Morgunblaðið - 07.12.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 07.12.2009, Síða 4
Breyting á sölu áfengis milli ára 1.800 1.600 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Rauðvín Hvítvín Ókr. brennivín og vodka Blandaðir drykkir 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Bjór Sala í þúsundum lítra jan.-nóv. 2008 jan.-nóv. 2009 1.588 1.663 1.014977 299338 188 298 14.13014.168 -0,3%-4,5% +3,8% -11,5% -37,1% Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SALA áfengis fyrstu 11 mánuði árs- ins er 1,8% minni í magni talið en sömu mánuði árið 2008. Þetta kemur fram í yfirliti Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins. Framan af árinu virtust áhrif mikilla verðhækkana á áfengi ekki ætla að verða mikil en nú virðast áhrifin koma fram af full- um þunga í sölutölum. Verðhækkanirnar hafa einnig leitt til þess að sala ÁTVR í krónum talið er umtalsvert meiri á þessu ári en í fyrra, eða sem nemur þremur millj- örðum króna. Fyrstu 11 mánuði þessa árs seldi fyrirtækið áfengi fyrir 18 milljarða og 474 milljónir króna. Sömu mán- uði í fyrra var selt áfengi fyrir 15 milljarða og 473 milljónir. Á árinu hefur sala á rauðvíni dregist saman en sala á hvítvíni auk- ist. Sala á sterku áfengi, þ.e. ók- rydduðu brennivíni og vodka, hefur dregist saman um 11,5% í magni. Enn meiri samdráttur hefur orðið í sölu blandaðra sterkra drykkja eða 37%. Sala á áfengi dróst saman um 4,1% í nýliðnum nóvember Sala á áfengi í nóvember dróst saman um 4,1% frá nóvember í fyrra. Þar vegur þungt minni sala á lagerbjór og sterkum drykkjum. Sala á lagerbjór er uppistaðan í sölu áfengis hjá ÁTVR, eða um 80%. Framan af árinu seldist lagerbjór í meira magni hvern mánuð en í fyrra en þetta hefur snúist við seinni hluta ársins. Þannig seldust 1.030 þúsund lítrar af lagarbjór í nóvember sl. en 1.078 þúsund lítrar sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn er 4,5%. Meira er drukkið af hvítvíni Sala á hvítvíni jókst um 9,2% í nóvember og sala á rauðvíni jókst um 3,6%. Fyrri verðhækkunin var í desem- ber í fyrra þegar Alþingi samþykkti 12,5% hækkun á áfengisgjaldi. Seinni hækkunin varð í maí sl. þegar Alþingi samþykkti 15% hækkun á gjöldum á áfengi og tóbaki. Drekka minna en borga meira  Verðhækkanir á áfengi á undanförnum mánuðum hafa haft í för með sér minni sölu hjá ÁTVR  Hins vegar hefur fyrirtækið selt áfengi fyrir þremur milljörðum króna hærri upphæð en í fyrra 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 Kanarí 19. desember Verð frá 109.900 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 154.900 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Jardin del Atlantico í 14 nætur með „öllu inniföldu”. Verð m.v. 3 í íbúð með „öllu inniföldu” kr. 182.900. Verð m.v. 2 í íbúð með „öllu inniföldu” kr. 199.900. Sértilboð 19. des. Verð kr. 109.900 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Green Park Apartments í 14 nætur. Aukalega m.v. gistingu í smáhýsi m. 2 svefnherb. á Parquesol kr. 18.050. Verð m.v. 2 í íbúð á Green Park kr. 134.900. Sértilboð 19. des. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum um jólin á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð á Green Park Apartments, sem er einfalt og vel staðsett íbúðahótel á ensku ströndinni. Einnig bjóðum við frábært sértilboð með „öllu inniföldu” á Jardin del Atlantico íbúðahótelinu. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara! AUKIN brögð eru að því gestir veitingahúsa í borginni reyni að smygla vínföngum í hús. Veit- ingamenn segja þetta helgast af hærra áfengis- verði og almennt minni fjárráðum fólks. „Það er töluverð aukning í þessu. Gestir sem hingað koma á jólahlaðborð eru gjarnan með flöskuna í töskunni og geyma uppi á hótelher- bergi og skjótast síðan þangað við og við,“ segir veitingamaður sem Morg- unblaðið ræddi við. Aðrir kollegar hans segja svip- aða sögu. „Þetta hefur aukist talsvert að undanförnu, til dæmis á dansleikjum um helgar. Dyraverðirnir hafa tek- ist eftir þessu og við höfum tekið á málinu,“ segir Guðmundur Kjart- ansson yfirþjónn á Kringlukránni. Garðar Kjartansson veitinga- maður á Pósthúsinu talar á svip- uðum nótum. „Þegar leigubílarnir renna hér hlaðið er fólk talsvert drukknara en ég hef áður séð,“ seg- ir Garðar sem telur skiljanlegt að fólk spari við sig í áfengiskaupum sem öðru, jafnvel þó veitingahúsin hafi reynt að halda verðhækkunum í hófi. Bjórkúturinn til veitingahúsa hafi kostað 8.000 krónur fyrir tveimur árum síðan en sé nú kominn upp í nær 18.000 kr. Á sama tíma hafi bjórglasið ekki hækkað nema um 200 kr. og kosti nú 800 kr. „Íslendingar eru mjög greinilega að spara við sig og erlendu gestirnir eru okkur mjög mikilvægir, sem aldrei fyrr,“ segir Garðar. Gestirnir koma með flösku í tösku Bjórkúturinn til veitingahúsa úr 8 þús- undum fyrir tveimur árum í 18 þúsund Undir borði Algeng aðkoma upp á síðkastið. Morgunblaðið/Ómar Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is HANN á erfitt með að skilja það „væl sem er í Íslendingum núna“ og segir enga kreppu ríkjandi á land- inu, nóg sé af öllu allsstaðar. Hinn 89 ára Erlendur Árnason frá Hnjóti man enda tímana tvenna, ekki síst frá því að hann sigldi til Hamborgar í Þýskalandi á eftirstríðsárunum og eldaði þar mat ofan í svanga heima- menn við hafnarbakkann. Á laugardag voru ljós Hamborg- artrésins tendruð á Miðbakka Reykjavíkurhafnar, en þetta er í 44. sinn sem þýski félagsskapurinn Wikingerrunde gefur Reykvík- ingum jólatré í þakklætisskyni fyrir matargjafir í kjölfar seinni heims- styrjaldarinnar. Erlendur var matsveinn á togar- anum Gylfa sem sigldi til Hamborg- ar á árunum 1948 til 1950 og var í eigu bræðranna Garðars og Frið- þjófs Jóhannessona, útgerðarmanna á Patreksfirði. „Við sigldum með síld en aðallega karfa, sem var landað þarna og var mjög vel nýttur, enda var allt matarkyns mjög vel þegið,“ segir Erlendur. Hann segir það hafa verið sið hjá þeim bræðrum að veita eins og hægt var á skipum sínum. „Þess vegna fengu allir að borða hjá okkur sem unnu við skipið og komu um borð í það.“ Börn í loftvarnarbyrgjum Mikill matarskortur var í Þýska- landi á þessum tíma og sú hefð skap- aðist þegar Gylfi var við höfn í Ham- borg að skipsverjar elduðu ofan í svanga heimamenn um borð í skip- inu. „Menn gerðu eins og hægt var fyrir aumingjans fólkið. Það komu mjög margir til okkar að borða, bæði karlmenn, börn og kvenfólk. Við urðum því að sjá til þess að hafa nóg- an mat. Við vorum tveir matsveinar og fengum oft aukamann lánaðan. Maður taldi það ekkert eftir sér heldur hafði gaman af því.“ Skipverjarnir létu ekki nægja að bjóða svöngum Hamborgarbúum upp á heita máltíð um borð heldur gaukuðu þeir gjarnan einhverju matarkyns að þeim áður en þeir yfir- gáfu skipið. „Þá vantaði aðallega kaffi, smörlíki og feitmeti og ýmsar aðrar vörur sem var vont að fá. Okk- ur var alltaf sagt að taka meiri mat með okkur fyrir þessa túra en aðra og það var ekkert rætt um það þótt við gæfum hann. Garðar og Frið- þjófur máttu ekkert aumt sjá. En við fengum margt frítt í staðinn, t.d. ókeypis í strætisvagna.“ Erlendur segir það hafa verið sérstaklega átakanlegt að horfa upp á börnin. „Oft velti maður því fyrir sér hvern- ig þau drógu fram lífið. Þau bjuggu jafnvel ein í loftvarnarbyrgjum eða kjallaraholum sem sandurinn hafði verið grafinn upp úr. Ef við gáfum þeim eitthvað varð maður af skipinu að fylgja þeim uppfyrir tollskoð- unina til að þau lentu ekki í veseni og menn héldu að þau hefðu stolið því sem þau höfðu meðferðis. Þau voru auðvitað líka að reyna að fá eitthvað fyrir heimilin sín því það var ekkert til í borginni – það myndi enginn trúa því að Hamborg hefði verið svona snauð. Ég hugsa að 70% borg- arinnar hafi verið í rúst á þessum tíma og þegar við komum var ekki búið að draga götuvígin burt af öll- um götum, það voru ennþá brunnir bílar og drasl út um allt.“ Ekkert volæði í mönnum Þrátt fyrir bágborið ástandið kvartaði ekki nokkur maður, að hans sögn. „Það var aldrei neitt volæði í þeim – það var ekki þetta væl sem er í Íslendingum núna. Maður skilur það ekki því það er engin kreppa á Íslandi að mínu mati. Það er engin kreppa fyrr en menn fá ekki neitt en hér eru allar búðir fullar af öllu. Það þarf bara að fara betur með pen- ingana en er gert.“ Morgunblaðið/Ómar Matsveinninn Erlendur Árnason segir íbúa Hamborgar hafa búið við sáran skort í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. „Gerðu eins og hægt var fyrir aumingjans fólkið“ Hamborgartréð á Miðbakkanum tendrað í 44. sinn í þakk- lætisskyni fyrir matargjafir Íslendinga á eftirstríðsárunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.