Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Skólar og námskeið Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa því á nám og námskeiða. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið þriðjudaginn 5. janúar 2010. Meðal efnis verður : Háskólanám og endurmenntun. Fjarmenntun á háskólastigi. Verklegt nám/iðnnám á framhalds og háskólastigi. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og nám erlendis. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 21. desember Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is „Þetta er alveg með ólíkindum og ég verð að ítreka að tilskipun Evrópusambandsins um innstæðu- ábyrgðina leggur ekki þessar skyldur á herðar ríkissjóðs. Það er óumdeilanleg staðreynd.“ „Hvað blasir við ef gengið verður að þessum nauðungarsamningum? Jú, við þurfum að skera niður fjárhæðir, borga og gangast í ábyrgð fyrir fjárhæðir sem eru allt að 20–25% af tekjum ríkisins. Við erum að tala um 300–500 milljarða kr. herkostnað fyrir að lúta í duft aumingjaskapar í samningaviðræðum við Breta og sérstaklega Evrópusambandið.“ Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður og þingmaður VG, á alþingi 19. desember 2008. www.andriki.is 1. Foreldrar setji skýr mörk um tóbaksnotkun 2. Takmarkað aðgengi að tóbaki 3. Tilkynna brot á lögum um sölu á tóbaki til ungs fólks – heilbrigðiseftirlit viðkomandi svæðis 4. Tóbaksvarnalögunum framfylgt 5. Virk tóbaksvarnastefna í skólum Morgunblaðið/Eggert Gleði Byrji ungt fólk ekki að reykja fyrir tvítugt er mjög ólíklegt að það byrji að reykja yfir höfuð. Leiðir í forvörnum sem virka Ínýlegri rannsókn á heilsu oglíðan Íslendinga kemurfram að ef viðkomandi byrj-ar ekki að reykja fyrir tví- tugsaldurinn þá eru mjög miklar líkur – eða 73% – á því að hann reyki aldrei, miðað við reynslu 18- 79 ára núlifandi Íslendinga. Forvarnir hefjast heima Fátt er eins mikilvægt í for- vörnum gegn tóbaksnotkun ungs fólks eins og það að foreldrar setji börnum sínum skýr mörk um tób- aksnotkun. Til dæmis um að þeir muni ekki sætta sig við að börnin byrji að reykja eða nota annað tóbak. Færni barna í að bregðast við áreiti í umhverfinu, eins og fé- lagsþrýstingi, ræður úrslitum um hvernig þeim gengur að takast á við þessi áhrif. Það að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd, sjálfstraust og færni í samskiptum, ákvarð- anatöku og úrlausn vandamála, gerir börnin fær í flestan sjó og stuðlar að almennu heilbrigði þeirra og vellíðan í lífinu, s.s. að velja hollan mat, stunda reglulega hreyfingu, hafna tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum. Mikilvægi fyrirmynda Áhrifamáttur fyrirmynda er mikill. Foreldrar og kennarar eru í sterkri stöðu til að hafa áhrif á viðhorf og hegðun ungs fólks. Það er útbreiddur misskilningur meðal ungs fólks að „allir reyki“ og að reykingar séu þar af leiðandi við- urkenndar af samfélaginu. Hið rétta er að einungis 15,4% fólks á aldrinum 15-89 ára reykja daglega hér á landi. Reykingar eru nátengdar sjálfs- mynd og félagslegri hegðun ung- menna. Hugarfar unglinga sem byrja að reykja snýr oft að því að passa inn í hópinn eða tilheyra ákveðnum hópi. Fyrir þeim eru langtímaáhrif af reykingum á heilsuna afar fjarlægt umhugs- unarefni og engan veginn til þess fallið að duga sem rök fyrir því að þau eigi að láta tóbakið eiga sig. Þeir líta jafnvel á reykingar sínar sem stundargaman sem þeir ætla ekkert endilega að stunda til lang- frama. Þeir telja sér trú um að þeir geti auðveldlega hætt hvenær sem er og gera sér ekki grein fyr- ir hversu vanabindandi reykingar eru og hversu erfitt getur reynst að hætta síðar meir, þegar þá langar til þess. Aðgengi Samkvæmt tóbaksvarnalögunum er börnum yngra en 18 ára ekki heimilt að kaupa tóbak. Kannanir sýna að það er talsverður mis- brestur á að farið sé eftir þessum lögum hér á landi. Ef útsölustaðir tóbaks selja börnum undir 18 ára tóbak ber að hafa samband við heilbrigðiseftirlit viðkomandi svæðis. Í reglugerð um takmark- anir á tóbaksreykingum er skýrt kveðið á um að reykingar eru ekki leyfðar á stöðum sem ætlaðir eru börnum og unglingum. Mjög mik- ilvægt er að þessu lögum sé fram- fylgt. Lýðheilsustöð hvetur alla skóla landsins til að vera með virka heilsustefnu þar sem sérstaklega er kveðið á um tóbaksvarnir. Markmið slíkrar stefnu er að leggja skýrar línur um tóbaks- notkun í skólum. Skólar, sem vinna að tóbaksvörnum á virkan hátt, leggja þannig grunn að góðri heilsu nemenda sinna um ókomna framtíð. Betur má ef duga skal. hollráð um heilsuna Framtíð landsins og forvarnir http://www.lydheilsustod.is/ungt- folk/tobak/nr/2519 http://www.lydheilsustod.is/ munntobak/ Bára Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýð- heilsustöð RÁÐSTEFNAN „Notendastýrð og persónuleg aðstoð – tálsýn eða veru- leiki?“ sem fram fór á fimmtudag sl. í Salnum í Kópavogi, skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að tryggja með lögum rétt fatlaðs fólks til notenda- stýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) í anda hugmyndafræði um sjálfstætt líf (Independent Living Movement). Ráðstefnan var haldin af Öryrkjabandalagi Íslands, félags- málaráðuneytinu og FFA. Aðilar að FFA eru Landssamtökin þroska- hjálp, Sjálfsbjörg – landssamtök fatl- aðra, Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra og Ás – styrktarfélag. Í Svíþjóð voru lög um notendastýrða aðstoð samþykkt árið 1993. Þessi lög hafa orðið hinum Norðurlöndunum fyrir- mynd og er Ísland eina landið sem enn hefur ekki sett sambærileg lög. Vilja not- endastýrða þjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.