Morgunblaðið - 07.12.2009, Page 17

Morgunblaðið - 07.12.2009, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 Í gluggum Alþingis Enginn er óhultur þegar auga ljósmyndarans er annars vegar og hér hefur Kristinn Ingvarsson ljósmyndari lent í skotlínunni hjá félaga sínum Ragnari Axelssyni sem á ferð sinni fyrir utan Alþingi smellti af á réttu augnabliki. Í glugganum til hægri sér í málverk af Bernharði Stefánssyni sem var þingmaður Eyfirðinga og lengi forseti efri deildar. Rax FRAMUNDAN er mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Forstjóri Landspítala hefur gert ítarlega grein fyrir þeim að- gerðum sem þar hefur verið gripið til og þess sem er í deiglunni, ef stjórnvöld slá ekkert af framkominni hag- ræðingarkröfu. Fram hefur komið að sólarhrings legu- rýmum hefur fækkað úr 1.300 í 800 frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og enn á að ganga lengra í þá áttina. Meðal legutími sjúklinga hefur styst á sama tíma og aðgerðum hefur fjölgað, svo- kölluð framleiðni hefur aukist. Nú boðar forstjórinn að draga þurfi úr valaðgerðum sem líklega muni lengja biðlista sem tekist hafði að stytta verulega. Í ljósi þess að laun eru lang stærsti þátturinn í rekstri LSH hefur verið og mun verða gerðar miklar breytingar á mönn- un og öllu skipulagi vakta. Færri munu sinna sjúklingunum en áður. Í breska blaðinu Observer var nýlega fjallað um öryggismál á breskum sjúkrahúsum. Í úttekt á grundvallar öryggisþáttum þjón- ustu á öllum almennum sjúkra- húsum á Englandi kom í ljós að 12 þeirra voru undir öryggismörkum og á 27 sjúkrahúsum taldist dánar- tíðni sjúklinga óeðlilega há. Yfir 5.000 sjúklingar létust á þessum sjúkrahúsum í fyrra umfram það sem ætla mátti. Þessir sjúklingar höfðu verið lagðir inn vegna vandamála sem alla jafna eru ekki áhættusöm svo sem astmi og botn- langabólga. Í 209 tilfellum höfðu hlutir eins og grisjur og málm- hlutir „gleymst“ inni í sjúklingum við skurðaðgerðir. Forseti bresku samtaka skurðlækna segir í sam- tali við blaðið að stjórnendur sjúkrahúsa séu svo uppteknir af því að tryggja að rekstur sjúkrahús- anna sé innan fjár- heimilda að öryggi sjúklinga líði fyrir. Í greininni er jafn- framt sérstaklega tekið fram að ónóg hjúkrun og ófull- nægjandi hreinlæti hafi mikil áhrif. Þegar jafn mikill niðurskurður er boð- aður á LSH og raun ber vitni er full ástæða til að vekja athygli stjórnvalda á þeim afleið- ingum sem óhóflegur niðurskurður getur haft í för með sér. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á bein tengsl mönnunar hjúkrunarfræð- inga og afdrifa sjúklinga. Því betur sem mannað er af hjúkrunarfræð- ingum því færri ótímabær dauðs- föll, því færri aukaverkanir með- ferða og því minni lyfjanotkun. Slíkur árangur leiðir til raunveru- legs sparnaðar og öruggrar þjón- ustu. Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hlífa heilbrigðis- kerfinu við þeim mikla niðurskurði sem boðaður hefur verið. Allir landsmenn þurfa á heilbrigðisþjón- ustu að halda enda heilbrigðis- kerfið ein af grunnstoðum sam- félagsins. Hjúkrunarfræðingar vara við því að svo nærri heil- brigðiskerfinu verði gengið að ör- yggi sjúklinga verði stefnt í hættu. Eftir Elsu B. Friðfinnsdóttur » Stjórnendur sjúkra- húsa eru svo upp- teknir af því að tryggja að rekstur sjúkrahús- anna sé innan fjárheim- ilda, að öryggi sjúklinga líður fyrir. Elsa B. Friðfinnsdóttir Höfundur er formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Ógnar niðurskurður í heilbrigðiskerfinu öryggi sjúklinga? „ÞENNAN samning verður að fella,“ sagði Jón Daníelsson pró- fessor í forvitnilegri grein í Mbl. 30. júní sl. Í inngangi greinar sinnar endurtók hann það sem svo margir gera nú um stundir, að okkur Ís- lendingum beri sið- ferðileg skylda til að viðurkenna ábyrgð okkar á Iceseve og beri að greiða, „nema menn vilji vera álitnir þjófs- nautar um aldur og ævi.“ Í hvassri svargrein Indriða H. Þorlákssonar aðstoðarmanns fjármálaráðherra leitaðist hann við að hrekja flest í grein Jóns Daníelssonar, nema „skammlaus“ inngangsorð sem hér er vitnað til. Þessi fullyrðing um samsekt þjóðarinnar, vegna þess að hún hafi notið ávaxta útrásarinnar, er eins hvimleið og hún er röng. Sú frjálshyggjubóla sem sprakk fyrir ári skildi eftir sig rústir hugmyndafræði. Hún afhjúpaði pólitíska spillingu, glórulausa trú á einkavæðingu og ónýtar eftirlitsstofnanir. Bólan sem sprakk skildi hins vegar ekki eftir sig seka þjóð. Vel má vera að það sé aðeins ein leið út úr þessum hremmingum, leið samninga. Um það verður ekki deilt hér frekar en hvort fyrirliggjandi samningsdrög séu góð eða slæm. Það er hins vegar alveg ljóst að hver sem niðurstaðan verður, mun íslensk þjóð bera byrðar þessa „ævintýrs“ um langa framtíð. Raddir vonar Sá mikli fjöldi Íslendinga sem hef- ur tjáð sig um orsakir og afleiðingar ríkjandi ástands ber ekki vott um hjarðhugsun eða vonleysi. Þvert á móti. Eins og svo margir hef ég reynt að fylgjast með umræðum og skilja málavexti eins og framast hefur verið kostur. Í umræðu síðustu mánaða hef ég saknað ítarlegrar umfjöllunar um það sem þó er sannarlega vonarljós í því rökkri sem hylur efnahagslíf og sjálfsmynd þjóðar. Vonin felst ekki í sprotafyrirtækjum og hugviti, hversu mikilvægt sem hvor- tveggja er. Hún felst hins vegar í lýðræð- islegu frumkvæði sem yrði sögulega einstakt og myndi marka tímamót í vestrænni stjórn- mála- og réttarsögu. Jafnvel stjórnlaga- þing félli í skuggann. Tækifærið sem myndi marka slík söguleg tímamót felst í því að þjóðin greiði atkvæði um samningsdrögin. Það felst í siðferði- legu og pólitísku mati þjóðarinnar, að við tökum sameiginlega ákvörðun. En til þess þurfum við að fá tækifæri. Styrmir Gunnarson fyrrv. ritstjóri hefur verið óþreytandi talsmaður slíkrar leiðar eins og þeir vita sem lesið hafa skrif hans í Morgunblaðinu og bók hans, Umsátrið. Þeim skoð- unum sem hann setur þar fram deilir hann með fólki úr öllum flokkum. Beint lýðræði Fullyrðing Álfheiðar Ingadóttur, á Alþingi 30. júní sl., að þjóðin hafi þeg- ar greitt atkvæði um Icesave, er jafn röng og hún er hrokafull. Hvaða samningur lá þá fyrir? Nú réttum fimm mánuðum síðar stendur for- maður VG í pontu Alþingis, atyrðir stjórnarandstöðuna fyrir að reyna að tala íslenska ríkið niður í ruslflokk erlendra matsfyrirtækja sem „bíði eftir því að þessari óvissu verði eytt.“ Sannast sagna er slíkur málflutn- ingur formanns VG með þeim hætti að óbreyttir í grastótinni eru farnir að spyrja sig – er hann okkar tals- maður? Þjóðin er fullfær um að lesa samn- ingsdrögin og fyrirliggjandi fylgi- skjöl og móta sér upplýsta skoðun að því loknu. Slík kosning þyrfti heldur ekki að vera flókin eins og formaður VG heldur fram. Þjóðin er eins fær og fulltrúar hennar á Alþingi um að meta afleiðingar af ákvörðun sinni hver sem hún kynni að verða, að þeirri grundvallarforsendu uppfylltri að þing og þjóð hefðu úr sömu upp- lýsingum að moða. Hver sem nið- urstaðan yrði væri hún yfirlýsing þjóðar en ekki 63 fulltrúa á Alþingi. Í henni fælust skilaboð til umheimsins, ekki um vilja þings heldur þjóðar. Í henni felst einnig von um að eftir stæði sameinuð, en ekki sundruð, þjóð í vanda. Það hefur sennilega aldrei gerst í vestrænu menningarsamfélagi að þjóð hafi fengið tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um svo afdrifaríkt mál. Þar væri sennilega stigið eitt stærsta skref í lýðræðisátt í 220 ár. Það sem gerir slíka hugmynd mögu- lega, og raunhæfari nú en nokkurn tíma fyrr, er sú staðreynd að við völd eru tveir flokkar sem báðir hafa tekið eindregna afstöðu með auknu lýð- ræði. Stefnuyfirlýsingar Samfylkingar og VG Í lögum Samfylkingarinnar (gr. 1) segir að flokkurinn vilji „lýðræðislegt þjóðskipulag byggt á virkri þátttöku almennings“. Í stefnuyfirlýsingu VG kveður við sama tón: „Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóð- skipulag grundvallað á virkri þátt- töku almennings.“ Aldrei fyrr hafa íslenskir stjórn- málaflokkar átt kost á að standa við stefnu sína með svo skýrum hætti og marka um leið svo djúp spor í vest- ræna stjórnmálasögu. Hið nýja Ís- land sem þjóðin hrópar á myndi þá byggjast á „virkri þátttöku almenn- ings“ um mótun eigin framtíðar. Slíkt yrði öðrum kreppuhrjáðum þjóðum til eftirbreytni. Ákvörðunin yrði þá ekki ákvörðun beygðrar þjóð- ar í vanda heldur uppréttrar þjóðar í vanda. Eftir Þorleif Friðriksson » Það sem gerir hug- myndina raunhæfa er sú staðreynd að við völd eru tveir flokkar sem báðir hafa tekið eindregna afstöðu með auknu lýðræði. Þorleifur Friðriksson Höfundur er sagnfræðingur. Umsátrið – Sögulegt tækifæri þjóðar í vanda 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.