Morgunblaðið - 07.12.2009, Side 19

Morgunblaðið - 07.12.2009, Side 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 styrk til að bugast ekki í átök- unum við hinn skæða sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Ég vil trúa því að þú sért á þeim stað þar sem kærleikurinn einn ríkir. Þú bentir á að kærleikur er ekki bara orðin ein, heldur líka verk, viðmót, fram- koma, við fólk, við einstaklinga. Kærleikur er eitthvað sem birtist í verki. Vegir skiptast – allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdags kveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið stórt og smátt er saman bundið. (Einar Ben.) Hvíl í friði. Þinn, Hörður. Það er óraunverulegt að hugsa til þess að pabbi minn sé farinn frá okkur. Við sem áttum eftir að gera svo mikið og njóta lífsins í samein- ingu. En ég er þakklátur fyrir all- an þann tíma sem við áttum saman og er mjög stoltur af því að vera sonur hans. Enda auðvelt mál að vera stoltur af þeim manni sem pabbi hafði að geyma, þessum yndislega, góða og trausta föður. Pabbi tókst á við veikindi sín af sama æðruleysi og hann fór í gegnum lífið sjálft og með því jafn- aðargeði sem einkenndi hann. Með mömmu styrka við hlið sér hélt hann sjálfstæði sínu fram á síðustu stund og sýndi okkur sem stóðum honum næst þann mikla styrk og kraft sem hann bjó yfir. Þegar maður hugsar til baka flæða minningarnar um huga manns. Ég er þakklátur fyrir það sterka samband sem við bræðurnir áttum við pabba og allar þær hversdagslegu stundir sem fylla líf manns gleði. Alla tíð var hann duglegur að fara með okkur á fót- boltaleiki og áttum við ófáar stundirnar saman á vellinum, pabbi minn KR-ingurinn, bróðir minn Valsarinn og ég, Framarinn. Við héldum þessari hefð okkar við alla tíð og þrátt fyrir veikindi sín, undangengin tvö sumur, sótti pabbi ófáa kappleikina með okkur bræðrum. Í uppvexti okkar bræðra þurfti pabbi alltaf að vita hvar maður var niðurkominn. Ófáar stundirnar sat hann við símann og hringdi út vinalistann til að leita að okkur. Þetta var ekki vinsælt hjá manni á þessum tíma en í dag er ég þakk- látur fyrir þá væntumþykju sem þetta sýnir. Það var að sjálfsögðu bara góður hugur sem fylgdi þess- um úthringingum pabba. Pabbi var ekki upptekinn af ver- aldlegum gæðum og lagði þeim mun meira upp úr kærleika og öðrum hugðarefnum sínum. Hann lagði sig fram við að virða náung- ann, dæmdi fólk ekki fyrirfram og kom eins fram við alla. Pabbi sýndi öðrum sömu virðingu og hann bar fyrir lífinu sjálfu. Hann lifði lífinu lifandi og naut lífsins fram í fingurgóma með mömmu mína sér við hlið og fjölskylduna, vini sína og félaga í kringum sig. Elsku pabbi, með mér mun minning þín lifa og í gegnum minningarnar munu barnabörnin fá að kynnast þér og virða þig. Passaðu hana Rósu mína. Haukur. Rétt í þann mund er aðventan gekk í garð kvaddi tengdapabbi minn þetta líf. Baráttu hans við krabbameinið var lokið. Eftir erf- iða nótt tók við bjartur og fallegur dagur og þótt söknuðurinn væri mikill var gott að vita til þess að Agnar var farinn á góðan stað og laus við þjáningar sínar. Agnar var einstaklega ljúfur og góður maður og hafði góða nær- veru. Hann var mikill húmoristi, laumaði einhverjum brandara inn í samræðurnar eða kom með hnytt- in tilsvör og glotti þá út í annað. Hann var einstaklega bóngóður og alltaf tilbúinn að gera hvað sem er fyrir fólkið sitt. Fjölskyldan var það mikilvæg- asta í lífi tengdapabba og sýndi hann það í daglegum samskiptum sínum. Hann vildi heyra í strákun- um sínum daglega, bara rétt að vita hvernig þeir hefðu það og hvort allt væri í lagi. Þá var hann í mjög góðu sambandi við móður sína og systur og föðurfjölskyldu sína í Bandaríkjunum. Mér fannst alltaf svo frábært hvað Agnar var ótrúlega róman- tískur og hugulsamur. Ég dáðist oft að því hvað hann var sætur við hana Gunnu sína, hvort sem var á jólum, afmælum og við hversdags- leg tækifæri. Gott dæmi um hug- ulsemi Agnars er það þegar við Haukur höfðum verið par í eitt ár og fórum út að borða af því tilefni. Á borðinu okkar á veitingastaðn- um beið okkar blómvöndur frá tengdapabba. Svona var Agnar – alltaf að leita leiða til að gleðja fólkið í kringum sig. Afabörnin voru augasteinar Agnars og hann var ótrúlega stolt- ur af þeim og einstaklega góður afi. Það var frábært að fylgjast með honum með börnunum og augljóst að þau gáfu honum mikla gleði. Mér finnst einna erfiðast að sætta mig við að börnin mín hafi ekki fengið lengri tíma með hon- um. Við foreldrar þeirra verðum dugleg að segja þeim frá Adda afa og halda minningu hans lifandi. Kolbrún. Bróðir minn og einn minn besti vinur, Agnar Þór Hjartar, er lát- inn langt um aldur fram eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem að lokum lagði hann að velli. Með sínum innri styrk, skynsemi og einstöku jafnaðargeði tókst hann á við örlög sín hugrakkur og sterkur. Oft hefur mér fundist tím- inn naumt skammtaður í þessari jarðvist en sjaldan eins og nú. Agnar var einn af þeim mönnum sem auðga líf samferðafólks síns og gefa af sér til allra þeirra sem þeir umgangast. Heiðarleiki og traust einkenndi hann og allt það sem hann tók sér fyrir hendur eins og við samferðafólk hans þekkjum svo vel og nutum góðs af í ríkum mæli. Margs er að minnast, margs er að sakna. Agnar hefur alla tíð ver- ið samofinn tilveru minni, stóri bróðir sem ég gat alltaf treyst á. Við heyrðumst í hverri viku og oft daglega og setningar eins og „hæ stelpan mín hvernig hefurðu það, langaði bara svo aðeins að heyra í þér“ munu fylgja mér alla tíð þótt samtölin verði ekki fleiri. Fyrsta starfið mitt, fyrsti bíllinn minn, fyrsta bílaviðgerðin, fyrsta heim- ilið mitt og svo mætti lengi telja, alltaf var Agnar nærri, boðinn og búinn að hjálpa litlu systur þegar á þurfti að halda. Þegar á leið og börnin mín komu til sögunnar reyndist hann þeim frábær frændi og hringdi kvölds og morgna þeg- ar veikindi voru á bænum til að at- huga hvernig við hefðum það. Umhyggjusemin var honum í blóð borin, móðir okkar Birna, eig- inkona hans Guðrún og synirnir Hörður og Haukur skiptu hann öllu máli og nú höfðu tengdadótt- irin Kolbrún og afabörnin Sigurrós og Vilhjálmur bæst í þann hóp. Hann ræddi um fólkið sitt með stolti og virðingu og var svo þakk- látur fyrir að eiga þennan glæsi- lega hóp. Elsku mamma mín, Gunna mág- kona mín, Hörður, Haukur, Kol- brún, Sigurrós og Vilhjálmur, missir ykkar er meiri en orð fá lýst en minningin um einstakan mann lifir um ókominn tíma og fylgir okkur áfram veginn. Ég kveð einstakan bróður og minn kæra vin með þakklæti og stolti yfir að hafa notið þeirra for- réttinda að eiga hann að. Þín systir, Hanna Þórunn. Vinur minn og félagi Agnar Hjartar er látinn langt fyrir aldur fram eftir hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Æðruleysi þitt og dugnaður verður okkur sem eftir lifum fyrirmynd. Þú kvartaðir aldrei og vannst eins og forkur nánast til hinstu stundar. Þær voru margar ánægjustundirnar okkar og ég mun lengi búa að allri þeirri reynslu sem þú miðlaðir mér er við áttum samleið sem embætt- ismenn stúkunnar okkar. Það var mér mikið lán að fá að vera þér samferða á þessari göngu okkar. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Við hjónin kveðjum þig hinstu kveðju og sendum konu þinni, Guðrúnu, börnum þínum og öðrum ættingjum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin lifir um góðan dreng. Lárus Pétur Ragnarsson.  Fleiri minningargreinar um Agn- ar Þór Hjartar bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Guðmundur B. Garðarsson ✝ GuðmundurGarðarsson fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 6. maí 1946. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 20. nóv- ember sl. Foreldrar hans voru Guðbjörg Erl- ín Guðmunds- dóttir, f. 15. júlí 1911 á Búðum Fáskrúðs- firði, d. 24. mars 2003, og Garðar Kristjánsson, f. 27. ágúst 1909 á Stöðv- arfirði, d. 8. febrúar 1964. Systkini Guð- mundar eru Ásta, f. 1931, Guðrún Birna, f. 1932, d. 1933, Esther, f. 1935, Krist- ján, f. 1937, Halldór, f. 1939, Guðrún, f. 1941, Stefán, f. 1954. Guðmundur kvæntist Kristínu Ing- ólfsdóttur, f. 28. febrúar 1947 í Kross- gerði Berufirði. Þau skildu. Börn þeirra eru Jóhanna Sigrún, f . 1965, d. 2003, Garð- ar, f. 1968, Guðbjörg Erlín, f. 1974, Bryn- hildur Ósk, f. 1982. Barnabörnin eru sjö. Guðmundur ólst upp á Fáskrúðfirði og lauk þar almennri skólagöngu. Ungur stofnaði hann til fjölskyldu, tæplega tví- tugur, og bjuggu þau hjónin fyrstu árin í Nýborg með móður hans sem þá var orðin ekkja. Eftir fárra ára búsetu eystra flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Guðmundur dvaldist til æviloka. Guðmundur var hvort tveggja, bæði verkamaður og sjómaður, sem vann hverskonar vinnu sem í boði var, þó mest margþætt störf tengd sjávar- útvegi. Er til Reykjavíkur kom vann hann hjá ýmsum verktökum við mannvirkjagerð. Gerðist á tímabili sjálfur verktaki við hellulagningar og stundaði þess á milli sjóvinnustörf. Guðmundur var jarðsunginn frá Að- ventkirkjunni 30. nóvember 2009. Meira: mbl.is/minningar Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir ✝ Ingibjörg Guð-rún Magnús- dóttir fæddist 21.4. 1924 á Barði í Miðfirði í V- Húnavatnssýslu. Hún lést á Land- spítala í Fossvogi 30. nóvember síð- astliðinn. Ingibjörg var síðast til heimilis á Norðurbrún 1 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Halldóra Sig- ríður Jónsdóttir, f. 14.2. 1892, d. 15.2. 1931, og Magnús Jónsson, f. 4.1. 1896, d. 23.4. 1980. Systkini Ingibjargar eru María Magn- ea, f. 10.10. 1916, og Þorvaldur, f. 15.2 1920, d. í nóvember 2006. Ingibjörg eignaðist átta börn alls: Sig- ríði Berglindi, f. 6.6. 1946, og Gísla, f. 5.6. 1948, með Baldri Árnasyni, f. 8.5. 1926, d. 4.4. 2002. Helen, f. 29.12. 1950, lést af slysförum 1986, Ann, f. 6.10. 1952, Davíð, f. 15.1. 1954, Karl, f. 12.10. 1957, dreng fæddan andvana í janúar 1959, og Maríu Önnu, f. 30.9. 1960. Barnabörnin eru orðin 19 alls og lang- ömmubörnin fjölmörg líka. Fyrstu árin bjö Ingibjörg með for- eldrum sínum á Þorkelshóli og á Hvammstanga í V-Húnavatnssýslu. Haustið 1929 fluttu þau suður í Hafn- arfjörð, þar sem heimili hennar var fram á unglingsár. Þegar hún missti móður sína í febrúar 1931 fór hún í fóstur til Sigríðar Snæland og manns hennar Péturs Snæland, sem reyndust henni alla tíð vel og allt þeirra fólk. Á meðan hún var á vinnumarkaði vann hún við hótel- og veitingastörf á ýmsum stöðum. Útför Ingibjargar fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, mánudaginn 7. desember kl. 15. Meira: mbl.is/minningar ✝ Hjartkær systir mín, GUÐBJÖRG AUÐUNSDÓTTIR frá Minni-Völlum, verður jarðsungin frá Skarðskirkju þriðjudaginn 8. desember kl. 13.00. Ásgeir Auðunsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN ANTON GÍSLASON, Bakkastíg 8, Eskifirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu , Neskaupstað 28. nóvember. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju 12. desember kl. 14:00. Ingibjörg Þuríður Stefánsdóttir, Gísli Hjörtur Guðjónsson, Jóhanna Lindbergsdóttir, Stefán Ingvar Guðjónsson, Kristín Sigurðardóttir, Jón Trausti Guðjónsson, Guðný Gunnur Eggertsdóttir, Sævar Guðjónsson, Berglind Steina Ingvarsdóttir, Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, Björgmundur Ö. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ATTLI ÖRN JENSEN, Strikinu 10, Garðabæ, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði mánudaginn 30. nóvember. Jarðsett verður frá Garðakirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 15.00. Árni Valur Atlason, Eydís Lúðvíksdóttir, Markús Þór Atlason, Katrín Yngvadóttir, Jens Pétur Atlason, Kristín Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR TRYGGVI JÓNSSON frá Hemlu, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Hellu lést fimmtudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð, föstudaginn 11. desember og hefst athöfnin kl. 11:30 Ágúst Ingi Ólafsson, Sóley Ástvaldsdóttir, Ragnhildur Ólafsdóttir, Sæmundur Sveinbjörnsson, barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÞORBJARNARDÓTTIR Aflagranda 40, Reykjavík andaðist föstudaginn 27. nóvember. Útför hennar fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 8. desember kl. 13.00. Ásta Bára Jónsdóttir, Einar Ingi Halldórsson, Þórhildur Jónsdóttir, Eggert Ágúst Sverrisson, Kristín Jónsdóttir, Sigurður Geir Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.