Norðurland - 09.01.1980, Page 7

Norðurland - 09.01.1980, Page 7
D. Á. Daníelsson: Gamlar þýðingar KOLAMOLINN (Eftir Brecht) 1. Heyrt hef ég, að í byrjun þessarar aldar hafi kona nokkur, María að nafni, átt heima í Bidwell í Ohio- fylki í Bandaríkjunum. Hún bjó við armóð, var ekkja Mikaels, er verið hafði hemlari á járnbrautarlestum. 2. Á nóttu hverri, þegar drunandi lestir járnbrautar- félagsins Wheeling Railroad brunuðu framhjá, kastaði hemlari kolarnola yfir rimlagirðingu kartöfiugarðholunnar og hrópaði í fiýtinum, rámri röddu: „Til Mikka!“ Og á nóttu hverri, þegar kolamolinn til Mikka skall í kolagafiinn, reis gamla konan upp og klæddi sig hálf- sofandi í pilsið, hirti kolamolann, gjöf hemlaranna til Mikka, hins látna en ekki gleymda. 4. Svona löngu fyrir morgunskímuna fór hún á fætur, til að fjarlægja úr augsýn manna þessa gjöf, svo að heml- ararnir féllu ekki í ónáð hjá Wheeling Railroad. Ljóð þetta er tileinkað félögum Mikaels hemlara, í viðurkenningarskyni fyrir félagslyndi. (Lungna- eyðing var banamein Mikaels hemlara á kolalestum Ohiofylkis). VORIÐ 1938 (Eftir Brecht) í dag, páskadagsmorgun árla, brast á stórhríð hér á eyjunni. Snjór lá milli grænkandi limgerðanna. Ungur sonur minn leiddi mig að litlu aprikósutré við múrinn, tók mig frá ljóði í smíðum, þar sem ég benti á menn þá, sem undirbúa styrjöld, er gæti eytt meginland Evrópu og þessa eyju, tortímt þjóð minni fjölskyldu minni og mér sjálfum. Þegjandi breiddum við poka yfir kaldan baðminn. í SLATURHUSINU (Eftir Strindberg) Við steinlagða torgið stendur sláturhús, fornt að sjá, og brygði ég mér í bæinn, bar mig einatt þar hjá. í gaiopnum, stórum glugga sást glampa hið rauða blóð, á kaldan marmara komið rauk kjötið nýja sem glóð. í kvöld hékk kálfshjarta lítið á króki, við dyragler, vafið í velktan pappír var það og nötraði sér. Brúarbasarnum gamla mér brá fyrir sjónir þá, með röðum af Iýstum Ijórum sem lýðurinn staldrar hjá. Ég leit í ljóranum smæsta litla, þunnklædda bók: hún er útskorið hjarta hengt á sinn dinglandi krók. SVIPMYND (Eftir Eliot) Stattu hæsta stigaþrepinu á - styð þig við garðsins ker - vef þú, vef þú sólskinið í þitt hár - þrýstu blómum að barmi, undrandi, sár - fleygðu þeim, snúðu þér frá, með fióttans reiðiblik í augum þér: en vef þú, vef þú sólskinið í þitt hár. Þannig væri hans þaðanför, þannig stæði hún, með sorg í lund, veg sinn veldi hann eins og hugur flýr jaskað hrör, eins og sálin að lyktum flýr líkamann. Einhver leið ætti að vera, undurlétt og heið, okkur báðum skiljanleg og greið, einföld og án trúnaðs eins og bros og handaband. Hún fór. En þegar haustfjöll héluð stóðu, í huga mínum vakin oft hún bjó, margar stundir, marga daga: um barm og arma blóm og lokkar flóðu. Víst gat ei orðið önnur þeirra saga! Það augnablik ég vildi ei hafa misst. Þess mynd á stundum hefir hjá mér gist, ef hurfu næturværð og miðdagsró. NORÐURLAND - 7 Herstöðvaandstæðingar á Akureyri héldu jólatrésskemmtun á þrettándanum í Alþýðuhúsinu og þar var þessi mynd tekin. Skemmtunin var ágætlega sótt. Ljósm.: hágé. Rauði krossinn - Akur- eyrardeild. Skrifstofa deildar- innar er til húsa að Skólastíg 5, gengið inn að austanverðu. Síminn er 24803 og skrifstofan er opin fyrir hádegi alla virka daga. Heimsóknartímar Almennir heimsóknartímar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyrierufrá kl. 15-16 og 19-20 alla daga. - Hjúkrunarforstjóri. MALOAQN SOStAUSTA I NOAOURLANÐS. IIUOSOXMI EYSTRA Frétlir af Norð- urlsndi. Hressilag póli- tisfc umrssða. Skrif um llstir og menningarmál. Skákþraut Halga ólafssonar. Krosagátan. Iþróttir. Norðuiiand kemur út vikulaga. Askriftargjald Inn haimtist tvisvar á ári. Askriftargjald fyrir hálft árið ar kr. 3.500. Simi 21878 EMavallasata 18 PósthóH 492 Akurayri

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.