseyjarferjunnar.
Hans fyrsta og eina ferð með
þeim farkosti var þegar hann
var að lokum fluttur heim til að
fá að hvíla í hríseyskri mold.
Björgvin var mjög sannur Hrís-
eyingur. Hamm hafði stundum
á orði að virkja þyrfti það sem
gamla fólkið gæti sagt um
Hrísey og lífið sem þar hefði
þrifist, því við ættum enga sögu
skráða.
Sem fyrr segir voru honum
málefni sveitarfélagsins mjög
hugstæð og þar að auki var
hann mjög greiðvikinn til að
leita. Ekki mun fjarri sanni að
hann hafi stundum þurft að líða
eitthvað fyrir greiðvikni sína.
I minningu okkar um mann
varðveitum við það besta sem í
honum bjó. Hríseyingar þakka
Björgvin Jónssyni samfylgd-
ina og hans ævistarf sem staður-
inn naut góðs af._ Eftirlifandi
kona Björgvins er Áslaug Krist-
jánsdóttir, sem stóð trygg við
hlið manns síns á rauna- og
gleðistundum og studdi hann í
starfi. Innilegar samúðarkveðj-
ur til ástvina hans, ekki síst Jóns
og Maríu, foreldra hans, sem á
níræðisaldri syrgja ástkæran
son.
Guðjón Björnsson.
Það er oft talað um hinn harða
skóla lífsins, og það er harður
skóli að berjast við alvarlega
sjúkdóma allt frá unglingsárun-
um, þegardraumarnirumfram-
tiðina eru glæstastir, og þar til
yfir lýkur á fimmtugasta aldurs-
ári. Þetta var hlutskipti Björg-
vins Jónssonar frá Hrísey, sem
lést að morgni 16. desembers.l.
Þótt vanheilsa Björgvins síð-
ustu misserin hafi verið mjög
alvarleg, fór eins og ævinlega
þegar til eyrna berst andlát
kunnugra, það er sem kippt sé í
streng í brjósti manns. En þetta
er svo óhagganlegt. Þar verður
engu breytt og lífið heldur
áfram. Hins vegar verður fátt
sagt til huggunar syrgjandi ást-
vinum, þar verður tíminn að
lækna sárin með aðstoð góðra
minninga.
Og þar er einmitt komið að
efninu á réttan hátt. Það er
mjög auðvelt að minnast hins
F, 24. nóvember 1930
D. 16. desember 1979
hressa og fölskvalausa hláturs
Björgvins, eða Olla, eins og
hann var svo oft kallaður, þegar
Frá Samvinnu-
tryggingum
Iðgjald af endurnýjun á brunatryggingum féll í
gjalddaga l.janúar sl. Við væntum þess aö okkar
góöu og mörgu vióskiptavinir komi á skrifstofuna til
okkar og greiði áfallin iðgjöld. Skrifstofan er opin
frá kl. 8-5 fyrst um sinn, einnig í hádeginu.
Vátryggingardeild K.E.A.
Frá Hússtjórnarskóla
Akureyrar
Vegna fjölda áskorana verða matreiðslunámskeið
fyrir karlmenn haldin í janúar og febrúar.
Upplýsingar og innritun í síma 24199.
Auglýsið í
Norðurlattdi
MÖlir jl.
Areiðanlegasta umsögn um troll-
net kemur frá íslenskum togveiði-
skipstjórum og netagerðar-
mönnum. Fáir sjómenn í heim-
inum þurfa jafn sterk troll með jafn
nákvæmum möskvastærðum sem
þeir. 80% neta á íslenskum tog-
veiðiskipum eru frá Hampiðjunni.
Það er helmingur framleiðslu okkar
á því sviði. Hinn helmingurinn fer til
kröfuharðra skipstjóra úti í heimi.
BRYNJÓLFUR HALLDÓRSSON
skípstjóri á b/v Ögra RE 12 fiskaði
4652 tonn árið 1978. Hann segir:
„Við togum nú á botni sem enginn
hefði reynt við fyrir örfáum árum.
Það hefði verið óhugsandi án
þeirra eiginleika sem trollín frá
Hampiðjunni hafa nú í dag. Þau
eru þrælsterk og dragast vel, hafa
mikið núningsþol."
2 - NORÐURLAND