Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 9
ORGEL TIL HLJÓMLEIKAITALDS Af og til gerist það að erlendir stórmeistarar i orgelleik sækja okkur heim í þeim tilgangi að sýna okkur listir sínar og leyfa okkur að njóta til fullnustu tónlistar, sem samin hefur verið fyrir orgel, þetta hljóðfæri, sem nefnt hefur verið Drottning hljóðfæranna. Af þeirn gestum erlendum sem hafa sótt okkur heim upp á síð- kastið eru mér minnisstæðaslir þeir Fernando Germani, Michael Schneider og Bohumil Plánský. Það mætti ætla að slíkar heimsóknir væru mikill hvalreki íslensku kirkjutónlistarlífi og það væru þær vissulega, ef sú staðreynd lægi ekki fyrir að hér á landi finnast fá orgel, sem boðleg eru slikum rnönnum og allra síst á Reykjavikursvæðinu. Á höfuðborgarsvæðinu fyrirfinnst ekki eitt einasta hljóðfæri til hljómleik.ahalds, sem boðlegt cr svo stórum nöfnum, sem að framan eru nefnd. Hvað myndu frægir píanóleikarar heimsins segja ef þeim væri boðið að halda hljómleika hér á landi og væru settir við hljóðfæri á borð við orgel Dómkirkjunnar i Reykjavík svo dæmi sé nefnt. Það er til mikillar vansæmdar að ekki skuli vera til þó ekki væri nema eitt hljóðfæri á höfuðborgarsvæðinu, sem boðlegt væri hverj- um sem er til hljómleikahalds. Við skulum vona að úr þeirri þörf verði bætt og það fyrr en seinna. Á Norréena kirkjutónlistarmótinu, sem haldið var hér á landi 1970, voru hin lélegu orgel mikill þröskuldur í vegi tónleikahaldsins og gestir okkar kvörtuðu sáran. Sama varð uppi á teningnum á Nor- rænu tónlistardögunum, sem haldnir voru í Reykjavík sl. sumar. Við þurfum að eignast gott orgel, ca. 40—50 radda, orgel í háum gæðaflokki, til þess að geta kinnroðalaust boðið til okkar hvaða orgel- leikurum sem er til hljómleikahalds. Á meðan það orgel er ókomið nýtast þessar heimsóknir engan veginn eins og efni standa til. G.J. ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.