Organistablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 1

Organistablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 1
3. TBI DESEMBEH 1972 5. ÁRG. V I Ð ÁRAMÓT Árið 1972 er liðið. Þetta lilla blað hefur nú komið út í 5 ár. Ymsar tilraunir liafa verið gerðar hér til að gefa út tónlistar- hlöð og tímarit. Ekkert þeirra hefur komið út lengur en í 5 ár. Við vonum að þetta blað okkar geti haldið áfram að koma út, þó að við ramman reip sé að draga. Einkum er það fjár- hagurinn, sem er okkur erfiður. Við höfum reynt að fá til birtingar fróðleiksgreinar, einnig greinar um stéttarmálefni organleikara, bæði kjaramál og það faglega, sem svo er nefnt. Við höfum viljað birta fregnir af því, sem gert er og gerl hefur verið. Listahátíð gekk hér um garð í sumar. Þar var ekki flutt nein kirkjutónlist, og höfum við því ekki þurft að fjalla um hana. Ég hygg, að allir organleikarar og kirkju- kórar landsins hafi innt af hendi mikið og gott og óeigingjarnt starf. Þrír íslenzkir organleikarar hafa haldið sjálfstæða orgeltónleika á árinu. Við höfum getað sagt frá ýmsu sem kórar og organleikarar hafa gert aúk messusöngsins, en þó mun þar ekki allt tíundað. Því ítrekum við: Organleikarar, sendið blaðinu fréttir að greinar um áhugamálin. Þess skal getið, sem gert er.

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.