Morgunblaðið - 07.12.2009, Page 16

Morgunblaðið - 07.12.2009, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Seint á föstu-dagskvöldstaðfesti ríkisstjórnin í raun að Icesave-málið væri ekki umræðu- tækt. Þá var viður- kennt að málið hefði verið þvingað úr fjárlaganefnd þingsins án þess að veigamikil óvissuatriði hefðu fengið nauð- synlega skoðun. Stjórnarand- staðan hefði verið sökuð um „málþóf“ sem er af sumum tal- ið verri glæpur en sá að setja 600 milljarða króna skuld ann- arra yfir á íslenskan almenn- ing. „Málþóf“ er svo sem ekki áferðarfallegasti þáttur þing- starfanna. En það er þó þús- undfalt betra en þegar stórmál og einatt íþyngjandi fyrir fólk- ið í landinu fer umræðulítið og illa athugað í gegnum þingið. Má því miður nefna fjölda mála sem þannig hafa verið afgreidd blindandi frá löggjafarstofn- uninni og gert verulegan skaða lengi eftir það. Með uppgjöf sinni hefur ríkisstjórnin að nokkru séð að sér. Því er að vísu haldið á lofti að hún hafi aðeins samþykkt málamynda- skoðun að hætti formanns fjár- laganefndar og með þeim snið- ugheitum haft af stjórnar- andstöðunni þann styrk sem önnur umræða um mál veitir henni allajafna. En skamma stund yrði hönd því höggi feg- in. Þjóðin er að taka við sér. Um þrjátíu þúsund Íslendingar hafa þegar skrifað und- ir áskorun um að fólkið í landinu verði að hafa síð- asta orðið um þetta mál. Svo stórt sé það í sniðum og svo þung geti áhrif þess orðið á almannahag í landinu. Þegar horft er til þeirrar yf- irlýsingar sem forseti Íslands gaf hinn 2. september sl. þegar hann undirritaði ríkisábyrgð- arlögin með sérstakri tilvísun til fyrirvara þeirra, sem nú hafa verið gerðir að engu, ætti að vera hverjum manni aug- ljóst að hann myndi ekki stað- festa lögin sem svo hafa farið með fyrirvarana. Önnur atriði sem nefnd eru í yfirlýsingu forsetans undirstrika þennan skilning. Til viðbótar kemur nú hinn mikli þungi í undir- skriftum þjóðarinnar. Enn eru þó þeir til sem telja, með vísun til fortíðar forsetans og þekktra leikrænna tilburða, að þessi einstaka gjörð frá 2. september hafi verið skrípa- læti af hans hálfu en ekki skila- boð til þings og þjóðar. Honum muni nægja málamynda- skoðun á milli umræðna sem hálmstrá til að hanga á. Fari svo að sú verði niðurstaðan er líklegt að forsetinn muni fljótt átta sig á að hálmstrá hefur mun minni styrk en haldreipi. Ríkisstjórnin hefur í raun viðurkennt að „málþófið“ hafi átt fullan rétt á sér } Verður hálmstrá að haldreipi? Steingrímur J.Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur ítrekað hald- ið því fram að með áformuðum skatt- breytingum nú um áramót lækki skattar á þá sem hafi undir 270.000 krónur í mánaðar- tekjur. Þetta var sérstakur áherslupunktur í kynningu fjármálaráðuneytisins á nýju skattkerfi hinn 19. nóvember sl. Í fyrstu umræðum um frum- varp fjármálaráðherra um ráð- stafanir í skattamálum á Alþing á laugardag varð hins vegar ljóst að fjármálaráðherra hefur farið með rangt mál í þessu efni. Þetta viðurkenndi hann sjálfur, þó að hann notaði að vísu önnur orð til að koma þeirri játningu á framfæri. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, spurði fjármálaráðherra hvort það væri ekki réttur skilningur að ef gildandi lög væru látin standa og engu yrði breytt, þá yrði skattbyrðin léttari fyrir þá sem hafa undir 270.000 krónur á mánuði en með fyr- irhuguðum breyt- ingum. Fjár- málaráðherra viðurkenndi að bor- ið saman við fyrri ár þá væri þetta svo. Ástæðan er sú að án frum- varpa fjármálaráðherra mundi persónuafslátturinn hækka. Annars vegar vegna verðtrygg- ingar og hins vegar vegna sér- stakrar hækkunar um áramótin sem er hluti aðgerða fyrri ríkis- stjórnar í tengslum við kjara- samninga á almennum vinnu- markaði í fyrra. Öfugt við það sem fjár- málaráðherra hefur hingað til haldið fram liggur því fyrir að hann og ríkisstjórnin – velferð- arstjórnin með skjaldborgina – eru að hækka skatta á alla launamenn, bæði þá hæstu og þá lægstu. Hvað hefði stjórnarand- stöðuþingmaðurinn Stein- grímur J. Sigfússon sagt við svona falsi fjármálaráðherra? Fjármálaráðherra hefur játað, þvert á fyrri orð, að vera að hækka skatta á lág- launamenn } Fölsun M ikilvægt er að lýðræðislega kjörinn meirihluti á Alþingi á hverjum tíma sé í nánum tengslum við íslenskan veru- leika, átti sig á eðli lífsbarátt- unnar í landinu og leitist við að skapa þjóðinni hagstæð lífsskilyrði. Einmitt þess vegna var það uppörvun fyrir fjölmarga þegar stjórnarflokkarnir lofuðu því fyrir síðustu kosningar að slá skjaldborg um heimilin. Það þýddi að forystumenn þessara flokka skynjuðu erfiða skuldastöðu, vonleysi og þröngan kost fjölskyldnanna á heimilunum – að það var brýn og raunveruleg þörf fyrir skjald- borg. Og áhugi fjölskyldnanna í skjaldborginni er svo mikill á störfum þingsins þessa dagana að þær hafa hreiðrað um sig á Austurvelli með fána og spjöld. Það var líka uppörvandi að lesa það í frumvarpi til laga um tekjuöflun ríkisins, hversu skilningurinn er mikill á þeim kjörum sem þjóðin býr við. Þar kemur fram að hækk- un skatta til að fjármagna ríkisútgjöld muni hafa „örvandi áhrif á hagkerfið“. Og það er útskýrt nánar: „Sá misskilningur virðist al- gengur að skattheimta samfara útgjaldaaukningu dragi úr eftirspurn í hagkerfinu og leiði til samdráttar. Í reynd er því öfugt farið. Í stað þeirrar einkaneyslu sem dregst sam- an við skattlagninguna kemur eftirspurn frá ríkinu þegar fénu er ráðstafað. Þar sem skattlagningin mun að hluta til draga úr sparnaði hinna skattlögðu er líklegt að til skamms tíma verði þensla vegna útgjalda hins opinbera meiri en samdráttur einkaneyslunnar.“ Það er nefnilega það. Þarna opnaðist fyrir mér ný sýn á stöðu Íslands, að hækkun skatta dregur úr sparnaði hinna skattlögðu! Að vísu vissi ég ekki betur en að sparnaður væri hverfandi hjá flestum og vasarnir væru meira og minna galtómir. Ástæðan fyrir því er ekki flókin, eins og segir í 444 gátum sem dótt- ir mín spurði mig út úr í gær: „Hvað finnur maður í tómum vasa?“ – Gat. En ríkisstjórninni tekst að finna peninga í götóttum vösum. Eða grípur peningana sem detta. Og það á að skapa grunninn að hagvext- inum. Gott og blessað. Eitthvað hlaut það að vera, úr því það er ekki stóriðjan eða sjávar- útvegurinn. Það voru raunar líka tíðindi, að skattlagn- ingin rynni í ríkisútgjöld, sem hefðu „örvandi áhrif á hag- kerfið“. Ég stóð nefnilega í þeirri trú að stór hluti útgjald- anna rynni út úr hagkerfinu til erlendra kröfuhafa, en ekki til endurfjárfestingar hér á landi, og að þar munaði miklu um Icesave-skuldbindingar upp á hundruð milljarða. En kannski er það líka misskilningur. Kannski treystir ríkisstjórnin á þjóðina í deilunni um Icesave. Ef forsetinn neitar að skrifa undir og þjóðin fellir samninginn er komin upp gjörbreytt staða. Auðvelt fyrir Breta og Hollendinga að beygja ríkisstjórn sem skrifað hefur undir samning, og ætl- ar síðan að breyta honum einhliða. En það er annað að beygja heila þjóð, sem skrifaði aldrei undir neitt. Ef hún seg- ir nei, þá hefur það merkingu. Það er gott að stjórnvöld eru í nánum tengslum við ís- lenskan veruleika. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Sparnaður, skattar og hagvöxtur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Þrengt að Berlusconi á öllum vígstöðvum Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Á sakanirnar komu fram í réttarhöldum, sem nú fara fram í Torino. Gaspare Spatuzza, fé- lagi í mafíunni, bar því vitni hulinn bak við skerm að foringi sinn, Giuseppe Graviano, hefði árið 1994 haft fögur orð um greiðasemi Berlusconis og Marcellos Dell’Utris öldungadeildarþingmanns, sem rétt- arhöldin snúast um. Dell’Utri er samherji Berlusconis. Hann var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir sam- skipti við mafíuna og er áfrýjun hans nú til umfjöllunar. Að sögn Spatuzza sagði Graviano að hann hefði „fengið allt, þökk sé áreiðanleika þessa fólks“ og bætti við að fyrir vikið hefði mafían á Sikil- ey „landið í höndum sér“. Berlusconi neitar þessu og segir að verið sé að hefna fyrir baráttu sína gegn skipulagðri glæpastarf- semi. Berlusconi tilkynnti sjálfur á laugardag að tveir háttsettir félagar úr mafíunni á Sikiley hefðu verið handteknir og sagði að þetta væri besta svarið við áburðinum; stjórn sín hefði gert meira til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi en nokkur annar undanfarin 20 ár. En fleira hrjáir forsætisráð- herrann. 1. desember birti blaðið La Repubblica ummæli Gianfrancos Finis, sem á að heita nánasti banda- maður Berlusconis eftir að flokkur hans, Þjóðarsambandið, rann inn í flokk þess síðarnefnda, Fólk frelsis. Tekið var upp þegar Fini sagði að Berlusconi ruglaði saman „forustu“ og „konunglegu einveldi“ og „al- mennu samþykki ... við einhvers konar friðhelgi gagnvart öllu yfir- valdi“. Fyrirtæki Berlusconis, Fin- invest, á líka í kröggum. 1. desember fór dómstóll í Mílanó fram á 750 milljóna evra (137 milljarða króna) tryggingu til að sýna fram á að það gæti greitt skaðabætur vegna yfir- töku á útgáfufélaginu Mondadori á síðasta áratug. Kom í ljós að lögmað- ur Fininvest hafði mútað dómara til að greiða fyrir tilboði fyrirtækisins. Þá frestaði dómstóll í Mílanó á föstudag meðferð spillingarmáls þar sem Berlusconi kemur við sögu fram í miðjan janúar. Berlusconi er sak- aður um að hafa mútað David Mills, breskum skattalögfræðingi, með 400 þúsund evrum (73 milljónum króna) til að bera ljúgvitni í tvennum rétt- arhöldum fyrir aldamót. Mills var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fang- elsi í febrúar. Málaferli gegn Berl- usconi voru stöðvuð 2008 eftir að sett voru lög að áeggjan hans sjálfs um að forsætisráðherra nyti frið- helgi. Stjórnlagadómstóll Ítalíu hnekkti síðan þeirri lagasetningu. Þá er ógetið kvennamála Berlusc- onis. Þegar hann fór í 18 ára afmæli fyrirsætunnar Noemi Laetizia, var konu hans, Veronicu lario, nóg boðið og ákvað að fara fram á skilnað. Hún krefst 43 milljóna evra (7,9 milljarða króna) í framfærslu á ári. Um þessar mundir blasir einnig við í bókabúð- um á Ítalíu bók vændiskonunnar Patriziu D’Addario, þar sem munu vera nákvæmar lýsingar á kynlífs- fundum með forsætisráðherranum. Ofan á þetta bættist Berlusconi- lausi dagurinn um helgina. Hann var haldinn að undirlagi trúðsins Beppe Grillo, sem er vinsælasti bloggari Ítalíu og telur að dagar Berlusconis á valdastóli verði brátt taldir. Reuters Án Berlusconis Berlusconi-lausi dagurinn á laugardag var auglýstur með veggspjöldum í Róm. Á spjaldinu stendur að Berlusconi sé geislavirkur. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, var á föstudag sak- aður um að liðsinna mafíunni. Berlusconi neitar þessu og segir handtökur um helgina sýna að hann sé helsti óvinur mafíunnar. Breska vikuritið The Economist hefur lengi gagnrýnt Silvio Berlus- coni harðlega fyrir spillingu. Blaðið hélt því fyrst fram að hann væri óhæfur til að stjórna Ítalíu árið 2001 og árið 2006 skoraði það á ítalska kjósendur að segja „basta“ við Berlusconi. Hann snýr hins veg- ar alltaf aftur til valda. Í leiðara blaðsins fyrir helgina sagði í fyrir- sögn að nú væri tími til að Berlus- coni kveddi. Að baki þeirri niður- stöðu blaðsins eru „hagsmuna- árekstrar á milli starfa hans í við- skiptalífi og pólitík og frammistaða ríkisstjórnar hans“. Í leiðaranum segir að Berlusconi hafi afneitað kreppunni og fyrir vikið megi búast við að þjóðarframleiðsla Ítala drag- ist saman um 5%, sem sé meira en í nokkru öðru stóru Vestur-Evrópu- ríki. „Það kæmi Ítölum betur ef il cavaliere riði nú út af sviðinu,“ seg- ir að endingu í leiðaranum. TÍMI TIL AÐ KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.