Morgunblaðið - 07.12.2009, Side 21

Morgunblaðið - 07.12.2009, Side 21
Dagbók 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 Sudoku Frumstig 8 4 5 2 1 9 4 5 2 1 8 6 6 7 5 4 2 1 4 6 9 7 8 7 6 9 7 4 1 6 7 4 2 7 5 4 3 3 6 1 7 1 5 5 2 9 6 9 6 7 9 3 8 2 7 3 6 4 5 8 3 9 4 5 9 6 4 6 2 7 5 9 2 6 1 6 1 4 2 7 9 3 8 5 2 5 3 8 4 6 9 1 7 8 9 7 3 1 5 2 4 6 9 4 5 6 3 7 8 2 1 7 8 1 5 2 4 6 9 3 3 6 2 9 8 1 5 7 4 4 2 8 7 5 3 1 6 9 5 7 6 1 9 2 4 3 8 1 3 9 4 6 8 7 5 2 2 9 7 8 6 1 5 4 3 8 6 1 5 3 4 9 7 2 4 3 5 9 7 2 8 1 6 3 7 6 1 9 5 4 2 8 9 8 2 3 4 7 1 6 5 1 5 4 6 2 8 7 3 9 6 4 8 7 5 3 2 9 1 5 2 9 4 1 6 3 8 7 7 1 3 2 8 9 6 5 4 7 6 8 9 4 5 2 1 3 1 9 5 2 3 7 6 4 8 2 3 4 6 1 8 5 7 9 6 4 9 1 7 2 3 8 5 8 1 2 3 5 6 7 9 4 3 5 7 8 9 4 1 6 2 5 7 6 4 8 3 9 2 1 4 2 1 5 6 9 8 3 7 9 8 3 7 2 1 4 5 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 7. desember, 341. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka. (Mt. 25, 42.) Ætlið þið að drepa niður allavon hjá þjóðinni?“ spurði góður vinur Víkverja þegar fréttir síðustu daga bar á góma. Af nógu var að taka. Einn þingmaður varaði við því að Ísland stefndi í greiðsluþrot og hjó þar með í sama knérunn og hann hafði gert upp úr miðjum nóv- ember. Bloggarinn Asdis Sig, eins og hún kallar sig, brást svo við frétt- inni: „Held ég hætti öllum fréttalestri í bili og einhendi mér bara í bakst- ur og dúllerí. Það er engum manni hollt að fylgjast með þeim fréttum sem yfir okkur dynja. Annaðhvort eru allir að ljúga eða ég veit ekki hvað, ég ætla allavegana ekki á hausinn, ég stend keik og er hér með komin í jólafrí.“ x x x Önnur frétt og jafnvel ennskemmtilegri var að skuldir þjóðarbúsins væru komnar í 350% af þjóðarframleiðslu og þar af leið- andi orðnar meiri en við síðustu áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 20. október. Þá voru þær aðeins um 310%. x x x Af öðrum skemmtifréttum áundanförnum vikum má nefna fregnir af vaxtahækkunum Norr- æna seðlabankans á íslenska lán- takendur, stigvaxandi álögur á elds- neyti, fólksfækkun á höfuðborgar- svæðinu, skort á svínaflensubólu- efni, stóraukna ásókn í matargjafir hjálparstofnana og fjöldauppsagnir hjá rótgrónum fyrirtækjum. Af fréttaflutningnum mætti ætla að annar hver maður lepti dauðann úr skel. Ítali sem Víkverji hitti kannaðist þó einhverra hluta vegna ekki við þessar lýsingar þótt hann hefði búið hér í nokkur ár. Hann benti á sjónvarpsskjáina sem þöktu veggi knæpunnar og sagði svo að venjulegur Ítali væri tvo mánuði að vinna sér inn fyrir einum þeirra. Svo kvaðst hann hafa betri laun á Íslandi, þrátt fyrir gengishrun, en félagi sinn hjá Ferr- ari. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 saggi, 4 deila, 7 heiðursmerkið, 8 bár- an, 9 nöldur, 11 gras- svörður, 13 hæðir, 14 ákveðin, 15 listi, 17 jurt, 20 bókstafur, 22 eld- stæði, 23 rotnunarlyktin, 24 japla, 25 fæddur. Lóðrétt | 1 eklu, 2 hagn- aður, 3 duglega, 4 snúra, 5 odds, 6 korns, 10 væn- an, 12 skjót, 13 flóns, 15 vind, 16 rásar, 18 talaði um, 19 kvendýrið, 20 egna, 21 nota. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hrakyrðin, 8 kofan, 9 tómur, 10 nón, 11 terta, 13 afræð, 15 skarf, 18 hraks, 21 jór, 22 árita, 23 elgur, 24 tillöguna. Lóðrétt: 2 refur, 3 kenna, 4 rotna, 5 ilmur, 6 skot, 7 gráð, 12 Týr, 14 far, 15 smáð, 16 aðili, 17 fjall, 18 hregg, 19 angan, 20 sorg. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Dc2 Rxc3 8. bxc3 Be7 9. e4 O-O 10. Bd3 c5 11. O-O Dc7 12. De2 Rd7 13. Bb2 Hfd8 14. Had1 Hac8 15. Rd2 Rf6 16. f4 b5 17. f5 e5 18. d5 c4 19. Bc2 a5 20. Kh1 b4 21. Ha1 Rd7 22. Hf3 b3 23. Bd1 Rb6 24. Rf1 Ra4 25. Bc1 Rc5 26. Hg3 Hd6 27. Rd2 Ba6 28. Dg4 Bf8 29. Rf3 Staðan kom upp í kvennaflokki Evr- ópumeistaramóts landsliða sem lauk fyrir nokkru í Novi Sad í Serbíu. Heimsmeistari kvenna, Alexandra Kostenjuk (2516), hafði svart gegn Zei- nab Mamedjarova (2285) frá Aserbaíd- sjan. 29… b2! 30. Bxb2 Rd3 31. Dh5 Rf2+! 32. Kg1 Db6 33. h3 Rxe4+ 34. Kh2 Rxg3 35. Kxg3 Hh6 36. Dg5 Dxb2 37. Hc1 e4 38. Rh4 Bd6+ og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Bjargað af bófa. Norður ♠97 ♥95 ♦KDG10 ♣G7543 Vestur Austur ♠KG2 ♠1086543 ♥7 ♥1042 ♦765 ♦Á8 ♣K109862 ♣ÁD Suður ♠ÁD ♥ÁKD863 ♦9432 ♣ – Suður spilar 4♥. Þegar slegið er upp á Paul Soloway (1941-2007) á Wikipedíu kemur tvennt í ljós. Annars vegar er listi yfir marg- vísleg afrek hans við spilaborðið, hins vegar sá fróðleikur að hann hafi nærri drukknað í sundlaug þriggja ára gam- all, en verið bjargað á elleftu stundu af landsfrægum gangster. Þetta segir manni þá sögu að líf Soloways hafi frá þiggja ára aldri að mestu verið helgað bridsspilinu. Soloway var hér í sagnhafasætinu í tvímenningi. Út kom tígull, austur drap strax og reyndi ♣Á. Soloway trompaði, tók ♥Á-K-D, notaði síðan tvær tígulinnkomur blinds til að stinga lauf. Síðasti tígullinn þvingaði svo vest- ur niður á ♠K blankan, sem var vanda- laust að veiða, því austur hafði passaði í upphafi. Tólf slagir og toppur. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú skilur ekki sársaukann sem fjölskyldumeðlimur upplifir þessa dag- ana, sýndu viðkomandi samúð og veittu allan þinn stuðning. Óvæntar fréttir koma með pósti. (20. apríl - 20. maí)  Naut Af einhverri ástæðu ertu í sviðs- ljósinu í dag. Njóttu þess. Sýndu þol- inmæði í umferðinni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert þreytt/ur og mjög áhugalaus á öllum sviðum og þarft að gera eitthvað til að breyta því. Komdu þér út úr húsi og reyndu að kynnast skemmtilegu fólki. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú þarft að ganga úr skugga um og vera öruggur um að ekki sé ver- ið að ganga á rétt þinn. Biddu um það sem þú vilt og fáðu það. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú stendur óvenjufast á þínu en finnur þó til samkenndar heima fyrir. Mundu að gæfan getur verið fallvölt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Gættu þess að missa ekkert út úr þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Oft er flagð undir fögru skinni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Dagurinn hentar vel til samskipta við yfirvöld. Notfærðu þér það. Gerðu góðverk í kvöld. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Haltu fast um budduna því óvænt útgjöld eru handan við hornið. Einhverjum er mjög umhugað um vel- ferð þína. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ekki bæla tilfinningarnar inni. Afþakkaðu kurteislega ráð frá öðrum. Haltu ró þinni því fyrr eða síð- ar munt þú uppskera eins og þú sáir. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert upp á þitt besta og getur nánast samið um hvað sem er því þú færð fólk svo auðveldlega á þitt band. Taktu þér tíma til þess að sinna sjálfum þér og byggja þig upp. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þess er krafist að þú sinnir málefnum sem tengjast fjölskyldunni. Hugsanlega tengjast þau endurbótum, lagfæringum eða standsetningu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert með allt á hreinu þessa dagana, nýttu þér það. Ekki bíða eftir því að aðrir biðji þig fyrirgefningar, réttu fram sáttahönd. Stjörnuspá 7. desember 1879 Jón Sigurðsson forseti lést í Kaupmannahöfn, 68 ára. Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879. 7. desember 1881 Minnisvarði um Jón Sigurðs- son var afhjúpaður á gröf hans í Hólavallagarði í Reykjavík, tveimur árum eftir að hann lést. Varðinn var reistur fyrir samskotafé og var afhjúpaður „í viðurvist mesta fjölmennis af öllum stéttum,“ eins og sagði í Ár- bókum Reykjavíkur. 7. desember 1933 Ríkisútvarpið útvarpaði mið- ilsfundi í fyrsta sinn. Þar töl- uðu ýmsar verur í gegnum Láru Ágústsdóttur miðil. 7. desember 1936 Síld féll úr lofti í Bjarneyjum á Breiðafirði, sennilega af völd- um skýstróks. 7. desember 1970 Íslensk kona fékk nýra úr bróður sínum. Skurðaðgerðin var gerð í London. „Þetta mun vera í fyrsta skipti sem nýrna- flutningur er gerður á Íslend- ingum,“ sagði Morgunblaðið. 7. desember 1994 Bónus bauð tíu mest seldu jólabækurnar með 15% af- slætti. Nokkrum dögum síðar fór afslátturinn í 30% og rætt var um bókastríð. „Bókabúðir eru allar með sama verð, sem mér þykir ósvinna,“ sagði Jó- hannes Jónsson í Bónus í sam- tali við Morgunblaðið. „Bók- menntir eru ekki eins og sykur og hveiti,“ sagði bókaút- gefandi við DV. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … ÉG er við góða heilsu og það er fyrir öllu þegar þessum aldri er náð,“ sagði Stefán Pálsson, fyrr- verandi bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, en hann er 75 ára í dag. Hann hélt upp á afmælið síð- astliðið föstudagskvöld umkringdur fjölskyldu og vinum. Stefán sagði að gærdagurinn hafi einnig verið gleðidagur í fjölskyldunni því þá fagnaði yngsta dóttir hans, Auður, fertugsafmæli. Stefán sagði að það hafi verið mikil afmælisgjöf að eign- ast litla dóttur daginn áður en hann varð 35 ára. Stefán kvaðst hafa haldið stórar veislur þegar hann varð fimmtugur, sextugur og einnig sjötug- ur. Hann var í annasömu starfi sem bankastjóri og eignaðist fjölda vina og vinnufélaga sem samfögnuðu honum á þessum merkis- afmælum. „Mér finnst nú að menn eigi að fara að draga úr þessu þeg- ar þeir eru orðnir sjötugir,“ sagði Stefán. Gríðarleg breyting varð á bankakerfinu eftir að Stefán lét af störfum árið 2001. Hann kvaðst harma hvernig fór fyrir bankakerfinu, einni af grunn- stoðum þjóðfélagsins. En hvað leiðir til farsældar á lífsgöngunni? „Ég tel að heiðarleiki við sjálfan sig og aðra sé undirstaða þess að fólki farnist vel í lífinu,“ sagði Stefán. gudni@mbl.is Stefán Pálsson, fyrrverandi bankastjóri, 75 ára Heiðarleikinn er mikilvægur ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.