Organistablaðið - 01.11.1983, Side 3
I París var líka gerö fyrsta tilraunin til víötæks samkomulags um sveiflufjölda, og
öðlaðist það almennt gildi. Franska stjórnin skipaði árið 1858 nefnd, sem í voru þekktir
tónlistarmenn eins og Berlioz, Rossini og Thomas, en í hana vantaði
reyndar hljóðfærasmiði. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ákjósanlegsti
sameiginelgi tíðnigrundvöllurinn fyrir a1 væri 435 Hz. Birti nefndin opinberlega
tilkynningu um störf sín 1. febrúar 1859. Nú var hinn rétti tími til samræmingarinnar
runninn upp og þess vegna samþykktu bæði hljóðfærasmiðir og tónlistarmenn hana af
frjálsum vilja. En það var fyst 1885, að haldin var alþjóðleg ráðstefna í Vínarborg, sem
lýsti yfir almennu gildi viðmiðunar frönsku nefndarinnar. Staðfesti ráðstefnan þannig
hina viðteknu grundvallrreglu. Einmitt í austurríska keisaradæminu hafði hið staðlaða
franska a’ almennt verið tekið í notkun. Auk annarra var þetta að þakka forstöðumanni
tónlistarskólans í Prag, sem hét Jan Bedrich Kittl. Hinn þekkti hljóðfærasmiður í
Vínarborg, Stephan Koch, einhver besti blásturshljóðfærasmiður í Evrópu, féllst hins
vegar fljótlega á frönsku tillöguna og að hans dæmi fóru einnig margir meistarar aðrir.
[ Englandi, sem ríghélt sér í hina „dá.samlegu einangrun" einnig í þessu máli, var
auðvitað í gildi tíðnigrundvöllurfrábrugðinn þeim sem vará meginlandinu. Kammer-a-ið
enska hafði yfirleitt hærri sveiflutíðni og frá þeim tíma er líka upprunninn lág
(meginlands-) og há (ensk) stilling blásturshljóðfæra. Sveiflutíðni hinnar gömlu ensku
stillingar á a1 var 452,5 Hz. Eftir því sem tímar liðu fram breiddist hún út um meginlandið
og hélst í herhljómsveitum einnig eftir að aðrir hljóðfæraleikarar höfðu tekið upp frönsku
sveiflutíðnina. Einnig á Englandi hækkaði fastákveðin hæð stillingarinnar. Frá árinu
1874 ertil skráð hæð grundvallartfðni a1 sem 454,7 Hz, jafnhliða því að Covent Garden
óperan sem var íhaldssamari og þar var a1 450 Hz. Til gamans má geta þess, að þegar
Jóhann Strauss stýrði hljómsveit sinni í Imperial Institute árið 1897 notaði hann
tíðnigrundvöll fyrir a1 457,5 Hz.
Nútímatíðnigrundvöllur a1 440 Hz er langt frá því að vera nýr af nálinni. Það var þýski
eðlisfræðingurinn Steibler, sem barfram tillögu um hann árið 1843. Ef til vill reyndi hann
að finna málamiðlun á a1, sem búið var til eftir stillingu Pythagorasar, (432 Hz), og
viðtekinni venju tónlistarmanna á þeim tímum. Þetta gerðist á eðlisfræðingaráðstefnu,
svo að hljómlistarmönnum fannst þessi tillaga svo að segja anga af grunsamlegri
kenningasmíði. Tillaga Steiblers lá á hillunni um aldabil, þangað til að hún var samþykkt.
Það var ekki fyrr en á fundi alþjóðlegu stöðlunarnefndarinnar ISA (International
Standard Association) að núgildandi tíðnigrundvöllur var samþykktur. Auðvitað var
hann reistur á öðrum forsendum og varð til við aðrar aðstæður en tillaga Steiblers.
Reynslan af notkun þessa tíðnigrundvallar var góð og þess vegna var a1 sama sem
440 Hz staðfest enn í Stokkhólmi árið 1953, og þess vegna leggjum við við hlustirnar
við þetta litla a fram á þennan dag.
Þýð. Hallfreður Örn Eiríksson
Grein þessi er þýdd úr tékkneska tímaritinu Hudebni nástroje (Hljóðfæri) 6. tbl. 1982.
Hún er eftir Jindrich Keller, tékkneskan tónfræðing, sem lést fyrir aldur fram hinn 22.
október 1981.
ORGANISTABLAÐIÐ 3