Organistablaðið - 01.11.1983, Síða 1
OlU.WISIABIAim)
2. tbl. Nóvember 1983
16. árg.
Jindrich Keller:
Hvemig kammer-a-ið varð til
Það eru til hljóðfæri, sem í raun réttri má stilla á hvaða tón sem er og svo eru önnur
smíðuð með fastri stillingu. Af þeim skal fyrst og fremst nefna aerófóna (blásturs-
hljóðfæri) og nokkra idiófóna (t.d. xylofón, bjöllur, túþafón, víbrafón, marimba
og celesta). Þau eru yfirleitt kölluð hljóðfæri með óbreytanlegri stillingu enda þótt unnt
sé að rétta að minnsta kosti örlítið grunntón nýtískublásturhljóðfæra. Þegar á þeim
timum, þegargrundvöllurinn var lagður að hljóðfærasmíði sem sjálfstæðri iðngrein ollu
þessi hljóðfæri miklum erfiðleikum. Þegar tveir flautuleikarar hittust, og hvor þeirra var
með hljóðfæri frá sínum framleiðanda, var það frekar tilviljun en regla, ef þeir gátu leikið
saman dúett. Hljómlistarmenn vissu þetta mætavel, og þess vegna ýttu þeir undir
hljóðfærasmiðina til að koma sér einhvern veginn saman um stillingu hljóðfæra.
Leiðin til samræmingar grunnstillingar var löng og flókin. Þar var nefnilega engin
viðurkennd regla til, sem hljóðfærasmiðir gætu farið eftir og það skorti eðlisfræði-
þekkingu til að skilgreina þessa viðmiðun og tæknikunnáttu til að hrinda henni í
framkvæmd í öllum verkstæðum. Orgelsmiðum varð verulega ágengt í þessu máli.
Þeim tókst að tákna með stærðfræðilegum hætti og með línuritum rúmfang og lögun
hljóðpípna og öðluðust þannig að minnsta kosti einhverja vissu um, að hin mismunandi
hljóðfæri þeirra væru stillt á svipaðan hátt. En samt hafa rannsóknir á hljóðpípum, sem
varðveist hafa frá því á 15. og fram á 17. öld leitt í Ijós, að nær sérhvert hérað notaði
mismunandi stillingu. Á 17. öld ríkti enn hið megnasta stjórnleysi. Svokallaður
kóraltónn, þ.e.a.s. sú tónhæð sem gregoríanskur messusöngur var sunginn í, lá
lítilli þríund neðar en svokallaður kornetttónn, en meö honum var táknuð fastákveðin
hæð stillingar á hljóðfærum hljóðpípuleikara og lúðrablásara I borgum.
Þróun eðlisfræðinnar á 17. og 18. öld gerði að lokum kleift að skilgreina fástákveðna
tónhæð. Stuðlaði það mjög að samræmingu stillingar einkum á blásturshljóðfærum.
Smám saman skapaðist nokkurs konar fyrirmyndartónn, og voru stillt eftir honum